Tíminn - 21.02.1984, Side 5

Tíminn - 21.02.1984, Side 5
5 Siíliii' fréttir Búnadarþing sett í gær: BJARGRAÐASNHN VERÐIUTVEGAÐ- M 60 MILUÓNIR1IL ENDURUNA — er tillaga Vorhardindanefndar vegna þeirra sem harðast urdu uti Vorharðindanefnd (sem skipuð'var í fyrravor) hefur eftir athuganir sínar á aflciöingum vorharðindanna í fyrra og óþurrkana sem við tóku í fyrrasumar lagt til að Bjargráðasjóði verði útvegað- ar 60 milljónir króna til endurlána til þeirra sem harðast urðu úti, að því er fram kom hjá Ásgeiri Bjarnasyni, form. Búnaðarfélags íslands í ræðu hans við setningu Búnaðarþings í gær. Helmingi fjárins, 30 milljónum króna, verði varið til endurlána vegna fóðurvöntunar sem margir bændur standi nú frammi fyrir og aðrar 30 milljónir kr. verði lánaðar kartöflubændum sem á síðasta sumri urðu fyrir meiri uppskerubresti en nokkru sinni fyrr - svo þeir eigi nú m.a. varla til innlent útsæði til niðursetningar að vori. Ásgeir sagði það hafa komið í ljós þegar forðagæsluskýrslur voru athugað- ar hjá Búnaðarféíagi íslands, að víða vanti bændur fóður fyrir ásettann búpen- ing sinn. Jafnframt sagði hann fáa bænd- ur aflögufæra með hey, svo nota verði, grasköggla og fóðurbæti með þeim litlu heyjum sem til eru á hverjum stað. Ekki bæti heldur úr skák að lítið hafi verið hægt að spara af fóðri í vetur, þar sem jarðbönn hafi nú verið í nær 2 mánuði í nær öllum landshlutum. Ásgeir sagði Vorharðindanefnd hafa haft þessi forða- gæslumál til athugunar og hafi hún gert tillögu um að Bjargráðasjóði verði út- vegaðar 30 millj. kr. í því skini að þær verði endurlánaðar þeim sveitarfélögum þar sem fóðurvöntun bænda er hvað mest. Þá hafa á sjöunda hundrað bændur sótt um að fá lausaskuldum sínum breytt í föst lán til lengri tíma, en landbúnaðar- ráðherra hefur sern kunnugt er lagt fram frumvarp á Alþingi um þau mál. Ásgeir sagði efnahag margra bænda hafa versnað hin síðari ár. Því valdi m.a. dýrari lán til framkvæmda en áður. lækkandi verðlag á þeim hluta framleið- slunnar sem illa gangi að selja erlendis ásamt verra árferði sem auki kostnað við búreksturinn og gefi oft minni afurðir en ella. -HEI Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, var meðal gesta við setningu Búnaðar þings. Búnaðarsambandanna: Bíður stórverk efni að taka tölvutæknina í sína þjónustu ■ „Búreikningar eru undirstöðuatriði í búskap. Á þeim byggist góð leiðbein- ingaþjónusta. Það bíða því á allra næstu árum stór verkefni fyrir búnaðarsam- böndin að taka tölvutæknina í þjónustu sína í almennu leiðbeiningastarfi", sagði Ásgeir Bjarnasön, form. Búnaðarfélags- ins m.a. á Búnaðarþingi í gær. Ef vel á að vera sagði hann bændur þurfa að hafa nákvæmt bókhald svo það sjáist hvernig hægt er að hagræða fram- leiðslunni, án mikils tilkostnaðar og hvert eða hvar hægt er að spara í framleiðslunni. „Stóraukið búreikninga- hald bænda verður að koma til á næstu árum", sagði Ásgeir. Hann sagði tölvu- tæknina nú auðvelda allt slíkt starf og eiga að gera mögulegt að ætíð sé unnið með nýjar upplýsingar. -HEI ■ „A síðustu 5 árum hafa verið 3 köldustu ár aldarinnar til þessa. Þetta hefur haft stórfelld áhrif á auðsuppsprettur okkar til lands og sjávar“, sagði Ásgeir Bjarnason, formaður Búnaðarfélags íslands m.a. við setningu búnaðarþings í Bændahöllinni í gær. Verðmæti landbúnaðar- framleiðslunnar: TAUÐ VERA NÁLÆGT 4.4 MILLIÖRDUM KR. Fimm stöður héraðsráðunauta nú lausar: Litlar líkur á að einhverjir fáist í þær ■ Minni áhugi á búvísindum og minni áhugi á ráðunautastarfl en áður var, veldur því m.a. að 5 stöður héraðsráðu- nauta eru nú lausar og litlar líkur taldar til að aðrir fáist í þeirra stað á næstunni þar sem aðeins 3 nemendur stunda nú búvísindanám í Bændaskólanum á Hvanneyri og færri erlendis en áður var, samkvæmt því er fram kom hjá Ásgeiri Bjarnasyni á Búnaðarþingi í gær. Ásgeir taldi það þess virði fyrir fram- tíð iandbúnaðarins að kanna hvað veldur þessu hvorutveggja. M.a. sé það íhug- unarefni hvort neikvæðar umræður um landbúnað og gildi hans fyrir þjóðina valdi því hve fátt ungt fólk sækist ’eftir búvísindanámi á háskólastigi. Jafnframt sagði hann það spurningu hvort æskilegt sé að koma á meiri tengslum á milli búvísindanáms á Hvanneyri og líffræði- náms í Háskóla íslands í því skyni að efla búvísindamenntun í landinu og örva áhuga á henni. -HEI ■ „Verðmæti iandbúnaðar- framleiðslunnar er talið vera sam- kvæmt nýjustu tölum kr. 4,4 millj- arðar, þar af er langmestur hlutinn notaður innaniands en verðmæti útflutnings á landbúnaðarvörum nam tæpum 1,1 milljarði kr. árið 1983“, sagði Ásgeir Bjarnason m.a. við setningu búnaðarþings. Af útflutningnum sagði hann tæp- lega 826 milljónir kr. hafa fengist fyrir iðnaðarvörur frá landbúnaði og tæpar 246 milljónir fyrir óunnar vörur frá landbúnaði. Til að átta sig betur á stærð tölunnar 4,4 milljarðar má geta þess til saman- burðar að allur innflutningur til landsins á síðasta ári nam um 20,6 milljörðum króna. Verðmæti landbúnaðarframleið- slunnar nemur því sem svarar um 21,4% af verðmæti alls innflutnings til landsins það ár. -HEI ■ Þóranna Björgvinsdóttir frá Leifs- húsum í Svalbvarðsstrandarhrcppi er fyrst kvenna til að sitja sem þingfulltrúi á búnaðarþingi. Landbúnaðurá harðbýlum svæðum: Ráðstefna Evrópuríkja innan FAO á íslandi ■ Landbúnaður á harðbýlum svæðum verður umræðuefni á ráðstefnu Evrópu- ríkja innan FAO, matvæla- og landbún- aðarstofnunar Sameinuðuþjóðanna sem haldin verður hér á landi í september- mánuði n.k. Til þessarar ráðstefnu buðu fyrrverandi landbúnaðarráðherra Hall- dór E. Sigurðsson og Pálmi Jónsson og er það í fyrsta skipti sem hún er haldin á Norðurlöndum, að því er Jón Helgason, landbúnaðarráðherra sagði á Búnaðar- þingi í gær. Ráðstefnuna munu sækja forystu- menn í landbúnaði á vettvangi stjórn- málanna í þátttökuríkjunum. Sagði Jón þetta verða einstakt tækifæri til að kynna íslenskan landbúnað og staðhætti hér fyrir þessum fulitrúum Evrópuríkjanna. „Heimsókn þessara góðu gesta ætti að hjálpa til að opna augu þeirra þröngsýnu afturhaldsmanna, sem fundið hafa hvöt hjá sér til að hafa horn í síðu landbúnað- ar og telja hann bölvald í íslensku efnahagslífi", sagði landbúnaðarráð- herra. -HEI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.