Tíminn - 21.02.1984, Blaðsíða 8
Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson.
Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv
Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson.
Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. i
Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir
Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi
18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. j
Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Stórtækir glæpa-
menn á meðal vor
Afbrot eru að færast yfir á þau svið sem áður voru óþekkt á
íslandi. Framin eru skipulögð rán og hótað ofbeldi ef staðið er í
vegi fyrir að afbrotamennirnir nái feng sínum. Bankarán var
framið með þeim hætti, að sá sem þar var að verki var bersýnilega
búinn að undirbúa það og var engum öryggisráðstöfunum við
komið. Starfsfólk bankans varð að láta sér lynda að horfa á eftir
ræningjanum út í myrkrið með feng sinn sem var allveruleg
peningaupphæð.
Réttum tverm vikum síðar berast næstu stórtíðindi af skipulögðu
ráni og var þar á ferð vopnaður maður sem hótaði lífláti ef ekki
yrði orðið við kröfum hans í einu og öllu. Ránið á nær tveim.
milljónum króna við bankann á Laugaveginum var ekki tilviljun-
arkennt kák, eins og svo mörg innbrot og þjófnaðir, sem framdir
eru í „hefðbundnum stíl“ af meira eða minna drukknum mönnum
eða undir áhrifum eiturefna, þegar kylfa er látin ráða kasti um
hvernig til tekst og hvað hefst upp úr krafsinu.
Fað sem er sýnu alvarlegast við þann verknað allan er að
ræninginn var vel vopnaður og hótaði lífláti eða lemstrun ef staðið
yrði í vegi fyrir honum. Haglabyssa, sem hlaupið hefur verið stytt
á, er vel þekkt vopn meðal atvinnuglæpamanna erlendis og er
háskaleg í höndum þeirra sem einskis svífast.
Sem betur fer missti enginn höfuð eða limi vegna þessa tiltækis.
En það er óskemmtileg reynsla fyrir leigubílstjóra að vera hótað
lífláti af manni sem beindi byssuhlaupi að höfði hans. Starfsmenn
Áfengisverslunar ríkisins sluppu einnig við lemstrun eða bana, en
í átökum við annan þeirra hljóp skot úr byssunni og skotið var á
bíl þeirra til að gera hann óökufæran. Þarna var því vissulega
hætta á ferðum.
Fengur ræningj ans var mikill, enda lagði hann sj álfan sig og aðra
í mikla áhættu til að ránið mætti takast. Er hér um að ræða
kaldrifjaðan verknað og betur skipulagðan en menn eiga að
venjast hér á landi. Til að kóróna vel heppnað rán leiddi sú
vafasama öryggisráðstöfun áfengisverslunarinnar, að taka ekki
við ávísunum af viðskipta vinum sínum, til þess að þarna var
mögulegt að grípa nær tvær milljónir króna í reiðufé. Varla hefði
tekist að ná eins tilvöldum ránsfeng af starfsmönnum annarra
fyrirtækja sem leggja dagveltuna í næturhólf.
Ósvífni og skipulag einkennir þetta afbrot, og upphæðin sem
rænt var er sú hæsta sem afbrotamaður af þessu tagi hefur komist
yfir. Aðferðin er gamalkunn í útlöndum og hefur verið gerð slík
skil í bókum og kvikmyndum, að það á ekki að þurfa að koma
okkur á óvart þótt allt í einu sé staðið frammi fyrir þeirri staðreynd
að fagmannlega sé staðið að glæpaverkum.
Það er óhugnanlegt að sjá íslenska lögreglumenn í skotheldum
vestum vopnaða byssum við störf sín. En sá tími er upp runninn,
að sérþjálfuð sveit er til taks til að kljást við vopnaðan óaldarlýð
og er það sannarlega ill nauðsyn.
Fíkniefnasmygl og eiturefnasala verður æ algengari með hverju:
árinu sem líður. Miklir fjármunir fara um hendur þeirra, sem við
slíka iðju fást. Hið mikla magn sem tollverðir og lögregla gerðu
upptækt af fíkniefnum á síðasta ári sýnir að á þessu sviði er einnig
komið inn á nýjar brautir afbrota. Þær upphæðir sem nefndar eru
í sambandi við sölu á eiturefnum sýna, að það er freistandi fyrir
veiklyndar sálir og peingagráðuga menn að taka þá áhættu að eitra
fyrir samlanda sína. Það dettur engum í hug annað en að margfalt
meira magn fíkniefna komist á markað en það sem löggæslumenn
ná að klófesta og gera upptækt.
í sambandi við fíkniefnasmyglið er vert að hafa hugfast, að þeir
sem flytja það til landsins eru í sambandi við atvinnuglæpamenn
erlendis, sem sjá um útvegun eitursins og það út af fyrir sig sýnir
á hvaða braut íslenskir afbrotamenn eru.
Eiturlyfjasala og morðhótanir afbrotamanna eru tímanna tákn
og verður löggæslan og reyndar þjóðfélagið allt að snúast gegn
þeim ófarnaði með viðeigandi hætti.
-O.Ó.
Húsnæðis-
vandræði og
íbúafækkun
Margt er það sem veldur
byggðaröskun annað en at-
vinnumöguleikar. Svo er til
dæmis um Súðavík sem er
fámennt byggðarlag sem
leggur mikið af mörkum til
þjóðarbúsins. Þar snýst til-
veran að mestu um fisk enda
berst þar mikill afli á land og
er oft hörgull á fólki til að
vinna fiskinn. Þrátt fyrir
mikla atvinnu fer fólki fækk-
andi í Súðavík og er það ekki
síst vegna skorts á íbúðar-
húsnæði. Þctta er vandi sem
víða er við að glíma en það
er bagalegt fyrir lítið en
þróttmikið bæjarfélag að sjá
á eftir vinnufæru fólki vegna
þess að ekki er fyrir hendi
viðunandi húsnæði á
staðnum.
Súðavík er einn þeirra
staða sem erlent vinnuafl er
við störf, enda er atvinna þar
meiri en svarar til íbúafjöld-
ans.
í nýútkomnu tölublaði ís-
firðings er viðtal við Heiðar
Guðbrandsson í Súðavík þar
sem meðal annars er vikið að
húsnæðismálum og brott-
flutningi fólks frá stað sem
býður upp á meiri atvinnu en
íbúarnir fá annað, á sama
tíma og margir ganga um án
atvinnu víða annars staðar.
Hér fer á eftir hluti úr
viðtalinu við Heiðar:
- Fækkar nú fólki í Súða-
vík?
Það fækkaði um 26 manns
í hreppnum frá árinu 1982 til
1983, sem er auðvitað mjög
tilfinnanleg fækkun. íbúarnir
eru nú tæplega 250. Verst er
að fækkun fólks hefur aðal-
lega komið niður á þeim ,
árgöngum sem eru á vinnu-
markaði, en börn eru mörg
hjá okkur.
Nokkrar f jöl-
skyldurágötunni
- Hefur sveitarfélagið átt
hlut að byggingu íbúðar-
húsa?
Já, segja má að síðustu tíu
árin hafi íbúðarhúsnæði í
Súðavík aðallega verið byggt
fyrir frumkvæði sveitarfé-
lagsins. Bæði hefur verið
byggt samkvæmt lögum um
leigu- og söluíbúðir og fyrir
lán sem ætluð hafa verið til
útrýmingar heilsuspillandi
húsnæðis. Á þessum tíma
hafa líklega verið byggð í
þorpinu tíu einbýlishús og
átta íbúðir í einu fjölbýlis-
húsi. Athyglisvert er, a.m.k.
í heilan áratug þar áður
höfðu engin hús verið byggð
í Súðavík.
- Hvernig er þá húsnæðis-
ástandið núna?
Það er þannig að segja má'
að nokkrar fjölskyldur séu á
götunni. Ég er uggandi um
að fólki fari enn fækkandi ef
ekki verða byggðar fleiri
íbúðir á næstunni. íbúðum í
notkun hefur lítið fjölgað við
tilkomu nýju húsanna, því að
mjög mörg gömul hús hafa
verið rifin, og t.d. var flutt úr
síðasta torfbænum, Saura-
koti, fyrir aðeins 4-5 árum.
Sennilega hefði mátt koma í
veg fyrir fólksfækkunina í
fyrra ef staðið hefði verið að
byggingu fleiri húsa, t.d.
verkamannabústaða.
Sífelltvantarfólk
í fiskvinnsluna
- Hvernig er atvinnuá-
standið?
Ég fullyrði að vegna fólks-
fækkunarinnar blasir nú við
mikill vandi í atvinnumálun-
um. Hráefnisöflun hefur
gengið vel undanfarið, enda
er skuttogarinn Bessi eitt
mesta aflaskip landsins, og
hann leggur allan sinn afla
upp hjá okkur. Þá leggja upp
hjá okkur fimm rækjubátar.
Rækjuvinnslan fór fram inni
á Langeyri til 1982, en nú fer
hún fram í frystihúsinu í
Súðavík. Á sumrin stunda
tveir rækjubátanna úthafs-
rækjuveiðar og gengur vel.
Okkur vantar því sífellt fólk
í vinnsluna, og nú eru hjá.
okkur tíu útlendar stúlkur í
vinnu, flestar frá Ástralíu og
Nýja Sjálandi. Sömu stúlk-
urnar eru hér allt upp í tvö ár
og þær hafa yfirleitt staðið sig
vel.
- Hvað heldur þú um
framtíð Súðavíkur?
Ég vona að það takist að
koma barnaskólanum í lag
og ljúka við barnaheimili sem
er i byggingu. Forsenda þess
að fólksfækkun haldi ekki
áfram er þó að rétt verði
staðið að byggingu íbúðar-
húsnæðis. Það ermín skoðun
að nálægð okkar við ísafjörð
sé kostur, enda eru sam-
göngur þangað greiðar lang-
flesta daga ársins. Yfirleitt fæ
ég ekki annað séð en Súðavík
hafi alla burði fram yfir ýmis
önnur pláss á Vestfjörðum til
að geta eflst og dafnað, segir
Heiðar Guðbrandsson að
lokum.
ísfirðingur þakkar honum
fyrir greið og góð svör.
„Viljum auka á
pólitíska meðvitund
jafnaldra okkar“
— sagði Hannes Karlsson, form.
nýstofnaðs FUF félags á Húsavík.
■ „Þegar loks hillir nú undir lægri
kosningaaldur tel ég að gera verði allt
sem hægt er til að upplýsa unga fólkið
um það hvað er í rauninni að gerast í
lands- og bæjarmálum. Það verður varla
gert nema að unga fólkið gangi í
félagsskap þar sem þetta er efst á blaði.
Við sem stóðum að stofnun þessa FUF
félags viljum sem sagt auka á pólitíska
meðvitund jafnaidra okkar“, sagði
Hannes Karlsson, sem um síðustu helgi
var kosinn formaður Félags ungra fram-
sóknarmanna, sem þá var stofnað á
Húsavík.
Alls gerðust tuttugu ungmenni félagar
á stofnfundinum. Fram kom að mikill
hugur er í nýju stjórninni. Hannes sagði
verkefnin raunar ótæmandi - spumingin
væri helst sú á hvaða enda ætti að byrja.
Auk Hannesar, sem starfar sem deildar-
stjóri hjá Kaupfélagi Þingeyinga, voru
kosnir í stjórnina: Jakob Sigurólason,
Sveinn Aðalgeirsson, Benedikt
Kristjánsson og Sigurjón Sigurðsson.
-HEI