Tíminn - 21.02.1984, Blaðsíða 20

Tíminn - 21.02.1984, Blaðsíða 20
Opiö virka daga 9-19 Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)775-51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs 5AMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 -is ^SMabriel H HÖGGDEYFAR UQJvarahlutir .SESff Ritstjorn 86300 — Auglysingar 18300- Afgreiðsla og sskrift 86300 - Kvoldsimar 86387 og 86306 Leigubílstjóri fann yfirgefna bifreið hins vopnaða ræningja: LBGUBÍLAR LEITUÐU BIF- REHMRINNAR í TVO TÍMA — „Þetta rán hefði ekki verið framið ef við hefðum haft tölvukerfi það sem við erum að hugsa um að koma okkur upp“ segir framkvæmdastjóri Hreyfils. ■ Það mun hafa verið ieigu- bílstjóri sem fann yfirgefna bif- reið hins vopnaða ræningja þar sem hann hafði horfið frá henni í Brautarhotlinu en strax og uppvíst var um hvað gerst hafði fyrir utan Landsbankann á Laugaveginum fór stór hópur leigubílstjóra í að leita bifreiðar- innar og stóð sú leit yfir í tæpa tvo tíma. Þessar upplýsingar fengust hjá Einari Geir Þorsteinssyni framkvæmdastjóra Hreyfils en hann sagði jafnframt í samtali við Tímann að ef þeir hefðu verið búnir að fá tölvukerfi það í bíla sína sem þeir eru að hugsa um að koma upp hefði þetta rán aldrei verið framið. „Helstu þættir þessa kerfis eru þeir að móðurtölva sér um að velja bíl í hverja ferð og tekur þá þann bíl sem næst er ákvörð- unarstað og hefur tölvan jafn- framt nákvæmar upplýsingar um hvar hver bíll er staddur í borg- inni“, sagði Einar Geir í samtali við Tímann. Hann sagði einnig að meðal þess sem kerfið hefði væri neyð- arsendir og ef hann færi í gang frá einhverjum bílanna hefði hann algjöran forgang innan kerfisins sem ýtti öllu öðru frá á meðan væri verið að sinna neyðar- sendingunni. Sagði Einar að ef þetta hefði verið til staðar á föstudagskvöldið hefði strax ver- ið hægt að girða af svæðið þar sem upptök ránsins voru, þ.e. í Nauthólsvík. í máli hans kom ennfremur fram að góð reynsla væri af þessu tölvukerfi og nefndi hann það sem dæmi að í Bærum í Noregi, þar sem Hreyfilsmenn kynntu sér kerfið, hefði komist upp um eiturlyfjahring með aðstoð þess. -FRI Fraktflugvél Flugleida í erfidleikum: VÖRUPALLAR BRUTU MILLIÞIL í FLUGTAKI ■ Boeing-fraktflugvcl Flug- leiða lenti í erfiðleikum á Kcfla- víkurflugvelli er hún Var á leiö úl með tóma vörupalla innanborðs. Þeir runnu til í flugtakinu og brutu niður milliþil fyrir snyrt- ingu í vélinni. Að sögn Sæmundar Guðvins- sonar blaðafulltrúa Flugleiða hélt vélin fluginu áfram og sótti vörur þær sem hún átti að sækja. Hér er um eldri Boeing vél fyrirtækisins að ræða, þá scm sérhönnuð er fyrir fraktflug auk farþegaflugs og sagði Sæmundur að sennilega þyrfti að fá þetta þil sent að utan og á meðan það væri ekki komið yrði vélin eingöngu notuð áfram í fraktflugi. Ffann hafði ekki nákvæmar upplýsingar um hvc mikið tjón væri um að ræða en Ijóst að það væri töluvert því þessi þil væru dýr í innkaupum. y „Eg veitekj en þeir hafi nóg plass í þrónum'S segir skip- stjórinn á Erni KE ■ „Okkur finnst það liart að fá ekki að landa þessum slatta þeg- ar svona stendur á. Ég veit ekki betur en þeir hafi nóg pláss i þrónum og þetta verður aðeins til að valda okkur óþörfum snún- ingum,“ sagði Örn Erlingsson, skipstjóri á loðnubátnum Erni KE, þegar Tímamenn hittu hann um borð í bátnum við Ægisgarö í Reykjavík í gær. Örn kom til Reykjavikur af loðnumiðunum laust eftir mið- nættið í fyrrinótt með 250 tonn af loðnu, sem er rétt tæplega hálffermi, og bilað spil. Þegar beðið var um að fá löndunarpláss kynnt að því miður væri það ekki hægt og voru engar ástæður til- greindar. „Ég veit ekki hvað veldur en þykir sennilegt að þeir vilji halda að sér höndum þangað til hrognatakan byrjar fyrir alvöru - hafa þá nóg þróarrými. En alveg ótækt að geta ekki losnað við 250 tonn hér í Reykjavík. Við þurfum að fara með þetta upp á Skaga og síðan koma til Reykjavíkur aftur til að láta gera við spilið,“ sagði Örn. „Við höfum tekið þá ákvörðun að taka ekki á móti loðnu í bili og í því sambandi gengur e.itt yfir Þriðjudagur 21. febníar 1984 Vopnaði ræn- inginn enn laus: LÖGREGLAN BJARTSÝNÁ AÐMÁLIÐ UPPLÝSIST ■ „Við höldum áfram rann- sókn þessa máls og það er ekki mikið meira sem við getum sagt á þessu stigi“, sagði Þórir Oddsson vararannsóknarlög- reglustjóri rfkisins í samtali við Timann er við spurðum hann um ránið fyrir utan útibú Landsbankans að Laugavegi 77. Hinn vopnaði ræningi sem tókst að komast undan með tæpar 2 milljónir kr. sem hann náði af starfsmönnum ÁTVR er enn ófundinn. Þórir sagði að yfirheyrslur hefðu staðið í málinu alla helg- ina en þeim hefðu borist ýmsar upplýsingar og vcrið væri að kanna þær. Aðspurður um hvort hagla- byssa sú sem notuð var í ráninu væri sú sama og sú sem stolið var úr Vesturröst nóttina áður sagði Þórir að hann gæti ekki staðfest það. Hvað varðaði líkurnar á að þetta mál uþplýsist sagði þórir að þeir væru bjartsýnir á það. -FRI ■ Örn Erlingsson, skip- stjóri, um borð í bát sínum Erni KE við Ægisgarð í Reykjavík í gær. Báturinn fékk ekki löndun á 250 tonn- um af loðnu þrátt fyrir að spilið væri bilað og gera ætti við í Reykjavík. Tfmamynd Róbert. alla,“ sagði Jón S. Jónsson. fram- kvæmdastjóri Fiskimjölsverk- smiðjunnar hjá Kletti, þegar Tíminn spurðist fyrir um þetta mál. Jón sagði að því væri ekki að leyna að þróarrými væri fyrir hendi, en aftur á móti vildu menn geyma rýmið þar til.loðna til hrognatöku fer að fást, en við henni er búist á allra næstu dögum að sögn Jóns. Jón var spurður hvort ekki væri ástæða til að afgreiða báta sem væru bilaðir og þörfnuðust viðgerðar. Hann sagði að þegar hefðu haft samband við sig nokkrir skipstjórar og beðið um löndun á sömu forsendu en því miður væri ekki hægt að verða við óskum þeirra. -S.ió. ' dropar Furðulegt ferðalag ■ I nýjasta tölubiaði Víkur- blaðsins sem út kemur á Húsa- vík gefur að líta eftirfarandi fréttafrásögn: „Nýlega kom í heimsókn í Lundarbrekku í Bárðardal maður nokkur á Land Rover bíl sínum. Hann drap á bílnum í hlaðinu, fór sjálfur inn i bæ, fékk kaffi og spjallað um stund við liúsráð- endur. Heyra menn þá í bíl Sem kemur óvanalega leið meðfram húsvcgg og upp tröppur vestan ■■■■RHnnm húss. Bresta þeir þá á fætur og athuga hver kominn er. Sjá þeir þá fyrrnefndan gestabíl fastan með annað afturhjól á lofti utan á tröppunum. Hafði honum leiðst biðin, startaði sér sjálfur í gang og ekið ca. 20-25 metra. Fyrst meðfram húsvegg og sloppið þar naumlega við einn bíl. Snarbeygt við húshorn, rekist þar á símastaur og nánast rifið þar af sér annað frambrettið. Því næst fariö í gegnum girð- ingu og síöast upp tröppurnar sem fyrr sagöi. Trúlcga langað í kaffi.“ Skattheimta yfir gröf og dauða! ■ Og hér er önnur fréttafrá- sögn úr sama blaði: „Fyrir nokkrum inánuöum sagði Vík- urblaðið frá krónumálinu svokallaðað þegar Félagsheim- ili Húsavíkur var gert að greiða eina krónu til ríkisins eða hljóta verra af. Þótti þetta dálítið kúnstugt hjá innheimt- unni og töluvert á sig lagt til þess að cndurheimta téða krónu. Nú hefur annað mál rekið á fjörur Víkurblaðsins og slær það krónumálinu hinu fyrra algjörlega við. Fyrir skömmu barst bréf frá Sýsluskrifstof- unni til konu nokkurrar, á skráð heimilisfang licnnar á Húsavík, þ.e.a.s. það heimilis- fang sem prentað var á inn- heimtuseðilinn því þetta var jú rukkun. A seðli þessum stóð að konan skuldaði eina krónu í opinber gjöld og til þess að losna við allan óþarfa inn- heimtukostnað væri best fyrir hana að koma og greiða krón- una hið snarasta. Þó þetta bréf sé merkilegt vegna upphæðarinnar, sem sýnir að innheimtumenn ríkis- ins ganga hart fram gegn þeim sem skulda eina krónu, þá er það enn merkilegra fyrir þær sakir, að konan, sem átti að greiða þessa upphæð lést fyrir u.þ.b. þrem árum.“ Krummi.. . ...veit nú fyrst hvað skatturinn getur verið nálegur...!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.