Tíminn - 26.02.1984, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.02.1984, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 ■ Álfakóngurinn og drottningin þau Marteinn Skúlason og Hjördís Árnadóttir. Tímamynd Róbert. ■ „Við leikum vinnukonurnar á bænum og erum báðar skotnar í syni húsbóndans“ sögðu þær Kolbrún Jóhannesdóttir og Herdís Hermannsdóttir og máli sínu til stuðnings héldu þær utan um soninn, leikinn af Daníel Einarssyni. ,Byggist mest á áhuga krakkanna9 ■ Sunnudaginn 26. febrúar frumsýnir Barnaleikhúsið Tinna leikritið „Nátt- tröllið" eftir Ragnheiði Jónsdóttur í Tjarnarbíói en þetta er annað leikritið sem Tinna setur upp, hið fyrsta var á Flugleiðahátíðinni s.l. haust en sú sýning þótti takast með afbrigðum vel. Ókeypis aðgangur er fyrir fullorðna og vægt gjald fyrir börn á sýningar Tinnu en alls taka um 20 böm þátt í „Nátttröll- inu“ þar af era aðalhlutverk níu talsins. Guðbjörg Guðmundsdóttir fram- kvæmdastjóri barnaleikhúsins sagði í samtali við Tímann að leikritið „Nátt- tröllið“ eftir Ragnheiði Jónsdóttur væri byggt á kunnri þjóðsögu en Ragnheiður var fyrst til að gefa út barnaleikrit. Leikritið gerist á nýársnótt og er um það þegar allir eru farnir í kirkju kemur nátttröllið og vill ná þeirri sem boðist hefur til að passa bæinn. Við sögu koma síðari álfar með drottningu sína og kóng. í máli Guðbjargar kom einnig fram að næsta verkefni leikhúsins yrði uppsetn- ing á annari leiksýningu í samvinnu við Flugleiðir sem sett yrði upp í Blómasal um páskana. Tíminn leit inn á eina æfinguna hjá barnaleikhúsinu og tók nokkra leikend- urna tali en það voru allt krakkar á aldrinum 10-12 ára. Fyrstur fyrir svörum var Marteinn Skúlason sem leikur álfa- kónginn. Hann sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem hann tæki þátt í leiksýn- ingu en hann var staðráðinn í að halda þessu áfram ef vel gengi. Hjördís Árna- dóttir leikur álfadrottninguna og sagði hún að hlutverk sitt væri í því fólgið að stjórna álfunum..." þeir dansa og gefa gjafir en ég segi þeim hvað eigi að gera. Mér finnst mjög gaman að vera í þessu" sagði hún. Næst hittum við þær stöllur Kolbrúnu • Jóhannesdóttur og Herdísi Hermanns- dóttur... „við leikum vinnukonurnar á bænum og erum alltaf að rífast" sögðu þær og bættu því við að báðar væru þær skotnar í syni húsbóndans á bænum, honum Skúla sem leikinn er af Daníel Einarssyni. Honum fannst alveg „æðis- lega gaman“ að taka þátt í leikritinu og sagðist staðráðinn í að halda þessu áfram. „Petta byggist að méstu leyti á áhuga krakkanna sjálfra" sagði Guðbjörg Guð- mundsdóttir... „Ég ætla að hafa samstarf við skóla og bjóða skólunum að sýna og vera með barnaleikritþarsem nemendur þeirra sjálfra kæmu fram. Skólasýningar. sem mikið er lagt í og eru svo kannski bara sýndar einu sinni eiga þess kost að fá inni hjá okkur í Tjarnarbíó" - FRI. ■ Auður Bjarnadóttir ballerína sér um að æfa og stjórna dansatriðunum í leikritinu. Aðalleikarnir níu í „Nátttröllinu". Svipmynd úr leikriti barnaleikhússins Tinnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.