Tíminn - 26.02.1984, Blaðsíða 23
,SUNNUDAGUR 26. FEBRUAR 1984
23
CASTRO
- 25 ÁRA
VALDA-
FERILL
Samúð þjóðarinnar
En nú tók hinn ungi Fidel Castro að
gefa sig að byltingarstarfsemi og þann
26. júlí 1953 gerði hann og 162 liðsmenn
hans árás á herbúðir Batista í Moncado.
Tilraunin fór aiveg út um þúfur, en er
það varð smám saman kunnugt að 80 af
mönnum Castros höfðu verið pyndaðir
til dauðs í fangelsum, fór þjóðin að hafa
samúð með „26. júlí hreyfingunni". Um
fimm árum síðar heppnaðist Castro svo
að steypa stjórn Batista. Þann 31. des-
ember flýði einræðisherrann frá Havana
til Miami í Florida.
Sigri byltingarmanna fylgdu réttar-
höld og aftökur stuðningsmánna Batista
og orsakaði það skarpa gagnrýni frá
Bandaríkjunum, ekki síst eftir að fréttist
að Castro hafði lýst sig sósíalista og hlaut
góðar undirtektir almennings á Kúbu
við stefnuskrá stna.
Eftir byltinguna tók Castro upp stefnu
sem í flestum greinum var í andstöðu við
það sem honum hafði verið innrætt í
æsku. Hann létti tökum kaþólsku kirkj-
unnar af skólakerfinu, skildi við konu
sína og þjóðnýtti landareign fjölskyld-
unnár, þrátt fyrir áköf mótmæli móður
sinnar. Það hefur systir hans aldrei
fyrirgefið honunt.
Systirin fór frá Kúbu
Bæði systir hans og fyrrum eiginkona
yfirgáfu Kúbu strax eftir byltinguna.
Yngri bróðir hans, Raoul, sem barðist
við hlið hans í byltingunni og er sagður
hafa snúið honum til sósíalismans er hins
vegar enn á Kúbu. Hann lætur ckki
mikið yfir sér, lítill maður og litlaus, sem
hverfur í skuggann af persónu Fidels.
Eldri bóðir hans, Ramón, sem er líkur
bróðurnum í útliti, stór og grófgerður,
skeggjaður og reykir vindla, veitir for-
stöðu tilraunabúi á vegum ríkisins.
Fyrstu valdaár sín fylgdi Castro nokk-
uð líkri stefnu og meðan á skærustríðinu
stóð. „Fidcl er maður sem viðurkennir
engar hindranir," hefur kúbanski rit-
höfundurinn Lisandro Otera sagt. En
þótt barátta hans við ofureflið tryggði
honum á sínum tíma almennan stuðning
þjóðarinnar, þá hefur það krafist kerfis-
bundnari vinnubragða að skapa vel-
megun á Kúbu og byggja þar upp það
sósíaliska samfélag sem að er keppt.
Hin fyrstu árin var Castro tvímæla-
laust nokkurs konar „Messias" sósía-
lismans. Kúba átti að verða fyrirmynd
allra ríkja í latnesku Ameríku lýsti hann
yfir og steypa átti öllum kúgunarstjórn-
um. En eftir dauða Che Guevara í
Bólivíu dró verulega úr afli þessa boð-
skapar.
Fyrirgefningarbæn
Valdastöðu sína á Castro ekki síst því
að þakka að honum er mögulegt að
fullvissa landa sína um það að ýmsir
ósigrar séu í rauninni, sigrar. Margt það
skeður í byltingarbaráttunni, sem eru
ótvíræðir hernaðarlegir ósigrar, en á
Kúbu kallast allt þetta sigrar.
Þegar Castro í lok sjöunda ártugarins
háði örvæntingarfulla baráttu fyrir auk-
inni sykurframleiðslu, sem endaði með
ósköpum fyrir efnahag landsins, bar
hann opinberlega fram bæn um fyrir-
gefningu vegna mistaka sinna og hann
var bænheyrður. Þegar kúbanskir menn
voru fluttir heim særðir eða dauðir, eftir
innrásina á Grenada, þá kom engin
gagnrýni fram á stjórnina, þvert á móti
rigndi yfir hana traustsyfirlýsingum og
Bandaríkjamenn voru fordæmdir.
Þeir sem betur þekkja Castro en aðrir
fullyrða að það sjálfsöryggi sem harin
ber með sér út á við, eigi sér ekki fulla
stoð í raunveruleikanum.
Hann er sagður hafa geysilegan áhuga
á tilraunum og tækninýjungum, líkt og
smástrákur. I áranna rás hefur hann sýnt
áhuga á hinum ólíkustu málefnum og
gestir hans verða venjulega vel varir við
það. Einu sinni fór hann og sýndi
blaðamönnum sem náð höfðu að fá
áheyrn mjólkurkú nokkra, sem var met
að málnyt. Þetta hafði vakið athygli
leiðtogans meir en mörg málefni sem
blaðmennirnir höfðu haldið meir knýj-
andi.
• Castro sést mjög sjaldan í óperunni
eða í leikhúsunum, hvað þá í kvik-
myndahúsum. Hann kýs að sjá slíkt í
einkaleikhúsi sínu. Hann kemur líka
mjög sjaldan í hóp diplómata og ef það
gerist, þá lætur hann aldrei um það vita
fyrirfram.
Þegar Castro kemur á vettvang þá
fylgir honum ætíð lífvörður sem ber
svarta tösku með viskyi hans og rommi,
ásamt vindlunum frægu. Það þykir bera
vott um sérstakan trúnað ef Castro
þiggur eitthvað af gestgjöfum sínum.
Ekki sýnir Castro minni aðgæslu þegar
hann tekur sér frí, en þá stundar hann
eftirlætisíþrótt sína, köfun. Öryggisum-
stangið fær þá stundum svip af flotaæfi-
ngum. Botninn á farkostinum er rann-
sakaður ef sprengjum skyldi hafa verið
komið þar fyrir og hraðbátur hans geisist
um í leit að tundurduflum.
Skuggahliðarnar á stjórn Castros er
fortakslaus neitun við öllum kröfum um
aukin mannréttindi og hann hcfur bann-
að fulltrúum Amnesty International að
setja fót sinn á kúbanskt landsvæði. Þeir
sem setið hafa í kúbönskum fangelsum
hafa borið vitni um hörntulegan aðbúnað
þar, en leiðtoginn ansar allri gagnrýni
með því að yppta öxlum. Stundum hefur
margháttuð óánægja almennings komið
fram í því að fjöldinn allur hefur reynt
að flýja land. En Castro hefur tekist að
telja mönnum trú um að allar brotalam-
irnar séu öðrum að kenna en sér. Það
eru aðeins betri hliðarnar sem ber að líta
á, svo sem besta heilsugæslukerfi í
Suður-Ameríku og besta almanna-
fræðslan.
Nú er hið fræga alskegg hans tekið aó
grána og framkoman er ekki jafn frjáls-
leg og á fyrri dögum. Honum er ætlað
nægt fé á ríkisfjárlögum til þess að halda
sig á þann hátt sem hvaða þjóðhöfðingja
sæmir. Nú er ræðustíllinn orðinn talsvert
gætnari en áður var.
En þótt byrðarnar af sigrum byltingar-
innar sem béra skal áleiðis séu þungar,
þá þykjast sumir sá aðrar orsakir til þess
að á Castro sjáist nú ýmis þreytumerki.
„Hann er liinn fæddi „stjörnu-póli-
tíkus," hefur sendiherra eins vesturveld-
anna sagt. „En þessi stjarna hefur aldrei
fengið að Ijóma yfir verulega stórum
áheyrendahópi."
Hvað verður eftir
daga Castros?
Þótt Kúbanir séu stoltir af leiðtoga
sínum, sem gert hefur land þeirra fræg-
ara.en þýðing þess annars gefur tilcfni
til, þá hefur Castro aldrei fengið færi á
að koma fram sem viðurkcnndur stjórn-
málamaður á opinberum vettvangi.
Margir telja að fyrir vikið sé hann
reiðubúinn að gerast einskonar skelfir
Suður-Ameríku.
En fyrr en varir hljóta menn að spyrja:
Hvað verður eftir daga Castros? Margir
Kúbanir benda á hina traustu ríkisupp-
byggingu og vinsældir stjórnarinnar og
segja að hún muni vel standa af sér missi
slíks leiðtoga sem Castro er. Þá segja
margir að spurningin sé ótímabær, því
enn er Castro þó ekki nema 56 ára.
Aðrir segja að það muni enginn annar
en Castro geta fengið kúbanska skrif-
finnskubáknið til þess að vinna af ein-
hverju viti.
„Castro er burðarásinn“
Spurningin er nú sú hvort Kúba verður
að steingerðu skrifstofuríki, þegar
Castro fellur frá, eða hvort landið verður
að hernaðarríki af gamalkunnu tagi.
Menn geta lagt Við eyrun í hinum ótal
biðröðum við götur Havana og heyrt urg
fólks vegna þess stjórnarfars sem leggur
almenningi slíkt umstang á herðar. En
sé gengið nær fólki og það spurt hvað því
þyki um Castro og byltingu hans, þá
ljúka allir upp einum munni honum til
varnar. „Castro er burðarásinn sem allt
hvílir á,“ sagði flokksfélagi nokkur.
Kúba án Castros er mynd sem fæstir
Kúbanir kæra sig um að virða fyrir sér.
„Ég er viss um að Kúba og byltingin mun
lifa eftir sem áður, sagði sami flokksfé-
lagi. „En sjálfur vildi ég vera horfinn af
vettvangi þegar þar að kernur."
(Eftir Sunday Times).
1