Tíminn - 26.02.1984, Blaðsíða 19

Tíminn - 26.02.1984, Blaðsíða 19
SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 ■ Helgi Olafsson saman settur með það í huga að íslend- ingar ættu tiltölulega auðveit með að ná í titiláfanga, þá hlýtur það að hafa afskaplega góð áhrif að keppa á mótum af þessari styrkleikagráðu, sem sé milli- sterku móti. Á Reykjavíkurmótunum 1978 og 1980 var fylgt þeirri stefnu að bjóða svo tii eingöngu mjög sterkum stórmeisturum til þátttöku og þótt ungu mennirnir öðlist náttúrlega dýrmæta reynslu af að keppa við slíka menn (og tækifæri til að næla sér í eitt og eitt höfuðleður stór-stórmeistara), þá getur það varla verið örvandi að vera sífellt í neðra kanti móts og fá ekki að kynnast því að berjast um sjálfan sigurinn á mótinu. Það er augljóst að hér þarf að fjöiga skákmótum. Hæfileg blanda af sterkum mótum, miilisterkum mótum og opnum mótum er líklega affarasælust og áhugi áhorfenda er augsýnilega nægur. Það er ekki lengur skilyrði að Friðrik Óiafsson sé meðal keppenda til þess að fjöldinn (Svarthöfðar sem aðrir) flykkist á skákstað, nú hafa menn trygg- ingu fyrir því að aðrir íslendingar geta einnig látið að sér kveða í toppbarátt- unni, og unnið hvern sem er. Eins og Búnaðarbanki íslands hefur þegar sýnt og sannað er leikur einn fyrir kraftmikil fyrirtæki að halda eins og eitt skákmót á ári, og einnig hlýtur að vera grundvöllur fyrir því að Reykjavíkurskákmótið verði loks gert að árlegum viðburði. Þjóðir eins og Englendingar og Hollendingar halda fjöldann allan af skákmótum á ári hverju, og þó þær séu auðvitað miklu fjöimennari en við íslendingar er alls- endis óvíst að raunverulegir skákáhuga- menn séu ýkja fleiri en hér. Hvort það eigi að styrkja alþjóðlegu meistara af peningum ríkisins, rétt eins og stórmeistarana? Því ekki það? Það yrði ríkinu varla ofviða og fólkið fengi leiki, þó það fengi ekki brauð í þessu hallæri. Eftir sigur sinná Búnaðarbanka- mótinu varpaði Jóhann Hjartarson fram þeirri hugmynd að skákmenn gætu sótt um sérstaka styrki sem veittir yrðu til kannski tveggja ára í senn en ekki endilega ævilangt. Það yrði náttúrlega til stórra bóta og ef alþjóðlegir meistarar ættu aðgang að slíku gætu þeir teflt eins mikið og kostur er, og árangurinn væri þá ekki lengi að skila sér. Eitt enn. Snemma næsta vetur, eða í nóvember, verður haldið ólympíuskák- mót í Grikklandi og þar verður ísland að sjálfsögðu meðal þátttakenda. Á síðustu ólympíumótum hafa íslendingar hvað eftir annað virst líklegir til mikilla af- reka, og vissulega hafa verið höggvin strandhögg hjá sumum sterkustu skák- þjóðum heims, en lokaárangurinn hefur þó sjaldnast verið alveg í samræmi við fyrirheitin. Nú þegar sjáanlegar eru miklar framfarir ungu mannanna okkar frá síðasta ólympíumóti er um að gera að undirbúa mótið í Grikklandi vel. Nokkuð Ijóst virðist hverjir munu keppa þar fyrir íslands hönd ef tekst að ná saman sterkasta liðinu. Ef Friðrik Ólafs- son er frátalinn eru sex sterkustu skák- menn íslands að líkindum þessir: Guðm- undur Sigurjónsson, Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason, Karl Þorsteins og Margeir Pétursson , (stafrófsröði). Reynslan frá heimsmeist- aramóti sveita ungmenna í Chicago á síðastliðnu ári sýnir hversu mikils virði samæfing og stöðug keppni fyrir mót getur verið. Ef vel ætti að vera, ættu þeir aðilar sem málið varðar að taka sig saman og útvega íslensku ólympíusveit- inni stuðning sem dugar til þess að búast sem allra best til Grikklandsfararinnar. 19 'oppkz computer Stórkostkig' verÖlækkuii! Nú geta allir fengið sér alvöru tölvu Nú hafa verið felldir niöur tollar og söluskattur af tölvubúnaöi. Þetta gerir íslendingum kleift að tölvuvæöast í samræmi viö kröfur nútímans. Nú átt þú næsta leik! Nú getum viö boöiö þér vinsælustu alvöru einkatölvu í heimi, Apple / / e, en hún hefur nú selst í 1.500.000 eintökum. Meira en 20.000 forrit eru fáanleg á Apple / / e, en þaö er mun meira en nokkur önnur tölva getur státaö af. Mörg íslensk forrit eru fáanleg á vélina, t.d. fjárhagsbókhald, viðskiptamannabókhald, lagerbókhald, launabókhald, tollvörugeymsluforrit, veröútreikn- ingar o.fl. Mundu þaö, aö án forrita er tölva eins og bensínlaus bíll. Á Apple / / e er staðlað íslenskt lyklaborö, og hentar hún því einkar vel til ritvinnslu. Notendaminni vélarinnar er 64K, en þaö er stækkanlegt í 128K og ætti þaö aö vera nægilegt fyrir flesta. Apple tölvur eru notaöar hjá skólum, bönkum, opinberum stofnunum, einkafyrirtækjum, skipafélögum, flugfélögum, verk- fræðistofum, læknastofum, rannsóknarstofum, lögfræðistof- um, endurskoöendum, vélsmiöjum, fataframleiöendum, ráð- gjafarfyrirtækjum, verktökum, útgáfufyrirtækjum, prentsmiöj- um og þannig mætti lengi telja. Fjölmargir einstaklingar nota Apple, svo sem kennarar, rithöfundar, vísindamenn, forritarar, rafeindavirkjar, radioamatörar, stjórnendur fyrirtækja og stofn- ana, læknar, verkfræöingar, þýöendur og blaöamenn, og eru þá aöeins tekin örfá dæmi. Tilboð: Kr. 63.990,-, nú aðeins kr. 49.990,- Útborgun kr. 10.000,- og eftirstöðvar á 10 mánuðum! Skipholti 19, sími 29800. fffff . ; , ; . Lausar stöður Stöður fulltrúa við embætti ríkisskattstjóra rannsóknar- deild eru hér með auglýstar lausar til umsóknar. Nauðsynlegt er að umsækjendur séu endurskoðend- ur, eða hafi lokið prófi lögfræði, hagfræði eða viðskipta- fræði eða hafi staðgóða þekkingu á bókhaldi og skattskilum. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist rannsóknardeild ríkisskattstjóra, Skúla- götu 57, Reykjavík, fyrir 21. mars. Reykjavík 21. febrúar 1984. Skattrannsóknarstjóri. Hf LAUSAR STÖÐUR HJÁ M REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa hjá Borgarverkfræðingnum í Reykjavík, Skúlatúni 2. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Gjaldkera Starfsmann á Ijósprentunarstofu Upplýsingar veitir skrifstofustjóri Borgarverkfræð- ings í síma 18000. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum umsóknareyðubiöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 5. mars 1984.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.