Tíminn - 26.02.1984, Blaðsíða 6
6
SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984
■ Það tók þá félaga heila viku að undirbúa sig undir það að leggja fótgangandi af stað aftur til mannabyggða. A myndinni sést Andrée skima út yfir ísauðnina þar sem hann stendur á körfunni
af loftbelgnum.
Feigum verður ei forðað né ófeigum í hel komið.
Eftir allar þær hrakningar sem þeir félagar höfðu komist sæmilega
í gegnum, urðu örlitlir ormar þeim að bana
■ Slitrur úr dagbókarblaði þar sem er að finna síðustu orðin sem Andrée
Yfir pólinn til Alaska
Mikið hefur verið rætt og ritað um ferð
þessa og sýnist þar sitt hverjum. Margir
álitu að ferðin væri slíkt feigðarflan að
það væri þeim sjálfum að kenna og
engum öðrum ef illa færi. Aðrir bentu á,
að samkvæmt þeim útreikningum sem
leiðangursmenn höfðu gert, átti það vel
að vera mögulegt að láta staðvindana
sem eru á þessu svæði bera loftbelginn
þvert yfir pólinn til Alaska. Ef illa færi
þá voru þeir og vel útbúnir að ferðast
fótgangandi á ís og ættu töluverða mögu-
leika á því að komast aftur til byggða.
Það er erfitt að gera sér grein fyrir því
hvernig þeim félögum var innanbrjósts
þegar Örnin, en svo hét loftfarið, sveif
með þá af stað frá Daneyju norður í
svæði sem lítt eða ekkert voru mönnum
kunn. Dagbækur þær sem leiðangurs-
menn skráðu bera lítið með sér slíkar
vangaveltur. Á einum stað er þó eftirfar-
andi hugleiðingu að finna sem Andrée
skrifaði.
„Það er einkennilegt að svífa hér yfir
íshafið. Hinn fyrsti sem hér svífur í
loftfari. Hvað verður langt þangað til að
aðrir koma á eftir okkur? Munu menn
álíta okkur geggjaða eða fara að okkar
dæmi? Ég get ekki neitað því að við
erum dálítið hreyknir, allir þrír. Við
álítum að við getum vel tekið dauðanum
eftir að hafa gert það sem við þegar
höfum gert. Ástæðurnar tel ég sérstak-
lega sterkt einstaklingseðli sem þolir
ekki að lifa og deyja sem óbrotnir
liðsmenn, gleymdir af komandi kynslóð-
um. Er þetta metnaðargirni"?
Líkamsleifar pólfar-
anna finnast
Sumarið 1930 voru norskir selfangarar
að veiðum norð-austur af Spitsbergen í
Barentshafi. Þeir höfðu komist óvana-
lega norðarlega í þetta skiptið vegna
hinna miklu hita sem gengið höfðu yfir
allt norðurhveli jarðar. Nú var auður
sjór þar sem í venjulegu árferði var hulið
ís. Um borð í selfangaranum „Bratvaag“
voru nokkrir vísindamenn sem ætluðu
að láta setja sig í land á einhverri þeirra
eyðieyja sem þarna eru og stunda rann-
sóknir á meðan selfangararnir væru að
störfum og fá svo far með þeim til baka
um haustið. í byrjun ágúst eru þeir
staddir við Hvítey sem er austust þeirra
eyja er teljast til Svalbarða. Jökull liggur
yfir eynni að mestu en á tveimur stöðum
er nokkurt undirlendi og þar var nú
snjólaust vegna hitanna. Tveir piltar af
skipinu eru sendir upp á eyna til að leita
að fersku vatni. Ekki líður á löngu þar
til þeir koma hlaupandi til skips með þær
fréttir að þeir hafi fundið merki um
mannaferðir á eynni. Skipstjóri fer strax
í land með menn sína og þeir taka að
kanna svæðið. í malarurð sem nú var að
koma undan snjó finna þeir bát úr
segldúk og í honum eru margs konar
hlutir. M.a. finnst þarna krókstjaki úr
kopar og á hann er greypt: „Pólleiðangur
Andrées 1896“. Vísindamennirnir undir
stjórn Dr. Gunnars Horn voru nú
kallaðir á vettvang og skipuleg leit hafin.
í undrun sinni finna þeir líkamsleifar
pólfaranna þriggja auk farangurs þeirra.
Allt er þetta furðulítið skemmt nema að
því leytinu til að dýr og þá aðallega
ísbirnir virtust hafa orðið á undan þeim
og gert þarna nokkurn usla.
Fréttin barst eins og eldur í sinu um
gjörvallan heiminn. Stórblöðin börðust
um að verða fyrst með lýsingar af
þessum stórkostlega fundi. Dagbækur
leiðangursmanna voru furðulítið
skemmdar og nú 33 árum seinna fékk
heimurinn að vita hvernig leiðangur
þessi hafði endað á hinn skelfilegasta
hátt í myrkri heimskautavetrarins. f
farangri leiðangursmanna fundust og
fimm spólur með ljósmyndum og voru
þarna komnar í leitirnar myndir þær er
Strindberg hafði tekið í leiðangrinum.
Filmur þessar voru af Kodak gerð og var
nú farið með þær sem gull. Með því að
gera tilraunir á framköllun þess hluta
filmanna, sem ekki hafði verið tekið á,
ritaði.
tókst að framkalla all-nokkrar þessara
stórkostlegu Ijósmynda sem hér eru
birtar.
„Hvítabjörninn er besti
vinur heimskautafarans“
Dagbækurnar og ljósmyndirnar leiddu
í ljós að ísing hafði gert það að verkum
að loftfarið nauðlenti á ís 14. júlí,
þremur dögum eftir að lagt hafði verið
af stað frá Daneyju. Leiðangursmenn
höfðu þá tekið til bragðs að reyna að
halda fótgangandi á ís til byggða. Rek
ísflákans sem þeir höfðu lent á gerði það
að verkum að ferð þeirra varð ærið
skrykkjótt. Þeir náðu þó landi á Hvít-
eyju þar sem þeir báru beinin. Síðasta
dagbókarfærslan er frá 17. október þar
sem Strindberg skrifar þetta: „heimkl.
7.50 f.h.“
Þegar bækurnar voru rannsakaðar
báru færslurnar það með sér að þeir
höfðu allir átt við veikindi að stríða.
Menn áttuðu sig þó ekki á því hvað orðið
hafði þeim að aldurtila því að þessi
veikindi sem þeir lýsa, virtust ekki vera
alvarlegs eðlis. Hvað orðið hafði þessum
hetjum norðursins að falli var því
mönnum hulin ráðgáta. Ýmsar sögur
spunnust upp. Sumir töldu að þeir hefðu
kafnað í tjaldi. Aðrir létu að því liggja
að þeir hefðu fallið fyrir eigin hendi í
örvinglun.
Það var svo ekki fyrr en 1949 að
danska lækninum Ernest Adam Tryde
sem kominn var á eftirlaun, tókst að
ráða þá gátu. Með því að rannsaka bein
sem fundist höfðu á Hvíteyju og hár úr
ísbjarnarfeldi sem þeir félagar höfðu
haft með sér, tókst Tryde að færa sönnur
á það að ofurlítið ormkvikindi hafði
orðið pólarförunum að aldurtila. Með
því að nærast á ísbjarnarkjöti höfðu þeir
étið tríkínuorma, sem í ísbjörnum lifa,
og þeir síðan smám saman dregið þá til
dauða.
Ein þeirra setninga sem Andrée skrif-
aði í dagbók sína þykir heldur kald-
hæðnisleg þegar örlög þeirra félaga eru
höfð í huga. Þann 20. september árið
1897 skrifaði hann um það að þeir
félagarnir hefðu fellt ísbjörn sér til
matar. Líkt og í þakklætisskyni skrifar
hann: „Hvítabjörninn er besti vinur
heimskautafarans."
-JÁÞ