Tíminn - 29.02.1984, Qupperneq 1

Tíminn - 29.02.1984, Qupperneq 1
! íslendingaþættir fylgja blaðinu i dag FJOLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Miðvikudagur 29. febrúar 1984 51. tölublað - 68. árgangur Siðumula 15 - P’osffltnofr 370 Reykiavik - Ritstiorn 86300- Augtysiimgar i S3(D*£ - Afrgreiðsta og askrift 86300 - Kvoidsimar 8638 7 og 86306 Samræmingasamningur Alberts við dregur dilk á eftir sér: FJARMAURAÐNERRA TEYGT SIG LANGT ÚT FYRIR SITT VERKSVK)” — segir Steingrímur Hermannsson, boðað ríkisstjórnarfund um málið á föstudaginn sem hefur ■ Samkomulagþaðsem Albert Guðmundsson fjármálaráðherra gerði í gær við Guðmund J. Guðmundsson formann Dags- brúnar, um leiðréttingu á kjörum starfsmanna ríkisins í Dagsbrún til samræmis við fé- lagsmenn BSRB í hliðstæðum störfum, virðist ætla að draga dilk á eftir sér, því samráðherrar Alberts hafa lýst sig andvíga samkomulaginu, sagst vilja hafna því, sagt það óþarft og þar fram eftir götum. Vinnuveit- endasamband íslands hefur lýst þeirri skoðun sinni að fjármála- ráðherra hafi með þessum samn- ingi farið langt út fyrir sitt verksvið. Björn Friðfinnsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur sagt að hans samtök séu örg yfir því að ekkert samráð hafi verið haft við þau, þótt svo að aðeins 147 félags- menn Dagsbrúnar séu starfandi hjá ríkinu, en 500 til 800 hjá Reykjavíkurborg. Samningar við félagsmenn Dagsbrúnar séu því fremur annarra hlutverk en fjármálaráðherra. Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra sagði í samiali við Tímann í gær að í sjálfu sér væri ekkert um þennan samning að segja, hann væri aðeins samræm- ing á kjörum Dagsbrúnarmanna í starfi hjá ríkinu, til jafns við kjör BSRBmanna í hliðstæðum störfum. Fjármálaráðherra sagð- ist á þessu stigi ekki hafa upplýs- ingar um það hvað þessi samn- ingur kostaði ríkissjóð, og hann vísaði því eindregið á bug að hann væri með því að gera þennan samning.ín samráðs við nokkurn aðila.að launa rtkis- stjórninni það að hún skyldi ganga frá tryggingapakkanum margumtalaða í fjarveru hans og án samráðs við hann. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði erTíminn ræddi við hann í Stokkhólmi í gær, að hann hefði aldrei kynnst því í stjórnarsamstarfi að svona ákvörðun væri tekin, án þess að samráð væri haft við aðra í ríkisstjórn. Hann sagði fjármála- ráðherra hafa með þessu teygt sig langt út fyrir sitt eigið verk- svið og sagðist mundu halda ríkisstjórnarfund um málið þeg- ar hann kæmi heim af þingi Norðurlandaráðs. Ásmundur Stefánsson, forseti ASI sagði í samtali við Tímann að hann væri ánægður með þessa ótvíræðu viljayfirlýsingu fjár- málaráðuneytisins og sagðist hann telja að þetta samkomulag hlyti að veraopiðgagnvartöllum öðrum sem störfuðu hjá ríkinu.“ Þórarinn V. Þórarinsson að- stoðarframkvæmdastjóri sagði m.a. „Það kemur á óvart að fjármálaráðherra skuli sjá ástæðu til þess að grípa með þessum hætti inn í deilu, sem augljóslega snýr lyrsl og fremst að VSÍ." Sjá nánar bls. 3 -AB Island, Færeyjar og Grænland: ÆTLA AÐ TAKA UPP SAMSTARF UM SAMEIGIN- LEGA HAGSMUNI ■ Óformlegur fundur Stein- gríms Hermannssonar forsætis- ráðherra, Pauki Elefsen for- manns landsstjórnarinnar í Fær- eyjum og Jonathan Motzfeldt formanns landsstjórnarinnar í Grænlandi fórfram í Stokkhólmi í gær, þar sem forsætisráðherra íslands lagði til að árlegir fundir forsætisráðherra íslands og formanna landsstjórnanna í þessum löndum yrðu teknirupp, þar sem sameiginlegir hagsmunir landanna fyrst og fremst í sjávar- útvegi yrðu ræddir. Forsætisráðherra sagði í sam- tali við Tímann í gær að þessari tillögu hans hefði verið tekið mjög jákvætt af formönnum lands- stjórnanna og að þeir hefðu báðir sagst mundu leggja til í sínum stjórnum að þessi háttur yrði hafður á. „Ég er mjög ánægður með þær undirtektir,“ sagði Steingrímur, „því ég held að það sé gott fyrir okkur að taka upp slíkt samstarf. Það var ákveðið að ég myndi bjóða til fyrsta fundarins, og auk þess ætlum við að ræða við Norðmenn út af Jan Mayen, hvort þeir vilja vera með á slíkum árlegum fundi.“ -AB ■ Stilla eftir storm gæti þessi mynd heitið, en hún er tekin á Grundarf irði eftir fjögurra daga óveður sem þar geisaði á dögunum. Tímamynd Ari Lieberman Bjargráðasjóður: Bætir kart- öflubændum skaðann að hálfu leyti ■ Ríkisstjórnin hefur heimilað ríkisábyrgð til handa Bjargráða- sjóði upp á 30 milljónir króna, til þess að bæta kartöflubændum tjón sem þeir urðu fyrir af völd- um uppskerubrests í fyrra, og er ráðgert, samkvæmt því sem Jón Helgason, landbúnaðarráðherra upplýsti Tímann í gær, að bænd- um þeim sem urðu fyrir tjóni, verði bættur skaðinn að hálfu leyti. Er hér eitthvað á annað hundrað bændur sem um ræðir. -AB Akureyri: Avísana- misferli upplýst ■ Rannsóknarlögreglan á Ak- ureyri hefur upplýst ávísanamis- ferli, þar sem maður falsaði 4 ávísanir að upphæð samtals 15.000 kr. Að sögn Daníels Snorrasonar hjá RLR á Akureyri var málið þannig vaxið að fullorðinn mað- ur stal veski, með ávísanahefti, á skemmtistaðnum H-100 á Ak- ureyri um síðustu helgi. Hann skrifaði síðan út 4 ávísanir og seldi þær. RLR komst á snoðir um málið í gærmorgun og lauk rannsókn þess í gærkveldi. -FRI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.