Tíminn - 29.02.1984, Síða 5

Tíminn - 29.02.1984, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRUAR 1984 Alþjódlegt skákmót Kefst í dag í Grindavík: HW FYRSTfl fl ÍSLANM UTflN HÖFUDBORGARINNAR ■ Skákvertíðinni sem hófst á íslandi með Búnaðarbankamótinu er ekki lokið með Reykjavíkurmótinu, í dag kl. 16.00 hefst skákmót í félagsheimilinu Festi í Grindavík, og er það í fyrsta sinn sem slík mót eru haldin utan Reykjavíkur. Bæði íslenskir og erlendir skákmenn verða meðal keppenda og er mótið af styrkleikagráðunni 8, en það þýðir að það er nægilega sterkt til að gefa áfanga að titlum stórmeistara og alþjóðameist- ara. Keppendur eru 12 og því tefldar 11 umferðir en mótið er lokað. Stigahæsti skákmaður mótsins verður Bandaríkjameistarinn Larry Christians- en, sem tefldi á Reykjavíkurmótinu, en auk hans verða tveir erlendir stórmeist- arar með, þeir sr. Lombardy frá Banda- ríkjunum og Júgóslavinn Knezevic, sem setið hefur í mánuð að tafli á íslandi. íslendingarnir sem þátt taka eru þeir Jóhann Hjartarson, sem á möguleika að ná síðasta áfanganum að stórmeistara- titlinum á mótinu, Helgi Ólafsson , Jón L. Árnason, Haukur Angantýsson, Elv- ar Guðmundsson, Björgvin Jónsson og Ingvar Ásmundsson, en langt er nú um liðið síðan síðastnefndi hefur tekið þátt í alþjóðlegu móti, en Ingvar hefur um árabil verið í hópi sterkustu skákmanna hérlendis, og sá ásamt öðrum um skák- skýringar í tengslum við þau tvö mót sem eru nýafstaðin, með miklum ágæt- um. Auk þeirra sem hér hafa verið nefndir keppa á mótinu L. Gutman frá ísrael og Vincent McCambridge frá Englandi. Það er tímaritið Skák og hinn stórhuga ritstjóri þess, sem hefur veg og vanda af mótinu, en fyrirtæki á Suðurnesjum hafa lagt sitt af mörkum til að mótið gæti orðið að veruleika og sömuleiðis Grinda- víkurbær, sem gengst í ábyrgð ef um halla verður að ræða af mótshaldinu, sem verður að telja ólíklegt. Meðan á mótinu stendur munu keppendur búa í hinu nýja gistihúsi Bláa lónið við Svartsengi. í gær var dregið um töfluröð og eigast þessir við í fyrstu umferð: Haukur Angantýsson og Christiansen, Ingvar Ásmundsson og Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og McCam- bridge, Björgvin Jónsson og Lombardy, Helgi Ólafsson og Gutman og Knezevic og Elvar Guðmundsson. -JGK ■ Keppendur og starfsmenn Grindavíkurmótsins fýrir utan gistihúsið við Bláa lónið. Tímamynd Ámi Sæberg. Ný útvarpslög EINKARÉTTUR RÍKIS- ÚTVARPSINS AFNUMINN Leikflokkurinn á Hvammstanga: GULLNA HLIB- IÐ FRUMSÝNT á 20 ára dánardægri Davíðs Stefánssonar ■ Frá æfingu á Gullna hliðinu. * ■ Menntamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til útvarpslaga og er þar sú höfuðbreyting á miðað við núgildandi einkaréttur Ríkisútvarpsins verði af- numinn og fleiri aðilar fái leyfl til að reka hljóðvarps- eða sjónvarpsstöðvar að uppfylltum vissum skilyrðum. I öllum aðalatriðum er frumvarpið eins og út- varpslaganefnd gekk frá því og í athuga- semdum er tekið fram að frumvarpið kunni að taka breytingum í meðförum Alþingis. 1 3. grein frumvarpsins er kveðið svo á um að útvarpsréttindanefnd, en hana á að kjósa af Alþingi, geti veitt sveitar- félögum eða félögum sem til þess eru stofnuð, tímabundið leyfi til útvarps til viðtöku almennings á afmörkuðum svæðum. í frumvarpinu er útvarp skil- greint bæði sem hljóðvarp og sjónvarp. Tekið er fram að útvarpsstöðvar sem leyfi fá skulu í öllu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur. Þeim ber að virða tjáningarfrelsi og stuðla að því að fram komi í dagskrá rök fyrir mismunandi skoðunum í umdeildum málum. Útvarpsstöðvar sem leyfi fá fyrir þráð- lausum útsendingum hafa heimild til að afla fjár með auglýsingum, en útvarps- stöð sem fær leyfi til útsendingar um þráð er óheimilt að birta auglýsingar í dagskrá, en getur innheimt afnotagjöld. Þá er leyfi til útvarps um þráð háð því skilyrði að viðkomandi sveitarstjórnir heimili lagningu þráðar um lönd sín. í frumvarpinu er ekki að finna nema óverulegar breytingar á l'agaákvæðum um Ríkisútvarpið. OÓ ■ Leikflokkurinn á Hvammstanga frumsýnir Gullna hliðið eftir Davíð Ste- fánsson hinn 1. mars n.k., en það er 20 ára dánardægur Davíðs Stefánssonar. Það er mikið átak fyrir áhugaleikhóp að setja á svið svo viðamikið verk sem Gullna hliðið. Ekki færri en 40-50 manns munu hafa lagt þar fram krafta sína, sem áætla má að samsvari um 10. hverjum fullorðnum manni í þessu um 600 manna byggðarlagi. Leikstjóri er Þröstur Guð- bjartsson, og gerði hann einnig leik- mynd. Er Gullna hliðið fjórða verkið sem Þröstur leikstýrirhjá leikflokknum. Leikhópurinn á Hvammstanga hyggst fara með sýningar á Gullna hliðinu í nágrannabyggðir. Næstusýningarverða: Hofsósi íaugardaginn 3. mars, Miðgarði 4. mars, Hvammstanga miðvikud. 7. mars, Skagaströnd laugardaginn 10. mars, Blönduósi sunnudaginn 11. mars, Búðardal laugardaginn 17. mars og Varmalandi sunnudaginn 18. mars. Síð- ustu sýningarnar eru fyrirhugaðar á Hvammstanga 23. og 25. mars n.k. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma tii íslands á næstunni sem hér segir: Hull/Goole: Jan ......... Jan ......... Jan ......... Jan ......... Rotterdam: Jan ........ Jan ........ Jan ........ Jan ........ Antwerpen: Jan ........ Jan ........ Jan......... Jan ........ Hamborg: Jan ........ Jan......... Jan ........ Jan......... Helsinki/Turku: Helgafell........ Hvassafell....... 6/3 19/3 2/4 16/4 7/3 20/3 3/4 17/4 . 8/3 . 21/3 . 4/4 . 18/4 . 9/3 . 23/3 . 6/4 . 20/4 . 5/3 . 26/3 Larvik: Francop .................12/3 Francop .................26/3 Francop ................. 9/4 Gautaborg: Francop .................13/3 Francop .................27/3 Francop .................10/4 Kaupmannahöfn: Francop .................14/3 Francop .................28/3 Francop .................11/4 Svendborg: Francop ................. 1/3 Francop .................15/3 Francop ................ 29/3 Francop .................12/4 .Árhus: Francop ................. 2/3 Francop .................16/3 Francop .................30/3 Francop .................13/4 Falkenberg: Helgafell................14/3 Mælifell.................20/3 Gloucester Mass.: Jökulfell................13/3 Skaftafell...............27/3 Halifax, Canada: Skaftafell...............28/3 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Simi 28200 Telex 2101 Fyrstu Opel-bílarnir voru smíöaðir 1898. Síðan eru 86 ár og meira en 20 milljónir Opel-bíla. Reynsla, sem kemur þér til góða. Reynsla, sem þú færð í kaupbæti, þegar þú velur Opel. HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM i

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.