Tíminn - 29.02.1984, Page 6

Tíminn - 29.02.1984, Page 6
6______________ f spegli tímans Wmmm MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 1984 DONNA í DALLAS SEGIST BKUA FYRIR JR — og hans líkum f veröldinni ■ Susan Howard segist alls ekki hafa ætlað sér að verða fastaleik- kona í Dallas-þáttunum. Hún hafði ieikið í þáttum, sem hétu „Petrocelli“, en þeir voru lagðir niður, og Susan var á lausum kili. Stjórnandi þeirra þátta fór að vinna við Dallas og orðaði það þá við hana hvort hón vildi koma sem gestur í eins og einn þátt. Susan var til í það og segist ekki hafa séð eftir því. Það sé alveg indælis fólk, sem hún vinni með í Dallas og gaman að vinna að þáttunum. Þegar hún byrjaði sló hún reyndar þann varnagla, að hún gæti ekki hugsað sér að leika persónu, sem gerði nokkuð Ijótt eða kvikindislegt, því að hún er frelsuð, og segist ckki vilja setja sig inn í hugsanagang óguðlegrar persónu. „Þegar ég kem heim úr kvik- myndaverinu, þá biðst ég alltaf fyrir, og ég get ekki gert að því, að þótt JR sé auðvitað uppdikt- uö persóna, þá verð ég að minn- ast á hann í bænum mínum, og biðja fyrir þeim sem líkjast honum“, segir Susan í frásögn af lífi sínu. Ilún segist hafa gert mesta glappaskot lífs síns þegar hún giftist aðeins 17 ára. Hún hafi auðvitað verið allt of ung, dekur- dúkka og eigingjörn, og reynt, alltaf að hafa sitt fram. „Líklega er það mikið uppeldinu á mér að kenna, því að í uppvextinum fékk ég allt sem ég óskaði mér, og pabbi minn sagði mér alltaf að ég væri dásamleg og falleg. Það var ekki fyrr en löngu seinna - eftir að ég var farin að þroskast - að ég leit í spegilinn og upp- götvaði að hann hafði skrökvað að mér. Ég var ekkert falleg! En þá var ég farin að leika og gat ekki hugsað mér neitt annað." Nú er Susan Howard orðin 39 ára gömul, og er hamingjusöm í hjónabandi sínu með Calvin Chrane, sem vinnur að kvik- myndagerð. Hann er líka guð- hræddur og þau biðja saman, segir hún, og þá hverfi erfið- leikarnir eins og dögg fyrir sólu. ■ SusanHoward(Donna)ereiniósvikniTcxasbúinníDALLAS-þáttunum. Hún fæddist í borginni Marshall í Texas. Hér er hún ásamt eiginmanni sínum Calvin Chrane. Þegar hún er ekki að leika í DALLAS er hún önnum kafin á búgarðinum, sem þau hjónin eiga í Texas, og þar vilja þau búa í framtíðinni, segja þau. PAVAROTTII GAMANÓPERU ■ í gamanóperunni „Yes, Ge- orgio“ leikur hinn heimsfrægi tenórsöngvari Luciano Pavarotti titilhlutverkið, og þykir takast bráðvel upp - bæði með leik og söng. Operan helur verið tekin upp á videó-spólur og þannig liorist víða um heiminn (Er kannski hægt að fá hana leigða í Kcykjavík?). M.a. er i myndinni konsert, þar sem eru 150.000 , áhorfendur, og er þessum hljóm- leikuni komið fyrir í söguþræð- inum. Aðalpersónan er auðvitað Ge- orgio, sem er frægur tenórsöngv- ari, en fær ilit í hálsinn. Það er auðvitað það versta sem fyrir tenórsöngvara getur komið, svo allra ráða er beitt til að Georgio geti batnað. Hann er sendur til háls-sérfræöings, dr. Pamelu Taylor, sem leikin er af Kathryn Harold. Hún læknar söngvarann og hann verður ástfanginn af henni og syngur um ást sína, eins og við á í óperum. VALDAKONUNA AFANNARRI ■ Kathryn Harold og Luciano Pavarotti sem Georgio og hálslæknir - inn hans. ■ Faye Dunaway, sem við fengum nýlega að fylgjast með í hlutverki Evu Peron, forsetafrúar Argentínu, í sjónvarpinu, hefur ekki staðnæmst þar með í að túlka valdamiklar hefðarfrúr. Nú hefur hún tekið að sér að fara með hlutverk ísabellu Spánardrottningu í ítölskum sjónvarpsþáttum um Kristófer Kólumbus. Faye er orðin 42 ára og stcndur á hátindi frægðar sinnar. Hún þykir sóma sér vel í slíkum hlutverkum og bera drottningarskrúðann með reisn. En trúlega er það ekki eingöngu glæsileiki hlutverkanna, sem höfðar til hennar. Launin, sem hún fær fyrir ísabellu, eru ekkert slor, eða u.þ.b. 28 millj. ísl. króna fyrir hálfsmánaðar vinnu! FAYE LEIKUREINA viðtal dagsins „HEFENGAN TÍMATIL ADKALKA“ segir Markús Þórðarson „uppgjaf a skipstjóri“ og f lug- vallarstjori á Rifi ■ „Þetta erágætt meðelli- Snæfellsnesi aftur í hljóð- laununum. Það er svo mikið nemann sinn til að ræða við að gera hjá mér að ég hef _ engan tíma til að kalka" og „ . . . . , „ að þessum orðum töluðum ■ Markus Þorðarson flug- hleypur Markús Þórðarson vallarvórður a Rtfl. flugvallarstjóri á Rifi á Tímamynd: Arm Sæberg.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.