Tíminn - 29.02.1984, Side 9

Tíminn - 29.02.1984, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 1984 mmrni 9 á vettvangi dagsins lllmennska ogagaleysi i. ■ Tuddamenni með tryppadellu hafa kvalið 30 hross sín úti í Viðey í allan vetur, fram undir Þorralok. þegar þetta er ritað. Húslaus, heylaus, haglítil og lengi í bjargarbanni. Ásetningsyfirvöld Reykjavíkur: Borg- arstjórn og borgarstjóri, svikust - í haust eins og oftast áður - um að gæta skyldu sinnar gagnvart skepnuníðingum byggð- arlagsins. Skýlaus skylda sveitarstjórna er sam- kvæmt lögum að fyrirbyggja að búfénað- ur sé settur á vetur án þess að nægilegt húsrúm og fóður sé ætlað hverri skepnu. Sauðfé og nautgripir búa núorðið víðast við þau kjör. Flestir bændur fóðra þær skepnur vel - og hýsa þær nokkurn veginn eftir þörfum. Um hrossin gegnir of víða öðru máli. Herfileg meðferð tíðkast enn á stórum þorra þeirra. Mörg- um er ætlað illt og lítið - eða ekkert fóður. Og tugþúsundir eiga ekkert skjól í illveðrum. Pað eru sannast sagt ofboðsleg ósköp, hve margir íslenskir hrossaeigendur eru illmenni og glæpagarmar fyrir samskifti sín við stóðið sitt. Hitt er þó ennþá óskaplegra, að allir skáka þessir þrjótar í skjóli svikulla sveitarstjórna, sem níð- ast á því sem þeim er trúað til. Þær hylma yfir lögbrot kvalaranna - og taka þannig að hálfu leyti þeirra sök á sig. Það er skelfilegt um að hugsa, að fjöldi bænda, sveitarstjórna, kaupstað- arbúa og bæjarstjórna skuli eiga skilið að kallast illmenni og glæpalýður. Er það ekki illmennska, að kvelja skepnur af ásetningi - og að eiga sök á að það sé gert? Er ekki glæpur að brjóta landslög, að yfirlögðu ráði? Ég spyr þá sem skilja íslenskt mál. II Það er voðalegt til að vita hvernig nokkur góð lög eru bæði og hafa lengi verið brotin hér á landi. Ég benti hér framar á brotin lög um fóður og hús handa búfénaði. Ég minni á bannlögin svokölluðu - Merkilegustu lög sett hér á landi í mannaminnum - Og blessunarríkust allra laga, meðan þau voru haldin af Athugasemd fra Sjúkra- nuddarafélagi íslands I Tíntanum þann 24. febrúar s.i. er viðtal dagsins við Gunnar Júlíusson, sem hefur opnað nuddstofu í Reykjavík. Sjúkranuddarafélag íslands hefur margt við ofangreint viðtal að athuga: í fyrsta lagi: fslenskir sjúkranuddarar stofnuðu stéttarfélag í maí 1981 - Sjúkranuddarafélag Islands. í 3. grein félagslaganna segir m.a.: Rétt til inn- göngu í félagið hafa allir, sem hafa lokið prófi við skóla, sem er viðurkenndur fullkominn sjúkranuddaraskóli af heil- brigðisstjórn þess lands, sem námið er stundað í og félagið viðurkennir sem slíka. Merki Sjúkranuddarafélags íslands, sem hér er sýnt, hlaut löggild- ingu í október 1983. Það er einungis félagsmönnum heimilt að nota. Með merkinu greina sjúkranuddarar sig frá þeim, sem hafa ekki lært sjúkranudd í viðurkenndum skóla. í Sjúkranuddara- félagi íslands eru nú 16 manns, sem allflestir starfa í grein sinni, aðallega á opinberum sjúkrastofnunum. ' í öðru lagi: Gunnar Júlíusson hefur ekki lært sjúkranudd í viðurkenndum skóla. Hann er því ekki í Sjúkranuddara- félagi íslands. í þriðja lagi: Sjúkranuddarafélagi Is- lands er ekki kunnugt um, að „einn þekktasti sjúkraþjálfari landsins", Edwald Hinriksson, hafi heimild til að kenna sjúkranudd. í lögum um sjúkra- þjálfun frá 31. maí 1976 segir í 7. grein: „Sjúkraþjálfurum er heimilt að hafa sér til aðstoðar fólk, sem ávallt skal starfa á ábyrgð og undir handleiðslu hans. Að- stoðarfólk þetta hefur ekki heimild til að taka að sér sjálfstætt verkefni á neinu sviði, sem undir sjúkraþjálfun fellur." TTTflFI «“ — rætt við Gunnar Júlíusson sjúkra- nuddara sem nýlega opnaði eigin nuddstofu S „I»að hafa allir gott af sudkH, jafal háir sem lágir“ sagði Gumíit Júlíusson ynkrsnuíhlan í wunlaU fftrnm en harui lók nýlega e«i almennt séð þá slakar það n óllmn vöðvum líkam* ans, kemur blóðinu s hrevf- íngu og virkar uuk þess á sogæðakerfið" sagðí þjðU'ara iandán?: T.dwakl ílinhkssyní en þsr var hann Hér verður ekki betur séð, en Edwald Hinriksson brjóti lögin um sjúkraþjálf- un. í fjórða lagi: Gunnar Júlíusson segir í viðtalinu, að hann hafi lært líffræði í öldungadeild MH auk þess að hafa nuddað í tvö ár hjá Edwald Hinrikssyni. Segir Gunnar, að „menn læri þetta hjá þeim sem verið hafa í þessu lengi". Þar með vill hann kalla sig sjúkranuddara. íslenskir sjúkranuddarar hafa lagt sig til náms erlendis í viðurkenndum og fullkomnum sjúkranuddaraskólum. Þeir læra ekki hjá einhverjum og einhverjum, sem „verið hafa í þessu", svo og svo lengi. Líffræðitímarnir, sem Gunnar sótti í öldungadeild í menntaskóla hafa mjög takmarkað gildi fyrir nám í sjúkra- nuddi. Bóklegur hluti í sjúkranuddnámi er töluvert umfangsmeiri en líffræði. Það hefur því miður viðgengist lengi hér á landi, að ófaglært fólk gangi í störf heilbrigðisstétta. Einkanlega á þetta við um nudd. Alþekkt er, að fólk les lítinn bækling um fótasvæðanudd, eða fer á stutt,, nuddnámskeið" (sbr. sænskt nudd og þess háttar) og telur sig þar með þess umkomið að hefja „lækningar". Öllu alvarlegra er þó, þegar ófaglært fólk, sem „verið hefur í þessu lengi", tekur upp á því að „kenna" hvert öðru. Svokallaðir lærlingar verða eingöngu notaðir sem ódýrt vinnuafl, því þeir eru á lágu eða alls engu kaupi og oft jafnvel samningslausir. Réttindi úr þessu „námi“ eru engin. Sjúkranuddarafélag Islands varar ungt fólk eindregið við því, að fara út í nokkuð, sem heitir „nuddnám" hér á landi. Með því er verðmætum tíma kastað á glæ. Fyrir vinnu „lærlinganna" greiða við- skiptavinirnir þó fullt verð og á nudd- stofu „eins þekktasta sjúkraþjálfara landsins" greiða sjúkrasamlög þessa vinnu að hluta. Enn um sinn verða íslendingar að sækja nám í sjúkranuddi til útlanda. Islenskir sjúkranuddarar hafa hvorki aðstöðu né heimild til að taka neinn í sjúkranuddnám. Sjúkranuddarafélag Is- lands er ávallt reiðubúið að aðstoða þá, sem þess óska, við að komast til náms í viðurkenndum sjúkranuddaraskóla er- lendis. Þess má geta hér, að sjúkranudd er starf, sem hentar líka ágætlega blindum og sjónskertum. í Finnlandi er sjúkranuddaraskóli, sem sérstaklega er ætlaður sjónskertum og blindum nem- endum. Þar er kennt á sænsku. Þeir, sem hafa hug á að læra sjúkra- nudd geta snúið sér til formanns Sjúkra- nuddarafélags ísiands, Jóns Gunnars Arndals. Hamrahlíð 17, Reykjavík." almenningi. Nokkrir tugir eða hundruð drykkfelldra dóna í virðingarstöðum beittu sér til að brjóta niður virðingu fyrir þeim - og eggja aðra til að brjóta þau. Þar voru framarlega í flokki menn sem áttu að gæta laga og réttar. Og ég bendi á skattalögin. Það mun nú bráðum mannsaldur síðan ég las fyrst í Morgunblaði lygi þá að aflamenn væru nauðbeygðir til að stela undan skatti - annars væru teknar af þeim allar tekjur þeirra og meira en það. Þennan boðskap fluttu blöð í ntarga áratugi. Og árangur lét ekki standa á sér. Fjölda manns finnst ekki glæpur að falsa skattskýrslu sína og stela undan skatti. Ég hef heyrt menn hæla sér af þeirr; fjármálasnilli. En má ég minna á cin margbrotin lög: Hundabann Reykjavíkurborgar meira en aldarfjórðungs gamalt, alla tíð van- rækt af yfirvöldum, en merkilegt og sjálfsagt eigi aö síður. Sagt er að í Reykjavík séu 2-3 þúsund hundalagabrjótar. Sá flokkur cr nú óprúðari en nokkru sinni - Með feitan mann í fylkingarbrjósti: Fjármálaráð- herra, alþingismann og efstas mann borgarstjórnar, síður en svo sakbitinn af þessu broti sínu, að hann minnir fyrst og fremst á danska þrjótinn Glistrup. Ég spyr löghlýðna íslendinga: Er Al- bert treystandi til að virða öll önnur boð og bönn? Þetta furöufólk í Reykjavík barntar sér sumt hálfvolandi vegna þess að því er bannað að misþyrma hundi innan borgarmarka. Það hælir sér af því að það geymi hunda sína inni. Albert segir að tík sín fái sjaldan að fara út. Það er vond meðferð á manndrápara, að geyma hann innan tugthússhurða 10-20 ár. Margfalt verri mcðfcrð á hundi er að loka hann inni í húsi alla æfi sína. Hundar Reykjavíkur sýna sig. Átakanlegur þjáningarsvipur er á flest- um þeim sem ég hcf séð. Horfið á mynd af tíkinni hans Alberts. - Sú er nú ekki sæl. Ég vil gefa Borgarstjórn Reykjavíkur hugmynd um frambúðar hundafólks- nýlendu inn í Geldinganesi. Þar eiga hundar að ganga lausir. Og lifa góðu hundaiífi saman við hundafólkið! III Ég vík aftur að upphafi þessa máls. Þegar ég fór að sjá og heyra á fyrsta áratug 20. aldar vissi ég um engan. sem ekki hýsti hross sin í vetrarhörkum. Nú veit ég mörg hundruð, sem hundsa þá skyldu sína. Af þyí verða úti hvern vetur, fleiri hrossen nokkurmaðurveit. Miðað við fátækt fyrri tíma, býr nú efnafólk á hverju býli. Harðýðgi manna virðist hafa vaxið með velgengninni. Yfirvöld hafa í mínu minni slakað á iöggæslunni. í líkum mæli hefursljóvgast virðing almennings fyrir lögum og rétti. Við það hugarfar eru aldar upp tvær yngstu kynslóðirnar. Allt að 100 íslands-prcstar þylja hvern messudag útþvæld fræði óteljandi poka- presta, um heilagan anda ofar jörð og skýjum. Það væri stórum þjóðhollara, að þeir kenndu ofurlítið jarðbundnari fræði. Til dæmis: Meiri miskunnsemi við skepnur og vesalinga - Þá varmennsku að stela úr sjálfs sín hendi tckju- og söluskatti - Þá óhæfu, að leyfa hverjum glópi, að eyðileggja heilsu sína, lífsloft og hamingju barna og maka, með tóbaki og áfengisþambi - Skammarlegt bruðl og ofát. Illmannleg meðferð hreindýra og hrossa, er íslenskri alþjúð til regin- skammar og bakar heimi líklega meira ólán, en nokkurn grunar! 19. 2. 1984 Helgi Hannesson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.