Tíminn - 03.03.1984, Síða 1
Tilboð í framkvæmdir við Biönduvirkjun. Sjá baksíðu
Blað "V11 ■■ Tvo
1 blöd
1 ídag
Laugardagur 3. mars 1984
54. töiublað - 68. árgangur
Siðumula 15-Postholf 370Reykjavik -Rrtstjorn 86300- Augiysingar 18300- Afgreiðsia og askrift 86300 - Kvóldsimar 863S7 og 86306
Þingflokkur Sjálfstædisflokksins setur ofaní við fjármálarádherra:
ER TAUÐ EINSDÆMI í ÍS-
LENSKRISTJÓRNMALASÖGU
— þegar samf lokksmaður á í hlut eins og nú
■ „Ríkisstjórnin taldi nauð-
synlegt að aðilar vinnumarkað-
arins svo og ríkisvaldið og við-
semjendur þess héldu kjara-
samningum innan tiltölulega
þröngra marka. I nýgerðum
kjarasamningum VSI og ASI og
ríkisins og BSRB tókst að miklu
leyti að ná þessum markmiðum.
Mcð vísan til framangreinds,
harmar þingflokkur Sjálfstæðis-
flokksins að gerður hefur verið
sérkjarasamningur við það
verkalýðsfélag er haft hefur for-
ystu í baráttunni gegn heildar-
samningi VSÍ og ASÍ og vinnur
að því að brjóta á bak aftur
niðurstöður þeirra samninga.
Við þessar aðstæður má ekki
veikja staðfestu ríkisstjórnarinn-
ar. Þingflokkurínn telur að rétt
hafl verið að fjalla um þetta mál
í ríkisstjórninni og stjórnarflokk-
unum. Þingflokkurínn leggur
ennfremur áherslu á að dregið
verði eins og unnt er úr áhrifum
þessa sérsamnings og telur rétt
að fjaliað verði um framkvæmd
hans í ríkisstjórninni," segirm.a.
í ályktun þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins frá þingflokksfundi í
gær, þar sem allir þingmenn
flokksins utan Albert Guð-
mundsson greiddu ályktun þess-
ari atkvæði sitt.
Tíminn ræddi við nokkra
þingmanna Sjálfstæðisflokksins
að loknum þingflokksfundi í
gær, og af máli þeirra var Ijóst að
þeir töldu að með þeirri ályktun
sem vitnað er í hér að ofan væri
deilumál þingflokksins og Al-
berts svo til úr heiminum. Bentu
þeir þó á þá staðreynd að þessi
ályktun væri mikil ofanísetning
við fjármálaráðherrann, og töldu
hana vera einsdæmi í íslenskri
stjórnmálasögu, þegar sam-
flokksmaður væri annars vegar.
Voru viðmælendur Tímans
einna mest hissa á því hversu
samvinnulipur Albert Guð-
mundsson var á fundinum, en
hann sagði einungis að hér væri
ekkert stórmál á ferðinni, og að
hann teldi eðlilegt að þingflokk-
urinn lýsti afstöðu sinni í ályktun
til þess að.jafna þennan ágrein-
ing.
„Það er Ijóst að það er ágrein-
ingur á milli þingflokksins og
fjármálaráðherra um þetta mál,“
sagði Þorsteinn Pálsson formað-
ur Sjálfstæðisflokksins í samtali
við Tímann í gær, „og sá ágrein-
ingur er staðfestur með þessari
ályktun. En að öðru leyti er
þetta mál úr sögunni, og við í
sameiningu tökumst á við ný
verkefni."
Tíminn reyndi árangurslaust
að ná sambandi við Albert
Guðmundsson fjármálaráðherra
í gær, til þess að fá hans sjónar-
mið fram. -AB
■ „Hvern fjárann eru þeir að
bralla núna strákarnir? gæti hann
Albert Guðmundsson fjármálaráð-
herra hafa hugsað er hann kom af
fundi Steingríms Hermannssonar
forsætisráðherra í hádeginu i gær.
Albert skýrði þar sjónarmið sín fyrir
forsætisráðherra og Tíminn heyrir
að forsætisráðherra geti hugsanlega
fallist á það sjónarmið Alberts að
Dagsbrúnarsamningur hans kosti
ríkissjóð hreint ekki jafn mikið og
talið var í fyrstu. Enn séu hins vegar
skiptar skoðanir um það hversu
fordæmisgefandi samningur þessi
er. Það er alla vega Ijóst að þótt
Albert sé hér á leiðinni út úr stjórn-
arráðinu, þá er hann ekki þessa
dagana á leiðinni út úr ríkisstjóm-
inni.
-AB
Tímamynd - Róbert
■ Mannaskipti voru á veðurathugunarstöðinni að Hveravöllum í gær. Hjónin sem þar búa, þau Olafur Jónsson og Jóhanna Sigríður
Einarsdóttir, þurftu að leita sér lækninga í Reykjavík. Á meðan leysa þau Bergrún Gunnarsdóttir og Gunnar Pálsson þau af, en þau eru
hagvön á Hveravöllum, voru þar við veðurathuganir í tvö ár á undan Ólafi og Jóhönnu. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF GRÓ var notuð til
að flytja fólkið. Tímamynd Berghreinn
Afleysingafólk flutt til Hveravalla:
AD KOMA HINGAÐ AFIUR”
„GAMAN
■ „Okkur þykir óskaplega
gaman að vera komin hingað
aftur eftir allan þennan tíma.
Þetta er bara svo stuttur tími,
vika eða svo, þannig að við
verðum að nýta hann vel,“ sagði
Bergrún Gunnarsdóttir, sem
ásamt eiginmanni sínum, Gunn-
ari Pálssyni, fórmeð þyrlu Land-
helgisgæslunnar upp á Hveravelli
í gær til að leysa hjónin, sem þar
hafa umsjón með veðurathugun-
arstöðinni, af hólmi í nokkra
daga, en þau heita Ólafur Jóns-
son og Jóhanna Sigríður Einars-
dóttir.
„Ólafur þurfti að leita sér
lækninga í Reykjavík og við
búumst við að þau komi aftur
eftir vikutíma eða svo. En það er
svo sem ekkert nýtt fyrir okkur
að vera hérna uppfrá. Við gegnd-
um þessum störfum á undan
þeim Ólafi og Jóhönnu á árunum
’79 til ’81 og líkaði vel þrátt fyrir
einangrunina,” sagði Bergrún.
Hún sagði að síðan þau hjónin
voru þama uppfrá hefði sími verið
tengdur við umheimipn þannig
að í raun væri um litla einangrun
að ræða þótt ekki væri mikið um
mannaferðir. „Það eru fáir sem
trúa því hvað gott er að vera
hérna. Kyrrðin og róin vega alveg
upp það sem maður fer á mis við
í fjölmenninu," sagði Bergrún.
-Sjó.
Steingrímur og Albert ræða
Dagsbrúnarsamninginn:
„ÁKAFLEGA HÆTT
VIÐ ÞVÍ AÐ ÞETTA
HAFI FORDÆMI
f FÖR MEÐ SÉR”
— Ríkisstjórnarfundi um
málið frestað yfir helgi
■ „Ég er að reyna að gera mér
sem glcggsta grein fyrir því,
hvað í þessari samþykkt felst og
hef í því tilefni rætt við fjármála-
ráðherra og aðra ráðherra í
ríkisstjórninni, en niðurstaðan
varð sú að bíða með ríkisstjórn-
arfund fram yfir helgi, þegar allir
ráðherrarnir verða komnir heim
frá Norðurlandaþinginu," sagði
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra í samtali við Tím-
ann í gær, er hann var spurður
hvað hefði komið út úr við-
ræðum hans og fjármálaráðherra
um samkomulag fjármálaráð-
herra við Dagsbrún.
„Ef það er rétt að það sé hægt
að halda þessu algjörlega innan
þeirra marka, að þarna sé ein-
göngu um Ieiðréttingar hjá Dags-
brúnarmönnum að ræða, sem
ekki hafa sérstakan samning við
ríkið, þá er þetta eflaust nijög
lítill kostnaður, en hins vegar þá
er ákaflega hætt við því að þetta
hafi fordæmi í för með sér,“
sagði forsætisráðherra, og benti
í því sambandi á rökstuðning
Hæstaréttardóms frá því 1982,
þar sem um svipað mál var að
ræða frá Sókn. Hann sagði að
þáverandi fjármálaráðherra
(Ragnar Arnalds) héldi því fram
að allar slíkar tilfærslur væru
stórkostlega hættulegar upp á
fordæmið.
-AB
Strauk úr
lögreglu-
bifreið
— en náðist aftur
■ Maður sem rannsóknarlög-
rcglumenn voru aö flylja frá
Síðuniúlafangelsinu til yfir-
heyrslu í gærdag slapp út úr bíl
þeirra og tók á rás. Rannsókn-
ariögreglumennirnir eltu'
manninn og tókst þeim að
hlaupa hann uppi skömmu
síðar.