Tíminn - 03.03.1984, Side 2

Tíminn - 03.03.1984, Side 2
K-TILBOÐIN BRJOTA GEGN ÁKVÆÐUM VERÐLAGSLAGA — eftir að álagning var gefin frjáls, nema undanþágur fáist ■ „ÞaA cr rétt, að strangt til tekið ætti þetta að vera hannað. En samkvxmt 24. grein verðlags- og samkeppnislaganna er hægt að sækja um undanþágur til verðlagsráðs og eru nokkrar slíkar til- greindar, svo sem ef menn með samning- um geta náð fram meiri hagkvæmni og lækkuðu verði", sagði Georg Olafsson, verðlagsstjóri spurður hvort auglýsing í blöðum í gær um K-tilboð væri ekki bönnuð, eftir að álagning matvara og ýmissa fleiri vöruflokka var gefln frjáls frá og með dcginum í gær. I tilkynningu Verðlagsstofnunar í til- efni af því aðálagning hefurvcriðgefin frjáls er bent á að samkvæmt 21. grein verðlags- og samkeppnislaganna séu hvers konar samráð um verð og álagn- ingu bannað þegar verðlagning er frjáls, þar á meðal sameiginlegir verðlistar fyrirtækjaogfélagaeðasamtaka þeirra. Georg sagði augljóst að búast megi við einhverjum aðlögunarvandamálum. K-tilboðin og önnur slík tilboð séu meðal mála sem ræða þurfi um í verð- lagsráði. Að óathuguðu máli kvaðst hann þó telja að undanþágur til slíks gætu komið til greina, svo lengi sem lækkað vöruverð næðist með slíkri sam- stöðu. „Við verðunt aðóska eftir upplýs- ingum um þessi K-samtök og þeir verða að fá undanþágur frá okkur vilji þeir halda þessu áfram“, sagði Georg. í auglýsingum, og jafnvel verðmerk- ingum, verslana hefur til þessa verið algengt að sjá auglýst „leyft verð“. Það er hér eftir algerlega óheimilt, að sögn Georgs. í auglýsingu K-samtakanna í gær var hins vegar auglýst „Leiðbeinandi smásöluverð". Georg var spurður hvað í því fælist. Hann sagði það einnig mál sem þurfi að skoða nánar. Væntanlega sé þarna miðað við það verð sem í gildi var áður. Samkvæmt 23. grein laganna sé fram- leiðendum og heildsölum bannað að gefa bindandi verð á næsta sölustigi, en það útiloki ekki að þeir geti gefið leiðbeinandi verð. Smásalar megi hins vegar ekki taka sig saman um að nota það leiðbeinandi verð, heldurverði hver UatctæMC ! FmsfíRimn£ 7«>r -jgg ’ tmsKnek^pje/&r. | ____________jk*d. 3 _________^FMOLfí Í/ ÍCOvJ.. 1 Íjssgsr KÓKé/t*LT~ fxfr. jí» - ELbtióí&Uoe Zst. 3}U I I & tttno'MBrúsu /£. iot Ss /l-s -------------------—---------------i | ^ VERSLUM ER KJARABÓT m og einn þeirra að vega það og meta. Slík verð séu víða heimiluð í þeim löndum sem hafa frjálsa álagningu, en síðan sé algengt að smásöluverslanir séu 10-20- 30% undir þessu leiðbeinandi verði. -HEI „EKKISPARAÐ ÞAÐ SEM ÞAÐ Ani AÐ GERA“ —segir forstöðumaður Bifreiðaeftirlitsins ■ „Við höfum sent dómsmálaráðuneyt- inu ákvcðnar tillögur um framkvæmd á þessu en svar hefur ekki borist enn. Ég vonast nú eftir að ákvörðun verði tckin þar fljótlega" sagði Guðni Karlsson forstöðu- maður bifreiðaeftirlitsins þegar liann var spurður um hvernig þeir bílar verði auð- kcnndir sem ekki þurfa lengur að koma til skoðunar. Samkvæmt nýjum reglum um bifreiðaskoðun þarf ekki að koma með þá bíla til skoðunar á þessu ári sem eru skráðir á árinu 1982 og síðar. Guðni sagðist ekki vilja á þessu stigi segja hverjar þessar tillógur væru cn ýmsar leiðir væru til, m.a. að senda bíleigendum sérstaka miða. „Ég hef nú satl að segja orðið fyrir vonbrigðum ineð framkvæmd þessarar nýju reglugerðar. Þctla hefur ekki sparað það sem það átti að spara vegna þess að þetta hefur ekki verið unnið til enda. En við skulum vona að úr því v erði bætt" sagði Guðni. -GSH ■ „Ég held að það sé nánast útilokað að okkur takist að ná upp öllu því sein iná veiða á vertiðinni. Nú eru komin á land eitthvað um 400 þúsund tonn og ég gæti trúað aö það næöust rúmlega 100 þúsund tonn í viðhót. Allt umfram það fer að minnsta kosti f'ram úr mínum vonum," sagði Andrés Finnbogason, starfsmaður Eoðnunefndar, i samtali við Tímann í gær. Andrés sagði að loðnuveiði væri enn nokkuð góð þótt ekki væri hægt að tala um mokveiði eins og var í upphafi vetrarvertíðarinnar. Frá klukkan 17 í fyrradag til klukkan 17 í gær hefðu fengist 18 þúsund tonn, sem yrði að teljast góður sólarhringsafli, en það hins vegar segði ekki alla söguna. „Það var búin að vera nær stöðug bræla í þrjá sólarhringa og þess vegna voru næstum allir bátarnir búnir að losa og gátu farið aftur út á miðin. Þessi afli skiptist því á mjög tnarga báta," sagði Andrés. Hann sagði að einn bátur að minnsta kosti, Hilmir SU, væri búinn með sinn viðbótarkvóta og fleiri væru í þann mund að klára hann. Þeir þyrftu hins vegar ekki að hætta.því að 60 þúsund tonnum af viðbótarmagninu hefði verið haldið utan við skiptinguna vegna þess að ólíklegt þótti að flotanum tækist að ná öllu því sem skynsamlegt þykir að veiða. . -Sjó. Mótið er tvískipt, tvímenningur og sveitakeppni og hófst tvímenn- ingurinn í gærkvöldi nreð þátttöku 44ra para. Tvímenningnum lýkur í dag en á sunnudag og mánudag verður spiluð sveitakeppni með þáttöku 32ja sveita og er það mesti fjöldi sveita sem spilað hefur á bridgemóti hérlendis. Þetta er í þriðja sinn sem Bridge- hátíð er haldin á Hótel Loftleiðum og hefur Alan Sontag tekið þátt í þeim öllum. Bridgesamband ís- lands.Bridgefélag Reykjavíkur og Flugleiðir hf standa að mótinu. -GSH ■ Davíð Odssson borgarstjóri setti Bridgehátíð 1984 á Hótel Loftleiðum í gærkvöldi. Á myndinni sést hann segja fyrstu sögnina fyrir Alan Sontag. Tímamynd Arni Sæberg Rætt við starfsmenn MS um sérkröfur: ■ „Við mættum kl. 6 í morgun og bárum þá strax upp tillöguna sem var cinróma samþykkt með mikilli ánægju. Síðan hófu mcnn störf", sagði Olafur Olafsson, trúnaðarmaður starfsfólks í Mjólkursamsölunni, spurður hvernig mál hefðu þróast þar í gær. „Við vorum síðan með fund með þeim kl. 11 - mjög ánægjulegan fund þar sem andrúmsloftið var alveg gjörbreytt. Ég er ekki að segja að við séum með neinn samning í höndunum ennþá, en það var samþykkt að halda annan fund á þriðju- daginn. Það eru þarna ýmis mál sem verið er að kanna t.d. í sambandi við öryggismálin. Það er því óhætt að segja að þarna sé orðinn mjög góður andi enda aðrir menn frá Vinnuveitendasam- bandinu en verið hafa“, sagði Ólafur. „Já.það cr ntjög gott hljóð í okkur í dag. Það er búið að viðurkenna fólkið sem viðræðu- og samningsaðila og óhætt að segja að það sé mjög ánægt", sagði Ólafur. -HEI ■ Að sjálfsögðu er það fyrsta flokks myndefni þegar Þröstur Ólafsson, fyrrum aðstoðarráðherra og núverandi aðstoðarmaður Guðmundar Jaka í Dagsbrún og (kannski) tilvonandi arftaki hans sem föðurlegur leiðtogi verkalýðs borgarinnar og margt fleira,cr að ýta bíl niðri í bæ. Eða hvað? Tímamynd Arni Sæberg Bridgehátíð 1984: FIMMTÁN ERLENDIR SPILARAR ERU Á MEÐAL ÞÁTTTAKENDA Enn góð veiði á loðnumiðunum. ÞÓ ÓLÍKLEGT AÐ KVÓTINN FYLUST ■ Fimmtán erlendir spilarar taka þátt í Bridgehátíð 1984 sem hófst á Hótel Loftleiðum í gærkvöldi. Þar á meðal eru Alan Sontag og Mark Molson frá Ameríku en Sontag er núverandi Heimsmeist- ari í sveitakeppni, Tony Sowtern, Steve Lodge, Tony Forrester og Gus Calderwood frá Bretlandi, og Hans Göthe og Tommy Gullberg frá Svíþjóð. „ANDRUMS- L0FT1DER ALVEG GJÖR- BREYTT"

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.