Tíminn - 03.03.1984, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.03.1984, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 3. MARS 1984 7 ■ Brooke Shields með gluggakúst á höfðinu og í tuskubrúðukjól: „Hver vill ættleiða mig, - Hver vill kaupa mig? ■ Jafnvel hér á Islandi höfum við heyrt um dúkkudelluna, sem greip um sig í Bandaríkjunum í vetur, þegar fólk kepptist um að ná í „kálhausa-brúðubarn“ (Cabbage Patch Kid) til að ætt- leiða. Það var ekki eins og þegar venjulegar brúður eru keyptar í búð og gefnar í afmælis- eða jólagjöf, heldur fylgdu með ætt- leiðingarskjöl sem voru útfylit líkt og um alvörubarn væri að ræða. Þetta varð ein af þeim „dellum" sem geta komið upp, - allir vildu fá að ættleiða svona dúkku. Engin þeirra var eins, og þær voru seldar fyrir stórfé og hinir hugvitssömu framleiðendur höfðu ekki undan. I sjónvarpsþætti hjá Bob Hope kom fram hin unga og fræga Brooke Shields, og var hún klædd eins og tuskudúkka, en það efni var tekið fyrir í þættinum. Bob hélt að það yrðu áreiðanlega margir sem vildu fá að ættleiða þessa dúkku. LIFANDI „TUSKUDÚKKA“ hefur farið vaxandi og upp á síðkastið hefur verið fullbókað hér um allar helgar". Hverjir eru möguleikar stað- arins? „Hann hefur það til síns ágætis að hann er afsíðis og hér er gott að slappa af og hér getur fólk verið út af fvrir sig. Umhverfið býður líka upp á ýmislegt, það eru skemmtilegar gönguleiðir hér í kring, t.d. á Þorbjörninn. Og svo er auðvitað lónið". Hverjir hafa helst komið hér? „Fjölskyldur hafa komið hér saman til að dvelja í tilefni af vmis konar tímabótum. silfur- brúðkaupum. gullbrúðkaupum og þess háttar. Þá hefur það einnig færst í vöxt að hér séu haldnar minni ráðstefnur, síð- ustu dagana hefur t.d. staðið hér yfir ráðstefna á vegum reikni- stofu bankanna . Ég er nteð 11 tveggja manna herbergi hér í húsinu og síðan er hægt að bæta við skyndirúmum fyrir fjölskvldur sem eru með börn með sér. Það eru fjórar manneskjur hér í launuðum störfum og við leggjum mikla áherslu á að viðhalda þessum heimilisbrag sem hér hefur ríkt frá upphafi. Það eru möguleikar til stækkunar, en ég er svolítið hræddur um að stækkun myndi þýða að heimilisbragurinn hyrfi. Við erum aldrei með matseðla, en seljum einfaldan og góðan mat, morgunverð, hádegisverð síðdegiskaffi og þríréttaðan kvöldverð. Dagsfæðið kostaróOO krónurog herbergið lOOOkrónur á sólarhring. „Það eina sem fólk þarf að hafa með sér hingað er baðsloppurinn og sundfötin". Ertu þá bjartsýnn á framhald- ið? „Já, ég er það. Eg a von á jafnri og góðri aðsókn, ekki síður á vetrum en sumrum. Ég offraði öllu til að koma þesu fyrirtæki á fót og nú sýnist mér staðurinn vera búinn að vinna sér sess. Ogégerekki í nokkrum vafa um að aðstæður eiga eftir að gera staðinn eftirsóttan bæði um sumur og sérstaklega vetur, af hálfu erlendra ferðamanna. - JGK. erlent yfirlit ■ ÞEGAR Bandaríkjastjórn studdi að því beint og óbeint á síðastíiðnu sumri. að Arafat kæmist klakklaust frá Líbanon, ásamt liðsmönnum sínum, hafði hún þau áform í huga. að aftur gætu hafizt viðræður ntilli Ara- t'ats og Husse.ins Jórdaníukon- ungs um framtíð vesturbakkans og yrði að nokkru leyti byggt á þeim tillögum Reagansfrá haust- inu 1982. að vesturbakkinn tengdist Jórdaníu. Þeir Hussein og Arafat hófu viðræður um þetta strax þá um haustið. cn upp úr þeim slitnaði vegna þess, að Hussein taldi sig þurfa að fá fullt umboð PLO (frelsishreyfingar Palestínu- manna), til þess að geta hafið viðræður við ísraelsstjórn um vesturbakkanri. Slíkt umboð gat Arafat ekki gefið. I sumar voru aðstæður orðnar aðrar, þar sem Arafat var búinn að losa sig við róttækustu öflin i a : ■ Frá fundi Husseins, Rcagans og Mubaraks i Washington Reagan snýr baki við Hussein og Arafat Hann metur nú meira að vingast við Assad PLO og hafði orðið frjálsari hendur. Þetta sýndi sig, þegar hann hélt frá Líbanon cftir ósigurinn þar. Fyrsta verk hans var að ræða við Mubarak. forseta Egyptalands, sem hafði verið útskúfaður af flestum ríkis- stjórnum Arabalanda. Arafat gerði meira en að ræða við Mubarak. Hann kom því til leiðar, að Egyptaland var tekið inn í samtök múhameðstrúar- ríkja. en það var rckið þaðan eftir að Sadat hóf viðræður við stjórn ísraels. Bandaríkjastjórn lýsti ánægju sinni yfir hvoru tveggja, þrátt fyrir hörð mótmæli ísraelsstjórn- ar. í framhaldi af þcssu var spáð, að þeir Hussein og Arafat myndu fljótlega ræðast við og fullur möguleiki væri á því, að Mu- barak bættist í hópinn. ísraelsstjórn fylgdist kvíða- blandin með þessu, en varö þó að láta gott heita. MEÐAN horfurnar virtust hinar æskilegustu, var það ákveðið. að þeir Hussein og Mubarak kæmu samtímis til Washington og ræddu nánar við Reagan um framhaldið. Fundur þeirra þremcnninga var haldinn fyrir skömmu og varð þá Ijóst að komið var babb í bátinn. Það sem hafði gerzt á þessum tíma. var stórbrcytt staða í Líbanon. Bandaríkjastjórn hafði að ráöum Shultz. utanríkis- ráðherra. látið Líbanonstjórn scmja við stjórn ísraels 17. maí síðastl. um brottflutning ísraels- hers frá Líbanon. en samningur- inn var svo hliðhollur ísrael. að fvrirfram var vitanlegt. aö hvorki Sýrlendingar né múhameðs- trúarmenn í Líbanon gætu sætt sig við hann. Þrátt fyrir þaö taldi Shultz að hægt væri að þvinga Sýrlendinga til að flytja her sinn í burtu. Þá treysti Bandaríkjastjórn á, að það yrði stjórn Líbanons ómetanlegur styrkur. að hún hafði sent friðargæzlusveitir til Beirut. Allar þessar áætlanir og vonir Bandaríkjastjórnar voru hrund- ■ Arafat. aö ræöa fyrir Bándaríkjastjórn en að rcyna að vingast við Assad Sýrlandsforseta og rcyna aö ná samkomuhigi viö hann um bráðabirgðalausn í Líbanon. Til þess aö láta þetta ekki vckja of mikla reiði Isracls- stjórnar og gyöinga í Bandaríkj- unum, varö Bandaríkjastjörn m.a. að kistulcggja um óákveð- inn tíma. allar tilraunir til aö leysa vesturbakkamáliö í sam- ráöi við þá 1 lussein. Mubarak og Arafat. Niöurstaðan varð líka engin á Þórarinn Þorarinsson, ritstjori, skrifar ar til grunna, þegar þeir Hussein og Mubarak komu til fundar viö Reagan. Þá var fyrirsjáanlegt, að stjórn Líbanons var að falli koniin og höfðu bandarísku friðargæzlu- sveitirnar frckar veikt hana en hið gagnstæða. Bandaríkin áttu ekki annan kost en kalla friðar- gæzlusveitirnar heim, þótt það hlyti að auka vantrú á, að Banda- ríkin stæöu meö vinum sínum þegar á rcvndi. Eins og staðan var nú orðin, var ekki um annaö skynsamlegt fundi þcirra Reagans. Husseins og Mubaraks. Mubarak lagöi fast að Reagan að viðurkenna PLO, en árangurslaust. Eins og málin standa nú virðist bersýnilegt, að öllum alvöruvið- ræðum um vesturhakkann verði slegið á frest, a.ni.k. fram yfir forsctakosningarnar í Banda- ríkjunum. ÞESSI niðurstaða mun ekki aðeins falla Israelsstjórn vel, heldur einnig stjörn. Sýrlands, sem hefur óttazt, aö samningar um vesturbakkann yrði óbeint á kostnað Israels með þeim hætti, að Golanhæðir yröu skildar eltir og Israel myndi halda þeim um fyri rs jáa n lega framt íö. Golanhæöir eru hernaðarlega mikilvægt svæði, sem tilheyrði Sýrlandi, en ísraelsmenn her- tóku 1967 og haftt nú formlega innlimað í ísrael, m.a. gegn mótmælum Bandaríkjanna. En það er ekki hægt að gera svo öllum líki. Meðan ísrael og Sýrland fagha framangreindum málalokum varðandi vinstri bakkann, munu hin svonefndu hófsamari Arabaríki una þeim mjög illa og traust þeirra á Bandtiríkjunum minnka. Sá aöilinn, sem er líklegur til að gr'æða mest á þessu, er Sovét- ríkin. Rússar geta sagt við Sýr- lendinga: Ávinning ykkar eigiö þiö ekki sízt stuðningi okkar aö þakka. Rússar geta sagt við hóf- samari Arabaríkin: Þarna sjáið þið hvernig er að treysta á Bandaríkin. Það er ekki ósennilegt, að þeir Arafat og Husscin hafi hugsað eitthvað á þessa lciö, þegar þcir hittust í Amman, höluöborg Jór- daníu. fyrir nokkrum dögum. Við þetta bættist, að Banda- ríkin höfðu tilkynn! stjórn Jór- daníu. að dregið yröi úr vopna- sendingum til hennar. Áöur hefur Jórdaníustjórn brugðizt við slíku á þann veg, að snúa sér til Sovétríkjanna og óska cftir yopnum þaðan. Sú saga gæti endurtekið sig. Hringlandaleg stefna Banda- ríkjastjórnar í Líbanonsmálinu, ásamt augljósri vanþekkingu. hefur ekki dregið úr upplausnar- ástandinu í Austurlöndum nær.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.