Tíminn - 03.03.1984, Page 15

Tíminn - 03.03.1984, Page 15
LAUGARDAGUR 3. MARS 1984 Sl sj'is'.í' 15 krossgáta Nr. 4285 Lárétt 1) Skrifari. 5) Fæða. 7) Söngfólk. 9) Svik. ll)Bókstafur. 12) Belju. 13) Labb. 15) Veiðistaður. 16) Gubba. 18) Karldýr. Lóðrétt 1) Hundar. 2) Hrein. 3) Hasar. 4) Bók. 6) Vandræði. 8) lllt árferði. 10) Maður. 14) Ástfólgin. 15) Fæðu. 17) Reyta. Ráðning á gátu No. 4284 Lárétt 1) Ljónin. 5) Sál. 7) Nái. 9) Lak. 11) Gr. 12) Fa. 13) Uss. 15) Gil. 16) Ósa. 18) Ólétta. Lóðrétt 1) Langur. 2) Ósi. 3) Ná. 4) 111. 6) Ákalla. 8) Árs. 10) Afi. 14) Sól. 15) Gat. 17) Sé. bridge ■ Jakob R. Möller hefur lítið sést við spilaborðið undanfarið, enda hefur hann verið upptekinn við annað borð: samningaborðið í kjaradeilunni í álver- inu. En það þarf ekki síður að kunna að halda rétt á spilunum sínum í samninga- viðræðum en bridge, allavega virtist Jakob ekki hafa týnt neinu niður þegar hann mætti til leiks í aðaltvímenning BR í vikunni. Norður S. D5 H. DG9654 N/NS T. D6 L. 1096 Vestur S. A986 H. A10 T. KG1072 L. A5 Austur S. 10732 H. K872 T. A83 L. 87 myndasögur Suður S. KG4 H. 3 T. 954 L. KDG432 Jakob sat í suður og eftir tvö pöss opnaði hann á 1 grandi sem lofaði 14-16 punktum og jafnri skiptingu. Vestur doblaði til sektar og norður flúði í 2 hjörtu. Austur doblaði það og Jakob sagði þá 3 lauf. Vestur doblaði auðvitað og enginn skipti sér af því. Vestur spilaði út hjartaás en þegar hann sá blindan skipti hann í lítinn spaða undan ásnum. Jakob stakk upp drottn- ingu og spilaði síðan spaða á kónginn heima. Vestur átti slaginn á ásinn og nú var úrslitastundin runnin upp. Það er ljóst að vestur þarf að spila tígli til að vörnin fái 5 slagi. En grandopnun Jakobs hafði sett vestur út af laginu svo hann reiknaði með að tígulásinn væri í suður. Hann spilaði því meiri spaða. Jakob henti tígli í borði og tók á gosann heima. Síðan spilaði hann tígli sem austur tók á ásinn. Og nú spilaði austur hjartakóng í þeirri von að vestur hefði átt einspil. Jakob trompaði heima og þegar tían datt í vestur var spilið auðvitað orðið öruggt. Við önnur borð spiluðu AV yfirleitt spaðasamning og 170 í AV gaf nákvæm- lega meðaskor. En 670 í NS fyrir 3 lauf dobluð og unnin gaf NS auðvitað hreinan topp.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.