Tíminn - 06.03.1984, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984
Mvmm
3
fréttir
" ' —....... " ■-
Fingrafara
Dagsbrúnar
gætir víða
— ef til verkfalls
kæmi hjá
félaginu
■ Öll starfsemi olíufélaganna er meðal
þess sem stöðvast ef Verkamannafélagið
Dagsbrún færi í verkfall og sömuleiðis
allir mjólkurflutningar á höfuðborgar-
svæðinu, samkvæmt upplýsingum Dags-
brúnar. Stöðvun þessara tveggja þátta
atvinnulífsins er það sem bitna mundi á
öllum almenningi. Jafnframt mundi svo
öll hafnarvinna stöðvast og mikið af
öðrum flutningum og afgreiðslu á höfuð-
borgarsvæðinu a.m.k. Dagsbrúnarmenn
vinna og við fermingu og bensínaf-
greiðslu á flugvélar. Allir vöruflutningar
með flugi frá Reykjavík mundu því
a.m.k. stöðvast.
- HEI
r
„Alyktun
þing-
flokksins
var mjög
eðlileg“
— segir Albert
Guðmundsson,
fjármálaráðherra
■ „Ég tei að þessi ályktun þingflokks-
ins hafi verið mjög eðlileg,“ sagði Albert
Guðmundsson fjármálaráðherra er Tím-
inn spurði hann álits á ályktun þingflokks
Sjálfstæðisflokksins þar sem samkomu-
lag fjármálaráðherra við Dagsbrún er
harmað.
Fjármálaráðherra sagði jafnframt:
„Ráðherra starfar náttúrlega ekki lengur
en hann nýtur stuðnings flokkanna sem
standa að ríkisstjórninni og það er alveg
rétt hjá ríkisstjórninni og flokkunum að
það hefði verið heppilegra fyrir mig að
leggja samkomulagið fyrir, áður en
samningurinn var frágenginn, en ég
hafði bara ekki svigrúm til þess.“
- AB
Bændur eru
betri land-
verðir en
fjármála-
ráðherra
— að mati fulltrúa
á Búnaðarþingi
■ „Með hliðsjón af landvernd og land-
nýtingu verður ekki séð að eignarhald
ríkisins og umsjá fjármálaráðherra með
landinu tryggi á nokkurn hátt betri
meðferð og varðveislu landsins, en nú
er,“ sagðir m.a. í ályktun Búnaðarþings
við afgreiðslu á frumvarpi til laga um
land í þjóðareign sem lá fyrir Búnaðar-
þingi til umsagnar. Þingið telur öll rök
lúta að því að eignarhald og varðveisla
landsins í bráð og lengd sé best komin
hjá þeim sem landið nytja og byggja
afkomu sína á að landið rýrni hvorki né
spillist.
Þá segir að eignarupptaka án bóta og
málatilbúnaður sem frumvarpið mæli
fyrir um samrýmist ekki almennri sið-
gæðis- og réttarfarsvitund íslendinga.
Búnaðarþing leggur því til að frumvarpið
verði fellt.
- HEI
BÓKADEILAN LEYST
Samskiptum bóksala og Veraldar komið
í fyrra horf meðan unnid er að nýjum
samningi bóksala og útgefenda
■ Samkomulag náðisl í deilu bóksala
og bókaklúbbsins Veraldar fyrir milli-
göngu Félags íslenskra bókaútgefenda.
Sáttatillagan fól í sér að Vcröld dró til
baka skeyti frá 16. febrúar þar sem
klúbburinn sleit öllum samskiptum
sínum við þá 42 bóksala sem endursent
höfðu Veröld tilboðsbækur sínar. Á
móti féllust bóksalar á að taka um-
ræddar tilboðsbækur í sölu aftur þegar
verðlækkunartímabili klúbbsins á
þeim lyki 1. apríl næstkomandi. Skil-
yrði bóksala var að ef hliðstæður
ágreiningur komi upp verði honum
skotið til lögmanna Félags íslenskra
bóksala og Félags íslenskra bókaútgef-
enda sem úrskurði í málinu innan viku
og skuldbinda báðir aðilar sig til þess
að hlíta þeim úrskurði. í öðru lagi fóru
bóksalar fram á að fá send öll kynning-
arrit bókaklúbbsins Vcraldar svo þeir
geti fylgst með hvenær cinstakar
bækur eru settar á kynningarverð.
Að sögn Olivers Steins formanns
Félags íslenskra bókaútgefenda er nú
unnið að nýju samkomulagi milli bók-
sala og útgefenda um þessi mál. Sam-
kvæmt núgildandi samkomulagi er út-
gefcndum óheimilt að bjóða bækur
sínar á meira en 30% afslætti miðað
við útsöluverð í verslunum og geta
bóksalar neitað að selja þær bækur
sem boðnar hafa verið á lægra vcrði.
„Samstaða bóksaia í þessu máli var
gífurlega sterk og sem dæmi má nefna
að þeir Akureyrarmcnn stóðu and-
spænis því að ekkert áætlunarflug var
náðu þeir sér í einkaþotu og flugu
suður,“ sagði Oliver Steinn. Um sam-
komulagið vildi hann aðeins segja að
tekist hefði að tryggja frið með þcssari
sáttatillögu og von manna að hann
haldist þar til nýtt samkomulag hefði
verið gert. „Vænlanlega verður svo
minna um brot á því nýja samkomulagi
sem gert vcrður,“ sagði Oliver að
lokum.
- b
Tímamynd GE
Fettur og brettur- úr limbókeppni.
Tímamynd GE
TYLUDAGAR í MK
■ Þessa dagana standa yfir svokallaðir Tyllidagar í Menntaskólanum í
Kópavogi. Öll hefðbundin kennsla liggur þá niðri en nemendur skipta
sér í hópa sem hafa hver sín verkefni til skemmtunar og fræðslu. Má þar
nefna tónlistarhóp, útvarpshóp, útivistarhóp, starfshóp um skaðsemi
vímuefna og fegrunarhóp sem sér um að bæta útlit skólans með
myndskreytingum og fleira föndri.
„Aðsóknin hefur verið góð“, sagði
Sveinn „og dagarnir þótt heppnast vel en
þetta er í fyrsta skipti sem tyllidagar af
þessu tagi eru haldnir hér.“ Af helstu
uppákomum nefndi Sveinn okkur að í
kvöld yrði skemmtikvöld með öllum
framhaldsskólum á stór-Reykjavíkur-
svæðinu, kappreiðar yrðu haldnar á lóð
skólans á morgun en miðvikudagurinn
yrði að mestu helgaður íþróttaleikjum
sem fram færu í nýbyggðu íþróttahúsi
skólans.
Tyllidagarnir hófust í gærmorgun og
lýkur með árshátíð skólans á Hótel Sögu
á miðvikudagskvöld. Fyrri hluta dags er
unnið að ýmiskonar verkefnum, smíðum
og föndri en seinni partinn eru ýmiskon-
ar uppákomur í gangi. í hádeginu er
opinn veitingastaður í skólanum sem
nemendur sjá um og í dag munu kennar-
ar skemmta matargestum með uppá-
komu. Þegar blaðamenn Tímans áttu
leið inn í MK á fimmta tímanum í gær
stóð yfir Limbó keppni eins og meðfylgj-
andi myndir sýna. Útvarp staðarinssendi
út poppmúsík sem glumdi í hverjum
krók og kima. Á annarri hæð stóð yfir
skákmót og á öðrum stað sátu menn yfir
bridge. Þar í hópi hittum við formann
nemendaráðs Menntaskólans, Svein
Gíslason.
skólinn borgar hráefniskostnað við fegr-
un á húsnæðinu. - b
■ „Aðsöknin hefur verið góð“ segir
Sveinn Gíslason formaður Nemendaráðs
Menntaskölans í Köpavogi.
Tímamynd GE
Kostnaður við þessa daga greiðist að
mestu af nemcndafélaginu, nema hvað
■ Líf og fjör hjá áhorfendum á limbökeppninni.
Stúdentaraðs-
kosningar eft-
ir rúma viku:
Þrír listar
að venju
i kjori
■ Framboðsfrestur vegna kosninga til
stúdentaráðs Háskóla Islands og fulltrúa
stúdenta í háskólaráð sem fram fara 15.
mars, rann út í gær. Eins og undanfarin
þrjú ár eru þrír listar í kjöri; A-listi
Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta,
B-listi Félags vinstri manna og C-listi
Félags umbótasinnaðra stúdenta.
í efstu sætum A-lista eru Jóhann
Baldursson, lögfræði, Guðný Björk
Eydal, félagsvísindum, Stella Björk Víð-
isdóttir viðskiptafræði og Stefán Guð-
laugsson verkfræði. Til háskólaráðs er
efsti maður Tryggvi Axelsson laganemi.
Efstu menn B-listans eru Birna Gunn-
laugsdóttir, mannfræði, Ingvar Ágúst
Þórisson sagnfræði, Rannveig Einars-
dóttir félagsfræði og Kristján Kristjáns-
son bókmenntafræði. Á B-lista til há-
skólaráðs erefsti maður Karl V. Matthí-
asson, guðfræði. Á C-lista eru efst
Hrólfur Ölvisson, fclagsvísindum, Anna
Sigurðardóttir, viðskiptafræði, Þórólfur
Sigurðsson, viðskiptafræði og Malen
Sveinsdóttir, félagsvísindum. Efstur til
háskólaráðs á C-lista er Þorsteinn Guð-
brandsson.
Kosið er um 15 stúdentaráðsliða cn í
ráðinu sitja 30 og eru þcir kosnir til
tveggja ára í senn. Háskólaráðsfulltrúar
stúdenta eru 4 og er kosið um tvo þcirra
í senn en þeir sitja einnig í tvö ár.
Fulltrúar í háskólaráði eru jafnframt í
stúdentaráði. í síðustu kosningum voru
úrslit þau að Vaka og Félag vinstri
manna fengu 6 stúdentaráðsliða hvcrt,
þar af cinn í háskólaráð, cn Félag
umbótasinnaðra stúdenta 3 í stúdcnta-
ráð og engan í háskólaráð.
Að sögn Aðalsteins Steinþórssonar
formanns stúdentaráðs er búist við að
kosningabaráttan verði með hefð-
bundnu móti. Helstu deilumál vcrða
rekstur FS, húsnæðismál og síðast en
ekki síst lánamálin þar sem ýmsar blikur
eru á lofti. „Annars er andrúmsloftið
hérna ntjög rólegt ennþá“, sagði Aðal-
steinn.
Svarti kassinn í
Langfara ónýtur?
ff
haldið þess-
um kössum
við í sam-
ræmi við
gildandi
reglur“
■ „Við höfum vissu fyrir því að Flug-
leiðir hafa haldið þessum kössum við í
samræmi við gildandi kröfur. Hins vegar
get ég enn sem komið er lítið sagt um
hvað kom fram á lestrinum af þessum
kassa. Við erum nýbúnir að fá tölvuút-
skrift af því frá Bretlandi og hér er í
burðarliðnum skýrsla sem tilbúin verður
innan örfárra daga og í henni mun það
koma fram,“ sagði Pétur Einarsson,
flugmálastjóri, þegar Tíminn bar undir
hann fréttir þess efnis að svarti kassinn
svonefndi um borð í Langfara, Flug-
leiðavélinni sem fór út af brautinni á
Keflavíkurflugvelli fyrir nokkru hefði
verið ónýtur, en frá því var greint í einu
dagblaðanna í vikunni sem leið.
í öðru dagblaði var greint frá því að
við aflestur af svarta kassanum hefði
það komið fram að Langfara hefði verið
flogið of hátt að flugbrautinni miðað við
uppgefin bremsuskilyrði. Pétur Einars-
son sagðist ekki vita hvaðan sú frétt væri
komin og að hann gæti ekki staðfest
hana. - Sjó