Tíminn - 06.03.1984, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984
APAKATTAIÆTl
>
■ Orangútan-apinn hann CJ
er orðinn þekktur sem sjón-
varpsstjama í Bandaríkjunum.
Hann lifir líka eins og film-
stjarna. Býr í fiottu húsi í Kali-
forníu með sundlaug í garðinum
og lcikur sér um allt húsið, stofur
og svefnherbergi. Þjálfarí apans
er 24 ára og heitir Bill Gage.
Hann segir sambúðina mjög
vinsamlega hjá þeim félögum.
„CJ er mjög ljúfur í umgengni
og hlyöinn", segir Gage. „Hann
hefur gaman af að fá að glamra
á píanóið með mér, henda bolta
og sitja á mótorhjólinu hjá mér
og svo finnst honum ofsalega
spennandi að horfa á sjónvarpið,
- sérstaklega þáttinn sem hann
sjálfur lcikur í!
■ Þarna situr CJ í jakkafötunum sínum með bindi um hálsinn. Hann
veit að hann má ekki rífa af sér bindið fyrr en upptökunni er lokið.
UM ALLT HÚSID
John Wayne og dóttir hans Marisa
M LAGÐIST LITIÐ FYRIR
KAPPANN JOHN WAYNE
— Ein átta ára sló hann í rot
Hinn fjölhæfi api við píanóið með þjálfara sínum.
■ CJ finnst gaman að fara í bfitúr eða að fá að sitja
á mótorhjólinu hjá þjálfara sínum og vini, Bill Gage
■ Eftir 15 tíma langan vinnudag er CJ alveg
uppgefinn.
■ Það er alkunna, að leikarinn John VVayne var einn af
hörðustu körlunum sem sáust í kvikmyndum, en það tók
þó ekki meiri kraftajötun en eina 8 ára stelpu til að slá
hann í rot, og var það þó áður en W'ayne varð að láta
undan síga vegna veikindanna. Sú sem kom svona laglegu
höggi á kappann var engin önnur en dóttir hans Marisa -
þá 8 ára gömul.
John Wayne var þá að hvíla sig með fjölskyldu sinni
eftir erftðar upptökur, og fór hann út á golfvöll með dóttur
sinni og ætlaði að kenna henni að slá goifkúlu.
DÖttirin var uppfull af áhuga á að læra að sveifla
kylfunni, og stóð alveg eins og pabbi hennar hafði sagt
henni að gera, - og reiddi svo til höggs. Hún sveiflaði
kylfunni af miklu afli, en Wayne hafði gert þau mistök að
standa álútur og spenntur fyrir aftan Marisu til að fylgjast
með hvernig höggið tækist. Hann varð því fyrir kylfunni,
og telpan hafði ekki dregið af kraftinum, því að þegar
höggið kom á koll Johns, þá féll hann við og missti
meðvitund um stund.
Marisa varð alveg eyðilögð yflr að meiða pabba sinn og
var óhuggandi, en þegar Wayne hafði fengið átta spor í
kollinn og hresst sig upp með einum sterkum varð hann
að fara að hugga dótturina.
Það var ekki nóg með það, að Wayne fengi gat á
höfuðið, heldur meiddi hann sig svo í fallinu að hann fékk
mjög slæmt glóðarauga, og varð að hafa „sjóræningja-
bót“ yflr auganu næstu daga. Það fyndna við það var, að
í myndinni, sem verið var að taka (Rooster Cogburn), átti
hann einmitt að vera með lepp yfír öðru auganu, - og
þetta var „rétta augað“, svo upptökur gátu haldið áfram
þrátt fyrir meiðslin.
Það eru víst ekki margir, sem geta hrósað sér af því að
slá John Wayne niður, hvorki í einkalífí eða í kvikmynd-
um, því að oftast iék hann „hetjuna" í myndinni.
viðtal dagsins
„VIUUM KOMA1L
MÓISVIÐ
FORELDRA í VANDA”
— Rætt við deildarstjóra
Afengisvarnadeildar borgarinnar
■ Lítt þekktur afkimi í borgar-
kerfinu er ÁHR, eöa Áfengis-
varnardeild Heilsuverndarstööv-
ar Reykjavíkur. Hún er til húsa
í húsnæöi SÁÁ aö Síöumúla 3-5,
og þar fer fram mikið starf til
aðstoðar aðstandendum þeirra
sem ánetjast hafa vímuefnum,
áfengi eða öðru. Starfsmenn
deildarinnar kynntu nýlega störf
hennar. Það var Ingibjörg
Björnsdóttir deildarstjóri sem
varð fyrir svörum.
„Deildin hefur starfað í sex ár,
og aðstoðaði í fyrstu aðallega
miðaldra konur alkohólista. Síð-
ar hefur starfið færst niður á við
í aldursstiganum, nú koma hing-
að margar konur á aldrinum
20-30 ára, en einnig unglingar og
feður, sem eiga við áfengis- eða
■ Ingibjörg Bjömsdóttir deildarstjóri Áfengisvarnardeildar ásamt einum starfsmanni.
Tímamynd Róbert.