Tíminn - 06.03.1984, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.03.1984, Blaðsíða 13
Gullberg frá Svíþjóð. Til vinstri stendur keppnisstjórinn, Agnar G. Jörgensen * Guðmundur Páll Amarsson til vinstri og Þórarinn Sigþórsson urðu í öðru sæti í tvímenning Bridgehátíðar. Þarna spila íbygginn á svip. Þc'r wð Ásgeir Asbjörnsson og Guðbrand Sigurbergsson. voru spilaðar á mótinu með monrad- formi.þ.e. efstu sveitirnar spiluðu alltaf saman. Nokkrar sveitir fengu fullt hús, eða 20 stig í fyrstu tveim umferðunum, þar á meðal sveitir Alan Sontag, og Gests Jónssonar sem spiluðu saman í þriðju umferðinni. Mesta athygli í þeirri um- ferð vakti þó leikur sveitar Jóns Hjalta- sonar og Hans Göthe sem spiluðu á sýningartöflunni. Sveit Jóns hafði yfir- höndina nær allan leikinn og í þessu spili tóku þeir Jón Ásbjörnsson og Símon Símonarson snaggaralega slemmu: Norður S. K74 T. 85 T. 86 L.AKG1043 Vestur Austur S.1086 S. AG32 T. 76 H.942 L. KD10975 L.G32 L.D5 L.982 Suður S. D85 H.AKDG103 T. A4 L. 76 Við annað borðið spiluðu Svenson og Petterson 4 hjörtu í suður og fengu alla slagina 13. Við hitt borðið opnaði Jón í norður á 2 laufum og Símon í suður sagði 2 tígla sem var biðsögn og bað norður að lýsa spilunum sínum nánar. Vestur doblaði 2 tígla og Jón sagði 3 lauf, sem sýndi 6-lit í laufi og lofaði hlið að fyrri stöðu. Nú vissi Símon að Jón átti ekkert í tígli: hliðarfyrirstaðan hlaut að vera í spaða. Hann spurði því um ása með 4 gröndum og stökk síðan í 6 hjörtu. Þau unnust auðveldlega þegar laufadrottningin lá rétt. Sveit Jóns vann Svíana 15-5 meðan Sontag vann Gest hreint. Jón og Sontag spiluðu því saman í 4. umferð en þar gekk allt á afturfótunum hjá Jóni og félögum. Einn spilarinn var m.a. í slemmu sem ekki var sögð við hitt borðið. í miðju spili lagði spilarinn upp en gleymdi að eitt tromp var eftir úti hjá andstæðingunum. Keppnisstjóri dæmdi réttilega að spilarinn yrði að spila spilið áfram án þess að hreyfa trompið og það varð til þess að annar Ameríkaninn gat trompað með tromphundinum sínum svo slemman varð einn niður. Sontag vann leikinn 16-4 og eftir það varð forystu hans ekki ógnað. Þegar þetta er skrifað voru úrslitin ekki kunn í sveita- keppninni en allt benti til að Sontag færi með sigur af hólmi. Þessi Bridgehátíð heppnaðist ekki síður cn þær fyrri. Áhorfendur voru fjölmargir alla dagana og spilarar, jafnt erlendir sem innlendir voru mjög ánægð- ir með framkvæmd mótanna. Og það eru meðmæli með mótunum að nær allir erlendu spilararnir sem hingað komu í þetta skipti hafa spilað hér á landi áður á Bridgehátíðum. -GSH sveitakeppninni spaða hefði hann byrjað á að henda spaða í stað þess að henda laufi. Svo Guðmundur spilaði tígli á ásinn, og tígli heim á kóng. Síðan spilaði hann vestri inn á hjarta og hann gat tekið þrjá hjartaslagi en varð að gefa Guðmundi á AD í spaða í lokin. Þegar líða fór að lokum mótsins komu Guðlaugur og Örn skyndilega á mikilli ferð og náðu forustunni þegar 16 spilum af 86 var ólokið. Þegar sex spil voru eftir höfðu Guðlaugur og Örn að því er virtist tryggt sér sigurinn, voru 40 stigum á undan Guðmundi og Þórarni sem voru í öðru sæti. En þá mættu þeir Ameríkön- unum Molson og Cokin sem ekki hafði gengið sem best í mótinu. Guðlaugur og Örn sáu ekki til sólar í setunni og fengu yftr 30 stig í mínus. Á meðan skutust Guðmundur og Þórarinn upp fyrir þá. En í næstu setu spiluðu Guðmundur og Þórarinn við þá Molson og Cokin og fengu svipaða útreið og Guðlaugur og Örn áður og Guðlaugur og Örn fengu góðan plús. í síðustu umferðinni gekk Guðlaugi og Erni síðan illa en Guðmundi og Þórarni vel. Það ríkti því mikil spenna meðan beðið var eftir útreikningnum. En Guðlaugur og Örn héngu á forskot- inu eins og áður sagði; þetta voru efstu pörin í lokin en 10 efstu sætin gáfu peningaverðlaun: Guðlaugur Jóhannsson - Örn Amþórsson 289 Guðmundur Páll Arnarsson - Þórarinn Sigþórsson 287 Hans Göthe - Tommy Gullberg 238 Alan Sontag - Steve Sion 222 Aðalsteinn Jörgensen - Runólfur Pálsson 199 Göran Petterson - Leif Svenzon 187 Tony Forrester - Gus Calderwood 184 Hrólfur Hjaltason - Jónas P. Erlingsson 152 Hörður Blöndal - Jón Baldursson 140 Stefán Guðjohnsen - Þórir Sigurðsson 138 Sveitakeppni Bridgehátíðar hófst á sunnudag. 32 sveitir tóku þátt í mótinu og það er mesti fjöldi sveita sem spilað hafa á bridgemóti hér á landi. 7 umferðir Eysteinsson og Guðmund Sv. Hermannsson. Tímamyndir Róbert ■ Bjöm Theodórsson, forseti Bridgesambands íslands, og Guðmundur K. Sigurðsson, einn þekktasti keppnisstjóri hérlendis fylgjast með Gylfa Baldurssyni og Sigurði B. Þorsteinssyni spila við Odd Hjaltason og Jón Hilmarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.