Tíminn - 06.03.1984, Blaðsíða 10

Tíminn - 06.03.1984, Blaðsíða 10
WK} * t. ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984 „Japan verður okkur æ mikilvægari markaðu^ — segir Ólaf ur Jónsson, aðstoðarf ramkvæmdast jóri Sjávarafurðadeildar Sambandsins Hann sagði ennfremur að í gegnum árin hefði Sjávarafurðadeildin selt Jap- önum þorskhrogn, bæði svokölluð iðn- aðarhrogn, sem einnig væru seld til Norðurlanda, og sykursöltuð hrogn. „Við gátum ekki annað en dáðst að þeim aðferðum sem þeir nota við vinnslu á hrognunum Pau cru þurrkuð og síðan seld sem sælgæti í verslunum og mér skilst að börnum þyki þau mjög góð. Þau eru ýmist seld ein scr eða blönduð með það í huga að við gætum kannski notað eitthvað af okkar fiski, kannski gulllax á svipaðan hátt, þeir voru af skiljanlegum ástæðum ekki fúsir að láta okkur þær í té. Þeir hleypa ekki óvið- komandi inn í sínar verksmiður nema í takmörkuðum mæli og alltaf þegar kem- ur að þeim hluta verksmiðjunnar sem hvað mesta forvitni vekur er mönnum vinsamlega bent á að skilja myndavélar og allt slíkt eftir. Þótt maður rétt fái að reka nefið inn,“ sagði Ólafur. Að síðustu sagði Ólafur að hann væri sannfærður um það að í framtíðinni yrði Japansmarkaður okkur æ mikilvægari. ■ „Hvað frystar loðnuafurðir varðar, það er að segja heilfrysta loðnu og loðnuhrogn, höfum við haslað okkur völl á Japansmarkaði. Hins vegar eigum við nú undir högg að sækja því að loðnan á þessari vertíð er svo smá og stöðvun loðnuveiðanna undanfarin ár hefur skapað okkur erfiðleika. Ég veit ekki enn hvort við þurfum að gera sérstakt áiak til að koma okkar afurðum inn aftur. íslenska loðnan er viðurkennd gæðavara hvað bragð snertir þó að keppinautarnir, Kanadamenn og Norðmenn, bjóði stærri loðnu núna“, sagði Olafur Jónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sjávar- afurðadeildar Sambandsins, þegar Tím- inn ræddi við hann um viðskiptaferð til Japans, sem hann fór ásamt Sæmundi Guðmundssyni, fisktækni hjá Sjávar- afurðadeiidinui, fyrir skömmu. „Smæðin á loðnunni gerir það því miður að verkum að við verðum líkiega ekki með miklar sölur á frystri loðnu á Japansmarkað. Varðandi hrogninermér óhætt að segja að markaðurinn sé vax- andi. Hins vegar skorðast okkar mögu- leikar fyrst og fremst við það að markað- urinn er of smár enn sem komið er að minnsta kosti. Við ásamt Norðmönnum getum framleitt miklu meira heldur en markaðurinn er tilbúinn að taka á móti“. - Hrognin þykja herramannsmatur í Japan? „Loðnan sjálf þykir herramannsmatur en hrognin eru notuð til að géra eftirlík- ingar af síldarhrognum, sem þykja hinn mesti herramannsmatur í Japan. En Japanir eru hreinir snillingar í að gera svona eftirlíkingar". - Þið rædduð um fleiri tegundir en loðnu? „Við höfum verið að athuga ýmsa möguleika á þessum stóra fiskmarkaði. í fyrra seldum við þangað karfaflök í tilraunaskyni. En því miður virðist sú tilraun ekki hafa gefið eins góða raun eins og við kannski væntum. Ástæðan er sennilega fyrst og fremst sú, að Japanir vilja fá karfan heilan, það er að segja hausskorinn. Þó er ýmislegt sem bendir til þess að þeirra neysluvenjur séu eitt- hvað að breytast, þó að núna sé varla möguleiki á því að selja þeim karfaflök í neinum mæli. Við hins vegar höfum reynt að mæta þessum annmarka með því að breyta vinnsluaðferðum okkar. Síðast liðið haust gerðum við tilraun um borð í togaranum Hólmadrangi til að sjófrysta hausskorinn karfa. Sýni úr tilrauninni eru nú þegar komin út og eftir því sem við komumst næst gefa þau góðar vonir. Þessa aðferð er liins vegar ekki hægt að nota nema um borð í skipunum því Japanir gera mjög miklar kröfur og fiskurinn verður að vera alveg nýr þegar hann er frystur. En ef við náum tökum á þessari aðferð sé ég ekkert því til fyrirstöðu að þarna verði unt góðan markað að ræða,“ sagði Ólafur. ■ Ólafur Jónssun, aðstoðarframkvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar Sambandsins. Á innfelldu myndinni eru þurrkuð þorskhrogn í neytendaumbúðum, en þau eru mjög vinsælt sælgæti hjá börnum í Japan. við eitthvað annað sjávarfang, til dæmis söl og annan sjávargróður," sagði Ólaf- ur. Hann sagðist hafa trú á að þarna væri um framtíðarmarkað að ræða þó að núna ættu Japanir talsverðar birgðir af þorskhrognum og því væru nokkrir tíma- bundnir erfiðleikar. Ólafur nefndi að í Japan væri mjög stór markaður fyrir síld. Undanfarin ár hefði Sjávarafurðadeildin selt þeim nokkurt magn en viðskiptin væru þó nokkrum erfiðleikum háð því að þeir vildu helst stærri síld en Suðrulandssíld- ina sem veidd hefur verið hér við land undanfarin ár. „Ef við hins vegar förum að fá hingað göngur úr norsk-íslenska síldarstofninum aftur tel ég nokkuð víst að við eygjum góða möguleika í Japan.“ „Við könnuðum líka möguleika á að selja þeim rækju. Japanir borða mikið af henni. Þeir hins vegar vilja hafa hana mjög stóra þannig að við eigum vart möguleika á að selja þeim annað en allra stærstu djúprækjuna sem við veiðum,“ sagði Ólafur. ■ Ragnar Halldórsson var endurkjör- inn formaður. Ný stjórn verslunar- ráðsins ■ Eftirtaldir menn hlutu kosningu í stjórn Verslunarráðs íslands 1984 til 1985. Kosningin var skrifleg og fór fram fyrir aðalfund, sem haldin var síðast liðinn þriðjudag, en kjörinu var lýst á fundinum. Ragnar S. Halldórsson, formaður, Hörður Sigurgestsson, Hjalti Geir Kristjánsson, Ólafur B. Thors, Eggert Hauksson, Hjörtur Hjartarson, Jóhann J. Ólafsson, Gísli V. Einarsson, Friðrik Pálsson, Ragnar Kjartansson, Indriði Pálsson, Gunnar Ragnars, Vilhjálmur Ingvarsson, Sigurður Gunnarsson, Ólaf- ur O. Johnson, Ólafur B. Ólafsson. Halldór Jónsson, Albert Guðmundsson og Valur Valssön. Hagsveifluvog iðnaðarins: Fram- leiðslan jókst í fyrra ■ Nýlega lauk könnun á vegum Félags íslenskra iðnrekenda og Landssambands iðnaðarmanna á ástandi og horfum í iðnaði um síðastliðin áramót. Könnunin náði til 85 fyrirtækja í 23 greinum iðnaðar. Helstu niðurstöðurnar voru þær, að framleiðsla þeirra fyrirtækja sem könnunin náði til, var meiri í fyrra en árið áður. Á síðasta ársfjórðungi liðins árs var framleiðslan meiri en á sama tíma árið áður, og meirihluti fyrirtækj- anna gerir ráð fyrir aukningu á fram- leiðslu og sölu á fyrsta fjórðungi þessa árs. Ennfremur er gert ráð fyrir nokkurri fjölgun starfsmanna, þegar á heildina er litið. Á liðnu ári virðist, samkvæmt könnun- inni, fjárfesting í iðnaði hafa minnkað nokkuð frá árinu áður. Samdrátturinn varð þó minni en leit út fyrir í byrjun ársins, er fyrirtæki voru spurð um fjár- festingaráform á árinu 1983. Nú eru horfur á að fjárfesting í iðnaði muni fara vaxandiá ný. Innflutningsdeild SambandSins: Heildarsala jókst um 76 af hundraði British Coledonian Airways: SKILAÐIVERULEGUM HAGNADIÁRIÐ1983 — eftir nokkurt tap árið á undan ■ Breska flugfélagið, British Col- edonian, skilaði hagnaði upp á 3,2 milljónir sterlingspunda á síðasta reikn- ingsári, frá 1. nóvember 1982 til 31. október i fyrra. Keikningsárið þar á undan var tap félagsins 655 þúsund stcrlingspund, en þá kom Falklandsey- jastríðið verulega niður á félaginu á leiðum þess í Suður Ameríku. Heildartekjur félagsins í fyrra jukust um 14,5 milljónir sterlingspunda og voru alls rúmlega 362 milljónir punda. Félagið flutti alls 1,9 milljón farþega, sem erum 61% sætanýting. Veruleg aukning varð á vöruflutningum félagsins, eða um 21%. í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram, að horfur á yfirstandandi ári eru taldar nokkuð góðar. Ennfremur sagði hann að Sæmundur hefði fengið að skoða japanskar fisk- vinnslustöðvar. Hann hefði meðal ann- ars fengið að fylgjast lauslega með vinnslu á eftirlíkingum af krabbakjöti og hörpudiski. „Þetta vinna þeir úr nokkurs konar fiskbúðingi eða marningi og hafa komið á markað á Vesturlöndum. Við höfðum náttúrulega áhuga á að afla okkur upplýsinga um þessa framleiðslu ■ Veltutölur Innflutningsdeildar Sam- bandsins fyrir árið 1983 liggja nú fyrir. Heildarsala deildarinnar varð 1.309,0 millj. kr. og jókst um 75,7% frá árinu 1982. Af heildarsölunni var lagersala 856,3 millj. og jókst um 76,5%. Um- boðssala var 452,7 millj. og hækkaði milli ára um 74,2%. Birgðastöð er eins og jafnan fyrr veltuhæst af undirdeildum Innflutnings- deildar, en sala hennar var 499,2 millj. kr. og jókst um 116,5% frá árinu á undan. Fóðurvörudeild seldi fyrir 282,8 millj. eða 79,0% meira en á fyrra ári. Sala Byggingavöruheildsölu var 210,1 millj. og Byggingavörusmásölu 108,6 millj. Þáseldi Búsáhaldadeild fyrir 112,1 millj. og Vefnaðarvörudeild fyrir 62,0 millj.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.