Tíminn - 06.03.1984, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.03.1984, Blaðsíða 9
Björgvin Jónsson, formaður Félags skreiðarframleiðenda: FÖRUM EKKIFRAM A RÍKISSTYRK — en viljum halda andvirdi skreidarinnar og endurheimta gömul lán ■ Fundur skreiðarframleiðenda, sem haldinn var á Hótel Sögu þann 5, október s.l. markar að mörgu leyti tímamót í sögu hinnar marghrjáðu skreiðarframleiðslu. Þar var í fyrsta sinn reynt á skipulegan hátt að sameina framleiðendur skreiðar í einn samstæðan hóp, þar sem öll ágreiningsefni okkar á milli væru lögð til hliðar, en einbeitt sér að því að ná fram réttmætum leiðrétting- um á kjörunum í greininni. Fundurinn var ekki síður eftirtektar- verður fyrir það, að á honum kom ekki fram ein rödd um ríkisstyrk af neinu tagi vegna þeirra miklu örugleika sem skreið- arframleiðslan á við að stríða. Allar tillögur fundarins beindust einhliða að því að endurheimta það sem oftekið hefir verið af henni. Óhrekjanlegt er að við þær aðstæður sem nú eru, var orðinn 600 milljón króna halli á skreiðinni, um síðustu áramót. Um síðustu áramót voru greidd úr verðjöfnunarsjóði skreiðar 135.507.000 krónur til 260 framleiðenda Afgreiðsla þessi var gerð á afbrigðilegan hátt og þurfti lagabreytingu til að unnt væri að greiða þessa upphæð. Berað þakka bæði ráðherrum, Alþingi og stjórn sjóðsins fyrir skilning á vanda framleiðenda og farsælli afgreiðslu málsins. Ennfremur ber að þakka starfsmanni verðjöfnunar- sjóðs fyrir lipra og góða afgreiðslu. Hinu megum við ekki gleyma, að sjóður þessi tilheyrir þessari framleiðslugrein frá góðu árunum í skreiðarverkuninniHér var því verið að ráðstafa fjármunum sem tilheyra skreiðinni, en ekki einni krónu af opinberu fé. Að þessari greiðslu lokinni eru eftir í Verðjöfnunarsjóði skreiðar 89.466.000 krónur. Ég vil sérstaklega benda þeim fram- leiðendum sem af einhverjum ástæðum hafa ekki komið ennþá með fullnægjandi gögn til starfsmanns Verðjöfnunarsjóðs vegna framleiðslu sinnar, að hraða því sem allra mest, þar sem áríðandi er að vita raunstöðu sjóðsins. Ég vil nú til upplýsingar fyrir fundar- menn lesa greinargerð frá starfsmanni Verðjöfnunarsjóðs, ísólfi Sigurðssyni, um þessar greiðslur og skiptingu þeirra. Skipting greiðslnanna eftir fisktegund- um og gæðum er eftirfarandi: Útfl. frá 1/11 1982: Þorskur, astra 103.807 polar 11.961 Keila, astra 6.572 polar 437 Langa, astra 10.808 polar 559 Ýsa, astra 13.354 polar 3.308 Ufsi, astra 16.138 polar 6.252 173.196 í birgðum: Þorskur, astra 58.865 pk. polar 19.629 U Keila, astra 5.035 U polar 2.212 u Langa, astra 10.936 u polar 1.945 u Ýsa, astra 11.007 u polar 3.207 u Ufsi, astra 36.296 u polar 9.364 u Annað, astra 120 u polar 125 u 158.741 pk, Sainl.: 331.937 pk, Fjótlega eftir fundinn 5. október voru útlán út á skreið leiðrétt verulega til hækkunar og í kjölfar hækkunarinnar komu útlán á ný út á ufsa, keilu, löngu og hausa. Útlán þessi eru viðunandi. Um áramótin samþýkkti síðan Seðla- bankinn að lán aframleiðendum út á pakkaða og metna skreið B. flokks, svo og hausa. Ég held að allir framleiðendur skreið- ar hljóti að taka undir með mér, að hér var komið af mikilli víðsýni á móti óskum framleiðenda og að þessar að- gerðir létta verulega hina erfiðu stöðu. Slíkan skilning ber að þakka. I þessu sambandi vil ég alveg sérstak- lega benda á, að allir verkaðir hausar eru farnir til Nigeríu og að líkur eru til þess, að nær allir hausar verði hengdir upp í vetur. Vafalaust er að sú aðgerð ein á eftir að auka verðmæti útflutningsframleiðslu okkar um margar milijónir dollara, því að hausar til mjölframleiðslu eru mjög verðlitlir. Keilu er nánast útilokað að verka á annan hátt, vegna selorms og hluti ufsaaflans er hvergi betur kominn vegna smæðar o.fl. rá Nokkur óánægja er með, að engin útlán eru á þorsk. Við vitum allir að óhjákvæmilegt er að lítill hluti þorskafla fari annaðhvort í skreið eða mjölfram- leiðslu. Koma þar til ýmis samtvinnuð atvik, t.d. mjög mikill selormur, langvar- andi brælur á vetrarvertíð og smæsti þorskurinn. Teldi ég eðlilegt að Seðlabankinn endurskoðaði þessa afstöðu sína, en aðeins með svo lágum útlánum, að þau hvettu ekki til verkunar á þeim þorski í skreið, sem gengið getur í aðra vinnslu. Jafnframt er nauðsynlegt að nokkur þorskur sé í framleiðslunni til að auð- velda sölu hennar. frá þessari upphæð 10% eða 179 milljón- ir króna og fæ þá út 1.610.000 milljónir C.FF. F.O.B. verð þessarar framleiðslu ætti því að vera 1.659.000 milljónir króna og að frádregnum sömu 10% og að ofan nálægt 1.493 milljónir króna. Gengismunagjald af þessari fram- leiðslu næmi því 149 milljónum króna. Fyrir áramót var búið að greiða af skreiðinni 52 milljónir í gengismun. Sést af þessu að gengismunur af skreið er tugum milljónum hærri en gert var ráð fyrir í ma! lögunum og mun verða yfir 200 milljónir króna. Ef við snúum okkur nú aftur að afkomudæminu þá var eftir ódekkað tap í skreiðarverkuninni miðað við stöðuna í dag sem nemur 465 milljónum króna, eftir að til komu greiðslur úr Verðjöfn- unarsjóði. Ef að gengismunagjald af skreið félli niður frá síðustu áramótum minnkaði þetta tap niður í 316 milljónir króna, ef við reiknum með að raunveru- lega séu eftir í Verðjöfnunarsjóði 80 milljónir króna sem fari í þetta mikla tjón, þá eru samt eftir í óumdeildu tapi 236 milljónir. Ef útflutningsgjöld af skreiðinni yrðu lækkuð niður í 4% eins og af saltfiski ætti mögulega að vera hægt að lækka þetta tap ennþá um 22 milljónir eða niður í 214 milljónir. Áyfir 200 millj. kr. hjá kerfinu Allar þessar tölur eru þó að því leyti óraunhæfar að forsendur slíkra útreikn- inga eru brostnar, vegna þess að sjáan- legt er að skreiðin fer síðar og greiðist síðar en reiknað er með í þeim útreikn- ingum sem til grundvallar eru lagðir. Við skulum hinsvegar ekki gleyma því að ennþá á skreiðin yfir 200 milljónir hjá kerfinu. Á árinu 1981 var lagt á skreiðina auka útflutningsgjald 4 'A% til styrktar hraðfrystiiðnaðinum. Þetta út- flutningsgjald framreiknað í dæminu, auk vaxta, nemur í dag rúmum 200 milljónum króna. Ég tel að nú sé tímabært að þessir fjármunir séu endur- greiddir skreiðinni. Miðað við síðustu útreikninga er því unnt að gera greinina hallalitla, aðeins ef skreiðinni er skilað aftur því sem ranglega hefur verið af henni tekið. Og ég endurtek - allar okkar óskir og kröfur byggjast á því að fá leiðréttingu okkar mála. Við förum ekki fram á að fá eina krónu í opinbera styrki eða eftirgjöf. Við förum aðeins fram á leiðréttingu okkar mála. Menn munu nú gjarnan spyrja hvernig 301 þorskur 302 Ufsi, keila langa,ets. 303 Kolmunni 304 Hausar 8.106.548 kg. 3.231.651 “ 8.481 “ 3.533.488 “ 14.880.168 kg. 181.348 pk. 71.815 “ 382 “ 117.783 “ 371.328 pk. Ég vil nú til fróðieiks fyrir fundarmenn lesa hér upplýsingar frá Ólafi Klemens- syni forstöðumanni Lánadeildar Seðla- bankans um veðsetta skreið þann 18. janúar s.l. Veðsett íSDR alls 18.551.956. Staða miðað við 18. jan. 1984. SDR = 30,60 Seðlab. 567.660.600 Viðb 227.064.240 794.724.840 Útlán Seðlanka íslands út á þessar birgðir, þ.e. raunv.l. birgðir ogógreidda skreið á s.l. ári eru á gengi SDR 22/2’ 84 Kr. 567.660.600 40% viðbótarlán við- skiptabankanna ættu því að vera 227.064.240.-. Við vitum hinsvegar allir að þessi viðbótarlán nema í raun senni- lega helmingi hærri upphæð eða svipaðri upphæð og útlán Seðlabankans. Eykur þetta mjög erfiðleika viðskiptabank- anna. Ef við verðleggjum nú þessar skreiðarbirgðir með því raunverði sem gildandi var í haust kemur út eftirfar- andi: C.I.F. verð 1.789.000 milljónir króna. Vegna mjög hertra matsreglna dreg ég eigi að greiða útgjöldin vegna laganna í maí-mánuði. Ég svara: Er ekki eðlilegt að greiðslur í olíusjóð fiskiskipa, sem stofnað var til í góðæri, miðað við það sem nú er, verði látnar bíða næsta góðæris í sjávarútvegi? Þær eru samkvæmt lögunum 55 milljón- ir. Er ekki eðlilegt að t.d. Fiskveiðasjóð- ur taki að sér greiðslu á rúmum 40 milljónum sem þá eru eftir ógreiddar inn á Stofnfjársjóð fiskiskipa? ■. Er nokkur meginmunur :í því á hvern hátt eigið fé þess sjóðs verður eytt? Er það ekki tapað hvort eð er? Kem ég þá að störfum hagsmunanefnd- arinnar. Nefndin er buin að halda 10 formlega fundi síðan í október að auki hefur hún og eða undirnefndir átt fundi með sjávar- útvegs- og viðskiptaráðherra, viðskipta- bönkum, Seðlabanka og sjávarútvegs- nefndum Alþingis. Allan tímann hefur ríkt fyllsta eindrægni innan nefndarinn- ar. Ég tel að nefndin hafi áorkað umtals- verðum hlutum en mikilsverðast er þó að hún hefur eflt samstöðu skreiðarverk- enda og leiðrétt að nokkru það álit sem orðið var á þessari framleiðslu. ÖIl samskipti nefndarinnar við ráð- herra og fyrrgreindra aðila hafa verið í mikilli vinsemd og aðilar sýnt málaleit- unum okkar fullan skilning. Samskiptin við ráðuneytisstjórann í Viðskiptaráðuneytinu og fulltrúa hans hafa verið með ágætum og þeir sinnt af fremsta megni tilraunum til að koma á sambandi við Nigeríu. Fjöldi nærri gjaldþroti Fyrir áramótin tóku bankarnir þátt í converteringu á skuldunt við Nigeríu og fengu framleiðendur þá yfirleitt greidda þá skreið sem gjaldféll fyrir mitt s.l. ár. Byltingin í Nigeríu sem var um ára- mótin hefur tafið framhald þessara mála og okkur framleiðendur er farið að lengja í frekari aðgerðir. Ég hefi óljósan grun um að unnið hafi verið frekar að þessum málum, en við getum ekki fengið upplýst í hverju sú vinna er fólgin. Vona ég að viðskipta- ráðherra geti upplýst okkur frekar um þessi mál hér á fundinum Það er mjög mikilvægt í þessari þröngu stöðu sem við erum í, að undinn verði bráður bugur þar að. Einar Benediktsson. ambassador, er búinn að vera í Nigeríu eftir fundinn í haust og tel ég hann leggi mikla vinnu í þessi mál. Okkur er alveg lífsnauðsynlegt að reyna nú sem allra fyrst, að opna við- skiptin að nýju. Fjöldi framleiðenda er nærri gjald- þrota út af þessum erfiðleikum. Staðan í sjávarútvegi er þannig í dag eftir að staðreyndir aflatakmarkanna eru komnar í ljós, að ef forða á stórhættulegu efnahagsslysi verðum við að fá lausn á þessi vandamál okkar nú þegar. Ég ásaka ekki einn eða neinn. Mér eru einnig full Ijósir þeir nær óyfirstíganlegu erfiðleikar sem við er að etja í íslenskum efnahagsmálum og þá ekki síst í sjávar- útvegsmálum. Á hitt legg ég höfuðþunga að þessir erfiðleikar verði ekki leystir með því að leggja bagga óarðbærra fjárfestinga á herðar fleiri hundruð fram- leiðenda, sem þar hafa hvergi nærri komið, þegar ástandið er þannig hjá þeim að þeir hafa flestir tapað verulegum fjármunum á viðkomandi framleiðslu, ogeru næreða alvegstöðvaðir í rekstri. Ég endurtek það sem ég sagði í haust. Norðmenn hafa leyst mikið af vanda norskra framleiðenda með hundruðum milljóna í ríkisstyrki og hundruð mill- jóna í vaxtalaus lán. Við förum ekki fram á neina ríkis- styrki. Við förum aðeins fram á að fá að halda andvirði skreiðarinnar og endur- heimta gömul lán. Við sem erum í nefndinni teljum að nauðsynlegt sé að því starfi sem við höfum innt af hendi sé haldið áfram. Nánari samvinna um sölurnál skreiðar er nauðsynleg. Skreiðarverkendur verða að standa betur saman um verðlagsmál og öll sín hagsmunamál. Við leggjum því til að stofnuð verði hagsmunanefnd skreiðarframleiðenda. Kemur fram til- laga um það hér á fundinum ásamt rökstuðningi. Jafnframt verður lögð hér frani tillaga um næstu lotur í afkomumálum. Ég vil færa þeim Halldóri Ásgríms- syni, sjávarútvegsráðherra og Matthíasi Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra þakkir fyrir mikinn skilning á okkar málum. Ég skil þá þröngu stöðu sem þeir eru í. Ég vona samt að þrátt fyrir þá þröngu stöðu, færi þeir okkur góðar fréttir hér á þennan fund. Árangur byggist á hávaða og látum Við sem kosnir vorum í Skreiðar- nefndina 5. október s.l. höfum valið að setja fram kröfur framleiðenda á rök- studdan hátt, án hávaða eða ósanngirni. Við höfum látið gera kostnaðarsama útreikninga á stöðunni til rökstuðnings óska okkar um brottfellingu gjalda. Ég vona svo sannarlega að þessi hógværu og rökstuddu vinnubrögð verði ekki misskilin. Hávaði og yfirlýsinga- gleði virðist vera megineinkenni okkar tíma. Árangur virðist því miður oftar byggj- ast á hávaða og látum, heldur en á köldum staðreyndum. Þcssa dagana er til meðferðar á Alþingi umtalsverð ríkisaðstoð, til handa ungum og fátækum bændum, sent harðast hafa orðið úti í óðaverðbólgu og harðindum undanfarinna ára. Enginn fær ntig til að gagnrýna þá ráðstöfun, til þess þekki ég aðstæður þessara bænda of vel. Staðreynd er hinsvegar að þarna virðast peningar til. Stjórn Slippstöðvarinnar á Akureyri, sent er í reynd ríkisfyrirtæki og Stálvíkur h.f., í Garðabæ, hal'a nú báðar tekið ákvörðun um að Ijúka við óseld raðsmíða- vcrkefni, vafalaust með kröfum unt að þessi skip fái svo hluta af kvótum okkar, svo burðugir sem þeir eru. Ekki verður þetta gert án nýrra peninga, svo tugum milljóna króna nemur. Við ákvörðun um kvótaskiptingu sjáv- arafla hafa fulltrúar hagsmunaaðila tekið ákvörðun um að færa milli 10 og 15 þúsund af þorski og tilsvarandi af ýsu, ufsa, grálúðu og kola, frá bátaaflanum yfir á togaraflotann. Nokkrir togarar fá nú hærra aflamark, en þeir hafa nokkurn tíma fiskað og til eru skip sem fá hærri kvóta en samanlagður afli þeirra s.l. þrjú ár. Hér er ekki við stjórnvöld að sakast. Þau hafa alfarið látið þessi mál í hendur hagsmunaaðila og Þjóðhagsstofnunar. Sannar það best mál mitt að ekkert kjördæmi landsins fer eins ömurlega út úr þessu, og kjördæmi viðskiptaráðherra og fast þar á eftir fylgir hluti af kjördæmi sjávarútvegsráðherra. Ég tek þetta dæmi einvörðungu af því, að þær 200 milljónir sem maí-lögin ákveða að taka skuli af skreiðinni, eiga nær alfarið að renna til að greiða niður stofnkostnað þessara sömu togara sem nú taka líka 10% aflans. Ég trúi því ekki að stjórnvöld greiði hundruð framleiðenda það högg sem taka gengismunar af skreið er undir þeim kringumstæðum sem nú liggja á borði. Fari svo, hlýtur það að vera kurteisleg bending til okkar sem erum í þessu basli án ríkisstyrkja, um að finna okkur annað lífsstarf. Hin marklausa skýrsla Þjóðhagsstofnunar um ofsa gróða af skreiðinni hefir verið rækilega hrakin. Jafnvel Þjóðhagsstofnun viðurkennir nú umtalsverðan halla, miðað við stöð- una ídag. (150-160 milljónir í stað 229% í fyrri skýrslum). Eyjólfur er að hressast. Við vitum ekkert um hvenær eftir- stöðvar skreiðarinnar seljast og því miður ekkert um hvenær skuldirnar í Nígeríu verða greiddar. Staðreynd er því að tap franúeiðenda verður verulega nteira en tölur sýna nú í dag. Nígería verður þrátt fyrir þetta allt um óákveðna framtíð eitt af þýðingarmestu markaðslöndum okkar. Órofa samstaða pkkar um hagsmuni framleiðslunnar er nú þess ntegnug að tryggja kjör okkar og framtíð og um leið heildarkjörin í landinu. Við skulum trúa því í lengstu lög, að rökstuddar kröfur okkar um leyfi til að ráðstafa eigin aflafé nái fram að ganga. Ef ekki fer svo, þá er þessu máli ekki lokið frá okkar hálfu, en þá verðum við, því miður, að taka upp önnur vinn- ubrögð, sem ég persónulega myndi harma mjög, ef beita þyrfti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.