Tíminn - 15.03.1984, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 15. MARS 1984
9
vettvangi dagsins
Eru bændur að kollkeyra sig á refaræktinni?
„FAUN ER f IULSPÁ HVERM
OSK UM HRAKFÖR SÍNU VERRF'
eftir iónas Jónsson búnadarmálastjóra
mikið fyrir viti eða fyrirhyggju þeirra er
hvatt hafa til loðdýraræktar eða var eðli
málsins samkvæmt að leiða þróun þess-
arar nýju húgreinar. Þessarsneiðargætu
landbúnaðarráðuneytið, Búnaðarfélag
íslands. Stéttarsamband bændaogS.Í.L.
öll átt.
Það er þá fyrst til að taka að landbún-
aðarráðuneytið hefur allan tímann sinnt
loðdýraræktinni með ráðum og dáð og yrði
allt of langt upp að telja allan hlut þess
að málinu. En til að víkja beint að
fóðurstöðvarmálum þá skipaði þáver-
næga grein fyrir og standa margir nú
uppi í basli með allt saman. Að mínu
mati var of mikið um það að bændur
fengju bara að heyra um björtu hliðarnar
á málunum en væru einhverjir erfiðleik-
ar var oft eins og láðst heldur að segja
frá þeim. Þetta viðhorf hefur hins vegar
verið að breytast hjá ráðamönnum frá
því í sumar, þ.e. bændur hafa fengið
réttar upplýsingar t.d. varðandi verðfall
og slíkt. Enda vonlaust að vinna aö
loðdýrarækt með einhverjum blekking-
um, þá eins gott að hætta þessu. Horf-
mönnum víða veriö bent á að ekki væri
tækilegt að veita leyfi á „nýjum" svæðum
fyrr en ákveðinn fjöldi bænda væri
reiðubúinn að hefja þar loðdýrarækt.
Það cr einnig fráleitt sem kemur fram í
viðtalinu að ekki hafi verið brýnt fyrir
þeint sem eru að hefja iöðdýrarækt að
loðdýrarækt sé vandasöm búgrein, og að
þeir sem hana ætla að stunda þurfi að
sýna natni og nákvæmni viö fóðrun,
hirðingu og ræktunina.
Það er einnig misskilningur að leið-
beiningaþjónustan hafi ekki lágt áherslu
ustu tíu árin fyrir lækkunina í lok ársins
1982.
Á það hefur alltaf verið bent að
loðdýrarækt er hér á landi samkeppnis-
grein við loðdýrarækt nágranna okkar
einkum á Norðurlöndum. Mögulcikar
okkar felast í því að við höfum ntikið af
hráefni, sem full ástæða er til að nýta og
breyta í verðmæta útflutningsvöru, Þetta
hráefni - fóörið gctur verið ódýrt ef
skipulega er að unnið. Það hefur tekist
að halda fóðurverði lægra hér en á
Norðurlöndunum oft svo verulega mun-
í fréttaviðtali sem birtist hér í blaðinu
8. mars eru höfð mörg stór orð um
loðdýraræktina og það hve illa hafi verið
að henni staðið. Viðtalið er við Snorra
Stefánsson sem kallaður er „leiðbein-
andi í loðdýrarækt".
Snorri Stefánsson hefur um skeið
verið lausráðinn hjá Sambandi loðdýra-
bænda S.Í.L. og hefur í nokkrum tilvik-
unt verið fenginn til að segja þeim
bændum til, sem eru að stíga fyrstu
skrefin í þessari nýju en vandasömu
búgrein, enda hefur hann gengið á
loðdýraræktarskóla í Finnlandi og m.a.
unnið við loðdýrarækt í Noregi.
Til að fyrirbyggja misskilning er rétt
að taka fram að Snorri er ekki ráðunaut-
ur í loðdýrarækt. Þeir starfa nú tveir á
vegum Búnaðarfélags íslands auk þess
sem nokkrir héraðsráðunautar gefa sig
meir og meir að þeim leiðbeiningum og
eru ötullega að setja sig inn í þau fræði.
í nefndu viðtali koma fram bæði í
orðum Snorra og í aðal- og undirfyrir-
sögnum svo niargar missagnir að ekki
verður komist hjá því að biðja blaðið
fyrir leiðréttingar og nokkrar hugleiðing-
ar um loðdýraræktina. Reyndar eru
spurningar blaðamanns margar svo leið-
andi að það.eitt bendir „til hvers refirnir
eru skornir" með „fréttaviðtalinu".
Viðtalið hefst á eftirfarandi fullyrð-
ingu: „Það er fyrst nú á þessu ári sem
furið er að hugsa um það í fullri alvöru
að það þarf fóðurstöðvar í nágrenni
refabúá til þess að bændur geti lifað af
þessum búskap. Þrjú síðustu ár hefur
leyfum hins vegar verið dreift hingað og
þangað unt landið og síðan hafa bændur
verið að kollkeyrast vegna þess að ýmist
ná þeir ekki í fóður, eða þá að það hefur
verið allt of mikið og dýrt fyrirtæki að
nálgast það. Þegar bændur hafa síðan
farið að blanda fóður einn og einn
jafnvel upp í afdölum verður eðlilega
lítil mynd á þeirri fóðurlögun", sagði
Snorri Stefánsson, leiðbeinandi í refa-
rækt m.a. er Tíminn hafði tal af
honum..."
Þetta er mjög villandi. Að sjálfsögðu
hefur verið hugsað um það í fullri alvöru
að koma upp fóðurstöðvum á öllum
loðdýraræktarsvæðunum þar sem þær
voru þá ekki fyrir þegar refaræktin
hófst. Þetta hefur verið eitt aðalviðfangs-
efnið.
Refaræktin byrjaði við Eyjafjörð og
síðan í Skagafirði. Þar voru fóðurstöðv-
ar vegna minkabúanna í Grenivík.Dal-
vík og Sauðárkróki.
Nýrri, stórri ogfullkominni fóðurstöð
sem er í eigu loðdýrabænda var komið
upp á Sauðárkróki á st. ári. Hún þjónar
bændum í Skagafirði og Austur-Húna-
vatnssýslu. Stöðvum hefur verið komið
upp á Húsavík, Kópaskeri, Vopnafirði,
Egilsstöðum, Höfn í Hornafirði, Búð-
ardal, Bíldudal og Hólmavík. Þó að
þessar stöðvar séu ekki stórar og e.t.v.
mjög misbúnar að tækjum þjóna þær
allar viðkomandi svæðum þar til Ioð-
dýraræktinni hefur vaxið fiskur um hrygg
og fleiri bændur bætst í hópinn á
viðkomandi svæði.
Nú er í undirbúningi að koma upp
fullkomnum fóðurstöðvum í sameign
bænda.einni á Dalvík fyrirallt Eyjafjarð-
arsvæðið og annarri á Selfossi fyrir
Suðurland. En það mun verá á Suður-
landssvæðinu sem „fjaðrinar féilu“ er
urðu að heilu hænsnabúi í fréttaviðtal-
inu. Þar var rekin fóðurstöð af einstakl-
ingi í Þorlákshöfn er bændur skiptu við.
Þeir urðu því höndum seinni að koma á
félagsrekstri og uggðu ekki að sér fyrr en
sá sem Þorlákshafnarstöðina rak hætti
því á sl. hausti.
I viðtalinu eru ýmis orð látin falla sem
skilja má á þann veg að ekki hafi farið
andi landbúnaðarráðherra Pálmi Jóns-
son hinn 28. júlí 1982 svonefnda „fóður-
stöðvanefnd" er falið var „a.ð gera til-
lögur að skipulagi og uppbyggingu fóð-
urstöðva fyrir loðdýrabú, enn fremur
útvegum lánsfjár til bygginga og annað
er stöðvarnar áhrærir."
Nefnd þessi hefur starfað síðan og er
nýlega búin að skila áliti. í nefndinni
áttu sæti Haukur Jörundarson, skrif-
stofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu,
Sigurjón Bláfeld, loðdýraræktarráðu-
nauturogJón R. Björnsson, framkv. stj.
S.l.L. Jón Árnason, fóðurráðunautur
hefur starfað með nefndinni sem allan
tímann hefur fylgst með því sem hefur
verið að gerast í fóðurstöðvamálum.
Snorri Stefánsson og reyndar einnig
blaðamaðurinn sem tekur viðtalið gagn-
rýna hvernig hagað hafi verið veitingu
leyfa til loðdýraræktar. Athyglisverð er
eftirfarandi spurning og svar: „Átti ekki
að stýra því með leyfisveitingunum að
menn færu ekki að setja upp refabú á
vonlausum stöðum? Og hver ber þá
ábyrgðina?"
„Landbúnaðarráðuneytið veitir leyf-
in. Að mínu áliti voru leyfisveitingar
mikill óleikur við marga bændur - þeim
var att út í hluti sem þeir gerðu sér ekki
urnar eru því mjög að batna, enda
reynum við stöðugt að upplýsa bændur
um það hvað þeir eru að framleióa."
Það er að sjálfsögðu hægt að gagnrýna
alla hluti og Ieyfisveitingar til loðdýra-
ræktar eru þar alls„ekki undanskildar.
En það er fráleitt að halda því fram að
bændum hafi verið att út í hluti eins og
loðdýraræktina og að þeim hafi aðeins
verið kynntar björtu hliðarnar en „láðst“
hafi að kynna þeim þær dekkri, hvað þá
að reynt hafi verið að vinna að loðdýra-
ræktinni með „blekkingum“.
Mjög mikið af starfi loðdýraræktar-
ráðunautsins og síðan fóðurráðunautsins
eftir að hann kom til starfa 1982 hefur
verið í því fólgið að leiðbeina þeim
bændum sem hafa í huga að hefja
loðdýrarækt. Að sjálfsögðu hefur þeim
verið leiðbeint um.það hvað þarf til m.a.
í sambandi við möguleika á fóðuröflun
og alltaf verið lögð á það megináhersla
að loðdýraræktina þyrfti að byggja upp
í hverfum, þar sem sæmilegir möguleikar
eru til fóðuröflunar og nægilega margir
hefðu sýnt áhuga til að hægt væri að fara
af stað með fóðurstöð. Þetta kemur m.a.
fram ef það er athugað hvar loðdýra-
ræktin hefur verið tekin upp. Umsóknir
hafa borist mjög víða að á landinu og
á mikilvægi þess að framleiða góð skinn.
Á það hefur alltaf verið bent að arðurinn
af loðdýraræktinni fer ekki hvað síst
eftir því hve eðlisgóð, velverkuð og
velmeðfarin skinnin eru.
Það er best að svo komnu máli að
fullyrða ekkert um það hvernig muni
takast til um þessa nýju búgrein hvorki
með gylliorðum um skjótfenginn hagnað
né um það að bændur séu að kollkeyra
sig á refaræktinni.
Það hafa menn alltaf vitað að verðlag
á grávöru er háð sveiflum bæði vegna
tískubreytinga og mismunandi
framboðs. Árin undanfarandi voru há-
gengis ár, fyrir refaskinn sérstaklega.
Fyrir rúmu ári féll svo verðið tilfinnan-
lega. Frá því var að sjálfsögðu skýrt og
alls ekkert dregið undan. Svipað verð
fékkst síðan á fyrstu uppboðunum á
síðasta hausti og var þá ljóst að miðað
við það verð og miðað við meðalárangur
í ræktuninni stæði allt í járnum með
afkomuna. Siðan hefur verðið farið
stighækkandi með hverju uppboði sem
haldið hefur verið, hvort sem er í
London, Helsingfors eða Kaupmanna-
höfn. Nú mun verð á refaskinnum vera
að nálgast það sem var meðalverð síð-
ar Cn betur má gera og betur verður að
gera. Að því eru loðdýrabændur að
vinna með skipulegum hætti. Með þessu
er þó langt frá því að allt sé unnið.
Byggingar fyrir loðdýr eru hér verulega
dýrari en í samkeppnislöndunum, að
hluta vegna erfiðari aðstæðna m.a.
veðurfars, en að hluta vegna meiri
álagna á efni og aðföng og óeðlilega
strangra krafna af hendi byggingaeftir-
lits.
Eitt brýnasta verkefnið fyrir loðdýra-
ræktina er að lækka byggingarkostnað-
inn. Nú er nokkuð verið að kanna þau
mál og þurfa þar margir að leggjast á eitt.
Enn skal það undirstrikað að loðdýra-
rækt er vandásöm atvinnugrein eins og
öll búrfjárrækt - hún verður hvorki
kennd eða lærð í einu vetfangi - þar
verður reynsluskólinn að kenna ótelj-
andi atriði. Því getum við ekki vænst
besta árangurs í upphafi. Við höfum nú
aðeins stigið fyrstu skrefin. Þau hafa
ekki verið áfallalaus með öllu, enda þess
ekki að vænta. En um hitt er meira vert
hve margt lofar góðu . Menn ættu því að
spara sér hrakspárnar en leggjast á eitt
með að styðja að framgangi þessarar
nýju búgreinar bæði með orðum og
athöfnum.