Tíminn - 15.03.1984, Blaðsíða 13

Tíminn - 15.03.1984, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 15. MARS 1984 ii ;i .1II !i 13 i fréttir 1 Sumaráætlun Urvals: SÓLARLANDAFERÐIR LÆKKA ■ „Úrvals ferðamöguleikar 1984“ nefnist sumaráætlun ferðaskrif- stofunnar Úrvals sem er nýkomin út. Áætlunin er 32 síður auk 12 síðna verðskrár. I frétt frá Úrval segir að í áætluninni séu kynntir fleiri og fjölbreyttari ferðamöguleikar en nokkru sinni fyrr. Má þar nefna sólarferðir til Ibiza og Mallorca; flug, bíll og sumarhús í Austurríki, Bretlandi, Danmörku, Frakklandi, Hollandi, Luxemborg, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi; París- ar og Rómarferðir; rútuferðir um Mið-Evrópu og fleira. Þá eru í fréttinni rakin greiðslukjör Úrvals. Þar segir að með verulega hagstæðum samningum og stórauk- inni hagkvæmni í leiguflugi geti Úrval nú boðið ferðir sínar til Mallorca Ibiza og Noregs á enn lægra verði en s.l. sumar. í Úrvalsferðum til Ibiza, Mallorca, Noregs og í sumarhúsin í Daun Eifel býðst viðskiptavinum Úrvals að greiða helming út en eftirstöðvar eru til 3ja mánaða með þrem mánaðar- legum greiðslum. Sé útborgun að viðbættri fyrstu afborgun 3/4 hluti eða meir af andvirði ferðar, greiðast engir vextir af fyrstu afborgun. Fyrir þá sem nýta sér Úrvalsferðalán, en af því er fyrsta afborgun eftir 2 mánuði, er hér kjörið tækifæri til að hafa fyrstu afborgun hlutfallslega stærsta. ■ Feröaskrifstofan Úrval býður m.a. upp á sumarhús í Daun Eifel í Þýskalandi. Staðurinn er rétt hjá Mósel og Rín og eru húsin í þýskum bjálkakofastíl. Úrvalsferðalánin býður Úrval í samvinnu við Iðnaðarbankann. Þau eru að því leyti frábrugðin hefðbundn- um sparilánum eða ferðaveltum að fyrsta afborgun er eftir tvo mánuði í stað eins sem helst tíðkast. Þessi gjaldfrestur gefur þannig möguleika til hækkunar á fyrstu afborgun ferðar- innar, sem er vaxtalaus. Að lokum segir í fréttinni að við- skiptavinir Úrvals þurfi hvorki að vera aðildarfélagar né klúbbmeðlimir til að njóta hæsta afsláttar og bestu kjara hjá ferðaskrifstofunni. - GSH. Eigum til sýnis og sölu URSUS 1004 100 ha. Ekin rúmar 500 vinnust. Öll ný yfirfarin og í mjög góðu standi. Vélinni geta fylgt: Keðjur - Snjótönn og Ripper. Eigum ýmsar aðrar notaðar dráttarvélar á góðu verði. Hringið eða komið og gerið okkur tilboð. Samvinnubankinn á Egilsstööum mun frá og með föstudeginum 16. mars nk. auka við þjónustusvið sitt og sjá um sölu á ferða- og námsmannagjaldeyri. Þar verður einnig hægt að stofna innlenda gjaldeyrisreikninga auk þess sem útibúið veitir alla þjónustu varðandi VISA-greiðslukort. ERLEND m VÉIáBCCG Bíldshöfða 8 - Símar 8-66-55 & 8-66-80 Auglýsing frá ríkisskattstjóra um framtalsfrest Framtalsfrestur manna, sem hata með höndum atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, er hér með framlengdur til og með 29. mars 1984. Reykjavík 12. mars 1984 Ríkisskattstjóri Búvélar til sölu: International 435 heybindivél árg. 1980. International áburðardreifari 3ja m. mönduldreifari árg. 1973. MF 135 dráttarvél m/ámoksturstækjum árg. 1972. Vicon 4ra hjóla lyftutengd rakstrarvél. Upplýsingar í síma 99-5568. Djúprækjuveiðar Óskum eftir viðskiptum við báta sem hyggja á djúprækjuveiðar. Upplýsingar í síma 96-52188 og 96-52154. Sæblik h.f. Kópaskeri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.