Tíminn - 15.03.1984, Blaðsíða 18

Tíminn - 15.03.1984, Blaðsíða 18
FIMMTUDAGUR 15. MARS 1984 fréttir - d— ■ Úr sýningu Leikfélags Hornafjarðar á Elliærisplaninu eftir Gottskálk, sem frumflult verður annail kvöld. NÝTT LEIKRIT SVIÐ- SEn Á HORNAFIRÐI ■ Gleöileikurinn Elliærisplaniö eftii Gottskálk verður frumsýndur á Höfn í Hornafirði í kvöld. Leikstjóri sýningar- innar er Iirvnja Benediktsdóttir og er þetta frumflutningur verksins, sem á vissan hátt er sniðið fyrir leikara sýning- arinnar, en þeir hafa lagt hönd á plóginn við gerð textans, meðal annars samið söngtexta. Leikritið gerist í gömlu húsi í Grjóta- þorpi og á skemmtistaðnum Broadway. Leikarar í sýningunni ma. eru Gísli Arason, sem leikur Gottskálk gamla, Ingunn Jensdóttir í hlutverki Rósu dótt- ur hans og krimmann Gunnar, eigin- mann hennar, leikur Guðni Björgúlfs- son. Miðnætursýning verður í Sindrabæ föstudaginn 16. marsogfjölskyldusýning sunnudagseftirmiðdag. Á þessum sýn- ingum verður gestum boðið upp á ástarpung og kaffibolla. Þess má geta að um þessar mundir er Leikfélag Hornafjarðar 20 ára og á frumsýningunni á fimmtudag er búist við 25. þúsundasta gestinum. -Sjó. Ný hljómsveit Magga Stef.: Boy’s Brigade heldur hljómleika í Safari ■ Fimmtudaginn 15. mars heldur hljómsveitin Boy’s Brigade hljómleika í skemmtistaðnum Safari. Þetta verða fyrstu hljómleikar Boy’s Brigade, sem flytur eingöngu frumsamið efni. Hljóð- færaskipan hljómsveitarinnar cr að því leyti óvenjuleg að í henni er enginn bassaleikari, en þrír hljómborðsleikarar. í hljómsveitinni eru: Maggi Stef. sem áður var í Utangarðsmönnum og Egó, trommur og raddir. Richard Scobie, söngvari og hljómborðsleikari, Gunnar Rafnsson á hljómborð, Ingólfur Guð- jónsson á hljómborð, og Sigurður Gröndal á gítar. Tónlist hljómsveitarinnar er lýst sem rómantískri nýbylgju. ■ Boy’s Brigade ■ Af æfmgu á gamanleiknum Togst reitu sem Leikklúbbur Grundarfjarðar frumsýn- ir í kvöld. Leikklúbbur Grundarfjardar: GAMANLEIKURINN IDGSIREfTA, FRUMSVNING í KVÖU) ■ Leikklúbbur Grundarfjarðar frum- sýnir í kvöld gamanleikinn Togstreitu eftir Inga Hans Jónsson sem jafnframt leikstýrir verkinu. Verk þetta er fyrsta stóra leikrit höfundar en hann hefur áður gert nokkra stutta skemmtiþætti. Togstreita fjallar um baráttu útivinn- andi húsmóður fyrir að fá einhverju að ráða um það hvaða stefnu líf hennar tekur og gegn því lífsgæðakapphlaupi sem maður hennar reynir að stefna þeim báðum í. ÓMARSHÁTÍB í BROADWAY ■ Hinn landskunni skemmtikraftur Omar Ragnarsson, stendur á merkum tímamótum um þessar mundir, en nú eru liðin 25 ár frá þvi hann hóf feril sinn sem skemmtikraftur og jafnframt 30 ár frá því hann lék sitt fyrsta stóra hlutverk í leikhúsi. Af því tilefni hafa nokkrir aðilar tekið sig saman um að halda Ómari hóf, þar sem rifjað verður upp skemmtiefni frá ferli Ómars í aldarfjórðung. Hófið verður haldið í Broadway, föstudaginn 23. mars n.k. og verður þar boðið upp á fjölbreytta dagskrá, með gríni og söng, þar sem Omar sjálfur kemur fram ásamt ýmsum gestum, sem tengjast ferli hans í gegn um árin. Auk þess mun hann taka lagið með hljómsveit Gunnars Þórðarsonar, bæði lög sem hann hefur sjálfur sungið inn á hljóm- plötur og lög með textum eftir hann sem aðrir hafa gert vinsæl. Matseðillinn samanstendur af upp- áhaldsréttum Ómars, sem framreiddir verða í samvinnu við eiginkonu hans, Helgu Jóhannesdóttur, og kennir þar ýmissa grasa, ekki síður en í skemmti- dagskránni. Þjóðleikhúsið: SÝNINGUM AÐ UIÍKA A LOKAÆFINGU OG SKVALDRI ■ Nú fer hver að verða síðastur að sjá tvö af vinsælustu verkum vetrarins hjá Þjóðleikhúsinu farsanum Skvaldri og Lokaæfingu eftir Svövu Jak- obsdóttur. Þriðja síðasta sýningin á Skvaldri verður á laugardagskvöld og næst síðasta sýning á Lokaæfingu verður á sunnudag kl. 16.00 á Litla sviðinu. Athygli leikhúsgesta er vakin á óvenjulegum sýningartíma. Síðasta sýning á Lokaæfingu verður svo fimmtu- daginn 22. mars og er þess getið í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu að ekki verði um aukasýningar að ræða. Sveyk í síðari heimsstyrjöldinni eft- ir Brecht verður á fjölunum í Þjóð- leikhúsinu annað kvöld kl. 20.00 og á sunnudagskvöld á sama tíma. Kl. 15.00 á laugardag og sunnudag verða sýningar á barnaleikriti Olgu Guðrún- ar, Amma þó. -JGK íslenska óperan: La traviata — fáar sýningar eftir ■ íslenska óperan sýnir La traviata eftir Verdi á föstudagskvöldið og eru nú fáar sýningar eftir af þessu einstæða verki sem íslenskir gagnrýnendur köll- uðu „stórsigur íslensku óperunnar" í haust er leið. Með helstu hlutverk í La traviata fara Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Garðar Cortez, Halldór Vilhelmsson, Anna Júlíana Sveinsdóttir, Elísabet Er- lingsdóttir og Simon Vaughan. Tvær sýningar eru á Rakaranum í Sevilla eftir Rossini um helgina. Sú fyrri er á laugardag kl. 16:00 og gefst þar ágætt tækifæri fyrir fjölskylduna að fara saman út að skemmta sér. Seinni sýning- in er á sunnudagskvöld klukkan 20:00. Kvikmyndir SALUR 1 SALUR2 SALUR4 Frumsýnir grínmyndina II vinsæiamkys sem allstaðar sló aösóknarmet, og var talin grínmynd ársins 1982. Nú er það framhaldið Porkys II daginn eftir sem ekki er síður smellin, og kitlar hláturtaugarnar. Aðalhlutverk: Dan Monahan, Wy- att Mark Herrier. Leikstjóri: Bob Clark. Hækkað verð Bönnuð börnum innan 12 ára Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Frumsýnlr stórmyndina Tron Frábær ný stórmynd um striðs og video-leiki full af tæknibrellum og I stereo-hljóðum. Tron fer með þig i tölvustriðsleik og sýnir þér inn i undraheim sem ekki hefur sést áður. Aðalhlutverk: Jeff Bridges, David Warner, Cindy Morgan, Bruce Boxleitner. Leikstjóri: Steven Lis- berger Myndin er í Dolby Sterio og sýnd i 4ra rása Starscope CUJO Splunkuný og jafnframt stórkostleg mynd gerð eftir sögu Stephen King. Bókin um Cujo hefur verið gefin út i milljónum eintaka víðs vegar um heim og er mest selda bók Kings. Cujo er kjörin mynd fyrir þá sem una góðum og vel gerðum spennumyndum Aðahlutverk: Dee Wallace, Christopher Stone, Daniel Hugh-Kelly, Danny Pinatauro Leikstjóri: Lewis Teague Bönnuð börnum innan 16 ára Sýnd kl. 5,7,9, og 11 Hækkað verð Segðu aldrei aftur aldrei Sýnd kl. 5 og 10 Daginn eftir Sýnd kl. 7.30 Fjórir vinir Sýnd kl. 5.05 og 9.05. Leikstjóri: Guy Hamilton Sýnd kl. 5,7.05,9.10 og 11.15 Goldfinger

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.