Tíminn - 15.03.1984, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.03.1984, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 15. MARS 1984 ■ Gary Hart segist ánægður með úrslitin í fyrradag Ólíklegt að sigurganga Harts verði stöðvuð Hljómplötukóngurinn Julio Iglesias: „EG FINN HVERGI HINA SÖNNU ÁST“ ■ Laglegur og eftirsóttur er söngvarinn Julio Iglesias svo sannarlega, og plötur með söng hans hafa selst í 100 milljónum eintaka, og tekjur hans eru yfir 50 millj. dollarar á ári, - en hann staðhæfír, að hann geti ekki fundið hina sönnu ást. „Því meiri leit sem ég geri að hinni sérstöku yndislegu konu, sem ég gæti elskað, því fjær því virðist ég að fínna hana“, sagði þessi heimsfrægi fertugi söngvari nýlega í samtali við amerískt blað. Margar konur hafa verið orð- aðar við Iglesias, og þar á meðai á tímabili Priscilla Presley, sem þykir meðal fegurstu kvenna heims (fallegust í DALLAS- þáttunum, segja sumir). -Eg er hrifínn af konum og ég er einmana án þeirra, en ástin - ég elti hana eins og villiljós, sem ég get ekki höndlað, sagði Julio dapur í bragði. Hann kvæntist ungur og þau hjón eignuðust 3 börn, en hjóna- bandið rann út í sandinn. Hann flæktist um heiminn, syngjandi í ýmsum borgum, bæði á skemmtistöðum og inn á hljóm- plötur og enginn tími varð fyrir fjölskylduna. Nú hefur hann unnið sér inn meiri peninga en hann gæti eytt þó hann yrði 150 ára, en „ástina sína hann aldrei fann“ stendur í vísunni. dag yfir miklu fleiri blæbrigðum en á dögum Mozarts, þótt Moz- art konsertinn sé yfirleitt leikinn á nútíma klarinett." Á klarinettið vaxandi vinsæld- um að fagna meðal tónskálda? „Já, klarinettið hefur náð sér heilmikið á strik í nútímatónlist- inni, það er talsvert um að samd- ir séu klarinettukonsertar, kamm- ermúsík og líka verk fyrir klari- nettið einvörðungu. Þetta bætir svolítið upp barrokktíimabilið, þar sem flauta og óbó hafa nóg að gera en þar erum við alveg verklausir. Rómantísku höfund- arnir hins vegar eins og Brahms t.d. notuðu klarinettið mikið, en aðallega í kammermúsík. En við klarinettuleikarar þurfum ekkert að örvænta vegna verkefna- skorts.“ Gefast þér tækifæri til að koma fram erlendis við og við? „Já, sem betur fer, þá hafa gefist tækifæri til þess, sem er nauðsynlegt, ef maður vill halda við þessu einleikarafagi. Ef mað- ur fær sjaldan tækifæri hér heima er það stór biti að kyngja. Það er nauðsynlegt að geta farið utan og eins út á land til tónleika- halds. Ég hef gert talsvert af því undanfarið, það hefur verið við- leitni á vegum mcnntamálaráðu- neytis að greiða fyrir tónlistar- ferðum um landið og viðtökur hafa verið mjög góðat Nú er því miður búið að skrúfa fyrir fjárveitingar til þessarar starfsemi og ég segi því miður, vegna þess að þetta hefur verið með því betra sem hér hefur verið gert í listamálum og það er bara óskandi að það verði fram- hald á þessu. Það að spila með Sinfóníu- hljómsveitinni gefur ekki mögu- leika til þess að halda sér við sem einleikari. Þar að auki eru hljóð- færaleikarar illa launaðir og þeir sem stunda einleik hér kenna yfirleitt mikið eins og aðrir hljóð- færaleikarar eða eru í hljóm- sveitinni og kenna, þannig að menn verða að skipta sér dálítið mikið og það gefst lítill tími til æfinga. Sjálfur hef ég verið að draga saman kennslu til að hafa meiri tíma til einleiks og er tilbúinn til að leggja dálítið á mig til þess, en það kemur auðvitað niður á tekjunum. -JGK — Mondale ætlar að keppa til þrautar ■ ÞVI hafði verið spáð, að þriðjudagurinn 13. mars gæti orðið sögulegur dagur hjá demókrötum í Bandaríkjunum, en þá áttu að fara fram og fóru fram prófkjör í níu fylkjum Bandaríkjanna. Þessi níu fylki kjósa samtals 511 fulltrúa á flokksþing demó- krata, sem útnefnir frambjóð- anda flokksins í forsetakosning- unúm í haust, en samtals verða fulltrúar þar 3933. Prófkjörin 13. mars hafa því þótt góð vís- bending um hvernig straumarnir liggja. Sjaldan hefur samt fengist svo glögg vísbending, að hægt hafi verið að líta á hana sem endan- lega niðurstöðu. Tvísýn keppni hefur því haldið áfram, og komið hefur fyrir, að einhver þeirra, sem stóð höllum fæti eftir próf- kjörin 13. mars, sigraði að lokum og lagði að velli þá, sem áður höfðu verið taldir sigurstrangleg- astir. Prófkjörin í gær virðast gefa öllu gleggri vísbendingu en oftast áður. Af þeim átta keppendum, sem gáfu kost á sér áður en prófkjörin hófust, standa nú raunverulega ekki nema tveir eftir. Fjórir eru þegar opinberlega hættir, (Cranston, Askew, Hall- ings og McGovern). En senni- lega bætist sá fimmti Glenn fljótt í þann hóp. Jesse Jackson mun halda áfram, en ekki til þess að ná útnefningu, heldur til að aug- lýsa málstað blökkumanna. í reynd eru ekki eftir nema þeir Walter F. Mondale og Garý Hart. Milli þeirra tveggja stend- ur baráttan hér eftir. ÞEGAR þetta er ritað, eru úrslit kunn í sjö fylkjum. Hart hefur sigrað í fimm, en Mondale í tveimur. Hart sigraði í Massachusetts, Rhode island, Nevada, Okla- homa og Florida. Mondale sigr- aði í Georgia og Alabama. ÁÐUR hafði Hart sigrað í New Hampshire, Maine, Vermont og Wyoming. Mondale hafði sigrað í Iowa. Ef reynt er að draga ályktun af framangreindum úrslitum, verð- ur hún sú, að Hart sé mun sigurvænlegri, eins og dæmið stendur nú. Það er t.d. athyglisvert, að Hart hefur nær öll Nýja-Eng- lands-ríkin. Það gæti bent til, að hann héldi áfram að vera sigur- ■ Mondale segist einnig vera ánægður sæll á austurströndinni og bæði New York og New Jersey féllu honum í skaut. Sigur hans í Wyoming og Oklahoma gætu bent til þess, að hann yrði sigur- sæll í öðrum miðríkjunum, enda er hann upprunninn í þeim. Vesturströndin getur verið nokkurt spurningarmerki, eink- um Kalifornía. Sennilega væri þó hyggilegra að veðja á Hart þar, því að löngum hafa fram- bjóðendur, sem hafa svipaðan stíl og hann, verið sigursælir þar. Úrslitin í Washingtonfylki, sem ekki eru kunn, þegar þetta er ritað, kunna að geta gefið einhverja hugmynd um stöðuna á vesturströndinni. Þó ber að gæta þess, að Skandinavar eru allsterkir þar og ætti það að geta verið vatn á myllu Mondales. Því er varlegra að draga ekki þá ályktun af úrslitunum þar að þau verði vísbending um niður- stöðuna í Kaliforníu. Sigur Mondales í Georgia og Alabama benir til þess, að meg- instyrkur hans sé í Suðurríkjun- um. Þó var það nokkurt áfall fyrir hann að Harl vann Florida. Það gæti bent til þess, að hann ætti í erfiðleikum í Texas, því að oft virðist stemmningin svipuð í þessum tveimur fylkjum. ÓTRÚLEGA mikil breyting hefur orðið á framboðsstöðunni hjá demókrötum síðan 20. febrúar. þegar fyrsta prófkjörið fór fram í Iowa. Þá bentu allar skoðanalölur til þess, að Mond- ale myndi ná auðveldlega út- nefningu sem forsetaefni dem- ókrata á landsfundi þeirra, sem haldinn verður í San Francisco 16.-19. júlí. Úrslitin í lowa virt- ust staðfesta þetta. í prófkjörinu í New Hamps- hire 28. febrúar, snerist þetta við. Þar vann Gary Hart óvæntan sigur, þótt það hefði styrkt stöðu hans að verða í öðru sæti í Iowa. Síðan hefur sigurganga Harts haldið áfram. Hann vinnur í fimm ríkjum í gær og kemst miklu lengra í Georgia og Al- abama en búast mátti við, þar sem hann hafði ckki lagt ncina áherzlu á kosningavinnu þar fyrr en cftir sigurinn í New Hamps- hirc. Mondale hafði hins vegar komið þar upp traustu skipulagi. Skýringin á sigurgöngu Harts virðist tvíþætt. Annaðerþað, að hann virðist koma mönnum vel fvrir sjónir og vekja svipaða tiltrú og John F. Kennedy gerði á sínum tíma. Hitt er það, að Mondale hefur ckki tekizt að ná hylli kjósenda. Sitt hvað virðist það sem mælir gegn Mondale. Hann kemur ekki nægilega vel fyrir í sjón- varpi. Norsku blöðin hafa sagt frá því, að hann þyki of norskur í látbragði og framsetningu. Það mælir ekki heldur með Mondale, að hann var vara- forseti með Carter. Þannig teng- ist ósigur Cartcrs við hann. Sá áróður Harts virðist hafa fengið hljómgrunn, að Mondale heyri fortíðinni til. Skoðanakannanirnar hafa líka gengið á móti Mondale, þarsem niðurstaða þeirra hcfur yfirleitt verið sú, að hann gæti ekki sigrað Reagan. Það hefur hins vegar verið Hart ekki lítil upplyfting, að skoðanakannanir í seinni tíð hafa bent til þess, að hann gæti lagt Reagan að velli. Þá hcfur Hart notið þess, að fram til prófkjörsins í New Hampshire létu keppinautarnir hann afskiptalausan, en beindu þeim mun meiri árásum gegn Mondale. Nú er þetta breytt. Hart er orðinn sá, sem þykir sigurvænlegur, og hann verður því að sæta vaxandi gagnrýni og ádeilum. Komist hann nokkurn veginn heill úr þeirri raun, virðist flest mæla með því, að hann verði frambjóðandi demókrata í forsetakosningunum í haust. Næstu stóreinvígi þeirra Harts og Mondales verða í lllinois 20. þ.m., í Connecticut 27. þ.m., í New York 3. apríl og í Pennsyl- vaníu 10. apríl. Eftir það ættu úrslitin í keppni þeirra að vera orðin Ijós. ¥ "1 Þórarinn Þorarinsson, ritstjori, skrifar itl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.