Tíminn - 21.03.1984, Blaðsíða 20

Tíminn - 21.03.1984, Blaðsíða 20
 Opiö virka daga 9-19 Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91|7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö urval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs 5AMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 V^or', abriel w HÖGGDEYFAR (JJvarahlutir Hamarshöfða 1 Sími 36510. Ritstjorn 86300 Auglysingar 18300 - Afgreiðsla og áskritt 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86306 Miðvikudagur 21. mars 1984 Hugmyndir um trjákvoðuverk- smiðju á Húsavík lagðar á hilluna: NEIKVÆÐ SVÖR FRÁ HINUM ER- LENDU AÐILUM — kostrsaður við undirbúning orðinn 8 milljónir ■ „Það er komin sú stund, að hugmyndin um trjákvoðuverksmiðju á Hásavík verður lögð til hliðar, að minnsta kosti í bili, þar sem svör þeirra erlcndu aðila sem leitað var til með hugsanlcga samvinnu í huga hafa öll verið á eina lund, neikvæð,“ sagði Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra er Tíminn spurði hann hvort bygging trjákvoöuverk- smiðju á Hásavík kæmi ennþá til greina. Sverrir sagði að skýringar er- lendu aðilanna á neikvæðum svörum hefðu einkum verið þær að markaðsástæður væru slíkar að ekki væri fýsilegt að fara út í slíkt samstarf hér á landi. Hann sagði reyndar að ekki hefðu enn alveg allir aðilarnir, sem leitað hefði verið til.sent inn svör, en hann hefði í sjálfu sér ekki ástæðu til þess að ætla að ókomin svör yrðu á aðra lund en þau sem þegar væru komin. Aðspurður um hver kostnaður að undirbáningi og rannsóknum vegna þessa væri orðinn, sagði iðnaðarráðherra: „Þetta liggur einhvers staðar í kringum 8 mill- jónir,“ og ráðherra bætti við að til þessara athugana hefði verið stofnað af forvera hans á ráð- herrastóli. -AB Samvinnu- bankinn: GEIR MAGNÚS- SON RAÐINN BANKASTJÓRI ■ Bankuráð Samvinnubank- ans ákvað á fundi sínum í gær að ráða Geir Magnásson, framkvæmdastjóra Fjármála- deildar Sambandsins, sem bankastjóra Samvinnubank- ans, en Kristleifur Jónsson, sem gegnt hefur starfi banka- stjóra í 16 ár mun láta af störfum vegna aldurs um næstu áramót. Geir Magnússon fæddist í Reykjavík 11. febrúar 1942. Hann stundaði nám við Sam- vinnuskólann 1959 til 1961 og hóf störf í Fjármáladeild Sam- bandsins 1962. Hann vareinn- ig um hríð við nám í Englandi og starfaði hjá Hambros Band í London. Geir varð framkvæmda- stjóri Fjármáladeildar Sam- bandsins í október 1976 og hefur hann átt sæti í fram- ■ Geir Magnússon kvæmdastjórn Sambandsins síðan. Hann situr í bankaráði Seðlabanka fslands og einnig í stjórn Lífeyrissjóðs SÍS. Hann er kvæntur Kristínu Björnsdóttur og eiga þau þrjú börn. ■ Meðan við stöldruðum við gerðu nunnurnar óspart að gamni sínu og tóku að lokum lagið lyrir Ijósmyndarann. Fyrir miðju með blómvönd er systir Maria príorinna. Tímamynd GE Pólsku nunnurnar komnar til Hafnarfjarðar: „NÚ MIRFUM VID BARA AÐ LÆRAISLENSKUNA" — segir nýja príorinnan, sem ekki kvíðir innilokuninni næstu áratugs ■ „Við komum hingað í nótt og gengum ekki til náða fyrr en kl. 4, svo að við erum þreyttar, en nú erum við að koma ár fyrstu messunni, sem við höldum í þessum nýju heimkynnum“, sagði María Dabronksa, príorinna í Karmelítaklaustrínu í Hafnarfirði, er blaðamaður og Ijósmyndari litu þar við í gær. Klaustríð hefur staðið autt um skeið, eða eftir að hollensku nunnurnar sem þar voru lengi héldu úr landi til Hollands. En ná er klausturlifnaður hafinn þar að nýju, í fyrrinótt komu til landsins 16 nunnur frá Karmelítaklaustri í borginni Elblag á Eystrasaltsströnd Póllands. Nunnurnar pólsku eru flestar mjög ungar, margar á að giska um tvítugt. Þær hafa lagt út í langa ferð á þeirra mælikvarða, en hingað flugu þær í gegnum Varsjá og Kaupmannahöfn, og klaustrið í Hafnarfirði á eftir að verða heimkynni þeirra næstu áratugina ef að líkum lætur. En hvers vegna eru þær hingað komnar. „Biskupinn í Reykjavík skrif- aði Joseph Glemp, kardinála okkar, að hann vildi fá Karmelsyst- ur að nýju í klaustrið. Klaustrið okkar var fullsetið og margar ungar systur vildu komast að. Svo að það var ákveðið að við kæmum hingað. Okkur líst vel á okkur hér. Nú þurfum við bara að læra íslensku," segir príorinn- an sem mælir aðeins á þýsku auk móðurmáls síns. Meðan við ræðum saman koma nokkrar nunnur inn í herbergið til að sitja fyrir á mynd. Það er ekki að sjá að þær kvíði innilokuninni. því þær eru glaðlegar og skiptast á bröndurum og hlæja mikið. En hvernig er daglegt líf í klaustrinu? „Við förum á fætur klukkan 5.30 og komum saman til bæna í kapellunni, þar syngj- um við sálma,höfum hugleiðslu- stund og þá er sungin messa. Eftir morgunverð er unnið og kl. 11.45 er aftur komið saman í kapellunni til bæna. Að loknum hádegisverði kl. 14.00 er aftur tekið til við vinnu og lestur, og þannig líður dagurinn. Kvöld- verður er klukkan 6.30-7.00 og eftir hann taka við kvöldbænir, þar til gengið er til náða á nýjan leik. .Við þurfum að vinna mikið og selja afurðir okkar til að geta rekið klaustrið,“ segir príorinn- an. „Systurnar vinna hver í sínu herbergi. Þær hittast aðeins tvo tíma á dag til að ræða saman, vinnu og lestri sinna þær í ein- rúrni." Systurnar stilla sér syngjandi upp til myndatöku með gítar- undirleik og fylgja okkur síðan til dyra með söng. Príorinnan bendir út um gluggann í skýja- bakkann í norði og spyr hvort satt sé að þarsé jökull falinn. Ég játa því og þau tíðindi vekja fögnuð, það er greinilega mikið tilhlökkunarefni í Hafnarfjarð- arklaustri að sjá Snæfellsjökul út um gluggann. JGK dropar Það er allt í lagi með þau... ■ Bóndi einn á Suðurlandi hafði ráðið til sín vetrarmann, sem honum líkaði ágætlega við. Eitt sinn er bóndi kom inn, kom hann að óvörum að konu sinni og vetrarmanninum uppi dívan í stofunni. Bóndi varð 'væöa við og fór á fund prests s að ráögast við hann, hvað -agðs skyldi taka. ,g má nú illa missa hann, enda líkar mér vel við hann“, segir bóndi „Nú, eða skilja við konuna“, segir prestur. „Ekki vil ég það, og vandséð að ég fái betrí konu“, segir bóndi. Nó líður nokkur tími og hittast þeir þá aftur bóndi og prestur og fer presturínn að spyrja um einkamálin. „Það er allt í lagi með þau“, sagði bóndinn. „Eg seldi dívaninn.“ Skrýtinn náungi ■ Hann kom inn á barínn, henti 500 kalli á borðið og pantaði drykk. Drakk hann þcgjundi og fór síðan ót. Þá sagði barþjónninn: „Þetta er skrýtinn náungi. Hann kemur hérna aftur og aftur og pantar drykk. Gefur 500 kr. í drykkjupeninga og fer svo án þess að borga.“ Ritgerðarsam- keppni Háskólans ■ í nýjasta fréttabréfi Há- skóla íslands ber að líta þessa klausu undir fvrirsögninni Rit- gerðarsamkeppnin: „I nóvem- berhefti síðasta árgangs Frétta- bréfs háskólans var boðað til rítgerðarsamkeppni um efnið: „Hærrí laun, minni kennslu, betri stódenta“, en fregnir herma að mörg stór orð og þung falli um þau mál í gufu- baðinu og víðar. Þrátt fyrir þann grun, að margur gæti sagt sitthvað eftirminnilegt um efnið, hafa engin viðbrögð orðið, og eru menn minntir á ritgerðasamkeppnina. Besta ritgerðin verður að sjálfsögðu fvéttobvéf birt í Fréttabréfinu, og að auki verður leitað eftir verð- launum.“ Krummi . . . ..var að heyra að nú væru það gufuböðin sem farin væru að efla „alla dáð“ upp í Há- skóla. imu \ w«i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.