Tíminn - 21.03.1984, Blaðsíða 8
8
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gfsli Sigurisson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjórl: Kristinn Hallgrlmsson.
Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv
Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson.
Útlitsteiknun: Gunnar Traustl Guðbjörnssson.
Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Flosl Krlstjánsson, Guðný Jónsdóttir
Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Sfðumúla f 5, Reykjavfk. Sími: 86300. Auglýsingasimi
18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. '
Verð i lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Sjóorustan
við ísland
■ Fyrir fáum dögum var í heræfingum sett á svið mesta
sjóorusta, sem háð hefur verið til þessa dags. Til þess að taka
þátt í henni stefndi mikill floti hvers konar herskipa, kafbáta
og flugvéla frá mörgum löndum eða frá Bandaríkjunum,
Bretlandi, Vestur-Fýzkalandi og fleiri þátttökuríkjum Nató.
Frá Miðjarðarhafinu kom stærsta flugvélamóðurskip Banda-
ríkjanna, sem hafði annazt gæzlu við strendur Libanons.
Fyrir íslendinga hlýtur það að verða eftirminnilegt að þessi
mikla sjóorusta var háð í nánd við ísland eða á hafsvæðinu
milli íslands og Skotlands.
Eins og áður hefur verið sagt frá hér í blaðinu, hafa staðið
yfir undanfarnar vikur á vegum Atlants hafsbandalagsins
mestu hernaðaræfingar á sjó, sem farið hafa fram hingað til.
Tilgangur æfinganna var að sýna að hægt væri að senda
liðsafla frá Bandaríkjunum og Kanada til Noregs, ef rússnesk
árás virtist í undirbúningi eða hefði verið gerð á Norður-
Noreg.
Að sjálfsögðu var reiknað með því að Sovétríkin myndu
reyna að hindra þessa liðsflutninga og þótti líklegt að floti
þeirra og flugher myndi veita aðalmótspyrnuna á hafsvæðinu
milli íslands og Skotlands. Rússneski flotinn hefði safnað þar
saman miklum fjölda svokallaðra árásarkafbáta, sem hafa
það meginhlutverk að granda kafbátum og öðrum skipum
andstæðinganna og gera árásir á nálæg landsvæði, sem
andstæðingar ráða yfir. Kafbátar þessir eru yfirleitt ekki
búnir stórum eldflaugum, en þeir eru eigi að síður margir
hverj ir búnir kj arnasprengj um, sem skj óta má á nálæg mörk.
Fregnir hafa ekki borizt af því, hvernig til tókst með hina
miklu sjóorustu, sem heyja átti í æfingaskyni milli íslands og
Skotlands. Það skiptir heldur ekki höfuðmáli, heldur hitt, að
herfræðingar reikna bersýnilega með því, að hafsvæðið milli
íslands og Skotlands verði eitt mesta átakasvæðið, ef til
styrjaldar kemur milli risaveldanna.
Þetta er vissulega vísbending um, að margvíslegur vígbún-
aður og undirbúningur hans fer nú fram á hafsvæðum við
ísland. Margt annað bendir líka til þess, að umræddur
undirbúningur muni aukast, ef svo heldur áfram sem nú
horfir.
Ekkert öruggt ráð er til að afstýra þessu, nema hafizt verði
hánda um að ná samkomulagi, sem dregur úr vígbúnaði, og
helzt að hætta honum með öllu. Slíkt næst áreiðanlega ekki
fram, nema á lengri tíma, og tvímælalaust ekki, nema strax
sé hafizt handa um að beina þróuninni í þessa átt.
íslenzkir utanríkisráðherrar, eins og Einar Agústsson,
Benedikt Gröndal, Ólafur Jóhannesson og Geir Hallgríms-
son hafa á þingum Sameinuðu þjóðanna og víðar vakið
athygli á þeim áhyggjum, sem íslendingar hafa af þessari
þróun.
Þetta er góðra gjalda vert, en gallinn er sá, að þetta vill
týnast í þeim miklu ræðuhöldum, sem einkenna slíka fundi.
Til þess að vekja athygli og koma af stað umræðum um
vígbúnaðinn í Norður-Atlantshafi, þarf meira til. Vegna þess
hafa Framsóknarmenn nú flutt í annað sinn á Alþingi tillögu
um að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því, að haldin verði
hér á landi alþjóðleg ráðstefna um kjarnorkuvígbúnað á
Atlantshafi. Þar verði sjónarmið íslendinga kynnt og hvatt
til undirbúnings um að draga úr þessum vígbúnaði og þeim
hættum, sem fylgja honum.
Ótvírætt myndi slík ráðstefna vekja athygli og stuðla að
auknum umræðum og samningaviðleitni um þessi mál. Hér
geta íslendingar haft frumkvæði, líkt og í landhelgismálum,
sem þeir eiga ekki að láta sér úr greipum ganga.
Þ.Þ.
WÉ.'yjt*.
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 1984
skrifað og skrafað
DJOÐVIlllNN
Aðalatml ÞJóóviljana a» 81313 kl. 9 - 20 manudag lil loatudaga. Uun pass i«na er A&alsími Kvöldsími Helgarsími
81382. 81482 og 81527. umtxol 81285. l|6smvn<J« 81257 Lauga-aaga «1 9 12 e- haogl að na i algreiðslu Olaðsms i sima 81663 Pienismiðian Prenl helur sima 81348 og eru Olaðamenn þar a vakt 011 kvold 81333 81348 81663
Urgur í verkafólki í Vestmannaeyjum:
Eins og ASI og VSI hafi
svarist í fóstbræðralag
segir formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja
„VwtaMk héf I Eyjum m þokka-
t*0k étmtfl m*6 þonnwi umnlng
•nda var hann aamþyfcklur maö M
atkvw&utn gagn • A tundl aam vtA
hAtdum A aumtudag. Hlna ar
M4k aM inntt an Anmgl nwi þaö
•uöviuð þýöir *ð •tvmnurckendur
hafnut vcmk|a á bónuilólkinu",
u(ði Jón cnnlrcmur.
Eyjun
n IQaAanaaon tor-
VarfcatyöalAJaga
imninfi vcrkalýðt(éla(tnna I
er |ert ráð (yrir 5% launahakk-
—t lckur (ikJt 21 (cbrúar il. eða
þc|ar ASl-VSl sammnfunnn var
undirntaður SAmu á(an(ahxkkamr
koma tiðar Nýmali i Eyjaumnin(num
er huu veftr að un(lin(ataatinn cr al-
(jórlcfa tekinnút.þ.e. vcrka(ólk tckur
vciu okkur ituð«un( en hvað a( þeim
tiUóyum varð veit é( ckki. Að minnsta
kotu bánut þcr ckkt þeim scm á þurftu
að halda Það virðist þv( scm ASl o|
VSl bafi svarisl f (ósibrcðralaj ur
fulllaunfrá lóára Þá hckkar dajvmn
ukaup um 1.65 kr á llmann vc(na hlut-
dcúdar fynrtakjanna ( fainaði o( þeir „Eins 0( <( U(ði áðan er ur(ur hér ( _________________________„______
scm ha(a unnið 15 ár cða lcnjur hjá (ólki ve(na þess hvc Alþýðusambandið berja á þeim sem ekki makka rétt, enda
sama atvinnurckanda (á 2ja launa- o( Vcrkamannasambandtð létu sér (ált bótt lafaákvcði kveði á ui
nokka hckkun Ja(n(ildir það rúmle(a um finnast að hér vcn (ólk í baráttu .a..-----a r -------
4% kauphckkun Okkur er kunnuft um að á (undum
„Hins ve(ar náðum við ekki (ram þcsura umtaka í siðustu viku duttu
krófu okkar um að bónus yrði (rciddur þcir Guði
á 12.660 króna láfmarkslaunin * ‘
Guðmundur J. Guðmundsson o
inprátturinn si í höndum eirutakra (á-
la(a“. U(ði Jón Kjattansson (ormaður
Verkalýðs«la(s Vestmannaeyja að sið- .
Fóstbræðralag
■ Margir eru þeir andskot-
ar sem allaballar þurfa við að
kljást og eru þeim ekki vand-
aðar kveðjurnar á góðum
stundum. Meðal þeirra
óþokka, sem þjóðfrelsisfylk-
ingin á í stöðugum útistöðum
við og heilögu stéttastríði, er
Vinnuveitendasamband
íslands. VSÍ situr yfir hlut
verkalýðs og sannra sósíalista
og er persónugervingur auð-
hyggjunnar og sérgæða.
Allaballarnir og málgagn
þeirra hafa gegnum tíðina
varið mikilli orku og rými til
að fletta ofan af vélabrögðum
samtaka atvinnurekenda og
öllu þeirra æði. Fer vart á
milli mála að Vinnuveitenda-
samband íslands er stéttar-
óvinur númer eitt og er það
meðhöndlað samkvæmt því.
Hins vegar eru alþýðu-
samtökin af hinu góða og
berjast hinni réttlátu baráttu
gegn hinni gráðugu krumlu
auðvaldsins, og reyna eftir
mætti að halda sínum hlut.
Forystumenn almúgans eru
hvattir til dáða og fjallað er
um þá í málgagninu eins og
heilaga menn þegar svo ber
undir.
En nú er hlaupin snurða á
þráðinn og Málgagnið er orð-
ið svo ruglað að það er hætt
að þekkja skil góðs og ills, og
stendur nú frammi fyrir þeim
þurs sem það hefur löngum
kljáðst við og er hann nú
orðinn tvíhöfða.
„Eins og ASÍ og VSÍ hafi
svarist í fóstbræðralag", er
prentað yfir baksíðuna
þvera, en Ólafi Jóhannessyni
er helguð forsíðan og getið
þar að góðu einu, eins og
vera ber.
Sá, sem borinn er fyrir
þeim válegu tíðindum, að
svardagar hafi verið hafðir
uppi af bræðralaginu nýja, er
Jón Kjartansson, formaður
Verkalýðsfélags Vestmanna-
eyja, og er tilefnið að þar
hafa kjarasamningar verið
samþykktir og kveður Jón
verkafólk sæmilega ánægt
með þá útkomu. En Jón
gladdi Málgagnið með því að
hnýta í valinkunna allaballa,
sem hafa það sér til saka
unnið að hafa gerst taglhnýt-
ingar atvinnurekendaklík-
unnar og stjórna þeir báðir
miklum samtökum.
Haft er eftir Jóni Kjartans-
syni: „Eins og ég sagði áðan
er urgur hér í fólki vegna
þess hve Alþýðusambandið
og Verkamannasambandið
létu sér fátt um finnast að hér
væri fólk í baráttu. Okkur er
kunnugt um að á fundum
þessara samtaka í síðustu
viku fluttu þeir Guðmundur
J. Guðmundsson og Ás-
mundur Stefánsson tillögur
um að veita okkur stuðning,
en hvað af þeim tillögum
varð veit égekki. Að minnsta
kosti bárust þær ekki þeim
sem á þurftu að halda. Það
virðist því sem ASÍ og VSÍ
hafi svarist í fóstbræðralag
um að berja á þeim sem ekki
makka rétt, enda þótt laga-
ákvæði kveði á um að samn-
ingsrétturinn sé í höndum
einstakra félaga.“
Ný bræðrabönd
Hér er talað tæpitungu-
laust um hverjir svikarararnir
eru og að þeir séu komnir í
bland við tröllin í Vinnu-
veitendasambandinu til að
„berja á þeim sem ekki
makka rétt“. Von er að þessi
boðskapur sé að minnsta
kosti fimm dálka virði.
Annað er ekki að sjá en að
Málgagnið hafi snúið baki
1 við fyrri félögum sínum, for-
ystumönnum Alþýðusam-
bandsins og Verkamanna-
sambandsins, og skipað þeim
til sætis meðal svörnustu
fjandmanna.
En verkalýðshreyfingin
stendur traustari fótum en
svo að hún kikni þótt félagar
í Æðsta ráði Alþýðubanda-
lagsins og Málgangið snúist
gegn henni. Það er henni
aftur á móti styrkur að losna
við þá pólitísku loddara, sem
alltof lengi hafa beitt henni
fyrir sig - sjálfum sér til
stjórnmálalegs ávinnings.
Auðvitað hefur verkalýðs-
hreyfingin ekki gengið til
neins konar fóstbræðralags
við atvinnurekendur, en það
verður henni enginn skaði
þótt hún losni úr heljargreip-
um þess pólitíska átrúnaðar
sem öllu ræður í Alþýðu-
bandalaginu.
En Málgagnið hangir enn í
nokkrum hálmstráum óá-
nægðra sérþarfahópa.
„Greiðið atkvæði á móti“ er
boðskapur símamanna til fé-
laga sinna í BSRB. Og Gísli
Baldvinsson formaður Kenn-
arafélags Reykjavíkur brýnir
sína félagsmenn í Málgagn-
inu:“ Vil kolfella samning-
ana, og Margrét Pála Ólafs-
dóttir fóstra tilkynnir starfs-
félögum sínum. „Höfum ekki
efni á þessum samningum“.
Eitthvað er þá eftir af rödd-
um fólksins, þótt forseti og
formaður stærstu verkalýðs-
samtakanna séu komnir í
hundana.
Og andstæðingum kvóta-
kerfisins er veifað sem bar-
áttumönnum réttlætisins og
þar getur að Iíta merkilegt
fóstbræðralag, þar sem
Jón Sólnes og Skúli Alexand-
ersson og Steingrímur Sigfús-
son allaballaþingmenn tengj-
ast bræðraböndum til varð-
veislu lögmála frumskógar-
ins.
Skrýtið málgagn Þjóðvilj-
inn.
-OÓ
Kísilmálmverksmiðja á Reyðarfirði?:
Óþolandi að bíða í óvissu
— segir bæjarstjóm Eskif jarðar
■ Bæjarstjóm Eskifjarðar samþykkti °8 Alþingi að taka án tafar af skarið
nýlega áskorun á iðnaðarráðherra um byggtnu Kistlmalmverksmtðju við
Vörumerkja- og
einkaleyfatíðindi
- nýtt blað á vegum iðnaðarráðuneytisins
■ Á vegum iðnaðarráðuneytisins er
hafin útgáfa á sérstöku blaði þar sem
birtast munu allar lögboðnar auglýsingar
er'varða vörumerki og einkaleyfi. Um
leið verður hætt að birta þetta efni í
Lögbirtingablaði og B-deild Stjórnartíð-
inda. Blaðið nefnist Vörumerkja- og
einkaleyfatíðindi og mun að jafnaði
koma út mánaðarlega.
Gunnar Guttormsson deildarstjóri
annast yfirumsjón með vörumerkja-og
einkaleyfamálum af hálfu iðnaðarráðu-
neytisins en ritstjóri blaðsins er Eygló
Halldórsdóttir lögfræðingur. Afgreiðsla
blaðsins verður á Laugavegi 116.
Til að kynna blaðið hefur fyrsta eintak
þess verið sent öllum áskrifendum Lög-
birtingarblaðs. Þeir sem óska að gerast
áskrifendur þurfa að tilkynna það bréf-
lega til afgreiðslunnar eða í síma 25000.
Áskriftargjald fyrir árið 1984 er kr. 450,-
en verð hvers eintaks í lausasölu er kr.
50.-.
-GSH
Reyðarfjörð. Bent er á að óvissa í
þessu máli sé óþolandi fyrir sveitarfé-
lögin við Reyðarfjörð og því brýnt að
ákvörðun verði tekin sem allra fyrst.
Bæjarstjórn sendi áskorun þessa til
deildaforseta Alþingis, iðnaðarráð-
herra og þingmanna Austurlandskjör-
dæmis.
Á sama bæjarstjórnarfundi voru
samþykkt mótmæli gegn þeirri
ákvörðun samgönguráðherra að
endurveita ekki Benna og Svenna h.f.
sérleyfið á leiðinni Egilsstaðir- Nes-
kaupstaður, sem fyrirtækið hafi haft
um árabil og rekið óaðfinnanlega.
Minnir bæjarstjórn á einróma sam-
þykkt sína um þetta mál. Bæjarstjórn
segist hafa vænst annars af ráðherra
og þingmönnum kjördæmisins en að
þeir ynnu gegn framtaki einstaklinga
á Eskifirði, en með þessari ákvörðun
væri verið að skerðaeinhæft atvinnulíf
á staðnum. -HEI