Tíminn - 13.04.1984, Page 8

Tíminn - 13.04.1984, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 1984 Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síöumúli 15, 105 Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verö í lausasölu 20 kr. en 22 kr. um helgar (2 blöö). Áskrift 250 kr. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaiaprent hf. Ríkisútvarpið verði áfram þungamiðja ■ Nýlega hefur birzt blaðagrein eftir Ingvar Gíslason fyrrv. menntamálaráðherra um frumvarp útvarpslaganefndar, sem skipuð var af Ingvari, en það liggur nú fyrir Alþingi. Eftir að hafa reifað málið nokkuð, segir Ingvar: „En þá er ég kominn að því atriði, sem ég persónulega vil gera að meginmáli í sambandi við þá endurskoðun á útvarpslögum, sem nú er verið að ræða: Það er gott og blessað að slaka eitthvað á einkarétti Ríkisútvarpsins og opna möguleika fyrir staðbundnum stöðvum sem víðast í landinu eftir skvnsamlegum reglum. En affarasælast verður að eflaRíkEútvarpiðoggeraþvíkleiftað vera um ókomin ár þungatniðja utvaipsiekstrar landsmanna í heild. íslenska Ríkisútvarpið á orðið alllanga sögu, meira en hálfa öld. Útvarpið hefur að vísu verið ríkiseign og rekið á ríkisábyrgð fjárhagslega má segja,en það he.fur eigi að síður verið sjálfstæð stofnun eins og fyrir er mælt í gildandi útvarpsíögum. Það er skoðun mín, og ég er ekki einn um þá skoðun, að Ríkisútvarpið hafi jafnan gætt fyllstu óhlutdrægni í starfsemi sinni og verði ekki sakað um að hafa dregið taum eins né neins né lagt sig niður við það að þjóna undir valdhafana.' Það hefur tekizt furðuvel að sigla framhjá slíkum hættum. Útvarpið hefur verið mikilvægt menningartæki, sem hefur átt drjúgan þátt í að mennta og manna íslensku þjóðina í full 50 ár. Fjölbreytni dagskrár Ríkisútvarpsins er furðumikil og tel ég að í dagskrárstjórn, einkum hljóðvarpsins, sé gætt „frjálslyndis“ - í góðri merkingu þess orðs - og lýðræðislegrar stefnu, eins konar grasrótarstefnu, sem varla á sinn líka í öðrum löndum, og. á ég þá fyrst og fremst við það hversu Ríkisútvarpið, einkum hljóðvarpið, er „opið“ og tiltölulega aðgengilegt fyrir almenning í landinu að koma fram og flytja mál sitt við ýmis tækifæri og undir ýmsum dagskrárliðum. Enda fer það ekki milli mála að Ríkisútvarpið nýtur sérstakrar stöðu í augum almennings. Ríkisútvarpinu er treyst. Almenningur lítur á Ríkisútvarpið sem óháð og frjálst menningartæki, vettvang sem er hafinn yfir pólitíska flokks- hyggju og einhliða áróður valdamanna og annarra áróðurs- manna. F*að dettur reyndar engum í hug að Ríkisútvarpið sé valdatæki í höndum þeirra sem mestu kunna að ráða á Alþingi og í ríkisstjórn hverju sinni.“ Eftir að hafa komizt að þessari niðurstöðu, segir Ingvar: „Við getum því með góðri samvisku stutt óbreytta stefnu að því leyti til, að Ríkisútvarpið verði áfram þungamiðja útvarpsreícstrar í landinu um langa framtíð. Eg vona að Alþingi beri gæfu til að halda því striki, þótt tímabært kunni að þykja að slaka eitthvað á einkarétti þess þegar um staðbundnar smástöðvar er að ræða. Reyndar er ekkert sem mælir gegn því að Ríkisútvarpið sjálft efli staðbundna starfsemi sína, starfsemi úti um landsbyggðina, þ.e.a.s. dreifi dagskrárgerð á fleiri henduren finna má í Reykjavík. Þegar ég var menntamálaráðherra beitti ég mér fyrir því að Ríkisútvarpið efldi dagskrárgerð utan Reykjavíkur með því að komið var upp sérstakri dagskrár- skrifstofu Ríkisútvarpsins á Akureyri. Þá vil ég geta þess að Ríkisútvarpið hefur á síðustu árum reynt að auka fjölbreytni dagskrár, - og síðasta tilraun í þá átt og sú veigamesta er vafalaust útsending á rás 2, sem byrjað var að undirbúa þegar árið 1981, eða um það bil sem fjarhagur Ríkisútvarpsins tók að batna eftir erfiðan rekstur tveggja ára þar á undan 1979 og 1980.“ Að lokum segir Ingvar Gíslason: „ Ég vona að sú gróska sem verið hefur hjá Ríkisútvarpinu undanfarin 3 ár koðni ekki niður, enda þarf þjóðin á því að halda að hafa slíka menningarstofnun sem hefur að markmiði . að sameina þjóðina þ.e. að þjóna þjóðinni sem einni heild Það hefur 'alltaf verið stefna Ríkisútvarpsins að vera landsútvarp - þjóðarútvarp - og henni verður að halda.“ Úndir þessi orð ber vissulega að taka. En til þess að það megi takast, verður aö tryggja því nægilegt fja'rmagn. þvi verður að hækka afnotagjöldin, ef auglýsingatekjurnar verða skertar. Alþingi verður að horfast í augu við þá staðreynd. Þ.Þ. alþingi Mótud verði stefna í íþróttamálum til aldamóta ■ Heildar úttekt verði gerð á stöðu íþrótta í landinu og stefna í íþróttamálum verði samræmd fram til aldamóta. Þetta er megininntak þingsályktunartillögu sem Níels Á. Lund og Stefán Guðmundsson hafa lagt fram á alþingi. Svo er ráð fyrir gert að nefnd verði skipuð til að undirbúa þessi mál og gerð er grein fyrir hvernig æskilegt er að sú nefnd sé skipuð og hvernig hún hagi starfi sínu. í greinargerð segir m.a.: íþróttir og það mikla starf, sem þeim fylgir, þarfnast stefnumörkunar ekki síður en aðrir stórir málaflokkar. Ekki ber svo að skilja að engin stefnumörkun liafi átt sér stað varðandi íþróttir því að eins og allir vita eru í gildi íþróttalög ásamt mörgum fleiri þáttum sem móta stefnu á þessu sviði. Eins ber á það að líta og leggja áherslu á að sveitarfélög, og þó ekki síður frjáls félagasamtök, hafa ávallt mótað sína stefnu sjálf og eiga að gera það áfram. Hitt er svo annað mái að til þess að hægt sé fyrir þessa aðila, eina sér eða alla saman, að móta samræmda stefnu í íþróttamálum er nauðsynlegt að fyrir liggi úttekt á stöðunni eins og hún er nú. Það er þessari nefnd ætlað að gera. Þegar þeirri úttekt er lokið á að vera auðvelt að móta samræmda stefnu allra aðila í íþróttamálum. Athugun nefndarinnar á að vera margþætt, en helstu þættir, sem athuga þarf, eru: A: Skólar: Aðstaða sú sem þeir veita til íþrótta- iðkana, bundinna í námsskrá og með frjálsri þátttöku. Einnig verði gerð grein fyrir árangri af framkvæmd sundskyldu og öðrum íþróttaiðkunum í skólum. B: Ungmenna- og íþróttafélög: Auk þess sem aðstaða til íþróttaiðk- ana, keppni og félagsmála er athuguð, skal athugun einnig beinast að starf- rækslu íþróttamannavirkja og hvernig þau verði best nýtt bæði fyrir félags- bundna iðkendur og ófélagsbundinn al- menning. Afla þarf upplýsinga um kostnað við íþróttaiðkanir s.s. laun, starfrækslu, flutninga og tæki. Afla þarf upplýsinga um innlend og erlend íþróttaviðskipti, umfang þeirra og kostnað. Þá þarf einnig að athuga hverjar séu sérþarfir fatlaðra í íþróttum og kostnaður í sambandi við það. C: Afreksíþróttir: Athuga þarf starf tengt ólympíu- leikum, heimsmeistarakeppni, Evrópu- keppni, Norðurlandakeppni, lands- keppni og annarri slíkri keppni. Lýsa þarf umfangi slíks starfs og greina frá kostnaði einstaklinga, félaga ogsamtaka ■ Níels Á. Lund síðast liðin ár og hver stuðningur opin- berra aðila hafi verið og hver hafi verið hlutdeild erlendra íþróttaaðila. D: Almenningsíþróttir Gerð verði grein fyrir möguleikum almennings tif ófélagsbundinna íþrótta- iðkana og hver sé þróunin á því sviði. I því sambandi komi fram að hve miklu leyti fjölskyldan geti notið íþróttaiðkana saman og almenningur óháð aldri eða kyni. Mikið hefur þegar áunnist og verið gert af hálfu opinberra aðila í þessum málum, en athuga þyrfti betur hvort íþróttaaðstaðan nái til allra og gera úrbætur ef með þarf. í framhaldi af þessari athugun leggi nefndin fram ábendingar um hvaða ákvæði íþróttalaga þarfnist breytinga eða hvort þörf sé á heildarendurskoðun þeirra laga. íþróttalögin má rekja til þess að í apríl 1938 skipaði þáverandi forsætis- og kennslumálaráðherra, Hermann Jónas- son, níu manna milliþinganefnd er: „... geri tillögur til ríkisstjómarinnar fyrir næsta reglulegt Alþingi um það hvernig hagkvæmast verði að efla íþróttastarf- semi og líkamsrækt meðal þjóðarinnar, fyrst og fremst með það sjónarmið fyrir augum að áhrif íþrótta til þroska, heilsu- bótar og hressingar nái til sem flestra í þessu landi“. Nefndin skilaði tillögu að frumvarpi til íþróttalaga á tilskildum tíma og í desember 1939 var það afgreitt sem lög frá Alþingi, nr. 25 12. febrúar 1940. Síðan hefur verið starfað samkvæmt þeim að mestu óbreyttum. Endurskoðuð voru lögin og afgreidd frá Alþingi 28. mars 1956, lög nr. 49/1956. Breytingar voru gerðar á lögunum 1968, lög nr. 5/1968 (7. gr. 4. tl.) um stöðu íþrótta- fulltrúa og einnig voru gerðar breytingar á lögunum 1972, lög nr. 34/1972, um íþróttasjóð. Það er því ekki ólíklegt að núgildandi íþróttalög þurfi breytinga við þótt því sé ekki slegið föstu. Stefnumótunin á að ná til ársins 2000 eða til næstu 15 ára. Búast má við mjög aukinni þátttöku í íþróttum og ekki síst þess að vænta að hún eigi sér stað meðal almennings í Ijósi breyttra atvinnuhátta og styttri vinnutíma. Það er því mikils- vert að sveitarfélög og aðrir, sem að þessum málum vinna, geri sér þetta ljóst og bregðist við því á þann hátt að almenningur geti nýtt frístundir sínar til íþróttaiðkana, sjálfum sér og öðrum til gagnsog ánægju. Að lokum skal lögð á það áhersla að ætlast er til að höfuðmarkmið nefndar- innar verði að gera tillögur sem miði að því að sem flestir hafi jafna möguleika til íþróttaiðkana hvar sem er á landinu. fréttir ■ Tveir af nefndarmönnum Ólympíunefndar fatlaðra, þeir Ásgeir B. Guðlaugsson (t.v.) og Gunnar Gunnarsson afhenda fjármálaráðherra Albert Guðmundssyni sett númer eitt af minnispeningum nefndarinnar að gjöf. Albert notaði tækifærið og árnaði fötluðu íþróttafólki alls hins besta í þeirri keppni sem framundan er í sumar. Ólympíunefnd fatlaðra: Gefur út minnispen inga til fjáröflunar ■ Fyrr í vikunni fóru fulltrúar Ólym- píunefndar fatlaðra á fund fjármálaráð- herra og afhentu. honum að gjöf sett númer eitt af minnispeningunt sem nefndin hefur gefið út til styrktar íslensk- uni keppendum á ólympíuleika fatlaðra sem haldnir verða í sumar. Gefnir voru út 100 gullhúðaðir bronspeningar og 150 bronspeningar hvorutveggja númeraðir. Fyrstu hundrað númer beggja pening- anna verða seld í settum en 50 brons- peningar seldir stakir. Er það von Ólym- píunefnd.arinnar að fólk sjái sér fært að styrkja starfssemi fatlaðs íþróttafólks með kaupum á þessum minnispeningum. Sala fer fram í húsnæði nefndarinnar að Háaleitisbraut 11-13. Búisterviðnokkru söfnunargildi þessara peninga þegar fram í sækir þar sem upplag þeirra er aðeins 100 sett auk 50 stakra peninga. Á undanförnum árum hafa fatlaðir unnið mörg íþróttaafrek á alþjóðlegum mælikvarða. Þannig hafa íslendingar unnið til 7 verðlauna á heimsleikum mænuskaðaðra og á síðustu ólýmpíu- leikum unnu íslendingar gullverðlaun í sundi og brons í lyftingum. -b

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.