Tíminn - 13.04.1984, Qupperneq 9

Tíminn - 13.04.1984, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 1984 á vettvangi dagsins gefst „gullið tækifæri, til þess að breyta áfengismenningu okkar til hins betra", segir hún. Eins rökrétt væri að segja: Island er ekki þjóflaust. Hér skal því öllum ieyft að stela - og börnum kennt það ungum, - til þess að breyta til betra þjófamenn- ingunni! Blessuð Agnes Bragadóttir ræður ekki reiði sinni yfir því íslenska óréttlæti, að hér skuli eigi allir sem vilja, eiga kost á óþrjótandi sterkum bjór til drykkjar dag og nótt. Henni liggja í léttu rúmi allir hinir, sem ekki vilja bjór. Börn og konur bjórvemblanna, alls konar böl og bág- indi þeirra - og börnin öll sem með vissu verða bjórnum að bráð á unga aldri, - samkvæmt reynslu margra þjóða, ef hann verður leyfður hér á landi. Hvernig getur kona verið svona kaidrifjuð? IV. Síðasta kynslóð nítjándualdarfæddist í harðæri - og ólst upp við skort og öryggisleysi. Hún bjó sjálf við basl og strit - og safnaði hvorki höllum né gullnu glingri. En hún skilaði okkur af sér; fyrstu kynslóð tuttugustu aldar, vel uppöldum, vinnufúsum, með brjóstin full af hug- sjónum og trú á framfiðina - og hún skildi okkur eftir: Skuldlaust og vínlaust land! Verstu íslenskir óþokkar vorrar aldar, fengu því framgengt, að brennivíni var á ný hellt yfir landið, með því böli og syndagjöldum, sem fylgja áfengis- drykkju. En í brennivínsgræðgi sinni, gleymdu bullurnar bjórnum, sem betur fór. Fyrir það happ er hér enn í lögum bann gegn innflutningi og sölu hans. Það breytir engu þótt einn eða fleiri óhlutvandir ráðherrapeyjar, hafi með löglausum undanþágum leyft innflutning og sölu til ýmissa hópa ferðafólks. Þá lögleysu ber Alþingi og dómsmála- stjórn að stöðva! V. Síðasta kynslóð 20. aldar fæddist í góðæri, ólst upp við allsnægtir og býr við sukk og óhófseyðslu langt umfram þjóð- artekjur. Hún hefur reist banka- og söluhallir, helmingi stærri, en hæfir þjóð- arþörf. Hún hefur reist sér íbúðarhallir, hálffullar af dýru dóti, en háfltómar af fólki. Og hún hefur hálffyllt alla vegi með á annað hundrað þúsund bifeiðum! Tveimur þriðju fleiri en neinni átt náði. Og hún hefur kennt börnum sínum, að þamba brennivín, gos og kók í þúsund tonna tali. Og nú vill spilltasti hópur hennar, ofan á allt hitt, steypa yfir börn sín stórflóði af sterkum bjór! Þessi börn eiga að erfa draslið eftir óflátana - auk ættlands baðaðs í brenni- víni - og sokkins í margra tugmilljarða erlendri skuldasúpu, sem skröggarnir hafa skuldbundið þau, að borga! Á einmánuði 1984. Helgi Hannesson. Helgi Hannesson: Baráttan um bjórinn — Bréf til þings og þjóðar Alþýðubandalag Framsóknarflokkur Alþýðuflokkur Bandalagjafnaðarm. Sjálfstæðisflokkur 8afl0 = 80%af þingflokknum lOaf 14 = 71% “ 3af 6 = 50% “ laf 4 = 25% “ 5 af 23 = 22% “ En 15 þingmenn sögðust vinveittir bjórnum. Að þrem úr þeim hópi hugnað- ist konunni best: Guðrún frænka mín Helgadóttir mun vera mælskust kvenna á þingi, enda talar hún þar stundum, áður en hún hugsar. Hún sagðist heldur vilja sjá börn sín drekka bjór en brennivín úti undir vegg. Henni væri kannski hollt, að kynna sér reynsiu Svía um börn og bjór. Börn þeirra lærðu að drekka bjór heima hjá sér. En drukku sem unglingar og vaxin brennivín í viðbót hvar sem var. Nú menn hef ég þetta að segja: Vilji þeir steypa yfir þjóð sína, slíku ofdrykkju syndaflóði - og bjórinn bakaði Finnum og Svíum. eru þeirglámskyggnir, óþjóð- hollir og óhæfir til að greiða atkvæði á Alþingi íslendinga! Gefi þá hamingjan okkur bráðlega betri og vitrari þingmenn í þeirra stað. Agnes gerði orð Halldórs að sínum: „ísland er ekki bjórlaust". segir hún - Hér á því að selja sterkan bjór, - Nógan handa öllum, sem að drekka vilja. Þar I. ■ Gleiðbrosandi falsspámaður heldur á heilpotts gervihorni, hálffullu af gervi- bjór - ef ekki heimabruggi - og horfir á mig með fals í augum, af forsíðu „Tímans“ fjórða sunnudag Góu. Niðri á hægra horni blaðsins finnst rétt kveðin ferskeytt vísa, en leirburður eigi að síður. Væmið bull um bjórfalsarann og áfengissull í horni hans. Myndin og bagan hæfa hvor hinni, eins og hrafn og hræ. Hins vegar var hörmulegt slys, að „Tíminn" skyldi flytja alþjóð þessa flá- ráðu launlærivísu áfengisauglýsingu. Á 2. síðu sama blaðs, er ritsmíð bjórsjúkrar blaðakonu: Agnesar Braga- dóttur. Kröftugt ákall til þings og þjóðar, að flýta sem mest má fyrir sölu hins blessaða sterka bjórs, heilnæms og siðbætandi! Agnes er ung kona, glæsileg tilsýndar, hamhleypa á ritvél, en hættir til að skrifa stundum hraðar en hún hugsar. Það met ég henni til afsökunar, þegar ég les „pár" hennar um bjór og biessun hans. II. Ég man fögnuð móður minnar, þegar það - fyrir 75 árum - fréttist, að þjóðaratkvæði hefði samþykkt algjört aðflutningsbann á öllum áfengum drykkjum - með 60 af hundraði greiddra atkvæða. Og aftur rúmlega missiri síðar, þegar Alþingi samþykkti lögin, með enn meiri atkvæðamun. Hún vissi hverju hún var að fagna. Og það vissi allur sá meirihluti, sem samþykkti áfengisbann- ið. Það fólk þekkti allt þá ógn og hörmung, sem áfengisdrykkja leiðir yfir þjóð og einstaklinga. Það fagnaði því, að komandi kynslóðir; börn og niðjar þess, mann fram af manni, væru frelsað- ar frá því ógnar böli. Það vænti þess að bannlögin yrðu höfð í heiðri, eins og önnur lög á þeirri tíð. Almenningi kom á óvart, er sumir valdamenn þjóðfélags- ins brutu lögin og níddu fyrstir manna. Engum heilbrigðum íslendingi kom þá í hug að bannlögin yrðu afnumin innan fárra ára. Þrátt fyrir stórglæp þjóðníðinga þeirra sem þá báru sigur úr býtum, eru enn við lýði í lögum mikilvæg ákvæði gömlu bannlaganna: Bjórbannið, sem síðustu tíma ölhákar, flón og þjóðníðingar, vilja nú fyrir alla muni feigt. Þegar ég hugleiði hávaða þeirra, sem hamast mest gegn bjórbanninu, fínnst mér því líkt sem þeir séu að vinna skammarlegt skítverk, fyrir góða borgun. III. Agnes vor er ófeimin dugnaðar- þjarkur. Hún tók sér í haust fyrir hendur, að yfirheyra alla þingmenn, um hug þeirra til bjórsins. Nær þriðjungur þingheims svaraði ekki, eða út í hött. Fór þar mest fyrir durtslegum íhalds- dólgum. Hinir svöruðu flestir afdráttar- laust. Andvígir bjórnum sögðust 27. Þeir skiptust þannig milli þingflokkanna: heilaskemmdir aumingjar í tugþúsunda tali, í kringum þrítugt. Steingrímur Hermannsson, sagðist vera hlynntur því, að sterkur bjór sé seldur hér á landi. Hann er stundum seinheppinn í svörum og ályktunum. Mér og fleirum þykir honum þörf á meiri þjóðhollustu en þetta svar bendir til að hann búi yfir. Halldór Ásgrtmsson sagðist hafa margsinnis skipt um skoðun á bjórnum, en nú vera kominn að þessari niður- stöðu: Vegna sviksemi yfirvalda og ým- issrar undanþágu, er landið „alls ekki bjórlaust". Hann mælti því með því, að áfengisverslanir selji bjór eins og annað áfengi. Við Halldór. Steingrím og aðra þing- 9 Byggt og búið í gamla daga — 392 [ ■ „Jörgen og Morten" bjóraksturshestar í Kaupmannahöfn. Þeir eru tæpir 2 m á hæð. í Höf n og Reykjavík er barist um — og við — bjórinn! Hafnargötur mér hugnast sem gjár, í hömrum býr framandi lýður! ■ Þegar ég kom til Kaupmannahafn- ar haustið 1929 bar margt nýstárlegt fyrir augu nýbakaðs stúdents. Mann- þröngin var mikil á Strikinu og í hliðargötu heyrði ég hark nokkuð. Greindi brátt furðu þunga hófaskclli og rámt „hyp.hott!" Ég gekk á hljóðið og sá tvíeykisvagn stansa við víðar dyr veitingakjallara nokkurs. Þetta reynd- ist ölflutningavagn, - og hvílíkir hestar! Miklu stærri en ég hafði áður séð, hófarnir risavaxnir og hæð dýr- anna ótrúleg. Ég gekk fast að þeim, teygði mig sem mest cg mátti, en náði samt ekki upp í ennistoppinn! „Hann er líklega um 20 þvcrhandir á hæð að ensku máli þessi", sagði kunningi minn, nýkominn frá námi á Englandi. „Og áreiðanlega 20 ára á hundatölu, bætti hann við, eftir að hafa athugað tcnnurnar. Ég samþykkti þessar tölur. Varð svo litið á ökumanninn, sem sat hátt uppi og kneyfði öl meðan affermt var, og ekki minnkaði undrun mín. Svo framsettan mann hafði ég ekki áður augum litið, bumban var ferleg. Hvað var embættismannsýstra upp á Islandi hjá þessu?! Næstu dagana sá ég fleiri ölvagna, og flestallir ökumennirnir rcyndust vambmiklir í meira lagi. Heil stctt manna; hér hlaut eitthvað að búa að baki. Jú, mér var sagt, að forn réttindi ökuþóra þessara væru 20-30 ókeypis bjórflöskur á dag! Jæja! „Ölmagi stór er engin prýði, ölværð sáluhjálp bjórþyrstum lýði“. „Að leggjast í bjórinn“ Ölið er að sumu leyti deyfilyf. Danir, Svíar o.fl. kvarta sáran undan alltof mikilli almennri öldrykkju á vinnu- stöðum. Flaskan er sífellt á lofti. Verkamenn sljóvgast, vinnuafköst minnka en slysahætta eykst. Umsjón- armenn vilja a.m.k. takmarkaölþamb- ið en telja mjög erfitt við að fást, fjöldinn sé orðinn gegnsósa, því miður. í dönskum blöðum má lesa um mörg ofbeldisverk, sem rakin eru til ölsvalls og sterkrar drykkju í sameiningu. „Ég hafði drukkið 10-15 bjóra" cr algengur framburður sökudólga. „Hann er lagstur í bjórinn", heyrðist stundum sagt í Höfn, þ.e. hann drekkur mikinn bjór daglega. Þótti það óvænlegt náms- fólki, - og er enn! Víða er pottur brotinn. „Nú fer hann beint til fjandans, fá’ann ei öl og vindil". Svo var kveðið í tilcfni af dvöl íslensks alþingismanns þorstláts í Höfn fyrir löngu. Bjór heyrði ég fyrst nefndan á unglingsárunum í sambandi við 500 kr. bjórreikning sendimanns til Hafnar. Það er svo langt síðan, að þá var 500 kr. mikill peningur. Þið getið reynt að umreikna það. Bjórstofur eru á hverju strái víða um lönd. Menn koma gjarnan þar við á leið heim frá vinnu og gleyma þá oft tímanum, sbr. enskt andvarp konu: „Á „puhbinum“ karlinn minn kjuftar iöngum - konan og börnin gteymd - skapar sér harða skorpulifur, skertan hug og eymd". Nýhöfnin þótti jafnan forvitnilegur, en jaínframt „vafasamur" staður í Kaupmannahöfn. Við fórum nokkrir saman þangað vctrarkvöld klæddir hálfgerðum tötrum til öryggis. Og mislitt var þar mannlífið, herramenn almennir borgarar og rónar í einum graut - sumstaðar, en aðskildir á öðrum stöðum. Sérstakt andrúmsloft strax í dyrunum: „Ölremma stæk úr knæpu og kjafti", gætu verið einkunn- arorð. „Skal vi rulle Svensken", heyrðist sagt við citt borðið. Þar sátu tvö dönsk pör og Svíi sem veitti vel. Ætlunin var að drekka hann undir borðið og hirða síðar veskið hans. Koma þannig löguð mál stundum til lögreglu. Góð veitingahús eru vitanlega einnig þar og víða um borgina. Að lokinni þessari för var kveðið: „Ö/, ö), öl, - gauf og aftur öl. Flöskuástir, kncepukynning, köld erflestum þó sú minning. Út, út, út, Ölver grét við stút/" I Reykjavík sprctta upp bjórstofur, sem gorkúlur á fjóshaug - og bjór- menning boðuð fjálglcga. Erlend reynsla bendir þó ekki til menningar, bara viðbótar við aðra vímugjafa. Myndin sýnir „Jörgen og Morten" tvo jóska ölkeyrsluklára, sem nýseldir eru til Finnlands. Þeir eru aðeins þriggja ára. Tilvonandi finnskur ökumaður skoðar upp í annan. Þetta eru risar nú þegar og eiga þó eftir að bæta við hæð sína. Þeir eru aldir upp í hesthúsum „Gamla Carlsbergs", en eiga brátt að þramma í Helsinki og auglýsa bjórinn. Hestar vekja miklu meiri eftirtekt en bílar á götum borganna. Ingólfur Davíðsson skrifar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.