Tíminn - 07.01.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.01.1986, Blaðsíða 4
4Tíminn ■ Victoria Tennant, sem leikur Pamelu Tudsbury í Winds of War, er falleg leik- kona með ákveðnar skoðan- ir. Frægir leikarar falla í skugg- ann af nýrri leikkonu í „Blikum á lofti“: VictoriaTennant (Pamela) skín skærast - af öllum stjörnu skaranum! (40 millj. dollarar) hefði Victoria Tennant-íhlutverki Pamelu-ver- ið það sem hefði komið mest á óvart og gefið myndinni gildi. Vict- oria væri „skínandi falleg, aðlað- andi, stundum hrekkjalómsleg og jafnvel óskammfeilin og síðast en ekki síst ofsalega kynþokkafull!" Þetta var nokkuð góð umsögn fyrir nær óþckkta leikkonu, enda var sagt að bæði Ali McGraw og Polly Bergen (frú Henry) hefðu fallið í skuggann af Victoriu. Par sem þau Robert Mitchum og Victoria Tennant leika margar innilegar „senur" saman (hann verðurástfanginn afhenni-en hún endurgeldur ekki að sama skapi ást hans) þá komust sögur á kreik um að þau væru ástfangin í alvör- unni og verulcikanum. Sú saga átti ekki við neitt að styðjast - sögðu þau bæði - en vinskapur mikill spratt upp milli þeirra. Hann var reyndur leikari og gat gefið hinni ungu leikkonu góð ráð og leiðbeint henni og hún fylltist þakklæti og bar traust til hans. Pegar þau luku upptökum, þá gaf Robert Mitchum Victoriu píanó til minningar um samstarfið. Það höfðu margar leikkonur sóst eftir þessu hlutverki og sagt var að tugir ef ekki hundruð hefðu komið til prófunar. Victoria sjálf segir, að þegar hún hafði lesið hlutverkið yfir hafi hún fyllst löngun til að fá að reyna við það, en ekki þorað að vona að það félli í hennar hlut. Victoria býr nú í Bandaríkjun- um, en segist alltaf sakna Englands. Hún hefur stofnað kvik- myndafyrirtæki með nokkrunt vin- unt sínum og vinnur mikið, en svo bcrast henni alltaf tilboð um að leika í kvikmyndum. Hún er mjög vandlát með hvaða myndum henni finnst koma til greina að leika í. Blaðamenn eru óhressir með hversu hún er fámálug um einkalíf sitt, en hæla henni annars fyrir feg- urð og fallega framkomu. Vinir hennar segja hana mjög áhuga- sama um umhverfismál og stjórnmál, og segja að hún eigi áreiðanlega eftir að láta heyra til sín á sviði stjórnmála, — jafnvel fórna leikfrægð fyrir pólitíkina! ■ Það hafa áreiðanlega margir sjónvarpsáhorfendur tekið eftir fallegu, Ijóshærðu stúlkunni sem lék Pamelu Tudsbury í. nýju sjón- varpsþáttunum „Blikur á lofti" (Winds of War). Pantela þessi var farþegi á þýska skipinu, scm flutti þau hjónin, Victor Hcnry og Rhodu, konu hans, til Þýskalands, þar sem þau áttu að vera fulltrúar Bandaríkjanna í sendiráðinu í Berlín. Pamela ferðaðist með pabba sín- um Alistair Tudsbury, breskum blaðamanni, og var hún ritari og aðstoðarmanneskja hans. Hún er ■ Victor „Pug“ Henry (Ro- bert Wlitchum) og Pamela Tudsbury (Victoria Tennant) í hlutverkum sínum í sjón- varspsþáttunum „Blikur á lofti“ (Winds of War). Þarna er sambandið milli þeirra orðið mjög innilegt. leikin af Victoriu Tcnnant, sem varð fræg fyrir frammistöðu sína í þessum þáttum. í umsögn kvikmyndagagnrýn- anda (1983) var sagt, að í þessum 'stórkostlegu og ofsadýru [ráttum. ■ Á heimili Victoriu í Beverley Hills eru þau Victoria og „vinur“ hennar Matthew Chapman að bollaleggja um nýja mynd, sem hann stjórnar en hún leikur aðalhlutverk í. Þriöjudagur 7. janúar 1986 111IIIIIII111 ÚTLÖND 1 11 1111 llllllllll lllllllllllllllllllllllllllllllll 1111 Bangladesh: Ríkisstarfs- menn sigruðu með hörkunni Dhaka-Rcuter: ■ Ríkisstarfsmenn í Bangladesh afléttu í gær þriggja vikna verkfalli sínu eftir að ríkisstjórnin féllst á allar kröfur þeirra um launahækkun og aukin fríðindi. Alls tóku um 40.000 læknar, verkfræðingar og landbúnaðarsér- fræðingar þátt í verkfallinu. Þeir hót- uðu því í seinustu viku að segja upp störfum sínum nema kröfur þeirra yrðu samþykktar. Verkfallið leiddi til rafmagnsskorts og símaþjónusta var stopui þar sem ekki var gert við bilanir. Hossain Mohammad Ershad for- seti Bangladesh ræddi við forystu- menn verkfallsmanna og féllst á kröfur þeirra eftir að allt atvinnulíf í Dhaka lamaðist á laugardag í sex klukkustunda allsherjarverkfalli sem stjórnarandstæðingar boðuðu til að styðja kröfur ríkisstarfsmann- anna. Herinn var fenginn til að koma upp bráðabirgðarsjúkraskýlum í verkfallinu eftir að nær þrjátíu sjúkl- ingar létust í sjúkrahúsum vegna of lítillar umönnunar lækna sem voru í verkfalli. í allsherjarverkfallinu á laugardag kom til átaka milli verkfallsmanna, sem köstuðu grjóti og kveiktu í bílum, og lögreglu sem reyndi að handtaka óeirðarseggi. Stúdíó fyrir sovéskt rokk Moskva-Rcuter: ■ Sovéska æskulýðsblaðið Kom- somolskaya Pravda skýrði frá því um helgina að fyrsta upptökumiðstöðin eða stúdíóið fyrir rokkhljómsveitir ungs fólks í Sovétríkjunum hefði verið opnað í Moskvu. Nú þegar hafa um fjörutíu rokk- hljómsveitir pantað upptökutíma í stúdóínu sem verður rekið af menn- ingarmálaráðuneyti Sovétríkjanna og æskulýðssamtökum ungra komm- únista í Moskvu. Samkvæmt Komsomolskaya Pravda hafa sovéskar rokkhljóm- sveitir þróað sinn eigin rokkstíl sem ekki er undir áhrifum frá úrkynjuðu poppi Vesturlanda sem sovésk blöð hafa ráðist mjög á að undanförnu. Blaðið segir að engin sovésk hljóm- sveit með sjálfsvirðingu fáist til að spila vestræna slagara. Indverskt hassmet Nýja Ddhi-Rcuter: ■ Indverska fréttastofan PTI skýrði frá því að indverska lögreglan hefði gert upptæk þrjú tonn af hassi sem hefðu verið falin í efnasendingu sem senda átti til Vestur-Þýskalands. Þetta er mesta magn eiturlyfja sem Indverjar hafa hingað til lagt halda á í einu lagi. Indverjar Itafa beðið alþjóðalög- regluna Interpol um aðstoð við að hafa uppi á foringjum eiturlyfja- hringsins sem áttu hassið. Enginn hefur samt enn verið handtekinn þar De Gaulle á þing? París-Reuter: ■ Lögfræðingurinn Charles De Gaulle, sonarsonur franska leiðtogans Charles De Gaulle hers- höfðingja, hefur ákveðið að feta í fótspor afa síns og halda út á braut stjórnmálanna. Talsmaður franska hægriflokks- ins, UDF, sagði í gær nær öruggt að flokkurinn myndi samþykkja fram- boð De Gaulles, sem er 39 ára, í þingkosningunum sem fara fram í mars næstkomandi. De Gaulle hefur ekki áður tekið þátt í stjórnmálum en búist er við að hann njóti góðs af vinsældum afa síns sem lést árið 1970. sem útflytjandanum, sem pakkaði efnunum inn og bjó þau til útflutn- ings, tókst að flýja þegar hassið fannst.J Þessi hassfundur kom aðeins ein- um degi eftir að lögreglan fann gífur- iegt magn af heróíni og hassi falið í fá tækrahverfi í Bombay. Franskt flug truflast París-Rcutcr: ■ Miklar truflanir urðu á flugsam- göngum í Frakklandi í gær vegna verkfalls flugumferðarstjóra í einn sólarhring. Flugumferðarstjórarnir, sem njóta stuðnings annarra flugvallar- starfsmanna, krefjast hærri launa og aukinna lífeyrissjóðsréttinda. Verk- fallið er hið fyrsta eftir að franska stjórnin setti reglugerð sem tryggir lágmarksflugþjónustu í verkfalli. Flugvallaryfirvöld í Orly-flugvelli í París, sem meirihluti alþjóðaflugs Frakka fer um, sögðust í gærmorgun aðeins búast við því að 14 alþjóða- flug yrðu um flugvöllinn í stað 129 sem hefðu verið áætluð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.