Tíminn - 07.01.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.01.1986, Blaðsíða 10
10 Tíminn ÍÞRÓTTIR Þriðjudagur 7. janúar 1986 K.A. sigraði Fram: Spenna og heimasigur - varla hægt að biðja um meira Frá Gylfa Kristjánssyni fréttaritara Tímans á Akureyri: ■ K.A. nánast tryggði sæti sitt í 1. deildarkeppninni í handknattleik er liðið lagði Fram að velli með 26 mörkum gegn 24 hér á Akureyri um helgina. Leikurinn var mjög jafn, reyndar var tuttugu sinnum jafnt á tölum, en mikið var um mistök. Þegar lítið var eftir var 22-22 en þá skora Jón Kristjánsson og Guðmundur Guð- mundsson fyrir heimamenn og tvö mörkin náðu Framarar ekki að brúa. Logi Einarsson var einna bestur K.A.-inga og skoraði 6 mörk. Jón Kristjánsson gerði 5 mörk svo og Guðmundur Guðmundsson, en tvö þeirra marka voru úr vítum. Jón Árni Rúnarsson og Dagur Jónasson, voru bestir Framara ásamt Agli Jóhannssyni sem var markahæstur, skoraði 8 mörk, þar af 5 úr vítum. Jón Árni kom næstur með 6 mörk. Markvarslan var í lágmarki hjá báð- um liðum. I.deildkvenna: Stjörnusigur ' ■ ■ Einn leikur var í 1. deild kvenna um helgina. Stjarnan fór í Höllina og sigraði KR 28-17 án teljandi erfið- leika. Staðan í hálfleik var 13-10 fyrir Stjörnustúlkur. Þær gerðu mörg markanna úr hraðaupphlaupum og voru Margrét og Erla þar fremstar í flokki. Margrét gerði 9 mörk í leikn- um en Erla 8. Fyrir KR skoraði Kar- ólína 5 svo og Sigurbjörg. Tímamynd: Sverrír Stavangergengurvel ■ Þeim gengur vel íslend- ingunum í norska handknatt- leiknum. Stavanger vann um helgina Nordstrand 25-23 og skoruðu þeir Jakob og Sveinn þrjú mörk hvor. Þá sigraði Fredriksborg Ski Kristjans- and 23-19 en Gunnar Einars- son er þjálfari hjá Ski. Sta- vanger er efst í norsku deild- inni en Ski er í öðru sæti. Í.R.-ingar töpuðu óvænt ■ Afturelding sigraði ÍR nokkuð óvænt en sanngjarnt í 2. deild karla á íslandsmótinu í handknattleik um helgina. Leiknum lyktaði 23-16 fyrir þá Mosfellssveitunga. Þá gerðu HK og Ármann jafntefli 23- 23 í 2. deild og Haukar sigr- uðu Gróttu örugglega 27-19. Guðmundur Guðmundsson á hnjánum, boltinn stefnir á markið, Sverrir sýnir tilburði í markvörslunni. íslandsmótið í handknattleik, 1. deild: Dulítil spenna en sprækir Víkingar voru atkvæðameiri - Sigruðu F.H.-inga í Hafnarfirði með 26 mörkum gegn 21 - Úrslit ráðast líklega á miðvikudagskvöld Frá Leifi Garðarssyni fréttaritara Tímans: ■ Víkingar sigruðu F.H.-inga nokkuð örugglega með 26 mörkum gegn 21 í 1. deildinni í handknatt- leik, en þessi virðureign fór fram í Hafnarfirði á laugardaginn. Víking- ar halda þar með forystu sinni í deildinni, eru efstir með 20 stig ásamt Valsmönnum sem einnig sigr- uðu um helgina. Það stefnir því allt í að úrslitaleikur deildarinnar verði í Laugardalshöll næstkomandi mið- vikudagskvöld en þá mætast einmitt topplið deildarinnar. Nokkur taugaspenna setti mark sitt á leik Víkinga á laugardaginn en sigur þeirra var þó aldrei í hættu. Þeir voru yfir 14-9 í hálfleik og kom- ust síðan í 21-13 en F.H.-ingar náðu að laga stöðuna aðeins fyrir leikslok. ■ Þorbjörn J ensson er góður vamarmaður. Á my ndinni að ofan er hann þó í sókn og skoraði sjálfsagt. Það gerði hann einnig nokkuð oft gegnK.R.-ingum um helgina. Tímwnynd: Ini BJuu. Páll Björgvinsson skoraði 10 mörk fyrir Víking, þar af sex úr vítum. Guðmundur Albertsson kom næstur með 7 mörk en báðir þessir leikmenn áttu góðan dag. Kristján Sigmunds- son var góður í Víkingsmarkinu, varði m.a. tvö vítaskot. Óskar Ármannsson var atkvæða- mestur heimamanna með 9 mörk, þar af fjögur úr vítum. Þorgils Óttar skoraði 5 mörk og Jón Erling Ragn- arsson var með 4 mörk. íslandsmótið í handknattleik, 1. deild: Engin spurning - Valsmenn sigldu framúr og sigruðu K.R. með níu marka mun - Valur mætir Víkingi annað kvöld ■ Valsmenn styrktu stöðu sína við hlið Víkinga á toppi 1. deildarinnar í handknattleik á sunnudaginn er þeir sigruðu KR-inga 31-22 í Höllinni. Valsmenn mæta Víkingum ámorgun í Höllinni og verður þar um svo til hreinan úrslitaleik að ræða í deild- Leikur Vals og KR var jafn til að byrja með og rétt undir lok fyrri hálf- leiks var staðan 10-10. Fram að því höfðu KR-ingar spilað af mikilli bar- áttu og ætluðu sér greinilega ekkert minna en stig í þessari viðureign. Sérstaklega gekk sókn þeirra vel. Valsmenn voru lengi að átta sig í leiknum og var það helst Þorbjörn Jensson sem ávallt fann glufur hægra meginn í KR-vörninni og nýtti hann það sér til fullnustu. Skoraði hann fjögur mörk í upphafi leiksins auk þess sem hann fiskaði víti. Þegar svo um sex til sjö mínútur voru eftir af fyrri hálfleik þá hrukku Valsarar í gang og höfðu fjögur mörk yfir í hléi 16-12. Eftir þetta var aldrei spurning um úrslit og Valsmenn litu aldrei til baka. Munurinn hélst þetta sex til átta mörk f seinni hálfleik en lokatöl- ur urðu 31-22 eins og fyrr sagði. Vörn Valsmanna var áberandi góð í seinni hálfleik og Ellert átti þokka- legan leik fyrir aftan hana. Gekk KR-ingum illa að finna varanlegar glufur á veggnum. Jakob og Júlíus skoruðu 8 rnörk fyrir Val og það gerði Valdimar einnig. Jóhannes skoraði 8 sinnum fyrir KR en Stefán Arnarson skoraði 5 mörk. þb Þrótturum skellt í Höllinni: Stjarnan nærri því án mótherja ■ Þróttararfenguenneinnskellinn í 1. deild íslandsmótsins í hand- knattleik um helgina er þeir mættu Stjörnumönnum í Laugardalshöll. Lokatölur leiksins urðu 39-16 fyrir Stjörnuna og segir það sitt. Staðan í leikhléi var 23-6 fyrir Garðbæinga en þeir spiluðu nánast einleik allan tímann. Eins og fyrri daginn þá áttu Þrótt- arar ekki möguleika í leiknum. Lið þeirra er sem meðalgott firmalið og ekki við miklu að búast. Stjörnu- menn voru iðnir við að skora og áttu mörg falleg upphlaup enda mótstað- an engin. Gylfi Birgisson skoraði 13 mörk fyrir Stjörnumenn en Hannes gerði 8 (3). Hjá Þrótti skoraði Konráð 8. Dómarar voru Gunnar og Rögnvald og áttu náðugan dag. þb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.