Tíminn - 07.01.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.01.1986, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 7. janúar 1986 MINNING llllll llllllllllllll liliilll Tíminn 11 Kolbrún Sigurðardóttir garöyrkjubóndi, Fædd 25. apríl 1953 Dáin 23. desember 1985 Okkur setti hljóð þegar harnta- fregnin barst og var sagt að Kolla frænka væri dáin, horfin sjónum okkar. Við fylltumst vonleysi og spyrjum. Hvers eiga þau að gjalda börnin tvöogSteini, MaggaogSiggi, já þau öll sem standa nú uppi harmi slcgin við fráfall hennar? Hvaða al- mætti er það sem ræður í þessum Braut, Borgarfiröi heimi og getur verið svona miskunn- arlaust? Spurningin stendur, kannski ósanngjörn og lýsandi um skilnings- leysi á framgang lífsins. Við stöldrum við og blöðum í bók- um til þess að finna eitthvað fallcgt sem hefur verið ort oggæti átt við, en lendum í vandræðum, því öll erunt viö mannanna börn scrstök. sum frekar en önnur og Kolbrún eitt þeirra. Þcgar við minnumst Kollu vakna upp endurminningar, já ótal margar, flestar bundnar æsku og leik í Fögru- hlíö heima hjá foreldrum hennar. sem eru okkur svo kær og einnig hjá pabba og mömmu á Digranesvegin- um, þar sem hún var eins og eitt af okkur systkinunum. Heimsóknir og samverustundir bæði í gleði og sorg síðar á lífsleið- inni, eftir að Koila og Steini voru komin með fjölskyldu og börnin þeirra yndislegu sem endurspegla hið góða og saklausa sem við trúum á. Lífið verður að halda áfram, það er lögmál og við mennirnir fáum ekki miklu ráðið þegar staðið er frammi fyrir svo alvarlegum sjúkdómi sem hér var um að ræða. Við verðum að treysta á að tíminn lækni það sár scm við berum og minningin um Kollu verðurætíð Ijós sem lýsir. Það skarð sem hcr var höggvið verður ekki fyllt, en við systkinin vottum öllunt ástvinum hennar dýpstu samúð. Blessuð sé minning þin clsku Kolla. Heiða og Siggi. BÓKMENNTIR Kjarnmikið mál um íslensku ■ Helgi Hálfdanarson: Skynsamleg orð og skætingur, grein- ar um íslenskt ntál, I.jóðhús, 1985. Það er víst öruggt mál að undirrit- aður er ekki einn um þann sið að fletta helst aldrei ótilneyddur yfir grein eftir Helga Hálfdanarson í Morgunblaðinu án þess að lesa hana fyrst. Helgi hefur haft þann hátt á lengi að skjóta þar inn greinum af og til um cinstök atriði er varða íslenskt málfar. Hann er cins og menn vita einn helsti Shakespeare þýðandi okkar, og hann er fádæma vandvirk- ur í allri meðferð sinni á máli og stíl. Þessar litlu Morgunblaðsgreinar eru margar hverjar hnitmiðaðar snill- ingsperlur, en oft er cins og þær séu því betri því styttri sem þær eru. Sigfús Daðason hefur hér unnið það þarfaverk að safna saman nærri fimmtíu greinum eftir Helga og gera úr bók. Þar koma því ýmsir gamlir kunningjar aftur fram á sjónarsvið- ið, og margt er þarna vel gcrt. Þó verður ljóst við lestur þessara greina í samhengi að nafn bókarinn- arerekki út íhött. Þarnacrvissulega mest sagt með skynsamlegum orðum, en dálítinn. skæting er þó einnig að finna þarna. Stefnu sína í málræktarmálum markar höfundur sjálfur vel á einum stað í bókinni þar scnt hann tilgreinir tvö boðorð sem hann telur skipta mestu máli varðandi íslenska mál- rækt og segir: „Hið fyrra er íhalds- semi; og hið síðara er gífurleg íhalds- semi" (bls. 145). Með öðrum orðum er sá meginboðskapur bókarinnar að hann fylgirfast frant þeirri stefnu að í varðstöðu um íslenska tungu eigi í engu að hvika frá fornum venjum heldur beita fyllstu rökhyggju og fastheldni, og liann er mjög ósveigj- anlegur í þessari afstöðu sinni. Fyrir vikið ber óneitanlega dálítið á því að málflutningur hans verði staglkenndur á köflum og einstrcng- ingslegur. Sveigjanlciki er þarna lítill, og svipað er að segja um skiln- ing á þörfum fólks í annasömum störfum á málfari sem auðvelt sé að beita án mikillar umhugsunar í sí- vaxandi hraða samfélags okkar. Það fer ekki á milli mála að blaða- eða fréttamaður nú á dögum beitir mál- inu öðru vísi en liann myndi gera ef hann hefði nægan tíma og næði til að liggja yfir skrifum sínum og fága þau, líkt og Helgi gerir til dæmis greinilega sjálfur. f slíkum tilvikum cr óhjákvæmilegt að taka tillit til að- stæðna og leiðbeina frekar en að beita kröfuhörku sem kallar frani kergju og leiðindi. Líka stingur annað dálítið í augun þegar greinarnar eru lesnar í sam- hengi, og það cru endurtekningar. Þær eru töluvert margar, og sýnist mér að úr því hefði mátt draga með úrfellingum og geta um slíkt í at- hugasemdum. Helgi hefur haft þann hátt á í greinunum að taka gjarnan upp sama atriðið aftur og aftur, og að harnra á því að sið góðra kennara. Þetta hcfur verið sjálfsagt á þeim vettvangi, cn í bókarforminu hentar það ekki eins vel. Ekki var ég alltaf sammála Helga. Má þar til dæmis nefna skoðun hans á orðinu „skjár" í merkingunni „sjón- varpsgler". Að því er ráða má af um- ntælum hans hérna (bls. 51) er hann höfundur þessarar merkingar orðsins. Nú vili hann hins vegar hafna því og taku upp í staðinn orðið „skimi". Rök hans sannfærðu migþó ekki. og held ég að heillavænlegast sé að leyfa „skjánum" að halda því sæti scm hann hefur áunnið sér. Þá er ég gjörsamlega ósammála þeirri hug- mynd hans að taka upp orðið „karnar" í merkingunni „einkaskrif- stofa" (bls. 56). Gildir göfugur upp- runi þess orðs mig einu í því sam- bandi. En aftur vil ég taka undir annað sem hann heldur fram og það er að endurvekja eigi hinar fornu flcirtölu- myndir fyrstu og annarrar pcrsónu- fornafnanna, þ.e. „vér" og „þér", ásamt tilsvarandi eignarfornöfnum „vor" og „yður". Þarna er ekki verið að tala um að taka upp þéringar eða véringar að nýju, heldur varðvcita þann forna sið að nota þessi orð þeg- ar rætt er um eða við fleiri en tvo. Ég held að það sé rétt hjá Helga að þarna hefur brottfall þéringa leitt það af sér að fleira cr að fara í súginn. Athugasemd hans varðandi þetta er hárrétt og vekur vonandi til umhugsunar. Þá hafði ég gaman af athugasemd- unt hans um orðið „mcngun", sem hann telur vera tökuorð. Jafnframt því bendir hann á að til ætti að vera íslenska orðið „meingun" í sömu ■ Letur hf. hefur sent frá sér nýja bók eftir Elías Mar, smásagnasafn er nefnist „Það var nú þá". Eftir Elías Mar hafa áður komið út: Eitt safn smásagna. tvær Ijóða- bækur og fjórar skáldsögur. þar af ein í tveim bindum. Sögurnar í þessu nýja safni eru fimmtán talsins og frá löngu tímabili, ntjög breytilegar að efni. Margar þeirra eru það persónu- legasta sem höfundurinn hcfur birt til þcssa, og einnig má segja að í þeim gæti meiri fantasíu, auk fjöl- breytilegra efnisvals, en í lengri skáldsögum hans. Nokkrar af þess- unt smásögum hafa þegar verið þýddar á þýsku, norsku og eistnesku og birst í tímaritum og sagnasöfnum í viðkomandi löndum. Smásagnasafnið „Það var nú þá“ er 172 blaðsíður, sett í Acta hf. og offsettfjölritað í Letri. Káputeikn- ingu gcrði Lára Martin. ■ Helgi Hálfdanarson merkingu, dregið af því að „mcing- un" er það sem helur „meinlcg" áhrif á annnð. Og athugasemdir og ábendingar af þessu tagi eru fjöldamargar í bókinni og fleiri en svo að hér vcrði talið upp. Meginþorrinn af þeini er hárrcttur og tímabær að staðaldri fyrir alla þá sem umgangast íslenskt mál, einkuni þó við kennslu eða ritstörf af hvaða tagi sem er. Það er megineinkenni þessarar bókar að hún er verk höf- undar seni hefur þroskað með sér frá- bærlega glöggt málskyn. Þessu beitir hann jöfnum höndum hérna til að gefa fólki ábendingar unt hvernig það geti bætt mál sitt ogekki síður til að skrifa hér texta sem oft á tíðum er beinlínis gullfallegur. Af þessum sökum er þetta bók sem ætti að vera til í sérhverjuskólabókasafni.ogfyr- ir blaðamenn ætti hún beinlínis að vera skyldulestur. Eysteinn Sigurðsson. ■ Elías Mar rithöfundur. Ný bók eftir Elías Mar Heimildir um fyrirstríðsárin Þórunn Elfa Magnúsdóttir. A leikvelli lífsins, sögur. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1985. ■ Einhvern vcginn hafa mál æxlast svo að ég hef a.ldrei náð að veröa verulega kunnugur verkum Þórunn- ar Elfu Magnúsdóttur. Kannski ersá ókunnugleiki minn ástæða þess að þetta smásagnasafn hennar kom mér þægilega á óvart. í stuttu máli sagt var bókin miklu betri en ég hef kannski gert mér í hugarlund áður en ég byrjaði að lesa Itana. í bókinni eru fimmtán sögur, og svo er skemmst af að segja að þær eru rösklega skrifaðar og flytja tölu- verðan boðskap. Höfundi er víðast allmikið niðri fyrir, og hún er ófeim- in við að dcila á fólk og segja því misk- unnarlaust til syndanna. Hún er hrcinskilin í boöskap sínum og deilir þarna meðal annars á stórbokkahátt hinna efnameiri og tillitsleysi þeirra gagnvart smælingjum. En á hinn bóginn cr að því aö gæta að sögur Þórunnar Elfu eiga sér allar stað í tíma sem orðinn er okkur nú- tímafólki dálítið fjarlægur. Sögur hennar gerast á árunum fyrirseinna stríð og sýna okkur þjóðfélag og hugsunarhátt þcss tíma. Áberandi er að þær bera kcimlíkt svipmót og þau verk sem menn hér voru að skrifa á fyrstu áratugum þessarar aldar. Að þessu leyti má því máski scgja að sögur Þórunnar Elfu séu orðnar úreltar. Þær fást ekki við þjóðfélagið sem við búuni í nú í dag, og ádeilur þeirra og siðaboðskapur rnissa vissu- lega dálítið marks vegna þcss að margt af því, sem deilt er á, er ckki fyrir hendi lengur, eða þá ekki í sömu mynd og var fyrrum. En á móti kemur hitt að þessar sögur eru þá ckki síður heimildir um þann tíma sent þær segja frá. Sjálfur hef ég ekki aldur til að muna svona langt aftur, en flest af því, sent þarna kemur til sögu, kannast ég mætavel við af frásögnum þess fólks scnt til- heyrir næstu kynslóð á undan minni. Og svipað held ég að flestir jafnaldr- ar mínir gcti sagt. Þctta er þjóðlélag og hugsunarháttur foreldra þeirra sem nú eru milli fcrtugs og finnntugs, og föður- og móðurloreldra þeirra sem nú eru um og yfir tvítugt. Þarna rekumst við til dæmis á miskunnarlausar lýsingar á böli at- vinnuleysis og fátæktar í tveimur fyrstu sögum bókarinnar sem nefn- ast Mcnn s.em við niætum og Húniar að kvuldi. í báðum felst liörð þjóð- félagsádeila - höfundur sættir sig ekki við að samfélagið láti það við- gangast að fólk þurfi að búa við á- stand af þessu tagi. í fyrri sögunni er þess utan að finna býsna góða lýs- ingu á einsemd ellinnar, ásamt boð- skap um það hvað auður og völd dragi skammt þegar þangað er kom- iö á lífsleiöinni. Þá eru þarnar einnig drjúggóðar lýsingar á skoðunum þessa tíma á hjónabandi og ástamálum, og þeirri rómantík og þeim hreinleikakröfum sem þá ríktu. Þctta er víða að finna í sögunum, en ég nefni sérstaklega Ævintýri guðfræðingsins og Sól- ■ Þórunn Elfa Magnúsdóttir. myrkva. Vjð gerð þessara sagna hcf- ur höfundi lekist að draga það vel fram fyrir nútímafólki hvað öll við- horf til samskipta kynjanna hafa gjörbrcyst síðustu hálfu öldina og færst í frjálslyndisátt. Sérstaklega verður það greinilegt þarna hvað hin rómantísku viðhorf til ástarinnar hafa orðið að láta mikið undan síga frá því sem fyrrum var. Sömuleiðis er þarna vel gerð lýs- ing á lífi vinnukvenna í bctri húsum hér í Rcykjavík á fyrri tímum í sög- unni Hvar er Stína? Aðalpersónan Stína er vinnukona sem stöðugt þarf að vera til þjónustu reiðubúin ogpúl- ar frá ntorgni til kvölds íyrir lítil laun og enn minna þakklæti. Einnig er þarna átakanleg lýsing á fyrirbæri scnt nú er til allrar hant- ingju ekki sami ógnvaldurinn og var, en það er bcrklaveikin. Þetta er í sögumti Dagshrún, þar sem lyst er af fíngerðum næmleika erfiðleikunt stúlku sem á að útskrifast af berkla- hæli og á í fá hús að venda í leit að skjóli. Líka vil ég nefna söguna Svana- söngur sem dæmi unt annað atriði sent höfundi tekst vel að draga fram úr gamla tímanum. Þar er fengist við stúlku í íslenskri svcit sem veröur ástfangin af ungum Þjóðverja sem þar er á ferö. Stríðið bindur snöggan cnda á allar áætlanir þeirra, og þarer sett upp biturleg mynd af þeim af- leiðingum sem hernaður getur haft á líf ungs fólks, jafnvel upp til sveita á íslandi. Þetta er efni sem á sér án efa mjög fáar hliðstæður í íslenskum bókmenntum. Margt fleira mætti nefna úr þessari bók, en í stuttu máli er það um hana að segja aö hún er öll skrifuð af snerpu og ákveðni, með skýru skop- skyni, og myndir hennar eru dregnar með traustu handbragði, hvort sem um er að ræða persónur eða þjóðfél- agshætti. Hins vegar verður að setja út á það að hvergi kemur fram hvort sögurnar í bókinni séu nýsamdar eða frá eldri tíma á ferli skáldkonunnar. Slíkar upplýsingar hefðu þurft að fylgja hér'mcð, og þá einnig um fyrri prehtanir ei' líku er til að dreiía. Eysteinn Sigurðsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.