Tíminn - 07.01.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.01.1986, Blaðsíða 16
Ðarátta Vals oa Víkings Baráttan um sigur á íslandsmótinu íhandknattleikernú íhámarki!valsmennogTikingarerulíklegustuliöintilaöhreppa þennan eftirsótta titil. Stjörnumenn úr Garöabæ eiga líka möguleika á íslandsmeist- aratitli. Valur og Víkingur leika í Laugardalshöll á morgun og mun sá leikur að öllum líkindum ákvaröa hvar íslandsmeistaratitillinn lendir þetta áriö. Um helgina unnu þessi lið bæði góöa sigra. Víkingar unnu íslandsmeistara FH í Firöinum á meðan Valsmenn sendu erkifjendurna KR-inga í bullandi botnslag sem ekki sér fyrir endann á. T Tíminii Þridjudagur 7. janúar 1986 Skuldir heimilanna hafa aukist í takt við erlendu lánin: Einstaklingar tíföldudu skuldir sínar 1981-1984 ■ Heiklarskuldir heimilanna (einstaklinganna) í landinu mcira en tvöfölduðust að raun- gildi á aðeins 4 árum, þ.e. frá árslokum 1980- 1984. Á þessu tímabili rúmlega tífaldaðist upphæðin - úr 2.724 milljónum í 27.562 milljónir króna. Á sama tímabili hækk- aði lánskjaravísitalan úr 206 í 1006, sem er tæplega fimmföld- un. Hækkun heildarskuldanna að raungildi var því 107%, þ.e. umfram vísitöluhækkanir. Skuldahækkun umfram vísi- tölu varð heldur meiri á árun- um 1981-82 heldurcn tvösíðari ár tímabilsins. Á sama tíma og einstakling- ar tvöfölduðu skuldir sínar varð aðeins rúmlega 22% aukning að raungildi á frjálsum sparnaði landsmanna, þ.e. úr 5.353 millj. (unt tvöföld skuldaupphæð einstaklinga) í 31.769 milljónir króna. Virðist þetta misræmi á aukningu sparnaðar og skulda að nokkru geta skýrt hinn stöðuga skort á lánsfc sem mikið hefur verið kvartað yfir á umliðnum árum. Heildarsparnaður landsmanna (að lífeyrissjóðum og öðru meötöldu) óx um rúm 43% að Þýsk-íslenska undir smásjánni: Omar talar um leið- réttingar ■ Fyrirtækið Þýsk-íslenska er nú undir smásjá skattrann- sóknarstjóra. Heimildir Tt'm- ans segja að fyrirtækið sé grun- að um að hafa stungið undan skattgreiðslum allt að200 millj- ónum króna á sjö ára tímabili. Fjallað hefur verið unt mál fyrirtækisins í sérstakri úttekt, sem skattrannsóknarstjóri fyrirskipaði á bókhaldi 400 fyrirtækja, á sínum tíma. Ómar Kristjánsson fram- kvæmdastjóri Þýsk-íslenska sagði í samtali við Tímann í gærkvöldi að hann skildi ckki hvers vegna fyrirtækið yrði svona óþyrmilcga fyrir barðinu á fjölmiðlum. „Við erunt eitt af fjögur hundruð fyrirtækjum, sem vorú rannsökuð sérstak- lega af skattrannsóknarstióra á sínum tíma,“ sagði Ómar. Hann vildi ekki kannast við að rannsóknarmenn hefðu verið raungildi. Sem hlutfall af heild- arsparnaði jukust útlán til ein- staklinga úr rúmlega 28% upp í tæplega41% áþessum4árum. Sé miðað viö að skuldir ein- staklinga hafi aðeins hækkað sem verðlagshækkunum nemur á árinu 1985 (ekki aukist að raungildi) væri heildarupphæð- in um 37.500 milljónir króna eða yfir hálf milljón króna á hvcrja vísitölufjölskyldu í landinu. Hin gífurlega aukning á skuldum umfram aukinn sparnað hefur verið brúuð með erlendum lántökum. En erlendu lánin hækkuðu einmitt í sama hlutfalli og skuldir einstaklinga á tímabil- inu, þ.e. rúmlega tífölduðust í krónutölu og rösklega tvöföld- uðust að raungildi. Má því segja að ráðamenn þjóðarinnar og heimilanna hafi verið sam- stíga í skuldasöfnuninni undan- farin ár - enda heyrist nú mikið kvartað um efnahagserfiðleika bæði á þjóðarheimilinu og heimilum landsmanna. Banaslys við Vestur- landsveg ■ Banaslys varð við Vesturlandsveg, á gatna- mótum Þverholts og Reykjavegar laust eftir miðnætti á sunnudag. Talið er að ökumaður hafi misst stjórn á bifreið sinni við áö- urnefnd gatnamót, og kast- ast upp á umferðareyju og þaðan á ljósastaur. Bíl- stjóri bifreiðarinnar var ekki í bílbelti og kastaðist úr bifreiðinni. Talið er að hann hafi látist samstundis. Bifreiðin sem er af Volvo gerð er talin gerónýt eftir áreksturinn. ustu vikur, og sagðist sann- færður um að rannsóknin væri skammt á veg komin. Ómar bent: á að vel gæti komið upp úr dúrnum að ein- hverjar leiðréttingar þyrfti að gera, en vildi ekkert tjá sig um hugsanlega stærðargráðu þeirra. Þegar blaðamaður spurði Ómar hvort þetta væri stærsta leiðréttingarmál sem upp hefur komið á landinu, sagði hann að sannleikurinn myndi konta í Ijós seinna meir. „Við ætlum ekki að gefa út neinar yfirlýsingar á þessari stundu, en viö munurn láta frá okkur heyra þegar sannleikur- inn verður kontinn í Ijós," sagði Óntar. Ekki náðist í Garðar Valdi- marsson skattrannsóknarstjóra í gærkvöldi, en hann hefur áður sagt, í samtali við Tímann, að hann vilji ekki tjá sig unt málið. Kanada: Vestur-lslendingur f ær Kanada orðuna - fyrir rannsóknir sem skapað hafa verðmæti upp á milljónir dollara inni á gafli hjá fyrirtækinu síð- ■ Dr. Baldur Stefánsson, Vestur-íslendingur búsettur í Winnipeg í Kanada, hefur ver- ið sæmdur „The Order of Can- ada“, en það er æðsta viður- kenning sem kanadísk stjórn- völd veita og jafngildir því að vera aðlaður í Bretlandi. „The Order of Canada" skiptist í þrjár deildir og eru tvær þær virðulegri „tifficer deild" og „companion deild". Sú síðarnefnda er einkum veitt stórmennum af sviði stjórnmál- anna en hin fyrri stórmennum af öðrunt sviðum. Baldur var gerður að „Officer of the Order of Canada".Til gamans má geta þess að Pierre Trudeau fyrrum forsætisráðherra var við sama tækifæri gerður að „Compan- ion of the Order of Canada." Þessi mikla sæmd hlotnaðist Baldri Stefánssyni fyrir vís- indastörf, einkum fyrir umbæt- ur á gæðum sykurrófa, en hann hefur átt mestan þátt í að skapa sérstakt afbrigði þeirrar jurtar sem kallast „canola-sykurróf- ur“. Úr hinu endurbætta afbrigði canola-rófnanna er unnin mat- arolía, svokölluð canola-olía. Framleiða Kanadamenn nú canola-olíu fyrir um milljarð kanadískra dollara á ári, og um hclmingur af allri matarolíu á markaði í Kanada er af þessari gerð auk þess sem hún er flutt út til Japan og fleiri landa. Dr. Baldur sagði í samtali við Tímann, að vissulega hcfði hann verið ánægður með að fá þessa viðurkenningu og sagði fjölntiðla þar vestra hafa verið mjög vingjarnlega í sinn garð og kallað sig föður canola- olíunnar. Óhætt er að segja að þá nafn- gift beri dr. Baldur með rentu, því canola afbrigðið er afurð rannsókna hans og var fyrstu árin eingöngu ræktað á til- raunastöðvum sem Baldur stjórnaði. Baldur er kvæntur Sigríði (Westdal) Stefánsson, sem einnig er vestur-íslensk, en börn þeirra eru Björgvin, Helga og Páll. ■ Glæsihöll fyrirtækisins Þýsk-íslenska.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.