Tíminn - 08.01.1986, Blaðsíða 5
Tíminn 5
Miðvikudagur 8. janúar 1986
ÚTLÖND
El Salvador:
Útvarpshlustendur
beðnir um að benda
á nokkur skotmörk
■ Vinstrisinnaðir skæruliðar sem látnir voru lausir fyrir dóttur Duarte
forseta El Salvadors sem skæruliðar rændu í fyrra. Hún reyndist nijög
„arðbært skotmark“ þar sem skæruliðar fengu um hundrað félaga sína
látna lausa í skiptum fyrir hana. Nú vona skæruliðar að útvarpshlustendur
bendi þeim á fleiri heppileg skotmörk.
San Salvador-Reuler
■ Útvarpsstöð vinstrisinnaðra
skæruliða í E1 Salvador hefur beðið
hlustendur um að koma með uppá-
stungur unt skotmörk fyrir árásir eða
skemmdarverk.
Útvarpsstöðin bað hlustcndur
sína í fyrradag um að senda ábend-
ingar sínar í tiltekið pósthólf í Mexí-
kóborg undir dulnefni til þess að
koma í veg fyrir að herinn í E1 Salva-
dor eða erlendar leyniþjónustur
gætu haft upp á bréfriturum.
Útvarpsþulurinn sagði m.a.: „Lít-
ið í kringum ykkur í nágrenninu eftir
stöðum sem væru bestu skotmörkin
fyrir skæruliðahópa. Athugið hvað
ntargir óvinir eru þar og hvers konar
byssur þeir hafa. Segið okkur frá
mannvirkjum sem hægt er að vinna
skemmdarverk á. Sendið nákvæmar
upplýsingar. í alþýðustríði eru upp-
lýsingar frá alþýðunni lykillinn að
sigri okkar. Skrifið okkur.“
Skæruliðar í El Salvador segjast
hafa fellt rúntlega sex þúsund stjórn-
arliða á seinasta ári. Samkvæmt út-
varpsstöð þeirra, Venceremos, eru
þeir tilbúnir til að berjast við stjórn-
arherinn í mörg ár enn.
Talsmenn hersins hafa ekki viljað
tjá sig um þessar upplýsingar skæru-
liða sem eru í andstöðu við fullyrð-
ingar hersins um að skæruliðar séu í
varnarstöðu.
Borgarastríðið í El Salvador hefur:
nú staðið í sex ár. Það er talið að
fleiri en 55.000 menn hafi látist í
átökum skæruliða og hersins á þessu
tímabili. Flestir hinna föllnu eru
óbreyttir borgarar.
Eiturótti veldur
verðlækkun á tei
Colombo-Reuter
■ Útflutningsverð á tei lækkaði í
Sri Lanka í gær vegna ótta tekaup-
enda við að teið væri eitrað þar sem
skæruliðar Tamila segjast hafa eitrað
hluta af teinu sem hefur verið búið til
útflutnings.
Þrátt fyrir ítarlega athugun á stór-
um hluta tesins hafa enn ekki fundist
nein merki um eitur og stjórnvöld
segja útilokað að teið hafi verið eitr-
að.
■ Breskir tollverðir lögðu hald á
nteira magn eiturlyfja á seinasta ári
en nokkurn tíma áður.
Söluverðmæti eiturlyfjanna, sem
tollverðirnir náðu, er metið á um 107
ntilljónir punda (rúnil. sex milljarða
ísl. kr.) á eiturlyfjamarkaðinum í
Bretlandi. Þeir lögðu hald á 79 kíló
af kókaíni er sem 125% aukning frá’
árinu 1984 og 348 kíló af heróíni sem
er 11% aukning.
Richard Lawrence yfirmaður
Eiturhótanir eru ekki eina áfallið
sem teiðnaður Sri Lanka verður nú
fyrir. Ákvörðun verkalýðssambands
Ceylons um þriggja mánaða bæna-
herferð fyrir friði á Sri Lanka kem-
ur sér li'ka mjög illa þar sem hún mun
stytta mjög raunverulegan vinnu-
tíma. Stjörnvöld hafa hótað því að
skerða laun verkamanna vegna bæn-
anna en verkalýðssambandið hefur
hótað því á móti að lengja þá bæna-
tímann úr hálfum degi í heilan.
rannsóknardeildar tollsins segir
ýmislegt benda til þess að bandaríski
markaðurinn fyrir kókaín sé mettað-
ur og glæpahringir kókaínsmyglara
snúi sér því í auknum mæli til Evr-
ópu í leit að nýjum mörkuðum. Mikið
af eiturlyfjum, sem komi til Bretlands,
sé fýrst smyglað til annarra Evrópu-
ríkja áður en þau séu flutt til
Bretlands. Því sé mikilvægt að auka
alþjóðlega samvinnu í baráttunni
gegn eiturlyfjunum.
ítalskir
læknar í
verkfalli
Róm-Reuter
■ ítölsk sjúkrahús veita nú að-
eins neyðarþjónustu eftir að um
hundrað þúsund læknar hófu
þriggja daga verkfall í gær til að
krefjast hærri launa.
ítalskir læknar kvarta yfir því
að þeir séu með lægstu laun af öll-
um læknum í Evrópu. Þeir krefj-
ast þess að laun þeirra verði
hækkuð til samræmis við laun
lækna í öðrum löndum.
Læknarnir eru í níu mismun-
andi fagfélögum og í árlegum
launaviðræðum við ríkisvaldið
eru þeir settir í hóp með hjúkrun-
arfólki, sjúkraliðum og öðru
starfsfólki sjúkrahúsanna. Lækn-
ar vilja að sérstaða þeirra innan
heilbrigðiskerfisins verði viður-
kennd og lögum verði breytt
þannig að samið verði við þá sér-
staklega.
Læknar segja laun hjá ríkinu
svo léleg að margir læknar á opin-
berum sjúkrahúsum neyðist til að
taka einkasjúklinga til að vinna
sér inn aukatekjur.
Eiturflóð í Bretlandi
London-Rcuter:
Selir þefvísir
á olíu og gas
Moskva-Reuter:
■ Sovéskir sjávarlíffræðingar hafa
þjálfað seli til að leita að olíu- og
gaslindum á sjávarbotni samkvæmt
sovéska blaðinu Sovietskaya Ross-
iya.
Blaðið skýrði frá því í gær að líf-
fræðingarnir hefðu þjálfað selina til
að finna staði þar sem olía eða gas
læki á sjávarbotninum. Selirnir væru
líka orðnir leiknir við að safna sýnis-
hornum af neðansjávargróðri og
gætu jafnvel tekið myndir með sér-
stökum myndavélum sem væru fest-
ar á þá.
Samkvæmt blaðinu geta selirnir
kafað niður á allt að sex hundruð
metra dýpi og haldið niðri í sér
andanunt í eina klukkustund.
Kínverskt
stífluslys
Hongkon}>-Reutcr:
■ Fjörutíu og átta manns létust í
Guangxi-Zhuanghéraði í Kína er
stífla brast í síðastliðnum mánuði.
Þeir sem létust voru að vinna við
byggingu stíflunnar.
Er slysið átti sér stað voru fimmtíu
og fimm manns þar sem mörg tonn
eðju runnu niður. Nærstöddum tókst
að bjarga sjö þeirra en aðrir fórust.
Frétt þessa efnis birtist í dagblaðinu
Wen Wei Po sem er hliðhollt stjórn-
völdum í Peking og gefið út í
Hongkong.
sfllAUSAR STÖEXJR HJÁ
IM'I REYKJAVIKURBORG
íþrótta og tómstundaráð vill ráða starfsfólk að nýrri
félagsmiðstöð sem innan skamms tekurtil starfa í Vest-
urbænum.
Um er að ræða almennt unglinga- og æskulýðsstarf og
menntun og reynsla á sviði uppeldismála æskileg.
Upplýsingar veitir skrifstofa íþrótta- og tómstundaráðs í
síma 15937 og 16262.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavík-
urborgar, Pósthússtræti 9,6. hæð á sérstökum umsókn-
areyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00, mánudaginn
20. janúar 1986.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Koflavik
Slml 92-310»
FS - vorönn
Dagskóli. Stundaskrár verða afhentar gegn greiðslu
innritunargjalds, kr. 1.200, föstudaginn 10. janúar kl. 10-
13. Nýnemar komi kl. 10. Kennsla hefst skv. stundaskrá
mánudaginn 13. janúar.
Öldungadeild. Allir nemendur öldungadeildar komi til
fundar í skólanum fimmtudaginn 9. janúar kl. 18.30. Ný-
nemar komi kl. 18. Innritunargjald er kr. 3.200.
Réttindanám vélstjóra. Nemendur komi í skólann
föstudaginn 10. janúar kl. 14. Innritunargjald er kr.
3.200.
Flugliðabraut. Nemendur komi til fundar skv. tilkynn-
ingu í bréfi. Innritunargjald er kr. 5.000.
Réttindanám skipstjóra. Nemendur komi skv. um-
tali.
Námsfiokkar. Auglýstir síðar. Innritun í námskeið um
skattaframtöl er hafin.
Starfsnám. Auglýst síðar.
Skólameistari
Bændur athugið!
Ákveðið er að skipta framleiðslu á mjólk og kindakjöti
sem bændum er tryggt fullt verð fyrir á milli framleiðenda
í hinum einstöku héruðum landsins samkvæmt sérstök-
um reglum.
Því verður ekki í framtíðinni unnt að gera ráð fyrir að
framleiðsluréttur á blönduðum búum færist á milli bú-
greina þó ónotaður réttur sé fyrir hendi í annarri grein-
inni, nema í undantekningartilvikum.
Nú er framleiðendum á blönduðum búum gefinn kostur á
að sækjatil Framleiðsluráðs um að breyta hlutföllum í bú-
marki sínu, enda verði slíkar umsóknir vel rökstuddar.
Umsóknarfrestur er til loka janúarmánaðar 1986. Allar
umsóknir um breytingar verða teknar til úrskurðar af bú-
marksnefnd Framleiðsluráðs.
Gera verður ráð fyrir að allar samþykktar breytingar
verði bindandi fyrir framleiðendur um nokkurt skeið. Þær
þurfa að fá staðfestingu landbúnaðarráðuneytisins til að
fágildi.
Jafnframt er vakin athygli þeirra bænda sem ekki hafa
skipt búmarki sínu að tilkynna um skiptingu þess á milli
búgreina nú þegar.
Bændum er bent á að hafa samráð við héraðsráðunauta
um þetta efni.
Framleiðsluráð landbúnaðarins
Frá Æfingaskóla
Kennaraháskólans
Handmenntakennara (smíðar) og íþróttakennara vantar
að skólanum nú þegar. Nánari upplýsingar á skrifstofu
skólans og hjá skólastjóra í síma 31781.
Skólastjóri