Tíminn - 08.01.1986, Side 7

Tíminn - 08.01.1986, Side 7
Tíminn 7 Miðvikudagur 8. janúar 1986 Stórbrotin listamannsævi H Elín Pálmadóttir: Gcröur. Ævisaga myndhöggvara. Almenna bókafélagið 1985. 234 bls. Þeir, sem farið hafa um Tryggva- götuna í Reykjavík, liafa vonandi flestir tekið eftir hinu fallega lista- verki Gerðar Helgadóttur, sem prýðir suðurvegg Tollstöðvarinn- ar. Sú mynd mun einna kunnust verka listakonunnar hérlendis, og éf til vill hið eina, sem margir þekkja af eigin sjón. En Gerður Helgadóttir gerði mörg önnur stórkostleg listaverk. Hún hélt ungút í heim, til Ítalíu, og gekk þar á listaskóla en fluttist síð- an til Parísar, þar sem hún bjó um aldarfjórðungs skeið. í Parísstund- aði hún fyrst nám, starfaði þar síð- an að list sinni, sem varð kunn víða um heim. Mun ekki ofsagt að Gerður hafi verið í hópi kunnustu myndhöggvara í Evrópu á 7. ára- tugnurn. Má víðasjá vcrk hennar, á söfnum, í kirkjum og opinberum byggingum, auk þess sem mörg eru í eigu einstaklinga. Hér heima eru mörg verk Gerðar og má þar nefna, auk myndarinnar á Toílstöðinni, kirkjugluggana í Skálholtskirkju, Kópavogskirkju, í Hallgrímskirkju í Saurbæ og í kirkjunni í Ólafsvík, svo eitthvað sé nefnt. Ævi Gerðar Helgadóttur var á margan hátt stórbrotin, þótt ekki yrði hún löng. Allt frá því hún hélt fyrst utan og til dauðadags vann hún ósleitilega að list sinni, oft við erfiðar aðstæður. Má kalla furöu, hve miklu hún kom í verk á ekki lengri tíma, ekki síst þegar þess er gætt, að mörg verka hennar eru afar margbrotin og útheimtu mikla, en oft seinlega vinnu. Elín Pálmadóttir þekkir Gerði betur en flestir aðrir. í þessari ævi- sögu hennar lýsir hún list Gerðar og listsköpun af mikilli þekkingu og næmum skilningi. Hún rekur listamannsferilinn frá einu stigi til annars, sýnir á glöggan og skemmtilegan hátt. hvernig Gerð- ur Helgadóttir óx frá því að vera unga stúlkan, sem hélt til náms á ít- alíu á haustmánuðum 1947, í stór- listamann, scm naut viðurkenning- ar og aðdáunar víða unt lönd. Hitt er þó ekki minna um vert, að Elínu hefur tekist að lýsa mann- eskjunni Gcrði Helgadóttúrá þann hátt að vart verður bctur gcrt. Hún fjallar um ævihlaup hennar og einkalíf af mikilli nærfærni, fellir ekkert undan. og dregur upp svo skýra mynd af sögupersónunni, að manni finnst maður þekkja hana miklum mun betur að sögulokum. Slíkt er aðall góðra ævisagna. Bókin er prýdd allmörgum myndum, sent góður fengur er að og í bókarlok eru skrár yfir manna- nöfn og yfir helstu listaverk Gerðar.jrau er finna má í opinber-- unt söfnum. Jón Þ. Þór. ■ Geröur Helgadóttir. Góð byrjun sem þarfnast endurbóta Þórunn Blöndal: Almenn málfræöi, Mál og menning, 1985. ■ Nafn þessarar bókar segir kannski ekki alveg nógu vel til um efni hennar. Almenna málfræði skil ég að minnsta kosti þannig að hún fjalli um málfræði tungumála almennt, en af um 130 efnisblaðsíð- um þessarar bókar eru nálægt 80 um beygingafræði íslensku. Jafnframt eru að vísu gefnar nokkrar ábend- ingar um sambærileg atriði í nokkr- um helstu málum sem hér eru kennd í skólum, þ.e. dönsku, ensku, þýsku og frönsku. Sú umfjöllun er þó svo takmörkuð að um eiginlegan saman- burð getur tæpast talist vera að ræða. Þetta er því íslensk málfræði fyrst og fremst. Bókin skiptist í átta kafla. Þrír þeir fyrstu nefnast Mál og málnotk- un, Einingar máls og Hvað er mál- fræði? Þeir eru almennur inngangur og gagnlegir sem slíkir. Þó er annar kaflinn í raun ágrip af íslenskri sam- tímahljóðfræði, en farið mjög fljótt yfir sögu. Þar er vikið að einhljóð- um, tvíhljóðum, og að lokhljóðum, önghljóðum, nefltljóðum og hliðar og sveifluhljóðum. Drepið er á mun þessara hljóða, en hins vegar ekki nefndir myndunarstaðir þeirra sem eru meginatriði. Þá er einnig fjallað um röddun, fráblástur og aðblástur, en ekki er farið út í hljóðritun eða framburðarmállýskur. Þetta veldur því að þessi kafli er í raun hvorki fugl né fiskur, því að hann gefur nemend- um aðeins örlitla nasasjón af hljóð- fræðinni, en kennir þeim hana ekki. Þáerekki heldur farið neitt út í sögulega hljóðfræði, sem veldur því að nemendur fræðast þarna ekkert um hljóðskipti, hljóðvörp og klofn- ingu. Þetta eru þó allt atriði sem enn eru meira og minna sjáanleg og virk í íslensku. Fjórði til sjöundi kafli fjalla um beygingafræði, og nefnast þeir Orð- flokkarnir og einkenni þeirra, Fallorð, Sagnorð og Óbeygjanleg orð. þar er beygingafræði íslensku rakin á hefðbundinn hátt, en þó í ýmsum atriðum leitast við að laga hana eftir nýjum viðhorfum sem síð- ustu ár hafa komið fram innan mál- fræðinnar. Margt er þar vel gert og horfir til bóta, en af öðru varð ég miður hrifinn. Þannig varð ég til dæmis ekki nema miðlungi gagntekinn af því að fella tilvísunarfornöfn út úr kerfi for- nafna og nefna þau í staðinn tilvísun- artengingar og flokka með samteng- ingum. Það er að vísu rétt að þau taka ekki breytingum í fallbeygingu, en samt sem áður standa þau inni í fallakerfinu og gegna fallorðahlut- verki í setningum, sem samtengingar gera ekki. Fallstaða tilvísunarfor- nafna er atriði sem auðvelt er að kenna, svo að kennarasjónarmið geta naumast ráðið þessu. Sagnorð fá þarna ýtarlega umfjöll- un og að mestu hefðbundna. Það er til bóta, sem þarna ergert, að hverfa frá hinni föstu og formlegu skiptingu sagnorða í samsettar tíðir, og að í staðinn er hér lögð áhersla á að greina sagnamyndir í sundur eftir eiginlegum tímamerkingum þeirra. Þar er skynsemin tekin fram yfir formeinkcnnin, sent er framför frá því sem fyrr var. Þó er ég á því að þar sé full langt gengið í niðurskurði. Þar á ég eink- um við það sem nefnt hefur verið núliðin tíð og þáliðin tíð, t.d. í setn- ingum eins og „hann hefur komið" og „hann hafði komið". Þar eru sagnorðasambönd notuð til að setja atburði niður í liðnum tírna og í meiri fjarlægð en ósamsett þátíð gerir. Ég sé satt að segja ekki ávinn- inginn að því að kasta þessu út úr beygingakerfinu, og hvers vegna má ekki tala um þetta sem tíðir áfram þótt samsett sé? Og svipuðu máli gegnir raunar líka um framtíð. Þegar sagt er „hann mun koma á morgun" þá hefur það ótvíræða framtíðarmerkingu, og skiptir þá litlu þótt sömu hugsun megi líka túlka með formlegri nútíð, t.d. „hann kemur á morgun". Hvers vegna má ckki áfram tala um þetta sem samsetta tíð þótt einnig megi nota nútíðarmynd í sömu merkingu? Þolmynd sagnorða fær þarna um- fjöllun eins og rétt er, en þar vantar hins vegar að getið sé þess fyrirbæris jafnframt sem Björn Guðfinnsson nefndi afbrigðilegar tíðir germynd- ar. Þetta er í setningum eins og „hann er farinn" og „hann er kominn", þar sem frumlagið táknar gerandann en hann er ekki utan við sagnorðasamsetninguna líkt og í þolmynd, t.d. „hann var vakinn (af einhverjum)". Ég sé satt að segja ekki hvernig hægt er að kenna unt þolmynd af neinu viti án þcss að geta um þetta. og þurfa kennurar. sem nota bókina, að gæta þess. í kaflanum um óbeygjanleg orð eða smáorð var ég mjög ósáttur við það sem segir um samtengingar, aðalsetningar og aukasetningar. Væri ég að kenna þessa bók myndi ég ekki trcysta mér til að kenna þetta atriði eftir honum cinum, heldur myndi ég telja óhjákvæmilegt að bæta þar við. Þar myndi ég láta nem- endur fá í Itendur lista yfir allar helstu samtengingar í íslensku, til dæmis í líkingu við þann sem er í málfræði Björns Guðfinnssonar, ásamt rækilegra dæmasafni en þarna cr um helstu tegundir aukasetninga. Kaflinn er að mínu mati allt of rýr til þess að hann gefi meira en litla nasa sjón af efni semeróhcmju mikilvægt fyrir alla þá, sem þurfa að skrifa ís- lenskt mál, að hafa góð tök á. í lokin er svo kafli um orðaforða, þar sem m.a. er rætt um orðamynd- un, samsetningar orða, nýyrði og slangur. Sá kafli er skilgóður og vel saminn. í lokin er svo skrá um mál- fræðiheiti, á íslensku óg fjórum crlendum málum, og ritaskrá. Það kemur fram í formála að þessi bók er ætluð nemendum á fram- haldsskólastigi, þ.e. í menntaskólum og fjölbrautaskólum. Við lestur bókarinnar leitaði sú hugsun hins vegar stöðugt á huga minn að megin- þorrann af því, sem á henni stendur, veit ég ekki betur en nemendur eigi þegar að vera búnir að tileinka sér í grunnskólum. Tilgangurinn með slíkri endurtekningu skil ég satt að segja ekki almennilega, en ætlunin hlýtur þó að vera að nota bókina til upp- rifjunar og undirbúnings fyrir frek- ara málfræðinám i byrjun franthalds- skólans. Ég vona satt að segja að svo sé, því að sjálfur ntyndi ég ekki treysta mér til að útskrifa fólk með stúdentspróf í íslcnsku með svo tak- markaða málfræðiþekkingu sem þcssi bók veitir. Þar sker mest í augu að tvo geysimikilvæga þætti vantar, þ.e. hljóðfræði, bæði samtímalega og sögulega, og einnig setninga- fræði, sent bæta vcrður upp með kennslu annarra bóka. En þó að ég hafi hér sett út á tölu- vert margt bið ég þó engan að taka orð mín svo að þessi bók sé mis- heppnuð. Það er hún alls ekki. Hér ræður hitt að í umsögnum um bækur hljóta menn alltaf að dvelja fremur við það sem horfir til bóta og lagfæra má í síðari útgáfum en hitt sem þeir eru ánægðir með. Þórunn Blöndal hefur hér tekist á við það metnaðar- fulla verkefni að laga hcfðbundna málfræðikennslu skólakerfisins eftir þeint nýjungum sem komið hafa fram í fræðigreininni á næstliðnum árum. Líka vil ég nefna það sem at- hyglisverðan þátt í bókinni hvernig þar er reynt að tengja íslenska ntál- fræði við málfræði þeirra erlendu tungumála sem nemendur læra. Ef eitthvað væri þá mætti ganga lengra í því en hér er gert, enda gcrir slíkt námið hagnýtara en ella og er fram- för frá eldri venjum. En öll frumsmíð horfir til bóta, og hér þarf enn ýmislegt að lagfæra. Ef vankantarnir eru skornir af þessari bók þá sé ég ekki betur en hún geti komið að góðu gagni sem upphaf á frekara málfræðinámi í framhalds- skólunum. Það fer ekki á ntilli mála að í henni er verið að vinna eftir rétt- um brautum. Evsteinn Sigurðsson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.