Tíminn - 08.01.1986, Qupperneq 11

Tíminn - 08.01.1986, Qupperneq 11
Miðvikudagur 8. janúar 1986 llllllll! LESENDUR SKRIFA 111 lllllllllll lllllllllllllllll Tíminn 11 Hin andstæðu öfl tilverunnar ■ Þúsundum og milljónum saman fæðast einstaklingar inn í líf jarðar- innar. Óstöðvandi straumur Iífs á hér einstaklingsbundið upphaf sitt, allsendis óafvitandi unt þau örlög er bíða hvers eins. Við upphaf sitt tckur hver maður á sig þá ábyrgð að vera maður, ekki viljandi eða vitandi vits, heldur nauðugur viljugur, þ.e. hvort sem honum Iíkar betur eða verr. Og eftir breytni hans fer svo framtíð hans á ýmsan hátt, því „hver er sinnar gæfu smiður", að svo miklu leyti sem það er í hans valdi. En enginn ræður eigin lífi að öllu, því ytri aðstæður hvers og cins valda hér miklu um. Einstaklingurinn fæðist inn í mannfélag, inn í ákveðið líf- aflsvæði, sem leitast við að móta hann og hafa áhrif á framkomu hans alla og lífsviðhorf. Petta aflsvæði heldur honum í einskonar viðjum innan sinna vébanda. Þess vegna cr erfitt fyrir hvcrn einn að fara langt út íyrir þá mörkuðu braut, sem samfélagið eða lífaflsvæði staðarins hefur markað honum. Samt hefur einstaka mönnum tekist, í rás aldanna, að brjóta af sér helsi samfélagsins, losna að nokkru undan oki liins staðbundna allsvæð- is, og fundiö nýjar leiðir er miðuðu að auknu víðsýni fjöldans og bættum hag þjóðanna. Þetta voru hinir and- legu leiðtogar mannkynsins, óskasynir guðanna, sendiboðar hinnar æðstu veru, enda mjög undir aðsendum áhrifum hinha lengra komnu sem heima eiga í öðrum stöð- um hins mikla heims. Mörg nöfn mætti nefna í þessu sambandi. Slíkur maður var dr. Hclgi Pjeturss, íslendingurinn, sem fyrstur jarðarbúa varð til að skilja eðli og alsamband lífsins á náttúru- fræðilegan hátt og nauðsyn þess að hér yrði breytt um stefnu. Pví líf jarðarinnar er ekki eins og vera ætti. Hingað streyma ekki eingöngu lífg- andi geislar hins lengra komna lífs í öðrum stöðum alheints. heldur einnig helgeislar illra staða, þar sem á allan hátt er lifað andstætt tilgangi lífsins. Jaðarbúar eru opnir fyrir þessum áhrifum, bæði hinum góðu og hinum illu. Hér er sá „miðgarð- ur", sem hin gagnstæðu öfi verðand- innar reyna að hafa áhrif á. Pað er því hin mesta nauðsyn að vita um þessi áhrifaöfl, hvert er eðli þeirra, hvaðan þau berast, og hvernig við skuli bregðast, í stað þess að fljóta sofandi að feigðarósi. Hér verða allir að snúast til varnar, gegn áhrifum illra afla og í stað þess að auka áhrif þeirra, skyldi ■ Hin mikla vetrarhraut 1V1-94 í stjörnumerkinu Veiðihundarnir. Frá mann- snúist til andstöðu gegn þeim vitandi kynjum annarra hnatta berast hin andstæðu áhrifaöfl og geta haft úrslitaáhrif vits. Hér gæti verið samvinná milli á framvindu mannlífs. almennings, stjórnvalda og fjöl- miðla. Svo eitt dæmi sé nefnt, gæti sjón- varpið t.d. Iiætt að senda inn á heim- ili manna ýmsar hryllingsmyndir og kennslumyndir í glæpum og illverk- um, sent ekki cr svo fátítt. En ein- mitt slíkar ntyndir skapa stillihópa og aflsvæði setn beinlínis greiða leið helstefnuáhrifum frá vítum annarra hnatta. Til þess að hætta útsendingum slíkra tnynda, þyrftu ráðamenn dagskrár að skilja eðli stilliáhrifa og annarra fjarhrifa, og haga svo til, að eingöngu yrði valið efni til útsend- inga, sem iniðað gæti til göfgunar hugarfars og þar með til sköpunar þjóðaraflsvæðis, er samstillst gæti æðrtt lífi. Allir skyldu vita að til tnannkyns streymir stöðugt orkugeislan frá lífi annarra hnatta og það er undir hverj- um cinum komið, hvort hér má sín meira hið illa eða hið góða að- strcymi. Bætt' hugarfar fjöldans er því hin mesta nauösyn. Fjölmiðlar gætu hér átt mikinn þátt í sönnuni framförum. Og einmitt sjónvarpið gæti stuðlað að aukningu sannrar menningar eins og upphaflega var ætlunin mcð þeirri stofnun. Ingvar Agnarsson TÍMAMÓTAVERK POLITIKENS DANMARKS- HISTORIE 1. Grönland. 2. Drömmen om Amerika. 3. Island. Grönland, eftir Finn Gad. Fyrsta bindi þessa hluta Danmerk- ursögunnar, er um Grænland, landið f norðri. Þessari bók erþað sameigin- legt með bindinu um Island að hún getur talist tímamótaverk. Bæði sök- um þess að nýrri söguskoðun er komið á framfæri og ekki hefir áður verið útgefið svo gott heilstætt verk um sögu Grænlands. Finrt Gad hefir að vísu skrifað fjölda greina um sögu Grænlands áður og þriggja binda verk. Þó er þessi bók sérstæð þar sent dregin er saman söguskoðun og sjón- armið í sagnfræði fyrir nútíma les- endur. Hefir þetta tekist sérstaklega vel, nema kannske þátturinn um fund Grænlands og landnám íslend- inga þar. Þarna hefði höfundur mátt nota betur íslenskar heimiidir og auk þess síðari tíma rannsóknir, sem hafa sannað sannleiksgildi þess sem er að á bókum um þetta. Eins og allt verkið, er þarna um mjög vel útgefna bók að ræða. Drömnten om Amerika, eftir dr. Erik Helmer Pedersen. Á öldinni sem leið voru það fleiri en íslendingar sem flúðu léleg kjör heima fyrir og héldu til landsins fyrir- heitna, eða landsins handan hafsins. Draumarnir um velsældina í nýja landinu fyrir vestan urðu kannske ekki alltaf að veruleika, en þeir gáfu lífinu nýtt gildi og ný markmið, að keppa að. Þessi draumur var endur- vakinn eftir síðari heimsstyrjöldina, en þá í minni stíl. Dönum og íslend- ingum er það sameiginlegt að vera stoltir af uppruna sínum og reyna að halda góðum tengslum við gamla landið. Þetta er 2. bindi verksins sem segir þann hluta dönsku sögunnar, sem gerist utan heimalandsins. Dr. phil. Pedersen gerir þarna góð skil, flutn- ingi fólksins til bæði Norður og Suð- ur-Ameríku og þá sem skarað hafa fram úr af innflytjendunum, eins og Lauritz Melchior og Victor Borge. Er þetta vönduð og vel skrifuð bók. ísland eftir dr. Björn Þorsteinsson. Það hefði einhverntímann þótt goðgá, að fyrsta íslandssagan sem fullnægir nær alveg kröfum samtím- ans um sjónarmið í sagnfræðí, skyldi koma út á dönsku. Því hér er á ferð- inni sögubók sem ekki aðeins verð- ur að teljast tímamótaverk, heldur er hún einnig annað yfirlitsritið um ís- lenska sögu á erlendu máli á þessari öld og jafnframt fyrsta yfirlitsritið um íslenska sögu á Norðurlandamáli. Sé þess gætt hve lítið var fengist við kennslu og rannsóknir í sögu hér heima fyrr en urn ogeftir 1943, þegar þoku goðsöguheims sjálfstæðisbar- áttunnar tekur að létta, má þó segja að hér rofi loks til í dapurlegu ástandi og það á dönsku. Ég skal hér reyna að reka stoðir undir þessar skoðanir. Eina erlenda ritverkið um íslenska sögu sem til var aðgengilegt áður var „History of Ice- land“ eftir Norðmanninn Knud Gjerset, sem kom út í London 1924. Þar með upp talið. Þetta var rit í þeirra tíma hefðbundnum stil. Önn- ur rit sem eitthvað fjalla um íslenska sögu, á erlendum málum snerta aðeins nokkra hluta sögunnar. Ég ætla ekki hér að fara að halda því fram, að Björn sé eini nútíma sagnfræðingurinn á fslandi. Sumum hinum yngri kann jafn>el að þykja hann í einhverju gamall og úreltur. En ef við tökum þessa bók fram að bls. 230, þann hluta er Björn samdi einn, áður en hann veiktist í ágúst 1984 og svo framhaldið sem aðrir hafa samið þá vakna margar spurn- ingar. Hér skulu aðeins dæmi tekin. Harðindi, plágur og eldgos í lok 18. aldar, er íslendingum fækkar um 20% niður í 40.000 dauðskelfdar sálir. Þarna eru efnistök Björns ein- stök, það sem á eftir gerist fær nýtt samhengi. Nú á tímum kjarnorkunn- ar er rætt um fimbulvetur þann er fylgja mundi slíku stríði, en hvað skeði þarna, er eldgosamengunin á lofti myrkvaði svo geisla sólar að þess gætti um nokkurt skeið á eftir, jafnvel allt austur í Síberíu í upp- hafi?. En biskup landsins taldi kjark í lýðinn. „ísland er eigi óbyggilegt". Þessu var trúað. Því tók jarðarför þjóðarinnar á fslandi svo langan tíma að hún hefir ekki farið fram enn, þótt þjóðin lúti um aldir, er- lendri stjórn, heldur breyst í upp- risu. Hvað um 16. öldina, en þá sagði Borgfirðingaskáldið: „Er skráð í annálsletri, fslands var Noreg betri“. f árdaga landsbyggðar flýðu menn Noreg og sigldu yfir lægðum troðið Atlantshaf á opnum bátum til að setjast að á íslandi. Þar undu þeir glaðir við eins konar „parlamentar- isma," uns þeir tóku að berjast um völdin á 13. öld og játuðust undir Noregskonung. Þetta var syndafall íslendinga. Það leiðir nær því til babýlonskrar herleiðingar 1783, þegar flytja skyldi þá sem verst voru staddir til Danmerkur. Hreinsunar- eldur þessi orsakar að fslendingar taka að safna kröftum á ný og urðu að lokum sjálfstæðir. Ef við skoðum þessa helgisögn nánar, þá var hún í raun fslendingum allkær, en aðeins helgisögn. Samt er hún enn í dag ekki með öllu útlæg úr íslenskum kennslubókum. Það voru svo Englendingar sem gættu þess að norska eyríkið, Ftér- eyjar, ísland og Grænland, fylgdi Danmörku við landaskiptin í Kiel 1814. Upp frá því hefur danska ríkið legið á engilsaxnesku áhrifasvæði. Lítum svo á seinni hlutann. fs- lensk sjálfstæðisbarátta naut samúð- ar á Englandi, en þau mál eru ekki rædd í þessari bók. 1896 og ’97 þegar alþingi kom saman, sendi breska stjórnin flota til að stugga við danska varðskipinu Heimdal og láta alþingi samþykkja lög urn þriggja mílna landhelgi, sem að vísu hafði áður verið út fyrir ystu nes, en nú skyldu flóar og stórir firðir opnaðir fyrir tog- veiðum Englendinga. 1896 hefur fyrsta dagblaðið göngu sína, Dagskrá, fullt af níði um Dani og lofi um Englendinga. Það breytist í vikublað er flotadeildin sigldi til Englands. Þessi mál hafa verið rædd í tímaritinu Sögu og í „Tíu Þorska- stríð“, 1976, eftir Björn svo hand- hægt var að nota þær heimildir. Hví var það ekki gert? Er það vegna þess að Björn veikist 1984 að við megum sitja eftir með úrelt yfirlitsrit um gang mála frá bls. 230? Þessi bók sýnir íslendingum og Dönum að hver er sinnar gæfu smiður. Stórbændur ráða gangi mála fram um 1800. Fiskveiðar eru auka- búgrein. Sjá má á umslagi hluta af korti Ortelíusar sem bendir á að hér voru frjósömustu höf jarðar. Stærstu spendýr sem lifað hafa byltust hér um í sjónum. Þá skreyta þar jöklar landabréf í fyrsta skipti. Frá Vest- fjörðum til Grænlands eru um 280 km, en þetta sund skildi á milli frum- stæðrar steinaldar eskimóa og járn- aldarbúskaparins á Islandi allt fram til 1884, „Da Gustav Holnt foretog sin konebádexpedition gjennem isen til Angmagsalik". Þáeru íslendingar að komast af árabátastiginu yfir á skútuöldina og sjávarútvegur að verða aðalatvinnuvegur þeirra. Út- gerðarstöðvar hefðu senniiega orðið erlendar, hefðu einhverjar risið fyrir 1800. Enskar, þýskar, danskar, jafn- ve! hollenskar eða franskar, en ekki íslenskar. Stórbændaveldið íslenska og konungsvaldið sameinuðust um að flæma erlenda þegar frá íslandi. Þannig var einnig verslunargróði gerður útlægur. Hér var bannað að fjárfesta í öðru en landbúnaði og lær- dómi, því gat fólki ekki fjölgað nema í um 60,000. Það er ekki fyrr en um 1800 að íslendingar taka fyrst að til- einka sé borgarlegan lífsmáta. Þá verður til vísir að borgarastétt og sjálfstæðum fiskiþorpum. Kaup- mannahöfn er vagga íslensks þjóð- frelsis og þar verður þjóðfrelsishetj- an Jón Sigurðsson að búa allan sinn starfstíma, eins og kóngurinn. Fyrst um aldamótin 1900 geta leiðtogar ís- Noregsfari skrifar. ■ f sjónvarpsviðtali við lögreglu- stjórann í Reykjavík fyrir skömmu kom fram að hann teldi æskilegt að lögreglan færi meira út á meðal fólks og starfaði í nánum tengslum við al- menning. Þarna telja menn að sé um mikinn misskilning að ræða. Fólk vill lítil af- skipti hafa af lögregluyfirvöldum og vill sem allra minnst verða vör við þau. í Reykjavík og víðar er afar hvini- leitt hvað lögreglan er mikið á ferð- inni. Menn hafa það á tilfinningunni að hér sé lögregluríki. lcndinga flust heim. Þó hin danska saga á íslandi sé ekki rakin til neinn- ar hlítar í þessari bók, þá lendir hún oftast á milli línanna. Að lokum vil ég gera myndefni bókarinnar nokkur skil. Það cr mag- urt og gerirstörfum og striti fólksins í landinu lítil skil. Á dönskum söfnurn hljóta að finnast auðæfi menningar- sögulegra mynda frá íslandi, einkunr frá 19. öld. Hvar eru myndir eftir Daniel Bruun? Hann vann á vegum danska herforingjaráðsins að land- mælingum á íslandi um og eftir 1900 og teiknaði hundruð mynda af bæj- um og fólki við margvísleg störf. Á bls. 214-215 eru þjóðfundarfull- trúar að mótmæla því að Trampe slítur fundinum, en ekki verið að setja hann, eins og segir í texta. Þá má spyrja hvenær Bcssastaðir voru fluttir að Lækjartorgi, sbr. mynd- texta á bls. 254. Að vísu er forseta- skrifstofan í Stjórnarráðinu. Hví er engin samtenging milli myndanna á bls. 122 og 294 ? T.d. sést á fyrri myndinni bærinn, sem hvarf undir hraunið 1973. En mál er að linni. Að hér er um tímamótaverk að ræða er engin spurning. Aðeins hefði ýmislegt mátt betur takast, sem í raun lá í augum uppi. Því skal í heild fagnað þessari fyrstu tilraun ti! að skrá íslandssöguna út frá nýjum sjónarmiðum. S.H.Þ. Auðvitað þarf lögreglan að sinna lögbrotum þegar um þau er að ræða. Hér virðist hún vera að ógna og láta vita af sér svo menn haldi sig á mott- unni. í Noregi verður maður ekkert var við lögreglu enda málin betur rekin þar og löggæslan ódýrari. Það er von manna að á þessu verði breyting til batnaðar en ekki til hins verra. E.t.v. og sennilega hefði það einnig mikinn sparnað í för með sér. I Hagvangskönnun á dögunum kom fram að lögreglan er óvinsælust á f slandi af ö! I um Norðurlöndunum. LÖGREGLAN Á AD LÁTASEMMINNST Á SÉR BERA

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.