Tíminn - 23.01.1986, Page 1

Tíminn - 23.01.1986, Page 1
PRÓFKJÖR Alþýöuflokksins vegna borgarstjórnarkosninga verður haldið 8. og 9. febrúar n.k. Meðal þeirra sem bjóða sig fram í þrófkjörinu er Bryndís Schram. Framboð hennar miðast við annað sæti á lista flokksins í Reykja- vík. „Mér bárust ótal áskoranir og svo fannst mér nauðsynlegt að kona ætti sæti á listanum," sagði Bryndís í samtali við Tímann. Hún bætti því við að hún hefði hikað við framboðið alvea fram á síðustu stundu þar sem Ijóst væri að það yrði gagnrýnt að eiginkona formanns flokksins væri að hasla sér völl á þessum vettvangi. „Ég stefni á annað sætið vegna þess að það verður baráttusæti. Það á betur við mig heldur en að setjast í öruggt sæti á framboðslista," sagði Bryndís. Framboð í fyrsta sæti hafa borist frá Sigurði E. Guðmundssyni og Bjarna P. Magnússyni. ÞRJÁTÍUÞÚSUND manns hafa nú séð kvikmyndina Löggulíf, samkvæmt upþlýs- ingum framleiðandans. Myndin hefurveriðsýnd í Nýja bíói en að auki hefur hún verið sýnd víða um landið. AUÐUR STYRKÁRSDÓTTIR hefur verið ráðin ritstjóri Þjóðlífs, við hlið Jóns Guðna Kristjánssonar. Auður er stjórnmála- fræðingur að mennt en hefur starfað við blaða- mennsku, síðast á tímaritinu Mannlíf. STJÓRN Stéttarsambands bænda skorar á landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir því að Al- þingi setji lög með ótvíræðum ákvæðum um þann við innflutningi til varnarliðsins á hráu kjöti og öðrum vörum sem borið geta með sér búfjár- sjúkdóma. ÞUNGLYNDISLYFIN Alival og Psyton, sem um fimmtán milljón þunglyndissjúkl- ingar hafa tekið inn frá því 1976, hafa verið tekin úr umferð þar sem þau geta valdið skemmdum á rauðum blóðkornum sjúklinganna og nýrum þeirra. Talsmaður vesturþýska lyfjafyrirtækisins, Höchst, sem framleiddi lyfin, segir að mjög fáir sjúklingar hafi orðið fyrir þessum skaðlegu auka- verkunum en samt hafi verið ákveðið að taka þau úr umferð þar sem sjúklingum, sem kvörtuðu yfir aukaverkunum lyfjanna, hafi fjölgað að undan- förnu. STJÓRN ALUSUISSE hefu.tem til greina afsögn Emanuel R. Meyer sem for- manns og stjórnarmanns fyrirtækisins. Þá hefur dr. Bruno Sorato lýst sig reiðubúinn til að biðjast lausnar sem formaður framkvæmdastjórnarinn- ar. í fréttatilkynningu frá Alusuisse segir m.a. að stjórnin kunni vel að meta „jákvæða afstöðu" tveggja fyrrnefndra manna og þeim er þökkuð áratuga þjónusta við fyrirtækið. I stað þeirra koma dr. Hans Jucker og Dr. Nello Celio. Ástæð- an fyrir umræddum mannabreytingum er rekstrartap Alusuisse á árinu 1985. KVENFÉLAGASAMBAND ís- lands stendur nú fyrir söfnun á eftirhleðslutæki sem ætlað er fyrir innri geislun leghálskrabba- meins á krabbameinsdeild Kvennadeildar Landspítalans. Tækið sér um að geislun verði sem mest í æxlinu og sem minnst í aðliggjandi líffærum og minnkar einnig geislun á starfsfólk. Kvenfélagasambandið hefur stofnað gíróreikn- ing fyrir söfnunina og er númer hans 528005. KRUMMI Hækkun flugvallarskattsins á fslandi Gæti stórskaðað ferðamannaiðnaðinn - segir forstjóri alheimssamtaka flugfélaga Forstjóri IATA - alheims- samtaka flugfélaga, sagði á blaðamannafundi sem haldinn var á vegum Flugleiða í gær, að hækkun sú sem íslensk stjórn- völd hefðu ákveðið á flugvallar- skatti væri allt að því skemm- andi fyrir íslenskan ferða- mannaiðnað. Þegar rætt var um hækkun- ina sagði Gunter D. Eser for- stjóri að greinilegt væri að allt of harkalega væri farið í sakirn- ar. „Með þessu er hætta á að stórfellt tjón verði unnið á ís- lenskum ferðamannaiðnaði," sagði hann. Gunter er staddur hér á landi til þess að kynnast aðstæðum á íslandi. Hann tók við starfi for- stjóra samtakanna fyrir réttu ári og hefur reynt að heimsækja sem flest lönd sem eiga aðild að samtökunum, en þau eru alls 119 talsins. Gunter lýsti áhyggjum sín- um af aúknum hryðjuverkum á flugvöllum og flugvélum í heiminum. „Það er greinilegt að fólk víða í heimi og þá sér- staklega í Bandaríkjunum er hræddara við að fljúga nú en áðurgerðist. Þarkemurtilstór- aukin tíðni hryðjuverka víða í heiminum. Þrátt fyrir slæmt síðastliðið ár í sögu flugsins, hvað snertir manntjón held ég að með tilliti til annarra samgönguleiða sé mér óhætt að segja að flugið sé enn öruggasta samgönguleið- in,“ sagði Gunter. Hann var spurður hvort hann hefði rætt sérstaklega við fulltrúa Flugleiða um aukna samkeppni, á Bandaríkja- markaði, með tilkomu ódýrra fargjalda sem flugfélagið Pe- ople Express hefur boðið á leiðinni til Evrópu. Hann svar- aði því til að People Express væri ekki meðlimur í IATA, en vonaðist til að svo yrði fljót- lega. Hann sagði að fargjaldið væri það lágt að það gæti varla gengið til lengdar. Sigurður Helgason eldri, stjórnarformaður Flugleiða tók í sama streng og bætti því við, að aðeins væri um tíma- bundið áætlunarflug að ræða hjá People Express. -ES Tjaldbúinn sem búið hefur í tjaldi sínu á Amarhóli í rúma viku og fannst hreint ekki svo slæmt að gista þama þrátt fyrir snjó og kulda! Tímamynd: Árni Bjarna Japanskur tjafdbúi á Arnarhóli Geir fer í Seðlabankann Óvenjulega sjón bar fyrir augu blaðamanns í gær er hann var á gangi á Arnarhólnum í Reykjavík. Þar blasti við tjald nokkurt og þegar betur var að gáð var íbúi þess Japani frá Tokyo sem búið hefur í tjald- inu í rúma viku. Japaninn, Takashi Kondo er fjallaklifrari og hefur verið víða á ferðalagi í tæpa fjóra mánuði. Aðspurður hvort ekki hafi verið kalt að búa þarna sagði hann það ekki svo slæmt, enda var maðurinn mjög vel búinn. Hann sagðist áður hafa tjaldað við aðra tjörnina í Reykjavík og sagði að sér fynd- ist borgin skemmtilegur staður. Japaninn hrausti er á förum til Amsterdam innan skamms og bjóst hann við að halda ferða- lagi sínu áfram í tvo til þrjá mánuði í viðbót. Bankaráði Seðlabanka íslands barst fyrir nokkru bréf frá viðskipta- ráðherra þar sem hann ósk- aði eftir tilnefningu banka- ráðsins á bankastjóraefni í stað Davíðs Ólafssonar sem hafði bréflega tilkynnt ráðherra að hann óskaði eftir að láta af störfum 1. september. Bankaráðið fjallaði um þetta í gær á fundi sínum og samþykkti samhljóða sam- kvæmt tillögu formanns að mæla með Geir Hallgríms- syni utanríkisráðherra í starfið. Einn bankaráðs- manna sat hjá við atkvæða- greiðsluna. -SS -AH

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.