Tíminn - 23.01.1986, Side 11

Tíminn - 23.01.1986, Side 11
Tíminn 11 Fimmtudagur 23. janúar 1986 Jón Helgason prófessor Með Jóni Helgasyni prófessor er hniginn að foldu einn niesti fræði- manna-öidungur og eitt mesta ljóð- skáld íslands á þessari öld, á 87da aldursári sínu. Hann var fæddur 30. júní 1899 á Rauðsgili í Borgarfirði, sonur Helga Sigurðssonar og Valgerðar Jónsdótt- ur. Hann var bráðþroska og námgjarn, varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík á sautjánda ári, sigldi samsumars til náms í Kaupmannahöfn og átti þar heima alla stund síðan. Hann varð doktor frá Háskóla íslands 1926 fyrir bók sína um Jón Ólafsson frá Grunna- vík, forstöðumaður Árnasafns í Kaupmannahöfn árið eftir, og prófessor í íslenskri tungu og bók- menntum við Kaupmannahafnar-há- skóla þrítugur að aldri 1929. Þegar hin nýja Árnastofnun í Kaupmanna- höfn var sett á laggir árið 1956 var Jón sjálfkjörinn fyrsti forstöðumað- ur hennar. og gegndi liann þessum embættum uns hann hlaut að láta af þeim fyrir aldurs sakir. Þegar á námsárum sínum tók Jón að fást við rannsóknir og útgáfu handrita. Upphafið var það að hann var ráðinn aðstoðarmaður norsks fræðimanns við að búa til prentunar Ólafs sögu helga hina miklu, sem svo er nefnd. í reynd sá Jón algerlega um þetta verk. Það tók hann rúma tvo áratugi, og mættu ýmsir æðikollar nú- tímans gera sér ljóst að slík verk eru ekki hrist út úr erminni, ef vel á að vinna. En um útgáfu Ólafssögunnar hefur og verið sagt að hún hefði verið gott ævistarf eins manns. Og jafn- framt vann Jón margt annað á þess- um árum. Hann tók öll sín próf á unguin aldri og hlaut háan embættis- frama, eins og ég gat um. Hann bjó til prentunar Heiðrekssögu (1924), Ljóðmæli Bjarna Thorarensen í tveimur bindum (1935) og tvö bindi íslenskra miðaldakvæða (1936). Hann ritaði sígilt verk um málið á Nýja testamenti Odds Gottskálks- sonar (1929) og norræna bók- menntasögu á dönsku. Nordisk litt- eraturhistorie (1934). Er þó margt ótalið sem hann vann á þessum árum, og fjöldi verka stórra og smárra sem hann innti af höndum síðar á ævinni, allt til þess er kraftana þraut á síðast liðnu ári. Jón var brautryðjandi nýrra að- ferða við útgáfu íslenskra handrita. Hann gerði þá kröfu að hverja út- gáfu skyldi vanda svo vel að þar þyrfti helst ekki framar um að bæta, þar kæmi fram öll nauðsynleg vitn- eskja sem í handritunum og um þau væri að finna. Allir starfsmenn Árnastofnana í Kaupmannahöfn og Ingibjörg Hannesdóttir Fædd 19. ágúst 1893 ——3—■— —~ Dain 15. januar 1986 Lífið manns hratt fram hleypur hafandi enga bið! í dauðans grimmar greipur, gröfin tekur þar við. Oft koma mér þessi orð skáldsins Hallgríms Péturssonar í hug, þegar leiðir skiljast. Þegar gamlir vinir og kunningjar hverfa, en við sem gömul erum orðin hjörum enn og höldum ferðinni áfram æðrulaust, uns röðin kemur að okkur. Og þegar við lítum til baka, er eins og allt hafi hlaupið svo hratt. Mér koma líka í hug oft þessar hendingar Einars Benediktssonar: Mér gleymast árin mín tug eftir tug, mér tíminn finnst floginn sem örvarflug og allt sem ein augnablikssaga. Og nú er þessi saga á enda hjá þeirri kunningjakonu minni, sem mig langar til að minnast með örfá- um orðum. Ingibjörg Hannesdóttir var fædd 19. ágúst 1893. Hún lést 15. jan. sl. Var hún þá á nítugasta og þriðja andursári. Hún fæddist á Grunna- sundsnesi við Stykkishólm. Foreldr- ar hennar voru Hannes Kristjánsson og Einbjörg Þorsteinsdóttir. Hún ólst upp á fjölmennu heimili og í stórum systkinahópi. Hinn 18. desember 1925 giftist hún Flosa Jónssyni bónda á Hörðu- bóli í Miðdölum í Dalasýslu. Hinn átjánda desember sl. áttu þau því sextíu ára hjúskaparafmæli. Þau eignuðust tvo sonu: Sigurð bílstjóra í Kópavogi og Hannes kennara í Reykjavík. Þau áttu einn fósturson, Guðmund Jónsson, bróðurson Flosa, nú bónda á Emmubergi á Skógarströnd. Þetta er aðeins þurr upptalning og segir næsta fátt um hina framliðnu, sem nú er kvödd hinstu kveðju. En það sem máli skiptir eru þó mann- kostir einstaklingsins, framkoma og einkenni öll. Það er nú orðið æði langt síðan kynni okkar Ingibjargar hófust, líklega sextíu og þrjú ár. Ég ólst upp á Hörðubóli. Ég man það næsta vel ennþá, þegar nýja kaupa- konan kom í sláttarbyrjun árið 1923. Mér varð starsýnt á þessa glæsilegu og brosmildu stúlku. Hún varð fastar bundin þessum stað en hana mun hafa grunað, er hún kom þangað sem kaupakona. Árið 1925 giftist hún, eins og áður er frá greint, bóndanum Flosa Jónssyni. Þar bjuggu þau allt til ársins 1952, að þau fluttust til Revkjavíkur. Eg hygg að telja megi Ingibjörgu hamingjumanneskju, hún hafði góða heilsu fram yfir nírætt og lifði hamingjusömu hjónabandi í sextíu ár. Synir hennar og fóstursonur eru vel metnir heiðursmenn. Þetta er vissulega mikil hamingja. Glaðlyndi hennar og jákvæð viðhorf til lífsins entust henni til hinstu stundar. Ég þakka af heilum hug fyrir gömul og góð kynni. Flosa Jónssyni, sonum þeirra og fóstursyni, votta ég inni- lega samúð mína. Ágúst Vigfússon. Reykjavík eru lærisveinar Jóns. flestir beinlínis, aðrir óbeint. Auk þeirra útgáfuverka sem hann hefur unnið sjálfur hefur hann annast rit- stjórn eða yfirumsjón mikilla safna af fræðiritum. íslenskum textum og Ijósprentunum sem út hafa komið í Kaupmannahöfn um margra áratuga skeið, og skipta þessar bækur mörg- um tugum binda. Sjálfur á ritstjórinn furðulega nrikinn þátt í öllurn þess- um verkum. Útgefendur sem unnið hafa undir handleiðslu Jóns hafa komið frá mörgum löndum, og hafa áhrif hans og aðferðir við útgáfur þannig borist út um allan heim þar sem stunduð eru íslensk og norræn fræði. Árið 1939 koni út kvæðabók Jóns, Úr landsuðri, og með þeirri bók hlaut hann þegar sess með höfuð- skáldum íslands. Ljóðin voru aftur gefin út með viðaukum og nokkrum úrfellingum 1948. Síðar birti Jón safn þýðinga sígildra erlendra kvæða (1962 og 1976). Margir hafa harmað að hann skyldi ekki leggja meiri stund á skáldskapinn síðar á ævinni, svo glæsilega sem hann hleypti úr hlaði. En þetta er skiljanlegt, svo hlaðinn sem hann var af.embættis- og útgáfustörfum. Og það er víst að kvæði hans hin bestu munu lifa með- an íslensk tunga er töluð. Hann var einnig meistari í mcðferð óbundins máls og vandaði málfar sitt, bæði mælt og ritað, að hætti 19du aldar manna, svo sem Sveinbjarnar Egils- sonar og Konráðs Gíslasonar. Hann þoldi illa að heyra bögumæli og erl- endar slettur og brást þá stundum við af mikilli þykkju. Hygg ég að í ritum hans séu fáar setningar að finna sem ekki hefðu getað staðið í einhverju fornritanna. I þessu efni var hann öðrum rithöfundum til fyrirmyndar og hafði mikil áhrif á aðra höfunda, allt frá Halldóri Laxness til minni bóga. Jón Helgason var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Þórunn Björns- dóttir frá Grafarholti í Mosfellssveit, og eignuðust þau þrjú börn sem öll lifa föður sinn. Síðari kona hans, sem lifir eiginmanninn, var Agnete Loth, magister og lektor við Arna- stofnun í Kaupmannahöfn. Jónas Kristjánsson Kveðja frá Félagi íslenskra fræða Jón Helgason prófessor er allur. Drjúgum starfsdegi er lokið. Mikill vísindamaður á sviði íslenskra fræða er kvaddur. Islensk fræði eru forn mennta- grein, ein sú elsta sem stunduð er með þessari þjóð. Svið fræðanna er líka vítt og þeim fátt óviðkomandi er lýtur að andlegri og verklegri menn- ingu, tungu, bókmenntum og listum, daglegu lífi þjóðarinnar fyrr og síðar. Þjóðcrnisvitund og sjálfstæði íslenskrar þjóðar er með einum eða öðrum hætti grundvölluö á þekkingu hennar á þessum fræðum, ást hennar og virðingu fyrir þeim andlegu verð- mætum sem tengja hana saman og veita henni þor til að bera reist höfuð í samfélagi þjóða. Jón Helgason vann þjóð sinni mik- ið og ósérhlífið starf á sviði íslcnskra fræða. Vísindastörf hans og fyrir- lestrar. Ijóð hans og Ijóðaþýðingar, ræður, ritgerðir og bækur ætlaðar al- menningi um Eddukvæði og íslensku handritin eru drjúgur skerfur til sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þeirri baráttu lýkur aldrei. Varð- veisla þjóðernis, tungu og menning- ar lítillar þjóðar cr eilíf barátta. Honum var ungum falið að veita handritasafni Árna Magnússonar forstöðu. Þær ströngu kröfur sem hann gerði til nákvæmni og vandaðra vinnubragða við vísindalegar útgáf- ur íslenskra handritatexta eru nú fyrirmynd þeirraröflugu útgáfustarf- semi sent stunduð er í stofnununum tveimur, í Kaupmannahöfn og Reykjavík, og kenndar eru við nafn Árna Magnússonar. Jón Helgason var fyrirlesari eins og þeir verða bestir. Þurr fræði og samtíningur öðlaðist líf í framsetn- ingu hans og hann flutti mál sitt af innlifun og kynngi sem lét fáa ósnortna cr á hlýddu. Þeirrar listar fcnguni við í Félagi íslcnskra fræða að njóta er hann sótti okkur heim. Ljóð orti hann sem greypt eru í vitund þjóðarinnar. Félagi íslcnskra fræða var mikill heiður að telja Jón Helgason í sínum röðum og vottar minningu hans djúpa virðingu og aðstandendum hans innilega samúð. Sigurgeir Stcingrímsson. BUTASALA Nú er hægt að gera góð teppakaup Okkar árlega bútasa/a og afsláttarsala stenduri yfir. Teppabútar af öllum mögulegum stærðum og gerðum með miklum afslætti og f/ö/margar gerðir gó/fteppa á ótrúlega góðu verði. BYGGINGAVORURI HRINGBRAUT120 Simar Byggingavörur 28600 Gólfteppadeild 28603 Timburdeild ,28604- ^ Málningarvörurogverkfæri 28605 Flísaroghreinlætistæki. 28430 J

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.