Tíminn - 26.01.1986, Side 2

Tíminn - 26.01.1986, Side 2
2Tíminn Sunnudagur 26. janúar 1986 c o <f,) 05 /O '0 n 1 (o < C '0 ”D ö) 0 c 0 (0 w '6) LU 'C s03 E cn 05 C c D O c o </) w a c 0) 05 ■ < ■ ■ c o ’öT E D I (/) c 05 E h *o _C0 JD 5_ 05 O) 0 I Herra og frú „cool“ timamyndir-Róbert Félagar í blaðamannafélaginu fögnuðu því um síðustu helgi að þeim hefur áskotnast afdrep þar sem þeir geta í framtíðinni útkljáð sín mál. Fyrirhugað er að nýta húsnæðið í framtíðinni til félagsfunda og námskeiða auk þess sem heit mál verða tekin fyrir á opnum fundum. Um síðustu helgi mættu blaðamenn af öllum blöðum í afdrepið sem hefur það volduga nafn „The lcelandic Pressclub“. Lítið fór fyrir heitum málum en þeim mun meir um góðlátlegt hjal yfir glasi af appelsínusafa. A myndinni hér að ofan má sjá Fríðu Björnsdóttur, starfsmann félagsins, Kára Jónasson á útvarpinu, Eirík Jóns- son á DV og ritstjórann okkar á Tíman- um hann Helga Pé. Síðan má sjá Magn- ús Jónsson á Morgunblaðinu á bak við ritstjórann. 0PNUÐ Söngbók Gunnars Þórðarsonar var frumsýnd í Broadway síðastlið- inn laugardag við mikinn fögnuð. Þar öðluðust nýja lífdaga fyrir- brigði á borð við Hljóma, Trúbrot, ðe lónlí blú bojs og dúettinn Þú og ég. Og öll voru lögin eftir Gunnar Þórðarson. Þetta er viðamesta sýning sem sett hefur verið upp í Broadway og það hefur verið mikið tilstand að safna santan kröftum til þess að. standa að henni. Meðal þeirra sem koma fram eru ErlingurBjörnsson og Gunnar Jökull sem hvorugur hefur komið á svið í háa herrans tíð. Það eru um fjörutíu lög flutt á sýningunni og öll í svipuðum út- setningum og þau voru í þegar þau slóu ígegn. Gamliraðdáendurgeta því fellt tár yfir „Bláu augunum þínum" og fleiri „ellismellum". Myndirnar hér til hliðar voru teknar uppí Broadway á frumsýn- ingardaginn. 8se Skálað fyrir vel heppnaðri syningu. T.f.v. Pálmi Gunnarsson, Páll Þorsteinsson kynnir, Egill Ólafsson, Gunnar Þórðarson, Shady Owens, Rúnar Júlíusson og Gunnar Jökull. Söngbókarhöfundurinn ásamt foreldrum sínum og konu. T.f.v. Faðir Gunnars, Þórður Björnsson, leigubílstjóri, móðir Gunnars Guðrún Guðbjörnsdóttir, Gunnar sjálfur Þórðarson og kona hans Toby Herman SÖNG- BÓKIN Zia Mahmoud einn af þekktustu spilamönnum heims á Bridge- hátíðinni '86. Undrandi á fjölda sterkra bridgemanna Á bridgemótinu sem haldið var að Hótel Loftleiðum nú í vikunni mátti sjá mörg þekkt nöfn úr hópi bridgespilarar í heim- inum. Einhver þekktasti spilarinn að öðrum ól- östuðum er Pakistaninn Zia Mahmoud en hann gerir ekkert annað en að ferðast heimshorna í milli og taka þátt í mótum. í Lundúnum er hann á samningi við ák- veðin spilavíti þar sem fólk borgar um 30 þúsund krónur fyrir það eitt að setjast niður með honum og taka í spil en síðan er lagt undir og í mörgum tilvikum allt að 12 þús- und krónum á punkt. Zia segir að sér og fleiri erlendum kepp- endum sem hann hafi talað við hafi komið á óvart hversu mikið sé af frambærilegum bridgespilurum á íslandi. „Maður bjóst við einni til tveimur sveit- um sem væru góðar en þær sem á eftir kæmu væru mun lakari en svo virðist ekki vera. Hér eru margar sveitir sem telja verður mjög góðar. Skipulagning þessa móts er líka til fyrir- myndar og reyndar betri en ég hef áður kynnst. Útreikningar liggja strax fyrir en víða annars staðar vill verða misbrestur á því. Ég vil líka nota tækifærið og koma á framfæri þökkum fyrir einstaklega hlýjar móttökur sem eru þannig að þær ylja manni um hjartaræturnar,“ sagði Zia að lokum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.