Tíminn - 26.01.1986, Page 3

Tíminn - 26.01.1986, Page 3
Sunnudagur 26. janúar 1986 Tíminn 3 Dansaðá Hótel KEA á Akureyri hefur tek- ið gagngerum breytingum síðustu mánuði. Það má með sanni segja að þar sé komið nýtt vín á gamlan belg, því að lítið er orðið eftir af gamla hótelinu nenia útveggirnir. A „garnla" KEA voru iðulega böll um helgar og meiningin er að í nýju sal- arkynnunum verði stiginn dans á laug- ardagskvöldum í framtíðinni. KEA böilin voru samastaður „eldi" kyn- slóðarinnar, svona frá þrítugu og uppúr og þegar fyrsta ballið var hald- ið eftir breytinguna, virtist þessi breiði og síungi hópur halda tryggð við staðinn. Tíðindamaður ræddi við fjölda- marga samkomugesti og voru þeir í Sigurður Björnsson framkvæmdastjóri Sinfóníunnar býður Ungfrú heimi Hólmfríði Karlsdóttur að endurtaka steðjaleikinn eftir magnað- ar undirtektir áhorfenda. Vínarstemmning í síðustu viku sveif vínar- stemmning yfir vötnunum í Há- skólabíói. Sinfóníuhljómsveit ís- lands lék þá Vínartónlist undir stjórn Gerhard Deckert eftir Jo- hann Strauss og Robert Stolz. Ein- söngvari á tónleikunum var þýska messó-sópran söngkonan Katja Drewing. Sérstakur heiðursgestur á tón- leikunum var Ungfrú heimur Hólmfríður Karlsdóttir sem lék á steðja með hljómsveitinni við það mikinn fögnuð áheyrenda að þeir linntu ekki látum fyrr en hún hafði endurtekið spilið. Mikil gleði skein af gestum tón- leikanna og ekki minnkaði fjörið þegar þeir fóru og fengu sér aust- urrískt miðnætursnarl í Átthagasal Hótel Sögu eftir tónleikana. Myndirnar hér á síðunni voru teknar á fimmtudag í síðustu viku þegar tónleikarnir voru frumfluttir en vegna mikillar aðsóknar varð að endurtaka þá á laugardaginn. gse Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóri var mættur á tónleikana ásamt konu sini Guðlaugu. Hjónin Margrét Matthíasdóttir og Ásbjörn Magnússon skála fyrir Vínarstemmningunní í HáskÓlabtÓÍ. Tímamyndir: Ami Bjama hæsta máta Iukkulegir með staðinn. Það má scgja að það séu sérstaklega þrjú atriði sem skara frarnúr á þess- um skemmtistað. í fyrsta lagi hefur það kraftaverk gerst að þó að hljórn- sveitin þenji tól og tæki af öllum lífs og sáiarkröftum er í hinum enda sal- arins hægt að eiga samræður án þcss að æpa sig hásan eins og landlægt er á íslenskum skemmtistöðum. í öðru lagi er loftræstingin mjög góð og síð- ast en ekki síst var skynsamlegum fjölda hleypt inn í danssalinn. Öll eru þessi atriði til fyrirmyndar öðr- um veitingamönnum. Hótelstjórar KEA eru þau hjónin Kristján Jónasson og Ólöf Matthías- dóttir. Mér tókst að króa Kristján af. eitt augnablik og spyrja hann um framtíðina hjá Hótelinu. „Það er mikill hugur í okkur," sagði Kristján. „Þetta hefur verið gífurleg endurbygging og henni er ekki lokið, við getum nú boðið uppá mjög góða ráðstefnu og fundarað- stöðu sem hægt er að sníða cftir mjög mismunandi þörfum. Veitingastað rek- um við að sjálfsögðu, í hluta nýja sal- arins. Þar leggum við áherslu á topp- mat og þjónustu. Öll herbergin eru ný, og sífellt bætast fleiri við, þau verða hundrað þegar viðbygging- unni við hótelið verður lokið. Þau verða búin öllum nútíma þægindum eins og best gerist annarsstaðar á landinu. Nú ég er bjartsýnn á sumar- ið það er þegar töluvert búið að bóka," sagði Kristján að lokum og var þotinn með það sama. Samkomu- gestir dönsuðu fram eftir nóttu og skemmtu sér hið besta eins og mynd- irnar bera vitni um HIH/AK Dansinn dunaði fram eftir nótfu undir stjórn hljómsveitarinnar París- ar. Það var glatt á hjalla og mikið hlegið á þessum fyrsta dansleik eftir endurbæturnar á hótelinu. Menn sögðu ekki gleðilegt ár við hvern annan heldur „gleðilegt KEA“. HVAÐER MEIBÓK? ■ Metbók er ný 18 mánaða sparibók sem tekur við af 18 mánaða spari- reikningum. ■ Metbók mætir óskum þeirra sparifjáreiqenda, sem vilja fylgjast með stöðu sparifjár síns með innfærsl- um í sparibók í stað skírteina, kvittana og yfirlita á lausum blöðum. ■ Metbókin stendur svo sannarlega undir nafni - því 18 mánaða spari- reikningar gáfu 7,04% vexti umfram verðtryggingu á síðasta ári. ■ Enginn spari- reikningur gaf jafnháa ávöxtun miðað við binditíma. BUNAÐARRANKIISLANDS TRAUSTUR BANKI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.