Tíminn - 26.01.1986, Qupperneq 4

Tíminn - 26.01.1986, Qupperneq 4
4 TímirírV Sunnudagur 26. janu'ar i Óðfe ÞAD SEM FÓLK VILL Rætt viö Rolf Johansen um sjónvarpsrekst- ur, hvað oröið hafi um sjónvarpsstöðina sem hann og Jón Ragnarsson voru með í bígerð og hugsanlegar fimmtudagsútsend- ingar „Viö erum alvcg búnir að gefa liugmyndina um sjónvarpsstöð upp á bátinn," sagði Rolf Johansen, heild- sali, þegar Tíminn forvitnaðist um hvernig áformum Itans um rekstur sjónvarpsstöðvar liði. „Þetta var miklu dýrara en við hcldum í upphafi og svo eru tekjumöguleikarnir ekkert til þess að hrópa húrra fyrir" bætti hann viö. Rolf og félagi hans Jón Ragnars- son vcitingamaður í Valhöll og eig- andi Regnbogans voru meðal þcirra sem gældu viö hugmyndina um rckstur sjónvarpsstöðvar þegar frctt- ist að brátt yrði cinkaréttur Ríkisút- varpsins afnuminn. Eins og menn muna varð uppi fót- ur og fit þcgar fréttin barst út og margir létu sig dreyma um að koma á fót útvarpi. Flestir létu sér nægja að hugsa til hljóðvarps en þó voru nokkrir aðilar sem hugðu á sjón- varpsrekstur. Öflugastur þeirra er sjálfsagt ís- film mcð sterka aðila á bak við sig; Sambandið. Reykjavíkurborg, Ár- vak og Frjálsa fjölmiðlun. En nú virðist þctta fyrirtæki vcra að liðast í sundur og því alsendis óvíst um framhald þess cða hvort það muni á cndanum hafa bolmagn til þess að rcka sjónvarpsstöð. Enginn lukkupottur Þegar Rolf var spurður að því hvað hcfði valdið því að þcir Jón gáfu sjónvarpið upp á bátinn sagðí hann að sú stöð sem þeim stóð til boða og hefði náð yfirStór-Reykja- víkursvæðið hefði kostað 12 milljón- ir. „Þá á eftir að setja hana upp, koma yfir hana húsi og manna hana. Síðan er allt efni sem á að sjónvárpa eftir að viðbættri þýðingu. Einu tekjumögulcikarnir sem eiga að vega upp á móti þessum kostnaði eru aug- lýsingar og mér sýnist að sá markað- ur eigi eftir að verða ansi þröngur þegar allir fara af stað með útvarps- og sjónvarpsstöðvar. Það gcngur kannski fyrir sterka aöila eins og ísfilm sem hefur innan- borðs aðila eins og Sambandið sem gæti beint sínum auglýsingum á sína stöð. En ég auglýsi ekki það mikið að það standi undir hcilli sjónvarps- stöð. Það þýðir ekkert að vera að fara af stað með svona stórt fyrirtæki nema að sjá fyrir endann á því. Og það var Itka annað en rekstrargrundvöllur- inn sem fékk okkur til þess að hugsa okkur um tvisvar. Nú cru tæknifram- farir á þessum sviðum svo örar aö maður þarf ekki ncma að blikka aug- unurn til þess að sjá breytingu. Sjáðu til dæmis Hótel Holt. Þeir geta nú boðið upp á einar sjö sjónvarps- dagskrár. Tíu fjölskyldur í sama stigaganginum geta komið sér upp skerm án þess að það kosti svo mikið á hvcrn. Þannig að þeir sem ætla sér í sjón- varpsrekstur eru að renna algerlega blint í sjóinn og hætta mun stærri pcningafúlgum en ég mundi vilja gera.“ Er þá draumurinn búinn? Fimmtudags-sjónvarp „Nei, ekki alvegþ sagði Rolf og bætti við, „við sendum útvarpsstjóra bréf þar scm við óskuðum eftir við- ræðum um að fá leigðan útscnding- artímann á fimmtudögum. Mcð tækjum, dreifikerfi, mannskap og öllu. Við höfum ekki fengið svar ennþá en hann tók ekkcrt illa í þetta þegar við ræddum við hann." Og hvað ætlið þið að sýna á fimmtudögum? „Sama og stóð til að sýna í sjón- varpsstöðinni. Létt og skemmtilegt efni sem gerir menn ekki leiða. Engilsaxneska spurningaþætti, skemmtiefni, kvikmyndir og svo að sjálfsögðu framhaldsþætti. Við mundum byrja að senda klukkan 2 og halda áfram slcitulaust til mið- nættis. Það er svo mikið af gömlu fólki sem hefur ekkert við að vera á daginn og vildi gjarnan hafa sjón- varpið til þess að létta sér stundir. Það er til alveg ógrynni af skemmtilegu efni sem íslenska sjón- varpið sýnir ckki." Er þér illa við dagskrá sjónvarps- ins? „Ekkert ógurlega. En við getum spurt okkur aö því hvernig stendur á því að fólk er svona sjúkt í video- leigurnar. Ef við skoðum dagskrána á laugardögum þá byrjar hún á mynd um kynlíf rottunnar, síðan kemur tékknesk bíómynd og svo er endað á gömlu, endursýndu efni. Þaðerekki einu sinni horft á þessa þvælu. Fólk fer miklu heldur út í búð og fær sér Jeigða spólu. Svo er íslenska efnið sem búið er til ekkert sem bætir þetta. Sjáðu til dæmis Draugasögu. Norðmenn urðu bara reiðir þegar þcir sáu þessi ósköp og vildu skrúfa fyrir allt samstarf jNorðurlandanna til þess að hindra áð annað eins kæmi fyrir aftur. Þetta cr til þess að ergja fólk." Ertu með einhverja „Murdock" drauma. Kaupir stóran hlut í Helg- arpóstinum um leið og þú ráðgerir sjónvarpsstöð? Sjónvarps-sjúklingur „Nei, elskan, langt því frá. Strák- arnir á Hclgarpóstinum komu til mín og spurðu hvort ég vildi vera með og ég spuröi hvað þeir vildu mikið. Þeir sögðu fimm hundruð svo ég lét þá fá fimm hundruð. En ég skifti mér ekkert af því sem þeir eru að gera. Með fyrirtækið okkar Jóns, ísmann, þá er þetta bara leikara- fyrirtæki. Einskonar hobbý. Ég hef alltaf haft gaman af sjón- varpi. Sumirsafna frímcrkjum, ann- ar hefur gaman af einhverju öðru, en mér finnst gaman að horfa á sjónvarp. Það má segja að það sé far- ið illa með tímann en ég geri þá ekk- ert verra á meðan. Ég er búinn að fá senda dagskrá BBC frá Englandi í ein tíu ár, tutt- ugu tíma á viku, og horfi alltaf á hana. Þannigerað þaö er vinur minn sem tekur alltaf upp fyrir mig og kunningjana tíu spólur og sendir okkur og við sendum honum svo til baka íslensku dagskrána. Mér finnst það léleg býtti en hann er hæstánægð- ur. Þannig að ég þekki BBC út og inn og hef séð þar heilmikiö af efni sem aldrei sést í íslenska sjónvarpinu, því miður. Það hefur til dæmis ver- ið þáttur í „Pepper Mill nr. 1“ í nokkra mánuði sem Magnús Magnússon sér um. Helvíti góðir þættir. Hann fjallar alltaf um ísland í hverjum þætti í 12 nrínútur eða svo. Þetta ætti sjónvarpið að sýna. Ég lánaði honum Bjarna Felixsyni „The World Strongest Man" með Jóni Páli núna um daginn. Svona efni vantar í íslenska sjónvarpið. Ef ég væri útvarpsstjóri mundi ég byrja að sjónvarpa á hádegi á laugardögum og sýna íþróttir allan daginn. Billi- ardþætti, siglingar, veðreiðar og hundakapphlaup. Ekki alltaf þenn- an fótbolta og handbolta sem allir eru orðnir hundleiðir á.“ Falcon Crest Hvað er þá framundan hjá fsmann? „Við höldum áfram að flytja inn video-spólur. Það er að koma ný sending af Falcon Crest sem hefur ekki verið fáanleg lengi því fólk vill horfa hraðar á þetta efni en tekur að framleiða það. Það sýnir að það er eitthvað að dagskránni hjá Sjónvarp- inu. En það eiga sjálfsagt eftir að verða einhverjar breytingar á þess- um markaði með breyttri tækni. Þetta er ekki mjög stöðugt því um leið og maður blikkar augunum er komið eitthvað nýtt. Svo bíðum við eftir svari frá útvarpsstjóra." Býstu við að það verði jákvætt? „Ég hcf talað við nokkra topp- menn hjá Sjónvarpinu og þeir hafa allir tekið vei í þetta. Ef ég væri út- varpsstjóri þá væri ég ekki lengi að leigja út tíma sem mér nýtist ekki. Það er bara bissnissvit. FIMMTUDAGS SJÓNVARP? Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri, spurður um hugmyndir Rolfs Johansen um útsendingar á fimmtudögum. Tíminn náði tali af Markúsi Erni Antonssyni, útvarpsstjóra, og spurði hann hvort ráðamenn útvarpsins hefðu tekið ósk Rolf Johansen um sjónvarpsútsendingar á fimmtudög- um til umfjöllunar. „Það er nú fleira sem blandast inn í þctta," sagði Magnús, þannig að það hefur ekki verið liægt að taka þetta sérstaklega útúr. Ég hef sagt Rolf frá því að meðal annars vegna þeirra umræðna sem hafa verið um Noröurlanda-sjónvarp og óviss- unnar um hvernig menn hyggjast taka á móti því hér og koma því áfram til íslenskra notenda ef af því samstarfi verður, þá sé ekki tíma- bært að fjalla um þessa ósk hans einhliða. En það verður litið á þessi mál í samhengi fljótlega." - En má þá búast fastlega við því að það verði send út sjónvarpsdag- skrá á fimmtudögum? „Ég get nú ekki sagt til um það. Nú þegar verið er að tala um Norður- landa-sjónvarp á undirbúningsstigi þá er verið að tala um 60 útscnd- ingartíma á viku á tveim dagskrám. En ég veit ekki hvernig það kemur til með að líta út á endanum. Það er hins vegar gert ráð fyrir þessum út- sendingum í þeim áætlunum sem fyr- ir liggja núna. En hvort það verður í raunveruleikanum veit maður nátt- úrlcga ekkert um eða hvort yfirleitt verður af þessu samstarfi." Hvenær má búast við því að það komi á hreint? „Það verður líklega núna í apríl". En ef að þið finnið ekki not fyrir fimmtudagana cr þá ekki erfitt að hafna Rolf? „Ég geri nú ráð fyrir því að það yrði leitað eftir því hvort það væru flciri aðilar sem hefðu áhuga á svona samstarfi. Þó það beri náttúrlega að meta það frumkvæði scm hann hefur sýnt þá held ég aö það yrði ekki talið eðlilegt að útsendingarbúnaði sjón- varpsins væri ráðstafað án undan- genginna auglýsinga á því að hann væri laus til slíkra afnota". En það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að leigja út búnað sjón- varpsins til utanaökomandi aðila á fimmtudögum? „Það cr í nýju útvarpslögunum hcimild til þess og þar er það tekið sérstaklega fram að slíkt sé mögu- legt."

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.