Tíminn - 26.01.1986, Side 8

Tíminn - 26.01.1986, Side 8
8Tíminn Sunnudagur 26. janúar1986 ú Pétur Einarsson, flugmálastjóri, ræöir opinskátt um deiluna við flugumferðarstjóra, framtíð íslenskra flugmála, óleyst verkefni, stefnuna út á við og fleira og fleira „Það er mikils krafistaf þeim sem hér er við stjórn“ JL AÐ hefur verla fariö fram hjá munnum að ókyrrt hefur veriö aö undanförnu í hiifuöstöövum flu“- málastjórnar á Keykjavikurflugveili. Yfirlýsingar og bréf ineð þungum undirtóni hafa verið á feröinni milli æöstu stjórnenda flugmálanna ann- ars vegar og svo fluguinferöarstjóra hins vegar og fjölmiöiar hafa skil- mcrkilcga tíundaö hvern leik í þessu haröa tafli, þar sem báðir vilja sækja. Mönnum iinnst sem deiian einkennist af hörku og óhilgirni, en eru ekki á eitt sáttir um það hvor sé óbilgjarni aðilinn, - flugumferöar- stjórarnir eða yfirmaður þeirra, Pét- ur Einarsson, ilugmálastjóri. Við fundum Pétur aö máli nú í vikunni og inntum hann eftir hvernig málin horfðu við úr hans stóli. Fyrst vilduni við vita hvort þetta væru svo flókin mál að engar sættir væru í sjónmáli. „Það brýtur hér á einu máli, sem ég tel að sé smámál, en virðist geysi- stórt mál í hugum flugumferðar- stjóra." segir Pétur Einarsson. ..Pað hefur verið rætt ákaflega mikið sam- an eins og kunngt er og allt er þetta út af því nýja skipuriti sem tók gildi um síðustu áramót, og hafði lengi verið í undirbúningi og kynningu, cn þar var breytt verksviði hjá um níu manns í yfirstjórn flugumferðar- þjónustunnar. Nú, en félagið erekki sátt við það hvaða menn skipa hverja stöðu." Þuð crsugt um fíugmenn uð þeirséu mjög stolt og sjúlfrád stctt munnu: Eru tiugumfcrdurstjórur þuð líku, - fylgir þcttu flugi og flugmálum? „Flugumferðarstjóri verður að þjálfa með sér það „mentalitet" að taka ákvarðanir sjálfstætt og það fljótt. Pannig er ekkert skrýtið við þaö að flugumferöarstjórinn sé sjálf- stæður persónulciki. Hann verður að vera það. Mitt álit á þessari þjónustu og þessurn hópi er það að nánast hver einasti maður sé góður flugumferð- arstjóri, - ég hef engar áhyggjur af því. En hins vegar tcljum viö að það þurfi að breyta vinnureglum og eftir seinustu viðræður við félag flugum- ferðarstjóra sé ég ekki betur en að vjð séum sammála um nær hvert ein- asta atriöi nema það hvaða menn voru valdir í tvö liltekin verkefni nú.. Auðvitað leyfist mönnum aö hafa sínar skoöanir á málunum.en spurn- ingin er þá sú hvaða vald þú hcfur til að taka ákvörðun. 1 þessu tilviki er það mín skoðun að ég liafi sem stjórnvald rétt til þess að ákvarða mönnúm verkefni innan þessarar stofnunar á nokkuð frjálslcgan hátt. enda hef ég fengið það staðfest með álitsgerð tveggja kennara í Háskóla Islands. Ég vil samt leggja áherslu á að þar eru takntörk á sem í öðru. Við temjum okkur að taka ekki ákvarð- anir án þéss að vera búnir að ræða við alla aðila nokkuð ítarlega." Dcilu scm þcssi, - hcfur hún áhrifá öryggi flugumferðurþjónustunnur meðun ú henni stendur? „Ég held að á því sé enginn vafi að ef spenna ríkir á vinnustað flugum- ferðarstjóra, þá er það mjög öæski- legt. Þetta er krefjandi starf og menn verða að vera mjög vakandi yfir því sem þeir eru að gera. Vinnuálagið er mjög mismunandi, stundum mikið og stundum lítið. en öll utanaðkom- andi truflun. hvort sem eru dcilur eins og nú, umferð um vinnustaðinn, utanaðkomandi hringingar og slíkt, - allt er þetta ákaflega óæskilegt. í flugstjórnarmiðstöðvum í útlöndum fást ekki auövcldlega leyfi til þess að heimsækja vinnustaðinn sjálfan, heldur eru sérstök glerbúr sem gestir geta litið í gegn um vfir vinnustað- inn. Inn fá þeir ekki að koma, þar sem það gæti valdið truflun. Við erum einmitt að reyna að herða okk- ar reglur í þessu líka. Jú, ég hcld ég geti sagt að vel hafi gengið, því flug- umferðarstjórar og yfirstjórnun hérna eru algjörlega sammála um nánast allt í sambandi við flugum- ferðarþjónustuna. Svo skyldu menn líka athuga að það er búið að vera að endurskipuleggja þéssa stofnun frá 1980 og að það er búið að endur- skipuleggja hverja einustu deild hér nema flugumferðarþjónustuna. Við höfum framkvæmt eðlislega sömti breytingarnar í öllum deildum o'g við höfum hvergi lent í árekstri viö starfsmannahópana eins og hér hef- urgerst. Petta hefurgengið upp með samtölum og menn hafa þurft að sveigja sig til hér og þar, eins og gengur." Nú hufu fjölmiðlar tekið þunnig á málinu aðýmsir hafa án efu þá mynd uf Pétri Einurssyni áð hunn muni harður í horn að tuka sem yfirmað- ur? „Ég á nú erfitt mcð að mcta það sjálfur, en égreyni aðgeraekki meiri kröfur til samstarfsmanna minna en ég geri til sjálfs mín. Ætli harkan, sé hún nokkur, felist ekki í því að ég hef hér veriðfenginn til að annast ákveð- in vcrkefni og sjá til þess að þau gángi fyrir sig. Ég tel að mitt hlut- verk hér sé að vertj samræmingarað- ili, en alls enginn hershöfðingi. Stjórnunarkerfið í þessari stofnun byggist upp á stefnumarkandi fund- um þar sem teknar eru meiri háttar ákvarðanir og leiðandi yfirmenn, hvort sem þeir eru framkvæmda- stjórar eða deildarstjórar, taka síðan alveg sjálfstæðar ákvarðanir innan síns verksviðs og þeirrar stefnu- mörkunar sern gefin ér upp. Ég tel það grundvallaratriði að hver og einn beri ábyrgö á sínu verksviði og fái mjög rúman sveigjanleika til vinnu sinnar. Um deiluna nú er það að segja að ég er hvorki tiltakanlega bjartsýnn né tiltakánlcga svartsýnn um lausn hennar. Félag íslenskra flugumferð- arstjóra er mjög hart stéttarfélag. Peir hafa rekið nienn úr sínu félagi vegna óhlýðni og flæmt þá burt af vinnustað, sem gcrðist á Keflávíkur- flugvelli lyrir fáum árum. Ég held að það velti mikið á heppni hvernig þetta fer. Það er alltaf erfitt að spá fyrir um mannleg viðbrögð." Löngum hefurmikið verið rætt um yfim'nnu flugumferðarstjóra. Er fjölgunar von í stéttinni? Já, flugumferðarstjórar ræða mik- ið um yfirvinnuna og það er að hluta til rétt. En á ársgrundvelli er yfir- vinnan ekki svo ýkja mikil, eða rétt um20 prósent. Hins vegarleggst hún á orlofstímabilið fyrst og fremst, tímabilið frá maí til september, þeg-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.