Tíminn - 26.01.1986, Síða 10

Tíminn - 26.01.1986, Síða 10
lOTíminn Sunnudagur 26. janúar 1986 Tíminn „fær sér í nös“ á veitingastað í borginni og kemst upp með það ENGIN VIÐBRÖGÐ Texti: Gunnar Smári Egilsson Um sí&ustu helgi var lokað á Hótel Borg að kröfu lögreglustjór- ans í Reykjavík. Ástæðan var me&al annars sögð sú að helgina á undan hefði þar farið fram neysla fíkniefna. Tekjutap Borgarinnar er áætlað allt a& 2 milljónum vegna þessa. Tímamynd: Róbert t »mtw -v ■<■■• Veitingamenn eru uggandi um að þeir verði hengdir fyrir syndir annarra. „ Verður aldrei hægt að útrýma ósómanum “ segir fíkniefnalögregla Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjórl í dómsmálaráðu- neytinu skorar á almenning að taka höndum saman og út- rýma ósómanum. Tímamynd: Sverrir Fólk virðist ekki kippa sér upp við það að maður sem situr við sama borð og það á veitingahúsi taki upp hvítt duft, móti það í línu með rak-I vélablaði, vefji upp þúsundkróna- seðli og sjúgi duftið upp í nefið. Þetta var allavega reynsla blaða- manns er hann fór á einn skemmtistað borgarinnar vopnaður lyftidufti í Iít- illi öskju, rakvélablaði og síðasta þúsundkrónaseðlinum sínum. Ráðuneytið grípur í taumana Eins og heyrst hefur í fréttum hef- ur dómsmálaráðuneytið sent veit- ingamönnum bréf þar sem það hvet- ur þá til þess að fyrirbyggja neyslu fíkniefna í sínum húsum. Að öðrum kosti eigi þeir á hættu að húsunum verði lokað um lengri tíma. f frétt frá dómsmálaráðuneytinu er ástæða bréfsins tilgreind. Þar sgir: „Af nýlegum skýrslum frá lögregl- unni í Reykjavík kemur fram að nokkur brögð hafi verið á því að veit- ingahúsagestir hafi sjáanlega verið undir áhrifum fíkniefna auk þess sem að dæmi eru nefnd um að fíkni- efna hafi verið neytt í veitingasölum. Hefur ráðuneytið lagt á það áherslu að gerðar séu af hálfu lögreglustjóra viðeigandi ráðstafanir gagnvart við- komandi veitingahúsum með áminningum, takmörkunum eða stöðvun veitingastarfsemi. Verði fíkniefnaneysla látin viðgangast varði það sviftingu opinberra starfs- leyfa“. Fyrstu aðgerðir lögreglustjóra eft- ir að þetta bréf kom í hendur veit- ingamanna var að loka Hótel Borg um síðustu helgi. Þó aðalástæðan hafi verið sögð sú að of margt fólk hafi verið þar inni helgina á undan er þess einnig getið að það hefði mátt sjá á mörgum gestanna að þeir hafi neytt einhverra annarra vímuefna en áfengis. „Mér finnst að það hafi verið kom- ið aftan að okkur,“ sagði Jóhann Steinsson veitingastjóri á Hótel Borg þegar Tíminn hafði samband við hann, „hér var ekki tekin skýrsla af nokkrum manni helgina á undan og eina sem lögreglan sagði var að hún hefði þekkt nokkra kunna fíkniefna- neytendur. En við höfum ekki þau gögn í höndunum sem þeir hafa og getum því ekki þekkt þetta fólk út úr stórum hóp. Þeir verða því að láta okkur í té myndamöppúr og við yrð- um síðan að fletta þeim upp til þess . að hindra það að einhverjir af góð- kunningjum lögreglunnar slæðist ekki með. Við erum engir sér- fræðingar í fíkniefnum og ég per- sónulega þekki ekki kannabislykt frá lykt af „Half & Half“. Þar til við verðum fræddir um þessi mál finnst mér hálfeinkennilegt að gera okkur ábyrga. Við vitum til dæmis ekki hvernig við eigum að taka á þessu máli nú um helgina. Hins vegar voru of margir í húsinu um þessa helgi og við munum passa okkur á því að það komi ekki fyrir aftur.“ Þegar Jóhann var spurður að því hversu mikið tap Hótel Borgar væri vegna þessara aðgerðasagði hann að ómögulegt væri að segja til um það því það færi eftir aðsókn sem gæti verið ansi misjöfn. Annar veitingamaður sem Tíminn hafði samband við sagði að Borgin hefði þarna orðið af um 1 1/2-2 millj- ónum í brúttó-tekjur. Hvererástæðan? En hvað liggur að baki bréfi dóms- málaráðuneytisins? Að því má leiða getur að fíkni- efnaneysla sé orðin það algeng að fólk, og þar með taldir veitinga- menn, sé hætt að kippa sér upp við hana og láti eins og hún komi því ekki við. Að hér sé ugi mál hvers og eins að ræða; einkamál sem frekt er að hnýsast í. í þessari afstöðu hlýtur að felast viðurkenning á fíkniefnum sem sjálf- sögðum hlut er ekki tekur að sporna gegn. Þetta viðhorf verður æði ann- arlegt í Ijósi þess að mikill meirihluti þjóðarinnar lítur á fíkniefni sem greiða leið til glötunar og eitt alvar- legasta vandamálið sem við er að glíma í dag. Það ætti því varla að vekja furðu þó ráðuneytið reyni að finna leiðir til þess að snúa þessari þróun við. Þegar þessi mál eru hugleidd er auðvelt að lenda í því að draga al- i mennar ályktanir. Er spumingunni „Á ég að gæta bróður míns“ nú æ oftar svarað neitandi? Því þrátt fyrir að þeir sem neyta fíkniefna gerist brot- legir við lög þá var ástæðan fyrir lögunum sú að gera fólki torveldara að eyðileggja líf sitt. Ef afstaðaal- mennings er orðin sú að því komi ekki við og eigi ekki að skipta sér af þó náungi þess sé að leika sér að eldinum þá hefur hann beðið sið- ferðilegt skipbrot. „Aðfásérí ranann“ Til að sannprófa viðbrögð al- mennings fór útsendari Tímans af

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.