Tíminn - 26.01.1986, Qupperneq 13

Tíminn - 26.01.1986, Qupperneq 13
Sunntfdagur 26. janúar 1986 Tíminn 13 Revíuleikhúsið: Skrítnar íslenskar skottur í Breiðholti t>að var mikið um að vera þegar Tíminn leit við á æfingu Revíuleik- hússins á íslenska barnaleikritinu Skottuleik í Breiðholtsskóla. Skott- urnar þrjár sem þær Guðrún Al- freðsdóttir, Guðrún Þórðardóttir og Saga Jónsdóttir leika voru klæddar í litríka búninga og biðu þess að smiðshöggið væri lagt á leikmynd- ina, sötruðu kaffi og hlógu. Brynja Benediktsdóttir höfundur leikritsins og leikstjórinn þaut um salinn og fann til stórt segulband sem hún setti í samband. Að því búnu vippuðu skotturnar sér upp á svið og fóru að syngja. „Ég er skotta, ég er skotta, ég er lítil skotta." Við Brynja sett- umst hlið við hlið og hófum spjaliið. Ég samdi þetta leikrit fyrir þessar 3 leikkonur Revíuleikhúss- ins,“ sagði hún ákveðin, „og hafði í huga þjóðsögurnar. Leikritið fjallar um nútímaskottur, borgarskottur sem notfæra sér það sem fólk fleygir. Þeim finnst gaman að lifa, syngja og dansa en það eina sem þær vantar er húsnæði, og koma sér því fyrir eina nótt í vinnupöllum borgarinnar." Brynja segir að þær séu í sömu að- stöðu og öll leikhúsin sem þurfa að bjarga sér. „Kannski er þetta fram- hald af stöðu okkar í leikhúsinu," segir hún og brosir, og segist sjálf hafa farið í fataskápa og ruslatunnur vina sinna og hirt þar ýmislegt fyrir utan húsin þeirra svo þessi leiksýning gæti orðið að veruleika. „Svo bauðst okkur að sýna forsýningu á þessu verki fyrir íslensku krakkana í Lux- emborg og þau voru óskaplega hrifin og stuðluðu að því að við gætum haldið áfram með sýninguna.“ Karl Ágúst Úlfsson samdi söng- texta, Jón Ólafsson (á rás 2) samdi tónlistina, David Walters sá um lýs- ingu, búningar eru eftir Unu Collins og leikmyndin eftir Brynju Ben- ediktsdóttur. „Verkið verður sýnt allar helgar," segir Brynja og bætir því við að þau séu mjög hrifin af þessu leikhúsi í Breiðholtsskóla í neðra Breiðholti. Inúk-hópurinn hafi í upphafi m.a. sýnt í því. Frumsýning var laugardaginn 18. janúao Litla skutta, stóra skotta og fína skotta eru skrítnar skottur sem finnst alveg óskaplega gaman að lifa syngja, hlæja og dansa og skeinmta litlum og stóruni krökkum á öllum aldri. Tímamynd: Árni Bjarna. Endurnýjun áskriftarkorta - Sinfóníuhljómsveit íslands Fimmtudagstónleikar - SÍÐARA MISSERI 6. febr. Stj. Jean-Pierre Jacquillat: Einl. Nancy Weems, pí- anó. Efnisskrá: Atli H. Sveinsson : Mozart: Kodaly. 20. febr. Stj. Klauspeter Seibel: Kór ísl. óperunnar: einsöng- varar Carloff: Carmina Burana 6. mars Stj. Jukka Pekka Saraste : Einl. Janos Starker, selló. Efnisskrá : Jón Leifs : Prokofief: Brahms. 20. mars Stj. Thomas Sanderling : Einl. Szymon Kuran, fiöla. Efnisskrá : Beethoven : Szymanowski: Wagner. 3. apr. Stj. Frank Shipway: Einl. Martin Berkofsky, píanó. Efn- isskrá : Rachmaninov : Sjostakovits. 17. apr. Stj. Páll P. Pálsson : Eins. Ellen Lang. sópran. Efnis- skrá : Páll P. Pálsson : Sibelius 15. maí. Stj. Davíö Robertsson: Einl. Manuela Wiesler. Efnis- skrá: Þorkell Sigurbjörnsson: Sandström: Prokofief. 22. maí. Stj. Jean-PierreJacquillat. Efnisskrá: Ravel: Berlioz. Nýir áskrifendur velkomnir - Greiðslukortaþjónusta. Endurnýið áskriftarkortin fyrir 31. janúar í Háskólabíói alla virka daga kl. 14.00-18.00.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.