Tíminn - 26.01.1986, Page 26

Tíminn - 26.01.1986, Page 26
26 Tíminn Sunnudagur 26. janúar 1986 Indverski meinlæta- maöurinn Ramand Yogi dvelst fjórar vikur grafinn í jöröu sér til lækningar og sáluhjálpar. Sá sem hér liggur grafinn lifandi með aðeins hendurnar upp úr jörð- inni er indverskur meiniætamaður að nafni Ramand Yogi og er 46 ára gamall og býr í Knapur, á Indlandi. Hann hefur dvalist á þennan hátt neðanjarðar í allt að 28 daga samfleytt án þess að neyta matar eða drykkjar og án þess að í raun- inni geta dregið að sér andann. Vísindamönnum hefur verið það ráðgáta hvernig meinlætamönnum eins og Ramand Yogi tekst að hægja svo á líkamsstarfsemi sinni að þeim reynist unnt að lifa af sjálfspyntingar sem þcssa. Það hefur einnig gert mönnum erfitt fyrir að slíkir menn cru gjarn- an tregir til að gangast undir rann- sóknir sem þeir telja ónauðsynleg- ar og hafi ekkert gildi. Einstaka sinnum hefur þó vís- indamönnum tekist að vinna trún- að þessara manna og fengið þá til liðs við sig og vísindin. Öruggustu tilraunirnar af þessu tagi eru þær sem framkvæmdar eru í sérstökum rannsóknarstofum þar sem þeir, sem að rannsóknunum standa, geta ráðið sem flestum „breytum“ eins og það heitir á máli vísindamanna. Dr. Nigel Calder við Mcnningar- vísindastofnunina í Kansas í Bandaríkjunum tókst að fá Ra- mand Yogi í lið með sér og Calder og aðstoðarfólk hans hófst handa við að koma upp vinnustofum þar sem líkt er eftir þeim aðstæðum sem eru úti í náttúrunni þar sem Ramand Yogi lætur grafa sig lif- andi. Á rannsóknarstofunni í Nýju Delhi var komið fyrir stóru loft- þéttu járnbúri og Ramand Yogi lokaður þar inni. Með því að festa á líkama jógans ýmis mælitæki sem hægt var að lesa af utan búrsins er hægt að fylgjast nákvæmlega með líkamsstarfsemi hans og ef eitthvað fer úrskeiðis er bjölluhnappur und- ir hægra fæti hans sem hann þarf ekki annað en að þrýsta á og þá er rokið til og búrið opnað. Eftir nokkrar mínútur er Ra- mand fallinn í djúpan trans og það virtist engin áhrif hafa á hann þó svo að súrefnið í kistunni færi ört minnkandi. Þremur tímum eftir að tilraunin hófst var súrefnisnotkun jógans komin niður í fjórðung þess sem talið er að venjulegt fólk þurfi til að geta haldið lífi. Þremur klukkustundum seinna eða þegar Ramand hafði dvalið í loftleysi í um sex klukkustundir virt- ist koloxíð í kassanum aukast til muna og þá hafði andardráttur mannsins tekið breytingum og hann fór að anda örar en hann hafði áður gert. Stuttu seinna kom merki úr „kistunni" þess efnis að nú þætti jóganum nóg að verið og var hún þá opnuð. Áður en hinar eiginlegu tilraunir hófust fylgdust Calder og aðstoðarmenn hans með RamandYogi í 28 sólarhringa þar sem hann hafði látið grafa sig lifandi og aðeins hendur hans stóðu upp úr jörðinni. „Svo virðist sem þeir jógar, sem nú eru uppi, fari líkt að og fyrir- rennarar þeirra í gegnum aldirnar og sagnir eru til af. Það er fyrst og fremst með því að rannsaka betur transinn og áhrif hans á líkamann sem unnt verður að leysa þær gátur sem við er að glíma og gera það að verkum að maðurinn getur lifað við þær aðstæður sem meinlæta- mennirnir kalla yfir sig,“ segir dr. Calder. Svo virðist sem þekkingin á eigin líkama og sú þjálfun sem að baki liggur geri það að verkum að jógarnir nái að stjórna ósjálfráða taugakerfinu þannig að þeir geti Ramand Yogi og Dr. Nigel Calder á tilraunastofunni í Nýju Delhi, skömmu áður en jóginn var lokaður inni í „gröf sinni“. Dr. Nigel Calder við störf sín á Indlandi. Hér er hann að koma fyrir rafnemum á líkama meinlætamanns sem stundar sjálfspyntingar. haft áhrif á hjartslátt sinn og blóð- streymi, efnaskipti og líkamshita auk margs annars. Það er talið sannað að meinlæta- menn, sem fara líkt að og Ramand Yogi, missi ekki meðvitund á með- an á þessum tilbúna dauða þeirra stendur. Þess í stað koma þeir sér í sér- stakt ástand með hugleiðslu og á þann hátt lifi þeir „dauðann“ af. Upphaflega er talið að þessi sið- ur að láta grafa sig í jörðu, hafi komið tilafþvíaðjógarhafi haftþá trú að með því að nálgast dauðann og yfirvinna hann hafi þeir læknað sjálfa sig af meinsemdum og kvillum. Með því að einangra sig algjörlega með þessum hætti hafi þeir flýtt fyrir og ýtt undir þá lækn- andi krafta sem líkami okkar býr yfir. Aðferðir þessar eru þekktar víðar en á Indlandi þó svo að þessi trú sé útbreiddust þar í landi. Vitað er um hópa fólks í Japan sem hafa lagt stund á einangrun af þessu tagi og sagnir til um að slík einangrun án matar og drykkjar hafi staðið f allt að 400 dögum. í vestur Afríku er einnig vitað um fólk sem lagt hefur stund á ein- angrun af svipuðum toga og sú sem Ramand Yogi stundar en þó að því undanskildu að það fólk lætur ekki grafa sig í jörðu heldur dvelst undir vatni tímunum saman. Niðurstöður Nigel Calder liggja ekki enn fyrir en að hans sögn hafa tilraunirnar sem gerðar voru undir hans stjórn í samvinnu við jógann Ramand Yogi varpað ljósi á ýmis- legt sem ekki var vitað um líkams- starfsemi manna sem beita sig álíka harðræði og Ramand Yogi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.