Tíminn - 14.02.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.02.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 14. febrúar 1986 Frumvarp um Útflutningsráð: Viðskiptafull- trúar í íslensk sendiráð Lagt hefur veriö fram á Alþingi stjórnarfrurnvarp um Útflutningsráð íslands. Það er í samræmi við yfirlýs- ingar nýskipaðs utanríkisráðherra, Matthíasar E. Mathiesen, um aukna áherslu utanríkisráðuneytisins á nánari tengsl þess við útflutningsat- vinnuvegina. Hlutverk Útflutningsráðsins skal samkvæmt frumvarpinu vera að koma á auknu samstarfi fyrirtækja, samtaka og stjórnvalda í málum, er lúta að eflingu útflutnings og veita útflytjendum alhliða þjónustu og ráðgjöf í því skyni að greiða fyrirog auka útflutning á vöru og þjónustu. Ennfremur skal ráðið vera stjórn- völdum til ráðuneytis í málum sem varða utanríkisviðskipti íslendinga. Af hálfu stjórnvalda skulu eiga að- ild að Útflutningsráði fulltrúar við- skiptaráðuneytis, utanríkisráðu- neytis, iðnaðarráðuncytis, landbún- aðarráðuneytis, samgönguráðuneyt- is og sjávarútvegsráðuneytis. Stjórn þess skulu skipa átta menn, valdir til tveggja ára í senn. Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, Samband íslenskra samvinnufélaga, Fluglciðir hf., Sölu- samband íslenskra fiskframleiðenda og Félag íslenskra iðnrekenda til- nefna einn mann hver, viðskiptaráð- herra og utanríkisráðherra tilnefna einn mann hvor og einn stjórnar- maður skal tilnefndur sameiginlega af aðilum í Útflutningsráði, öðrum en nefndir hafa verið. Sömu aðilum verður einnig gert að tilnefna vara- menn. Viðskiptaráðherra skal skipa stjórnina samkvæmt tilnefningu of- angreindra aðila. Frumvarpið gerir ráð fyrir að Út- flutningsráð starfræki skrifstofu sem annast öll dagleg störf og þau verk- efni sem stjórnin tekur ákvörðun um. Jafnframt skal því heimilt að ráða viðskiptafulltrúa til starfa í sendiráðum, að höfðu samráöi við viðskipta- og utanríkisráðuneyti. í því sambandi scgir m.a. í greinar- gerð að frumvarpinu: „Skipulagi stofnunarinnar er hagað þannig að það verði útflytjendur sjálfir sem ráði mestu um gang mála. Jafnframt er gert ráð fyrir nánum tengslum stofnunarinnar við stjórnvöld, t.d. að starfsmenn hennar geti starfað í sendiráðum íslands erlendis, en af slíku samstarfi hlýtur að veröa marg- háttað hagræði og sparnaður. Við- skiptaráðuneytið ber stjórnskipu- lcga ábyrgð á starfsemi þessari enda er það í verkahring þess ráðuneytis að sinna utanríkisviðskiptum." -SS Staðfesting á aðalskipulagi Bessastaðahrepps, Frá vinstri: Sigurður Valur Asbjörnsson sveitarstjóri, Alexander Stefánsson félgsmálaráðherra, Erla Sigurjónsdóttir oddviti, Hallgrímur Dahlberg ráðuneytisstjóri í félagsmála- ráðuneyti. Staðfest aðalskipulag fyrir Bessastaðahrepp Föstudaginn 3. janúar s.l. stað- festi Alexander Stefánsson félags- málaráðherra aðalskipulag fyrir Bessastaðahrepp. Samkvæmt samþykkt hrepps- nefndar frá 5.11.1984, er stefnt að því að íbúafjöldinn verði 1600 árið 1994 og 2150 árið 2004. Fyrstu 10 árin er m.ö.o. reiknað með meiri fjölgun en á seinni áratugnum ca. 3,4% árlegri íbúafjölgun. Hin áætl- aða öra íbúaþróun fyrri hluta skipulagstímabilsins byggist á deili- skipulagstillögum sem hafa verið samþykktar fyrir ýntis svæði og búið er að selja hluta af lóðunum. Er reiknað með að þessi svæði verði fullbyggð á næstu 10 árum. Til að tengja saman byggðina er hringvegur um nesið, sem fyrirhug- að er að færa að sjó að vestanverðu og lagfæra að öðru leyti. Var sú vegagerð staðfest sérstaklega af ráðherra 18.7.1984, sem hluti af aðalskipulagi Bessastaðahrepps. Um þessar mundir er búið að leggja u.þ.b. helming þessa vegar. Norðvestan við gatnamótin að Bessastöðum og vestur á nesið er fyrirhugaður miðbæjarkjarni og í næsta nágrenni þéttari byggð að einhverju leyti. Innan hringvegar- ins, sem getið er um hér að framan er auk miðbæjarins fyrirhugað að hafa ýmsa sameiginlega starfsemi s.s. skóla, ýmsarstofnaniroghugs- anlega þéttari íbúðabyggð, auk íþróttasvæða og starfsemi tengda þeim. Eins og aðalskipulagið ber með sér, er lagt til að friða allstór svæði í hreppnum, s.s. eins og strand- lengjuna, Bessastaðanes og um- hverfi Kasthúsa- og Bessastaða- tjarna auk annarra svæða. Aðal- skipulagið gerir m.ö.o. ráð fyrir mjög dreifðri byggð, eða fyrst og fremst einbýlishúsabyggð auk verulegra opinna svæða. Sé miðað við þennan þéttleika má ætla að fullbyggður muni hreppurinn rúma u.þ.b. 3000 íbúa. Hér standa þau Sigurfinnur Sigurðssun formaður Stjórnar- nefndar málefna fatlaðra, Hall- grímur Dahlberg ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytis, Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra, Stefán Hreiðarsson forstöðumaður Greiningar og ráðgjafarstöðvar ríkisins, og Margrét Margeirsdóttir starfsmaður þeirrar stofnunar, fyrir utan húsið að Sæbraut 2. Mynd-Sverrir. Með auknu húsnæði batnar til muna öll þjónusta við fjölfötluð' börn. Sjúkraþjálfun er einn þeirra þátta í starfsemi Greiningar-og rágjafarstöðvarinnar sem nýtur góðs af. A þessari mynd sést Anna Þórarinsdóttir yfirsjúkraþjálfari ásamt ungum herramanni. Mynd-Sverrir. z.i -4||w ir&Mar J Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins í nýju húsnæði Fyrir nokkru var blaðamönnum kynnt starfsemi Greiningar- og ráð- gjafastöðvar ríkisins í tengslum við opnun viðbótarhúsnæðis að Sæbraut 2 á Seltjarnarnesi, sem er beint and- spænis svokölluðu Kjarvalshúsi. Greiningar- og ráðgjafarstöðin er ný stofnun sem starfar á vegum félagsmálaráðuneytisins til þess að þjóna fötluðum. Hún starfar eftir lögum um málefni fatlaðra frá 1983 og er tilgangur hennar og urnfang skilgreint í 16.gr. þeirra laga. Sam- kvæmt þeim lögum er hlutverk greiningarstöðvarinnar margvtsleg, bæði bein þjónusta við fatlaða ein- staklinga, ráðgjöf til meðferðar- aðila, skráning fatlana og rannsókn- ar- og menntunarstarfsemi. Þessi nýja stofnun tekur til hluta af skyldum Athugunar- og greiningar- deildar Öskjuhlíðarskóla sem starfs- rækt hefur verið undanfarin 10 ár í Kjarvalshúsi. Starfsliðið verður áfram hið sama auk þess sem ráðinn hefur verið forstöðumaður. Þannig hefur kjarni fagfólks sem býr yfir mikilli þekkingu á eðli og inntaki fatlana flust frá Athugunardeildinni til Greiningarstöðvarinnar. Á sama hátt fékk hin nýja stofnun í „arf“ lista með á milli 40 og 50 börnum sem þangað hefur verið vísað á undan- förnum 3 árum, en ekki hefur verið unnt að sinna. Auk þess berast nýjar tilvísanir stöðugt. A síðastliðnu ári sóttu um 160 einstaklingar þjónustu á Athugunardeildina og þarf mikill meirihluti þeirra áframhaldandi þjónustu á Greiningar- og ráðgjafar- stöðinni, bæði til meðferðar og frek- ari greiningar. Við eðlilegar starfs- aðstæður er talið að um 180 börn úr hverjum árgangi myndu leita til stöðvarinnar. Kjarvalshúsið verður notað áfram sem athugunardeild þar sem reynt er að sinna eldri börnum sem koma daglega til dagvistunar um nokkurra vikna skeið og eru í umsjá sér- þjálfaðra fóstra og þroskaþjálfa, auk athugana annarra sérfræðinga. í Sæbraut 2 verður göngudeild þar sem flestum yngri börnunum er sinnt með reglulegum heimsóknum til fag- aðila, þar sem barnið fær þjálfun og foreldrarnir tilsögn. Þess má geta að þá að viðbótarhúsnæðið leysi brýn- asta vanda stöðvarinnar, þá er nauð- synlegt að komið verði upp sérhönn- uðu húsi undir starfsemina þegar til lengri tíma er litið. -SS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.