Tíminn - 14.02.1986, Qupperneq 11

Tíminn - 14.02.1986, Qupperneq 11
Tíminn 11 Föstudagur 14. febrúar 1986 llllllllii ÍÞRÓTTIR lllllllll llllllllllllllllllll Iþróttir Umsjón: ÞÓRMUNDUR BERGSSON Benfica lagði Porto - í portúgalska bikarnum í fyrrakvöld í fyrrakvöld var spilaði í bik- 1. Önnur úrslit: arkeppninni í PortÚgal. Þetta VOru Acadetnica-Guimaraes .............. 1-0 leikir 1 fimmtu umferö og mesta at- Beienenses-Lixa.................... 4-0 hygli vekur að Benfica vann Porto 2- Sporting-Barreirense............... 2-1 Peniche-Varzim..................... 0-1 Norskur handknattleikur: Ski vann Stavanger - munurinn á liðunum nú aðeins tvö stig í vikunni léku „íslendingaliðin" í norska handknattleiknum innbyrðis. Var leikurinn á heimavelli Fredriks- borg Ski, liðs Gunnars Einarssonar. Stavanger, lið Helga Ragnarssonar kom í heimsókn sem efsta lið deild- arinnar en fór heim með tap á bak- inu. Ski sigraði 31-26. Stavanger er enn efst í deildinni með 30 stig en Ski er í öðru sæti með 28. Aðeins tvær umferðir eru eftir í deildinni. Unglingamót KR og Speedo: Risastórt sundmót Sunddeild KR og SPEEDO á ís- landi halda unglingamót í sundi í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Mótið sem er eitt það stærsta hér á landi í sundi verður bæði á laugardag og sunnudag. Keppendur verða um 450 og verður keppt í 42 greinum í fjórum aldursflokkum. Mótið hefst kl. 12.00 á laugardag og stendur til liðanna í bikarkeppni KKÍ í Hafnar- firði í gærkvöldi. Vissulega unnu Haukarnir sigur 90-75 en það þurfli að hafa fyrir hlutunum í gær ólíkt því sem gerðist fyrir viku er Haukar löbbuðu yfir Keflvíkingana. Það var ekki fyrr en eftir að um 10 rnín. voru liðnar af síðari hálfleik sem hlutirnir fóru aðganga hjá Haukunum. Pá var staðan 57-55 þeim í vil. Næstu mín- útur reyndust Keflvíkingum slæmar. Þeir fóru illa með færin og Haukar náðu fjölda hraðaupphlaupa sem enduðu með körfu. Skyndilega var staðan orðin 74-64 og eftir það var bara spurning um hversu stór sigur Haukanna yrði. Þegar uppvarstaðið reyndust fimmtán stig skilja liðin að og ætti það að duga Haukunum fyrir seinni leik liðanna í Keflavík. Allt getur þó gerst í körfuknattleik. Kefl- víkingar misstu dálitla stjórn á sjálf- um sér í lok leiksins í gær og hættu að spila agað. Það boðar aldrei gott og Haukarnir gengu á lagið. Pálmar var daufur í dálkinn í byrj- un í gær en í síðari hálfleik komst hann aðeins í gang. Hann gerði flest Spœnska bikarkeppnin: Archibald skoraði í fyrrakvöld var leikið í spænsku bikarkeppninni í knattspyrnu. Þetta voru fyrri leikirnir í átta liða úrslitum keppninnar. Úrslit urðu þau að Celta og Real Madrid gerðu jafntefli í forinni á leikvangi Celta 0-0. Þá sigraði Barcelona At. Madrid í Ma- drid með tveimur mörkum gegn einu og skoraði Steve Archibald annað marka Barcelona. Loks gerði Saba- dell og At. Bilbao jafntefli 1-1. um kl. 19.00enbyrjarsíðankl. 09.00 á sunnudag og stendur fram til kl. 14.00. stig Haukanna eða 24. Webster átti góðan dag í vörn og allgóðan í sókn og gerði 20 stig. Henning var í dauf- ara lagi og skoraði til aðmynda ekki körfu fyrr en í síðari hálfleik. Hjá Keflvíkingum voru þeir Jón Kr. og Hreinn bestir. Hreinn gerði 16 stig en Jón gerði 14. Þá skoruðu Guðjón og Sigurður sín 12 stigin hvor en voru ósköp mistækir cr verulega reyndi á. Seinni leikur liðanna verður í Keflavík sunnudaginn 23. febrúar. Archibald náði að skora mark á Spáni. Molar ■ Sovétmenn og Svíar spil- uðu í vikunni þrjá leiki í ís- hokký en þessi íþrótt er gífur- lega vinsæl í báðum þessum löndum. Sovétmenn voru Sví- um yfirsterkari í öllum leikjunum. Fyrsti leikurinn vannst 2-1, annar fór 7-4 og sá síðasti 10-2. Þess má geta að það voru 10 þúsund manns í skautahöllinni í Gautaborg þar sem þriðji leikurinn fór fram. ■ Rétt er að rúlla yfir úrslit- in í NBA-körfuknattleiknum í gær. Pistons unnu Knicks 113-99, Bucks unnu Pacers 103-97, 76ers sigruðu Bulls 106-98, Mavs lögðu Nuggets 117-110 og loks unnu Lakers Suns 126-100. ■ Anderlecht hefur nú náð Club Brugge að stigum í belg- ísku 1. deildinni í knatt- spyrnu. Anderlecht vann frestaðan leik gegn Lierse í gær 5-0 á útivelli. Bæði Anderlecht og Club Brugge eru nú með 39 stig eftir 25 leiki en næsta lið er Waregem með 29 stig eftir 25 leiki. ■ Forráðamenn Ports- mouth í 2. deild á Englandi hafa ákveðið að senda lög- fræðing sinn til Ítalíu til við- ræðna við forráðamenn AC Mílano um greiðslur fyrir Mark Hateley. Mílanó er orðið langt á eftir með greiðslur fyrir kappann vegna fjárhagserfiðleika félagsins. Nú er hinsvegar von á að nýr eigandi taki við AC Mílanó og þá vonast forráðamenn Portsmouth til að greiðslur fyrir Hateley fari að berast. Ef ekki verður staðið við þasr þá á liðið heimtingu á að fá Hat- eley aftur. Norðmenn í kvöld Rétt er að minna á að í kvöld verð- leikur í úrvalsdeildinni í körfuknatt- ur fyrri leikur fsiendinga og Norð- leik. Njarðvíkingar fá ÍR-inga í manna í handknattleik. Leikið verð- heimsókn í Ljónagryfjuna í Njarð- ur í Laugardalshöil og hefst leikur- víkum kl. 20:00. inn kl. 20:00. Þá er einnig í kvöld Firmakeppni Fram í körfu Firma- og félagahópakeppni Fram í körfuknattleik verður haldin i iþróttahúsi Alfta- mýrarskóla laugardaginn 15. febrúar. 1 síðustu firmakeppni Fram sigraði lið Hagkaups eftir spennandi keppni við lið lögreglunnar. Þátttaka í keppninni tilkynnist til Ómars í síma 46597 eða til Björns í síma 45836. Ómar og Björn munu einnig veita nánari upplýs- ingar um fyrirkomulag keppninnar. „Ekkert mál,“ sagði Einar Bolk son um leið og hann óð til búning: herbergja eftir að Haukarnir har höfðu sigrað Keflvíkinga í fyrri lei Handknattleikur - aukakeppnin: Óli fór á kostum - er KR sigraði Hauka - Gerði 11 mörk - HK vann Þrótt Ólafur Lárusson fór á kostum í fyrrakvöld með liði sínu KR í auka- keppni fjögurra liða um sæti í 1. deild á næsta keppnistímabili. Ólaf- ur leiddi KR-inga til sigurs gegn Haukum 25-20. Hann gerði 11 mörk í leiknum og var óstöðvandi. KR- ingar hafa nú unnið alla þrjá leiki sína í fyrri umferð keppninnar. Þá léku HK og Þróttur í gær og unnu HK-ingar 27-19 og fengu þar með sín fyrstu stig í keppninni. Sovétsigur á Svíum - í handknattleik - Sovétmenn sterkir á réttum tíma Sovétmenn eru greinilega að kom- ast í sitt besta form í handknattleikn- um fyrir HM í Sviss. Um daginn sigr- uðu þeir Dani nokkuð örugglega í Kaupmannahöfn og í fyrradag unnu þeir Svía í Svíþjóð 28-21 þar sem ekki var spurt að leikslokum. Það er vaninn fyrir stórmót af HM gráðu að Austantjaldsliðin nái að komast í sitt besta form þegar mest á reynir í slík- um keppnum. Sovétmenn eru nú að nálgast sitt. Robson orðinn heill Bryan Robson fyrirliði enska landsliðsins og Manchester United eins og hann heitir fullu nafni hjá enskum sjónvarpsþulum mun verða orðinn góður af meiðslum sínum fyr- ir landsleik Englands og ísrael þann 26. febrúar. Leikurinn verður í Tel Aviv og verður fyrsti landsleikur Robsons síðan hann meiddist í leik gegn Tyrkjum á Wembley fyrir rúm- um þremur mánuðum. Pálmar Sigurðsson fór í gang gegn ÍBK er á reyndi. Hann skoraði 24 stig í gær. Tínwmynd: Ámi Bjama Körfuknattleikur-Bikarkeppni KKÍ: Haukar í strögli - unnu sigur með 15 stigum eftir erfiða byrjun -Ætti að duga fyrir seinni leikinn

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.