Tíminn - 08.03.1986, Side 9

Tíminn - 08.03.1986, Side 9
Laugardágúr 8. niársT986 Tíminn 9 tion), til að leysa hina fyrri af hólmi. Hún er bandalag samvinnusamband- anna sem lánasamlögin mynda í hverju fylki landsins. Þannig eru yfir 90% af lánasamlögum landsins inn- an hennar vébanda. CUNA er þjón- ustustofnun fyrir aðildarsambönd sín, útvegar þeim t.d. rekstrarvörur. tryggingar, sérfræðiráðgjöf og upp- lýsingaþjónustu og túlkar málefni þeirra fyrir opinberum stofnunum. Samvinnulánasamlög fyrirfinnast nú um öll Bandaríkin, þvert og endilangt. Eitt þjónár t.d. starfsliði forsetans, annað starfsliði þjóð- þingsins, þriðja starfsliði Sameinuðu þjóðanna. Eitt stærsta samvinnu- lánasamlagið í U.S.A. er meðal starfsmanna General Motors. Þessi þáttur samvinnustarfsins sem óþekktur var í landinu fyrir 100 árum en nú hinn umfangsmesti þeirra allra. Starfsemi samvinnutrygg- inga hefur náð vemlegri út breiðslu í Bandaríkjunum Nú skipta yfir 18 milljónir Banda- ríkjamanna við tryggingafélög sem annað hvort eru rekin af samvinnufé- lögum eða í nánu samstarfi við þau. Samvinnufélag bænda í Ohio (Ohio Farm Bureau Fedaration) sýndi t.d. þá framsýni að skipuleggja ekki að- eins rekstrarvörukaup á félagssvæði sínu (undir firmaheitinu Country- mark), heldur efndi það til tryggingareksturs (Nationwide Ins- urance Companies), sem þó er, eins og öll gagnkvæm tryggingafélög, í rauninni eign þeirra sem þar tryggja á hverjum tíma. Þessi tryggingafélög gerðust brautryðjendur þess að bjóða lág iðgjöld þeim hópum trygg- ingataka sem minnst áhætta fylgir. Þau hafa allt til þessa starfað í sam- vinnuanda, enda sitja ávallt fulltrúar bænda og neytenda í framkvæmda- stjórninni. Samvinna um íbúðarhúsnæði Meðal fyrstu húsnæðissamvinnufé- laga í Bandaríkjunum voru nokkur í New York borg, hin elstu stofnuð af innflytjendum frá Finnlandi, og sfð- an hófu verkalýðsfélög að gangast fyrir stofnun þeirra. Síðar hafa yfir- völd alríkisins og einstakra fylkja bæði boðið fram ódýr lán og skatt- fríðindi til að stuðla að samvinnufé- lagsskap um húsnæði, og vilja þau þannig auka framboð af húsnæði með hóflegum kjörum handa öldr- uðum og handa fjölskyldufólki með miðlungstekjur eða lægri. Eftir 1950 fór alríkisstjórnin að ábyrgjast veð- skuldabréf húsnæðissamvinnufélag- anna, og eftir 1960 hóf Húsnæðis- stofnun ríkisins (Federal Housing Administration) að greiða niður fjármagnskostnað húsnæðissam- vinnufélaga sem einungis þjóna fólki undir tilteknum tekjumörkum. Þá eru það ekki síst sveitarstjórn- irnar sem beita úrræðum húsnæðis- samvinnunnar þar sem þær reyna að hindra niðurníðslu gamalla mið- borgarhverfa. Þar sem samvinnufélög gegna vax- andi hlutverki sem eigendur íbúðar- húsnæðis, hafa mikilvægar lána- stofnanir breytt reglum sínum til þess að greiða fyrir þjónustu við húsnæðisamvinnufélög. Hinn nýi Samvinnubanki hefur hér mjög komið við sögu, svo og þær breyttu reglur sem gera byggingarsjóði ríkis- ins (Federal Home Loan Mortgage Corporation) og Veðdeild alríkis- stjórnarinnar (Federal National Mortgage Association) kleift að kaupa stofnbréf samvinnufélaganna. Þess má geta, að Byggingarsam- vinnufélagið Búseti myndi flokkast undir húsnæðissamvinnufélög sem - hér hefur verið minnst á. Samvinnufélög um verslun Grundvallarhugmynd kaupfélags- skaparins er að neytendur slái saman innkaupum sínum af vörum eða þjónustu. í Bandaríkjunum versla kaupfélög einkum með matvörur, lyfjavörur, sportvörur, húsgögn, bækur, hljómplötur, fatnað, eða þau útvega hóptryggingar, útfararþjón- ustu, lögfræðiþjónustu, selja ferðir gera sjónpróf og reka bílaverkstæði, og er þá fátt eitt talið. Eitt stærsta og arðsamasta kaupfélagið er REI í Se- attle (Recreation Equipment, Inc- orporated), sem hefurtíu búðiropn- ar en starfar að öðru leyti sem póst- verslun með sportvörur og er vant að greiða ekki minna en 10% í tekjuaf- gang af félagsmannaviðskiptum. Greenbelt heitir annað kaupfélag og starfar á þremur stórborgarsvæð- um: Washington og nágrenni, Chic- ago og nágrenni, og Baltimore ásamt nálægum borgum. Félagsmenn eru 120.000. En fyrir utan ferðaskrif- stofu, trygginga- og lögfræðiþjón- ustu verslar félagið með nýtískuleg innflutt húsgögn, einkum frá Norðurlöndum, og til þeirra vísar nafnið SCAN á verslunum félagsins, enda eru þær fremstu dreifendur norrænna húsgagna á Bandaríkja- markaði í gegnum dótturfyrirtæki NAF-NAE. Neytendakaupfélag Berke- leyborgar (Consumer’s Cooperative of Berkeley) í Kaliforníu vestur, rekur sjö stórmarkaði fyrir sína 100.000 félagsmenn, og er það stærsta kaupfélag landsins á þessu sviði. Nú er það að færa út kvíarnar með sérverslunum á öllu San Fra- ncisco-svæðinu. Þegar allt er talið, reiknast kaupfé- lög í Bandaríkjunum um 5.000 af ýmsum stærðum og gerðum Það er hins vegar Ijóst að markaðshlut- deildir samvinnufélaga í smásölu- verslun Bandaríkjanna er verulega minni en gerist í V.-Evrópulöndum. Námsmenn og neytendasamvinnan Við u.þ.b. 200 skóla, einkum á lægra háskólastigi, eru félagsstofn- anir með samvinnusniði, og eru fé- lagsmenn samtals um 20.000. Þær reka stúdentagarða, mötuneyti, matvöru-, hljómplötu- og fornbóka- verslanir og annað í þeim dúr. Einna mest kveður að stúdentagörðunum við Michigan-háskóla í Ann Arbor, Kaliforníuháskóla í Berkeley, Tex- as-háskóla í Austin og Oberlin Col- lege í Ohio. (Harvard). Félagsstofnanir stúdenta með samvinnusniði eiga flestar rætur að rekja til kreppuáranna, þegar mörg- um var því aðeins fært að Ijúka skólagöngu að kostnaði öllum væri í hóf stillt. Hefur þetta skipulag reynst mörgum hollt veganesti ásamt vinnuframlagi félagsmanna. Með því að halda niðri aðkeyptri hrein- gerningu-, viðhalds- og matreiðslu- þjónustu og ráða fremur félagsmenn í ígripavinnu en utanaðkomandi starfslið, hefur oft tekist að halda búsetu á samvinnugörðum 20-50% ódýrari en á öðrum stúdentagörð- um, skv. upplýsingum bandaríska samvinnusambandsins. Einkafyrirtæki hafa með sérsamiög Mörg fyrirtæki í einkaeign taka sig saman um að standa að samvinnufé- lögum. Eitt elsta samvinnufélagið þeirrar gerðar er fréttastofa AP (Associated Press), sem dreifir frétt- um sínum til blaðanna sem að henni standa. Enn ntá nefna MBC (Mutual Broadcasting Company), sem er samvinnufélag útvarpsstöðva og framleiðir fyrir þær dagskrárefni. 7000 járnvörukaupmenn eiga sér líka samvinnufélag, Tru-Value, um vöruútvegun, og er það öflugasta fyrirtæki landsins á sínu sviði. Sjálfseignarstof nanir nota samvinnuformið Það er einkar athyglisvert hvernig sjúkrahús nota samvinnurekstur. Houston Medical Center í Texas er samheiti margra sjálfstæðra sjúkra- stofnana sem reistar hafa verið á ein- um stað. Nokkrar þeirra, allar sjálfs- eignarstofnanir, mynduðu Orku- og kælisamlagið, TECO (The Energy and Cooling Cooperative). Eiga þær í sameiningu stóra kyndistöð sem sér aðildarspítölunum fyrir upphitun og loftkælingu. Sumir sömu spítalarnir stofnuðu einnig samvinnuþvottahús. Og víðs vegar um Bandaríkin hafa sjálfseignarsjúkrahús komið upp margvíslegum samlögum um útveg- un rekstrarvara og þjónustu. Launþegar eiga samvinnufélög Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkj- anna var samin í Philadelphiu árið 1776, í samkomusal Trésmiðafélags- itis þar í borg. Tæpum áratug áður hafði félagið, upp úr verkfallsátök- um, stofnað fyrsta framleiðslusam- vinnufélag launþega í Bandaríkjun- um, raunarmeð mjögeinföldu sniði. Síðan hefur áhugi á framleiðslusam- vinnufélögunt blossað upp, marg- sinnis, en aldrei orðið úr nein stór- felld hreyfing. í skógarhéruðununt í norðvesturhluta Bandartkjanna eru t.d. 14 krossviðarverksmiðjur með þvílíku samvinnusniði sent haldið hafa velli í nærri 40 ár og þar með sýnt lífseiglu framleiðslusamvinn- unnar, en fáir hafa tekið þær sér til fyrirmyndar. Samvinnubanki Bandaríkjanna Fátt hefur í seinni tíð breytt jafn miklu fyrir samvinnustarfið í Banda- ríkjunum og stofnun Samvinnu- bankans (National Cooperative Bank, NCB) 1980, í krafti laga sem samvinnusambandið í Bandaríkjun- um hafði unnið ötullega að að fá sett. Ríkissjóður Bandaríkjanna lagði fram verulcgt stofnfé í bankann, $ 100 millj., að mig minnir. Lögum samkvæmt ber bankanum að starfrækja stofnlánadeild sam- vinnufélaga og annast hún lánveit- ingar til nýrrar samvinnustarfsemi, hvort sem hinar nýju rekstrargreinar taka lánin sjálfareðaeldri samvinnu- félög taka þau til að fjárfesta í.ný- mælunum, og þarf þá ekki að upp- fylla eins strangar kröfur og til að fá lán hjá bankanum sjálfum. Þess má geta, að I.S.C. (Iceland Seafood Corporation) gerðist lítill hluthafi í þessum bankas.l. haust, en bankinn hafði áhuga á viðskiptum við I.S. (Iceland Seafood). Þar sem I.S.C. uppfyllti það skilyrði að vera meira en að hálfum hluta í eigu sam- vinnufélags eða félaga, var fyrirtæk- ið gjaldgengur lántaki. Bankinn veitti því mjög hagstætt lán og síðan er gert ráð fyrir endurgreiðslu á vöxt- um sem tekjuafgangi í lok starfsárs- ins. Ég mun nú senn ljúka þessu erindi mínu, en langar að lokum að minn- ast með nokkrum orðum á einn lit- ríkan bandarískan starfsbróður minn, Jerry Voorhis að nafni, sem lést fyrir einu og hálfu ári síðan í hárri elli, vestur í Kaliforníu. Hann gegndi forstjórastarfi í The Cooper- ative League á 6. og 7. áratugnum. Jerry var óvenjulegur maður, flug- mælskur, mjög fróður.hugsjónaríkur og mikill baráttumaður. Hann var einn í forystusveitinni, þegar vindar kalda stríðsins blésu sem mest á fundum Alþjóðasamvinnusam- bandsins. Var hann ötull málsvari sinnar þjóðar, þegar fulltrúar Aust- ur-Evrópulanda réðust á Bandarík- in. Má segja að það sé nokkur kald- hæðni örlaganna, að það skyldi vera demókratinn Jerry Voorhis sem féll fyrirframbjóðanda repúblikana í 12. kjördæmi Kaliforníu í kosningum til fulltrúardeildarinnar árið 1946, eftir 10 ára farsæla setu á þingi. Sérstök lög sem hann beitti sér fyrir bera m.a. nafn hans. í kosningabarátt- unni hafði andstæðingurinn óspart notað þann blekkingaráróður, að Jerry Voorhis væri í raun kommún- isti, en sigurvegarinn í 12. kjördæmi Kaliforníu var enginn annar en Ric- hard Milhous Nixon, síðar forseti Bandaríkjanna, sem þar með hóf sína pólitísku vegferð. Jerry Voorhis heimsótti ísland fyr- ir mörgum árunt meðan hann var forstjóri Bandaríska samvinnusam- bandsins. Mér er sérstaklega minnis- stætt, er við sátum saman á grænum þúfunt Lögbergs á Þingvöllum á sumar-sólskinsdegi, en hann fór þá að rifja upp kosningarnar 1946 og ósigur sinn fyrir Nixon. Honum sveið sárt að falla, sérstaklega vegna þess, að hann taldi sig hafa verið beittan fölskum áróðri, - tilgangur- inn hafði helgað meðalið til hins ýtr- asta. - En Jerry bætti svo við: „En þessi örlög og straumhvörfin sem þeim fylgdu, áttu eftir að veita mér mikla lífsfyllingu. í starfi nn'nu fyrir samvinnuhreyfinguna í Bandaríkj- unum og innan alþjóðasamvinnu- sambandsins og fyrir þróunarlöndin, fékk ég tækifæri til þess að starfa að hugsjónum mannúðar og lýðræðis og sjá ávöxt verka minna." Eftir Watergate skrifaði Jcrry Vo- orhis bók sem ber nafnið: „The i Strangc Case of Richard Milhous Nixon“. Efni hcnnar mundi nægja í mörg Rótary erindi. -En það er önn- ur saga og hér verður látið staðar numið. Erlendur Einarsson. Spurningaleikur Ferðaskrifstofan Útsýn, Austurstræti 17 sími 26611 Útsýnar Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér sæti í Páskaferðina til Costa del Sol 26. mars. Aðeins 4 vinnudagar! Erum að selja síðustu sætin! Munið einnig ferðatilboð ársins: 33 daga vorferð til Costa del Sol 6. apríl. Verð frá 24.200. 50% barna-afsláttur Svör Su: - í hvaða borg er brúin, sem sést í auglýsingu? Svar:___________ N f Má: - Á hvaða setningu endar auglýsingin? Svar______________________ nnr. Þr: - Á hvaða farartæki eru börnin í myndinni? Svarj________________ Heimili: Mi: - Hvað heitir báturinn, sem róið er í myndinni? Svan____________ Fö: - Hvaða útiíþrótt stundar pilturinn í myndinni? Svarj___________ Lau: - Hvað fann farþeginn í ferðinni? Svarj________________________ Simi: Nú hafa nýju sjónvarpsauglýsingarn- ar okkar birst ein á kvöldi í tvær vikur og þúsundir spreytt sig á spurninga- leiknum. Því gétið þið sent inn svörin frá síðustu viku og séð hvað gerist! Jafnframt birtum við nýjan spurn- ingalista fyrir næstu viku. Sendið þann lista inn að viku liðinni, merkt- an „Spurningaleikur Útsýnar“ póst- hólf 1418,121 Reykjavík. Klippið hér

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.