Tíminn - 08.03.1986, Síða 18

Tíminn - 08.03.1986, Síða 18
18 Tíminn Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Slökkvistöðvar Reykjavíkuróskar eftirtilboðum í ranabifreið. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 26. apríl nk. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Ffíkifkjuv«gi 3 — Sími 25800 Til sölu Tilboð óskast í eftirfarandi vegna Slökkvistöðvarinnar í Reykjavík. Ford F 600 slökkvibifreið, árgerð 1962. Bifreiðin er með 171 ha. vél og tvískiptu drifi. Dælan er þriggja þrepa champion lág- og háþrýstidæla. Afköst3.000 l/mín viðsjökg/rúmcm2 , og 250 l/mín við70 kg/rúmcm2 miðað við 1,5 metra soghæð. Vatnstankur rúmar ca. 1.100 lítra. Bifreiðin er til sýnis í Slökkvistöðinni í Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, fimmtudaginn 3. apríl 1986 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríldrlcjuvagi 3 — Sími 25800 Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftirtilboðum í Efnisvinnslu 1-1986 á Vesturlandi (Bláhæð). (Sprengingar og mölun 36.000 m3). Verki skal lokið 1. ágúst 1986. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi og Reykjavík (aöalgjaldkera) frá og með 10. mars n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 24. mars 1986. Vegamálastjóri Útboð Vegagerð ríkisins óskareftirtilboðum í undirbyggingu Djúp- vegar-Óshlíð III. (Lengd 1760 m, skering 125.000 m3). Verki skal lokið í síðasta lagi þann 1. september 1986. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 10. mars n.k. Skilaskal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 1. apríl 1986. Vegamálastjóri Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu Snæfellsvegar, Grundarfjörður - Mýrar. (Lengd 2,0 km, fylling og burðarlag 60.000 m3, sprengingar 10.000 m3). Verki skal lokið 15. ágúst 1986. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi og Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 10. mars n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 24. mars 1986. Vegamálastjóri STAÐAR NEM! Öll hjól eiga að stöðvast Laugardagur 8. mars 1986 llllllHHll! lllllllllllllllllllllllllllllllllll SKÁK Að tefla er erfiðisvinna Þáttur Jóns L. Árnasonar á Reykjavíkurskákmótinu Jón L. Árnason. Hann átti margar af hressilegustu skákunum á síðasta Reykjavíkormóti. Meira en hálfs árs fjarvera frá þátttöku í hinum alvarlegri mótum kom þó scnnilega í veg fyrir að hann hlyti enn hærra sæti. Eins og getið var um í skákþætti Tímans fyrir viku síðan voru um 400 skákir tefldar á síðasta Reykjavíkur- skákmóti, fjölmargar þeirra stór- skemmtilegar á að horfa og margar hverjar verða lengi í minnum hafðar. Sterkustu erlendu meistararnir fengu allir eitthvað fyrir sinn hatt í þessu móti þó áberandi undantekn- ing væri hinn viðfelldni bandaríski stórmeistari Yasser Seirawan. Hann átti lengi vel á brattann að sækja, en vendipunkturinn hjá honum var í 8. umferð er hann tapaði fyrir Jóni L. Árnasyni. Jón átti sennilega eitt sitt furðulegasta mót. Hann hafði ekki tekið þátt í opinberri keppni í meira en hálft ár og virkaði dálítið ryðgað- ur en skákir hans einkenndust þó af þeim ferskleika sem æfingalitlir menn hafa oft til að bera framyfir hina sem ferðast frá einu móti til annars. Jón lenti í tímahraki í svo til hverri einustu skák og á síðustu mínútunum tóku skákir hans oft örlagaríka sveiflu. Honum gekk ekki sem best með hvítu og tapaði þar þrívegis, en með svörtu mönnunum varð liann árangursríkari sigraði auk Seirawans hinn sterka sænska meistara Harry Schiissler. Skákin við Seirawan ein- kenndist af flókinni stöðubaráttu þar sem hvítur tók á sig, að því er virtist, fremur lítilfjörlega peðaveikleika og sótti hart að stöðu svarts en þar kom að veikleikarnir fóru að segja til sín og Jón sem átti vart meira en eina mínútu á síðustu 15 leikina náði að bæta stöðu sína með afar markvissri taflmennsku. Þegar skákin fór í bið eftir 46. leik hvíts var staða svarts greinilega mun betri og biðstöðu- rannsóknir leiddu í Ijós að hvíta tafl- inu yrði ekki bjargað. Skemmtileg og fremur óvenjuleg leikflétta gerði svo út um örlög Seirawan í þessari skák og raunar móti öllu. Hann vann að vissu tvær síðustu skákir sínar en náði ekki verðlaunasæti. Þessi skák fer hér á eftir. Þetta var þriðja viður- eign Jóns og Sierawan og ávallt hefur Jón borið sigur úr býtum. Þeir áttust fyrst við á World open í Fíladelfíu 1978, síðan í London 1981 og nú í þriðja sinn á Reykjavíkurskákmót- inu. Þessi skák er ekkert léttmeti að neinu leyti, heldur dæmigerð barátta á skákmóti nútímans. 63 leikir voru leiknir þ.e. um 7 klst. fóru í tafl- mennskuna og því til viðbótar tveggja tíma biðskákrannsóknir plús undirbúningur sem tekur skákmann- inn aldrei minna en 3-4 klst. á dag. Erfiðisvinna: Hvítt: Yasser Seirawan (Bandaríkjunum) Svart: Jón L. Árnason. Drottningarindversk vörn 1. d4 Rfó 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. Rc3 Bb4 5. Db3 c5 6. a3 Bxc3t 7. Dxc3 0- 0 8. e3 Bb7 9. b4 d6 10. Bb2 Re4 11. Dc2 f5 12. Hdl Rbd7 13. Be2 a5. (Áþekkar stöður hefur Jón marg- oft varið á undanförnum árum. í skák sinni við Browne í keppni Norðurlanda og Bandaríkjanna kom upp svipuð staða. Gegn Schussler, tveim umferðum eftir þessa skák, kom Jón á framfæri athyglisverðri endurbót á eina einvígisskák Kasp- arovs og Timman í fyrra: 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. Rc3 Bb4 5. Bg5 Bb7 6. e3 h6 7. Bh4 g5 8. Bg3 Re4 9. Rd2 Rxc3 10. bxc3 Bxc3 11. Hcl Bb4 12. h4 Rc6 13. d5 De7!? Manns- fórnin gefur góða praktíska mögu- leika enda vann svartur um síðir eftir mikinn darraðadans í tímahraki.) 14. bxc5 bxc5 15. 0-0 Hf7! (Dálítið dularfullur hróksleikur en á f7 þjónar hróksi margháttuðu hlutverki. Sjá 30 leik svarts!) 16. Bal Rb6 17. dxc5 Rxc5 18. Rd4 Dg5 19. Bf3 Bxf3 20. Rxf3 De7(?). (Ónákvæmur leikur að mínu mati. Betra var 20. - Dd8. Drottningin er fyrir hróknum og skilur riddarann á b6 eftir valdlausan. En þessi óná- kvæmni kemur þó ekki að sök.) 21. Hbl Rca4!? (Óvenjuleg riddarastaða, en svartur á við erfiðleika að stríða eftir 21. -Dc7 22. Rd4! o.s.frv.) 22. Hb5 Dc7 23. Rd2 Rc5 24. Bd4 Rbd7 25. Hfbl h6 26. h3. (Jón átti eftir 20 leiki til að ná. tímamörkunum en var þegar orðinn naumur á tíma. Það kemur þó á eng- an hátt niður á taflmennsku hans.) 26. .. a4 27. Hlb4. (Möguleikar hvíts liggja á b-lín- unni en riddararnir varna hrókunum inngöngu.) 27. .. Hc8 28. Rbl Dc6 29. Bxc5 Rxc5 30. Rc3 Ha7! (Hugmyndin með 15. - Hf7? Varla, en sú staðreynd að svartur á þennan leik á hárréttu augnabliki, sem Seirawan raunar yfirsást, sýnir hversu útsmoginn 15. - HÍ7 var.) Helgi Ólafsson stórmeistari skrifar um skák: 31. Ddl. (Jón átti eftir röska mínútu til að ná tímamörkunum. Ég held hann fari þó langt með að hitta á besta leikinn alveg frarn á biðskák. Bið- leikurinn var hinsvegar, svo ein- kennilegt sem það kann að virðast, dálítið gallaður að flestra mati!) 31. .. Ha6 32. Re2 KH7 33. Rf4 De8 34. g4 Df7 35. De2 Hac6 36. f3? (Seirawan var líka orðinn fremur tímanaumur og byrjar nú að síga á ógæfuhliðina. Eftir 36. gxf5 exf5 taldi Jón stöðu hvíts eilítið betri en í raun er hún afar flókin með mögu- léikum á báða bóga. „Sá sem teflir betur vinnur- staða“.) 36.. . Df6! 37. Kg2 Hf8 38. Dd2 De5 39. Re2 Df6 40. Rgl. (Ekki er þetta nú fagurt. Nú hrifs- ar Jón til sín frumkvæðið." 40.. . h5! 41. gxf5 Dg5t 42. Khl Hxf5 43. De2 h4 44. e4? (Veikir svörtu reitina skelfilega. Ég fylgdist með Seirawan þegar hann lék þessum leik og hann gretti sig lítillega eftir að hafa ýtt á klukk- una. En staða hans var þegar orðin erfið.) 44.. . Hf6 45. Hbl Hg6 46. Hdl (Hér fór skákin í bið og Jón gat loks gefið sér tíma til að ígrunda bið- leikinn. Flestir, þ.á.m. Jón voru á því máli að sterkast væri 46. - e5. Það kann að vera, en staðreyndin er sú að biðleikur J óns tapar engu af því frumkvæði sem hann hefur fyrir. Og eftir bið teflir hann óaðfinnanlega.) 46.. . Df4!? 47. Hb2 Rb3! (Ingi R. Jóhannsson krafðist þess að Jón léki þessum riddaraleik þegar biðskákin var sundurgreind. Riddar- inn er afar ógnandi á b3.) 48. DH Hc5! (Nýtir einn kostinn við að leika ekki - e5, hrókurinn tekur þátt í átökunum á kóngsvængnum.) 49. Hg2 Hxg2 50. Dxg2 (Þvingað. 50. Kxg2 er svarað með 50. - Rd2 sem vinnur taflið án erfið- leika.) 50.. . Hxc4 51. Re2 Dh6 52. Dg4 (Og hér strandar 52. Hxd6 á 52. - Hc2! o.s.frv. 52. .. d5! 53. Rf4 Rc5 54. Rg2dxe4 55.f4Hc2 (Sterkara en 55. - Rd3.) 56. Kgl Rd3 51. Hfl Kg8 58. Rxh4 (Meira viðnám veitti 58. f5 en svartur vinnur þó örugglega eftir 58. - exf5 59. Dxf5 Db6t 60. Kh2 Dd6t 61. Khl De5 o.s.frv.) 58.. . e3 59. Rg6 e2! HMf Vyf 1 11 1! iíii iii HÉÍIIIIII 01 111411! 111A 111 11A jjlli Hlllfi lll | |SSI 60. Dxe6t KH7 61. Rt8t Kh8 62. Rg6t Dxg6! 63. Dxg6 exfl (D)t! - og hér lagði Seirawan niður vopnin. Lokin eru stílhrein því eftir 64. Kxfl Hclt ásamt 65. - Rxf4t fell- ur drottningin. Seirawn virðist hafa vaknað af dvala við þetta tap, því hann vann tvær síðustu skákir sínar í mótinu, hélt síðan til Lugana á stórt opið mót og þegar tefldar höfðu verið fjórar umferðir var hann með hreint borð.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.