Tíminn - 23.03.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.03.1986, Blaðsíða 10
10 Tíminn jmwnHgp Vé-**9f* Sunnudagur 23. mars 1986 MAÐUR ER ALDREI OF GAMALL FYRIR ÆVINTÝRIN Viðtal við Jean Paul Belmondo, sem er orðinn 53ja ára og hefur nýlokið leik í nýjustu myndinni „Le Boss“ Hárið er farið að grána, hrukkurnar á enninu hafa dýpkað og líka hláturhrukkurnar í kringum augun. En fljótt á litið eru þetta líka einu merkin um að Jean Paul Belmondo, fallegastiijóti maður heims hafi orðið 53ja ára í apríl. Hann varð frægur fyrst í myndum Jean Luc Godards, „Á önd- inni“ og „Nouvelle Vague“. Þar með varð hann brátt mesta „and-hetjan“ í kvikmyndaheiminum, Og heims- frægur. Nú er „Bébél“ tekjuhæsti leikari í frönskum myndum. Hann hefur haft um 36 milljónir ísl. króna fyrir hverja mynd og er því „hæstlaunaði glaumgosi í lýðveld- inu“, eins og tímarit nokkurt kallaði hann. Nú er byrjað að sýna nýjustu mynd hans „Le Boss“. Söguþráðurinn er um Grimm nokkurn (Jean Paul Belmondo) sem klæddur trúðsbúningi rænir stærsta bankann í Montreal í Kanada. í myndinni er minna um tilþrifamikil atriði en oft áður, en þess meira sést af ágætum leikhæfileikum söguhetjunn- ar. Meðan á gerð myndarinnar stóð í Kanada hugðist Bel- mondo framkvæma hættulegt atriði (hann notar aldrei staðgengil) en féll og meiddist talsvert. Það var skömmu eftir það atvik, sem þetta viðtal var tekið. Ertu ekki farinn að hugsa til þess að fá staðgengil í næsta hættulega atrið- ið? „Reyndar meiddi ég mig einu sinni áður og þá var ég þrítugur. Ég setti það ekki mikið fyrir mig þá. En það er Ijóst að einhvern tíma, - í dag eða á morgun, - vcrð ég að fara að gæta mín. Ekki af ótta, hcldur vegna þess að mönnum ntundi þykja skrýtið að sjá afa gamla stökkva á milli svala á 20 hæöa íbúðarblokk. En annars er maður aldrci of gamall fyrir ævintýr- in." Hugsar þú oft um hvað þú munir gera. þegar þú verður orðinn 65 ára. Eða crtu hræddur við að hugsa unt aldurinn? „Nci, hann hræðir mig ekki. Mestu máli skiptir að maður hafi vakandi áhuga á því sem í kringum mann gerist. Hætti maður því er allt búið. í’að cina sem ég óttast er að verða alvarlega veikur. Mér finnst það oft skrýtið að vera kominn yfir fimmtugt, því í andaerégtvítugur." Nú leikur þú í fyrsta sinn í Amer- íku og þá fcrðu til Kanada, en ekki Kaliforníu. Ertu vísvitandi að snið- ganga Bandaríkin? „Bandaríkjamenn vildu fá mig árið 1965 en þá hefði ég orðið að flytja þangað vestur. En ég gat ekki hugsað mér það, ég er 100% Frakki. Ég hcf kosið að starfa í Frakklandi, í Evrópu." Fellur þér ekki við „the American way of live? „Ja, þetta er annar lífsstíll og af- staða til hlutanna sem ekki á við mig. Þetta keniur fram í orðfærinu líka. Ég held að Ameríkanar séu yfir- borðslegri en við. Til dæmis bjóða þeir mönnum í mat, kalla þá strax fornafni þeirra og eru svo búnir að steingleyma daginn eftir hvað maður heitir." Hvað segir þú um það að kvik- myndahús eru ekki lengur jafn vel sótt og þau voru? „Þetta er ekki jafn mikill viðburð- ur og á fimmta og sjötta áratugnum. Nú er mciri upplifun að fara á tón- leika hjáTinuTurnereða Madonnu. Nú koma unt 30 þúsund ungmenni saman, bara til þess að sjá einhvern Kiæddur í gervi trúðs rænir hann banka í nýjustu myndinni „Le Boss“. Prince. Slíkt gerist ekki í bíóunum. Það éru margir góðir leikarar til núna, en ckki mjög margir með sterkan persónuieika." Tii hvaða tímabils í kvikmyndum myndir þú telja þig sjálfan? „Ég er dæmigerðastur fyrir tíma- bilið 195S-1965, og mynd eins og „Nouvclle Vague". Þetta var sá tími þegar Godard markaði sín spor í sögu kvikmyndanna. Ég var svo heppinn að fá að starfa með honum, þegar liann var á hátindi ferils síns. Á þessum tíma voru kvikmyndastjörn- urnar alveg sérstaklega fallegt fólk. Nú á dögum eru t.d. kvikmynda- leikkonurnar mjög greindar konur, en skelfing óásjálegar." Fer það í taugarnar á þér? „Já. ég hef alltaf viljað hafa fagrar konur fyrir augunum. Þær sem eru eggjandi og koma manni úr jafnvægi tek ég fram fyrir þær miður ásjálegu. í nútímaskilningi á ég að vera eins- konar Adonis. En ég held að einn daginn verði aftur breyting og að fólk fari að taka fegurðina fram fyrir alla vitsmunina." Þurfa kvikmyndirnar á fegurðinni að halda? „Já, ég held það. Það er mannin- um nauðsynlegt að fá myndir sem höfða til dagdrauma hans. Er einhver leikkona sem þú hefur starfað með, sem er þér sérlega minnisstæð? „Ó, þær voru svomargar.-Sophia Loren, Lollobrigida, Raquel Welch eða Jacqueline Bisset. Þærvoruallar dásamlegar. Oft fór illt orð af þcim. Til dæmis var sagt um Ginu að hún væri þverlynd og þrá. En hún var dásamlega aðlaðandi og elskuleg." Þú hefur nú lengi búið með 24 ára brasilískri stúlku. Hefur þú ekki hugsað þér að kvænast henni? „Ja, hvað er við átt með hjóna- bandi...?" Kannski er það viðurkenning á ástandi. „Ég held að fyrst og fremst séu það konurnar sem vilja giftast, því það skapar þeirn vissa tryggingu. Ég held að það sé síður af tilfinningalegum eða fjármálalegum ástæðum. Ég gæti verið kominn í hjónaband innan fimm daga..." Hvaða eiginleika metur þú mest hjá vinkonu þinni? „Hún verður að vera sérlega þol- inmóð, því ég er stöðugt að tala um starf mitt. Svo er mikilvægt að hún hafi skopskyn og gott skap. Ég elska fólk sem stráir gleði í kingum sig. Þar að auki gæti ég aldrei búið með konu sem stæði mér að baki að almennri greind. Þú lítur út fyrir að vera maður sem hefur fullkomið vald á lífi sinu. Er erfitt að særa þig? „Sæi ég vinkonu mína, Carlos, með öðrum manni. þá gæti ég ekki sætt ntig við það." En ef þú hittir aðra konu. Væri það annað mál? Belmondo hlær. „Ekki hef ég það 1 hyggju. en vinkona mín ntundi aldrei sætta sig við það. Nei, tryggð er grundvöllurinn í hverju sam- bandi. Því hef ég komist að á lífsleið- inni. Sambýlismaður eða kona sem lætur allt yfir sig ganga, - slíkt er ömurlegt. Mér er ekki um það gefið að manni Iíðist allt vegna umburðar- lyndis hins aðilans. Þess vegna er ég ekki umburðarlyndur sjálfur."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.