Tíminn - 23.03.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.03.1986, Blaðsíða 11
Tíminn 11 Sunnudagur 23. mars 1986 Af leiklistarþingi: Eigumvið að halda, áfram að leika á L ig | listamcnn úr ölluni listgreinum auknum mæli. lcikhúsa komu saman nú í vikunni á En þann verðmun verðum við að hreinir þiegjendur." leiklistarþingi sem haklið er í Þjóð- leikhúsin u. greiða el viðeigtim ekki að enila sem JÁl* Þinghaldið hófst sl. sunnudag með fjórum framsöguerindum auk þess sem menntamálaráðherra ávarpaði þingið. Það voru þau Sveinn Einars- son, Helga Bachmann. Þörunn Sig- urðardóttir og Gísli Rúnar Jónsson sem fluttu erindi en síðan hófust um- ræður sem nteðal annars fóru fratn í smærri vinnuhópum. Upphaflega stóð til að þinginu lyki á mánudag en listamennirnir töldu þr að svo margt væri órætt að ákveðið var að frcsta þinglokum fram yfir þessa hclgi og er nú ætlunin að þing- inu Ijúki mánudaginn 24. mars. Leiklistarþing hafa ekki verið haldin með rcglulegu millibili heldur til þeirra efnt þegar tími hefur þótt til. Nú eru fimm ár síðan síðast var efnt til slíkrar ráðstefnu sent er óvanalcga langt hlé. „Eigum við að halda áfram að leika á íslensku?" var yfirskrift þingsins að þessu sinni. Helgar-Tíminn spurði tvo þeirra listamanna sem þingiðsitjii, þau Svc- in Einarsson og Þórunni Sigurðar- dóttur, hvernig menn hefðu svarað þessari spurningu. Þórunn sagði að hún teldi spurn- inguna þarfa. Hér er ekki eingöngu átt við móðurmál okkar íslenskuna heldureinnig hvaða áhrifþað hefurá menningu okkar að taka við öllu því efni sem dembist yfir okkur í gegn- um fjölmiðlun í víðustu mcrkingu þess orðs. „Við höfum verið að skoða stöðu íslensks efnis gagnvart crlendu efni og möguleika íslenskrar tungu að lifa þessar brcytingar af. Hvað yfirskrift þingsins snertir þá verðum við vör við mikinn áhuga á því að styrkja stöðu íslensks efnis í samkeppninni við hið svokallaða fjölþjóðaefni. Jú við ætlum að halda áfram að leika á íslensku." Sveinn Einarsson sagði að menn hefðu verið að skoða hug sinn hvort íslensk frumsköpun væri ekki og yröi ekki að vera undirstaða sjálfstæðrar menningar. „Hið eina rökrétta svar okkar við vaxandi áhrifum að utan er að efla eigin listsköpun en þar þarf meðal annars að koma til opinber stjórnárstefna til að styðja við bakið á því sem íslenskt er.“ Þau Þórunn og Sveinn vildu þó undirstrika að hér væri ekki verið að boða neina einangrunarstefnu. „Viö viljum ekki útiloka þau áhrjf scm nú- tíma fjölmiðlun býr yfir heldur styrkja menningu okkar þannig að áhrifin að utan vcrði til að auðga hana í staö þcss aö kæfa." Ótal mál hafa veriö tekin fyrir á þinginu og einnig hefur mikið verið rætt um þaö hvernig bcst verði aö korna niðurstöðum umræðunnar til skila. Þau Þórunn og Sveinn sögðu að töluverðum tíma hefði verið varið í að ræða málefni sem tcngjast út- varpi og sjónvarpi og hvaða áhrif nýju útvarpslögin komi til mcð að hafa. Málefni leiklistarskólans hafa einnig verið rædd auk fjölda annarra mála. Hin svokölluðu fjölþjóðaáhrif með tilkomu gervihnattasjónvarps voru m.a. í brennidcpli á leiklistar- þingi að þessu sinni og skal engan furða. Viðmælendur okkar sögðu þó að sú umræða hefði ekki einkennst af neinni uppgjöf eða vonleysi. „Staðreyndin er sú að íslensk sköpun er dýrari en það efni sem -okkur kemur til með að bjóðast í „Eina rökrétta svarið við vaxandi áhrifum að utan er að eíla eigin listsköpun segja þau Þonmn Sigurðardóttir og Sveinn Einarsson. Forseli Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, sat þingið ásaint rúnilega eitt hundrað listamónnum úr öllum listgreinum leikhúsanna. 'rmia-iiivndir Hóiitri Leiklistarþing hafa ekki verið haldin með reglulegu millibili heldur til þeirra Ásamt framsöguerindum og almennum umræöum var fólki skipt upp í minni efnt þegar tími hefur þótt til. hópa á þinginu til að vinna að sérstökum afmörkuöum verkefnum. LÁUSÍ LDKSINS FÉKKST GJALDSVÆÐI OKKAR ÚTFÆRJ Allir í rétta röð. Nýtt og fullkomið tölvustýrt símaborð tryggir snögga sím- svörun og afgreiðslu eftir réttri röð. Þegar þú hringir í Hreyfil og heyrir lagstúf, veistu að þú hefur náð sambandi við skiptiborðið oc færð afgreiðslu von bráðar. Hafnarfjörður, Garðabær og Mosfellssveit. Höfum opnað nýjar biðstöðvar við Ásgarð í Garðabæ, Esso-stöðina við Reykjavikurveg i Hafnarfirði og við Þverholt í Mosfellssveit. Þetta tryggir enn betri þjónustu. Höfuðborgarsvæðið er nú eitt gjaldsvæði. Nú getur Hreyfill ekið þér frá Laxnesi að Bessastöðum eða frá Austurvelli í Straumsvík á innanbæjartaxta Reykjavíkur UREMF/LL 68 55 22

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.